Vísir - 21.08.1974, Page 8

Vísir - 21.08.1974, Page 8
Erlendur œtlar ekki á EM í Róm Telur sig ekki hafa neitt þangað að gera, þar sem hann standi orðið algjörlega í stað í kringlukastinu Erlendur Valdimarsson kringlukastari, sem valinn var einn þriggja Islenzkra keppenda i Evrópumeistaramótið i frjálsum iþróttum, sem fram fer i Róm á ltaliu I byrjun næsta mánaðar, hefur til- kynnt Frjáisiþróttasambandinu, að hann muni ekki fara þangaö. ,,Ég tel mig ekki eiga neitt erindi á Evrópumótið”, sagöi Erlendur, er við töluðum við hann I gær, ,,og þvi tilkynnti ég FRÍ þessa ákvörðun mina. Það er um algjöra stöðnun aö ræða hjá mér I kringlukastinu. Ég hef kastaö lengst i sumar 59.76 metra og ég sé enga ástæðu til að fara alla leiö til italiu til að endur- taka eitthvað álika og sanna fyrir mér og öðrum, að um stöðnun sé að ræða hjá mér i þessari grein. Það væri annað mál, ef um einhverjar framfarir hefði veriö aö ræða hjá mér I sumar, eins og félögum minum tveim, sem fara til Rómar, þeim Stefáni Hallgrimssyni og Hreini Halldórssyni. Þeir hafa verið á uppleið i allt sumar, en þaö sama er ekki hægt að segja um mig. I þeim sex mótum, sem ég hef tekiö þátt i I sumar, hef ég veriö aö kasta þetta 57 til liðlega 59 metra. Það er ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og þvi siður til að fara með sem vegarnesti á Evrópumeistara- mót”. Endurskoðar þú afstööu þina til þessa máls, ef þú kastaöir lengra einhvern næstu daga? „Nei, það geri ég ekki. Ég er ekki vanur þvi að vera að hringla með hlutina, og ég er búinn að tilkynna þessa ákvörðun mina og hún stendur.” _k. Erlendur Vaidimarsson vill ekki fara á EM í Róm. ÁHUGAMENNIRNIR FRÁ FINNLANDI: Fengu tíu þúsund fyrir jafnteflið Finnsku leikmennirnir, sem léku lands- leikinn við tsland I fyrrakvöld, fengu 10.000 krónur hver fyrir að ná jafntefii i þeim leik — og fyrir sigurinn á móti Noregi I siðustu viku fékk hver maður sem samsvarar 20.000 krónum Islenzkum. Þessar upplýsingar fengum við hjá ein- um finnsku leikmannanna, sem jafnframt tjáði okkur það, að islenzku leikmennirnir væru árciðanlega siðustu 100% áhuga- mennirnir i knattspyrnu, sem eftir væru i heiminum. Hann trúði þvi ekki er honum var tjáð, að Islenzku landsliðsmennirnir þyrftu meira að segja að kaupa sina eigin knatt- spyrnuskó til að leika á landsieiki og félagsleiki. Sagðist hann vera undrandi á þvi að nokkur knattspyrnumaöur léti bjóða sér slikt nú til dags. Hann sagöi, að I Finnlandi fengju allir 1. og 2. deildarleikmenn greitt fyrir leiki sina I deildunum. Færi upphæöin eftir þvi, hvaö margir áhorfendur kæmu á leikina, og gæti hún stundum skipt nokkrum þúsundúm króna fyrir hvern leik. Þá væru ýmis önnur hlunnindi i boði og hver einasti ieikmaður fengi endurgjaldslaust allan þann útbúnað, sem hann teldi sig þurfa til æfinga og keppni. Þeir, sem væru valdír i landsliðshópinn, fengju allir laun, og þar að auki greiddi Knattspyrnusambandið allt vinnutap leikmannaog ýmsan annan kostnað.Fyrir hvern leik væri greidd ákveðin upphæð, jafnt til varamanna sem leikmanna, og siöan fengju leikmenn „bónus” fyrir unna leiki og jafntefli. Reiknaði hann út, að fyrir jafnteflið við ísland fengi hver leik- maður um 10.000 islenzkar krónur og þar fyrir utan kæmi svo fast kaup og ýmislegt