Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 16.08.1974, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Föstudagur 16. ágúst 1974. fHann ó afmœli í dag...!' — söng Jón Ólafsson, þegar hann fékk samninginn. „Mólið ekki útilokað fyrir mig", segir Ámundi „Hann á afmæli í dag...hann á afmæli i dag...!!” Hann var svo sannarlega kátur hann Jón Ólafsson hjá ,,Joke”-hijómplötum i Keflavik, þegar við ræddum við hann i gær. Hann svaraði simanum með þvi að syngja þennan lagstúf, og skýringin á góða Jón ólafsson i gærdag, hinn ánægftasti meft samninginn fræga, sem þá var nýlega kominn I hans hendur eftir sálarstriftift vift Ámunda Ámundason. (Ljósmynd Vísis ÓI. Hauksson). skapinu var sú, að hann var kominn með samninginn i hendurn- ar varðandi komu Nazareth hingað. Jón fékk samninginn sendan flugleiftis I gær frá Nems Enter- prises i London. Samningurinn er stór og þykkur og mjög ýtar- legur. Til dæmis er getiö um lágmarksstærö á sviöi fyrir hljómsveitina, þá er fjallaö um gæöi viökomandi hótels, sem hljómsveitin kæmi til meö aö búa á, og samningurinn fer allt niöur i það aö fjalla um, hvaö hljómsveitin á aö fá að boröa. Þaö er ekki annað aö sjá en aö málið sé nú komiö á hreint, en þaö hefur vist ekki beint verið tekiö út með sældinni alltaf, hvorki hjá Jóni né Ámunda hingað til. ,,Ég er búinn að hafa geysi- mikinn kostnaö af þessu vegna látanna I Ámunda. Kostnaðurinn viö simtöl og simskeyti og alls konar „redd- ingar” hefur numið tugum þús- unda.” Þetta sagði Jón meðal annars. ,,Ég býst við aö fara sléttur út úr þessu”, tók hann fram. „Kostnaðurinn viö hljómsveit- ina er gffurlega mikill, fyrir utan laun hennar. Svo þarf aö borgar STEF-gjald, söluskatt, skemmtanaskatt og launaskatt -fyrir hljómsveitina. Hann er 56% af öllum launum þeirra. En ég fer ekki sléttur út, nema meö þvi aö fylla húsið.” Þá sagöi Jón: „Amundi hringdi I mig og bauöst til aö semja. Hann vill borga mér meira fyrir að fá hljómsveitina heldur en ég borga fyrir hana, ef hann aðeins fær aö halda hljóm- leikana.” Viö höföum samband við Ám u n d a Ám u n d a s o n , umboðsmann, og spurðum hann meðal annars um þetta. „Þaö er ekki rétt”, sagði hann. „Hins vegar hringdi ég fyrir þremur dögum i Jósafat Arngrimsson sem er með verzlunina Kyndil i Keflavík. Hann er sá, sem raunverulega stendur fyrir komu hljómsveitarinnar hingaö, en ekki Jón. Þá kom ég meö þá hugmynd að viö skiptum samningnum til helminga. Ég kom aftur með þá hugmynd i gær.” Þá sagði Amundi, aö hann hefði átt undirritaðan samning i Kaupmannahöfn. Hann ætlaði að senda mann eftir honum i gær, en allar vélar voru fullbókaöar. „Málið er ekki útilokað fyrir mig”, tók hann fram, og sagði aö þeir úti væru skaöabótaskyldir gagnvart honum, ef hann fengi ekki hljómleikana. —EA/óH BILAR Fiat 127 árg. 1974. Merc. Benz 280 SE árg. 1971. Merc. Benz 220 dlsel árg. 1969. Citroen DS special árg. 1972. VW árg. 1967. Moskvitch árg. 1967. Ford Falcon árg. 1964, sérstaklega góður bíll. Bifreiðasala Vesturbœjar Brœðraborgarstíg 22. Sími 26797 LAUSSTAÐA Lögreglustjóraembættið óskar að ráða skrifstofustúlku frá 1. september n.k. i nokkra mánuði vegna forfalla. Góð vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Laun sam- kvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fyrir 25. þ.m. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 14. ágúst 1974. Atvinna Landsbanki íslands óskar eftir að ráða, nú þegar eða á næstunni, fólk til: 1. Gjaldkerastarfa 2. Almennra skrifstofustarfa. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. EESS35DSCISSÍESS aSMSSKEO Lögtak Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miftagjaldi, svo og söiuskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiftslu, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir april, mai og júni 1974, svo og nýálögftum viftbótum vift söluskatt, lesta-, vita- og skoftunargjöldum af skipum fyrir árift 1974, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiftum samkvæmt ökumælum, almennum og sérstökum útflutn- ingsgjöldum, aflatryggingasjóftsgjöldum, svo og trygg- ingaiftgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 14. ágúst 1974. INNROMMUNIN Hafnarfirði OPIÐ KL. 1-6 Smurbrauðstofan BJORNIIMIM Njólsgötu 49 - Simi 15105. Chou En-Lai enn lasinn Chou En-Lai, forsætisráöherra, hefur ekki enn jafnaö sig af veikindum sinum, siftan hann lá á sjúkrahúsi vegna hjarta- veikleika. Hinn 76 ára gamli ráöherra hefur litið komið fram opinber- lega siöan, enda hafa læknarnir krafizt þess af honum, að hann hefði sig lítiö i frammi. Sendinefnd japanskra stjórnmálamanna, sem nýlega var á ferö i Kína, fór á mis viö aö hitta forsætisráöherrann, eins og þó hafði verið ráð fyrir gert, en hinn siöarnefndi varö aö aflýsa fundi þeirra vegna lasleika. Lestin fór af brúnni Björgunarsveitir i Charleroi i Belgiu fengu ekki bjargaö 10 mönnum, sem lokuftust undir járnbrautarvagni og drukkn- uöu, þegar lest fór út af teinun- um á brú einni yfir Charleroi- skurftinn. 80 manns slösuöust, þegar hraftlestin fór út af — eftir þvi sem siftast var vitaft. Óttast var þó, aö fleiri lægju i skurftvatninu undir vögnunum. Margir köstuftust út úr vögn- unum, þegar brunandi lestin fór út af brúnni, og nokkrir brunnu inni, þegar eldur kom upp i einum vagnanna. Bretar höfnuðu boði Tyrkja Bulent Ecevit, forsætisráft- herra Tyrkja, sagfti i gærkvöldi, aft Bretar heföu hafnaö bofti Tyrkja um sameiginlegar ráö- stafanir beggja þjóftanna gegn þeim, sem steyptu Makariosi, forseta Kýpur, af stóli. Sagfti Ecevit, aft Bretar væru þvi sam- ábyrgir á blóftbaðinu, sem siftan heffti orðift Tyrknesku hersveitirnar réðust inn á Kýpur 20. júli, fimm dögum eftir að Makariosi haföi verið steypt. t simaviðtali við BBC sagði Ecevit, að Bretar hefðu engan rétt til að gagnrýna Tyrki fyrir striðsaðgeröir þeirra. Það stæði þeim jafn nærri og Tyrkjum að tryggja sjálfstæði og hlutleysi Kýpur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.