annaö, sem hann sagði, að erfitt væri að telja saman. Hann taldi, aö þetta væri ein aðal- ástæðan fyrir þvi, að knattspyrnan væri I miklum uppgangi i Finnlandi — menn legðu meira aö sér, þegar þeir vissu, aö þeir fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta væri nýtilkomið I Finnlandi og hefði gefizt vel og allir aðilar haft hagnað af... og hann bætti þvi viö, að ef við ætluð- um ekki að hjakka áfram i sama farinu, yrðum viö aö fara að taka eitthvað svipaö kerfi upp, annars yrðum við eftir sem — sfðasta háriö á hestinum. -klp-- Þeir fengu tiu þúsund krónur fyrir jafntefliö við tsland og tuttugu þúsund fyrir að vinna Noreg. Stefán Hallgrimsson KR fór tnjög vel af stað á fyrri degi ís- landsmótsins i tugþraut, sem hófst á Laugardalsvellinum i gærkvöldi, en þá var keppt I fimm greinum af tiu á mótinu. Enn fjúka heimsmetin Hinn 18 ára gamli ungverski sundmaður Andraz Hargitay setti í gær heimsmet í 400 metra fjórsundi karla á Evrópu- nieistaramótinu I sundi, sem nú er haldið I Austurriki. Hann synti i úrslitasundinu á 4:28,89 mín., sem er nær tveim sekúndum betra en gamla met- ið, sem Bandarikjamaðurinn Gary Hall átti, en það var 4:30,81 minúta.... sett 1972. Austur-þýzku stúlkurnar héldu áfram að sópa að sér gull- inu i gær. Angela Franke sigraði i 400 m skriðsundi kvenna, synti á 4:17,83 minútum sem er nýtt Evrópumet, og i 4x100 metra boðsundinu sigruðu Aust- ur-þýzku stúlkurnar einnig. Nikolay Pankin frá Sovétrikj- unum sigraði i 100 metra bringusundi á 1:05.63 min eftir injög harða keppni við Walter Kusch frá Vestur-Þýzkalandi. Haukarnir hala inn! Sigruðu Breiðablik í gœrkveldi í 2. deild Haukar sigruðu Breiðablik i 2. deild islandsmótsins i knatt- spyrnu i gærkvöldi með 2 mörk- um gegn 1 i leik, sem háður var á velli þeirra Hafnfiröinga i Kapla- krika. Hafa Haukarnir þar meö sigrað Breiðablik i báðum leiki- unum i deildinni og eru nú i 3ja sæti þar á eftir FH og Þrótti. Fjögur opin golfmót um nœstu helgi Um næstu helgi verður nóg úr að velja fyrir golfáhugafólk á öll- um aldri, þvi að þá verða fjögur opin golfmót haldin á Suður- og Norðurlandi...karla, unglinga og kvennamót. A velli Golfklúbbs Suðurnesja fer fram BEA-keppnin, sem er 36 holu opin keppni og hefst hún á laugardaginn. Þetta er flokka- keppni og verður keppt i meist- ara, 1. og 2. flokki karla. A Norðurlandi verður hin ár- lega „S.Ö-keppni” en það er einn- ig 36 holu opin keppni. Ber keppn- in nafnið af keppnisstöðunum, sem eru Siglufjörður og ólafs- fjörður. Verða leiknar 18 holur á Siglufiröi á laugardeginum, en þaðan halda keppendurnir til Ólafsfjarðar og leika þar 18 holur á sunnudeginum. t Hafnarfirði verða tvö mót um helgina. „Dunlop Open”, sem er 36 hólu unglinga- og drengja- keppni og fer framá laugardag og sunnudag, og á sunnudeginum fer þar einnig fram 18 holu opin kvennakeppni. Eins og á þessari upptalningu má sjá.hafa kylfingar úr nógu að velja um helgina enda má búast við, að margir þeirra verði með i einhverju þessara móta, þó að sumir þeirra séu enn hálf þreyttir eftir íslandsmótið. Sigur þeirra i gærkvöldi var sanngjarn — þeir léku betur en Kópavogsbúarnir og sköpuðu sér mun fleiri marktækifæri, þótt svo að þeir skoruðu ekki úr nema tveim þeirra. Það'fyrra nýttist á 8. minútu leiksins, er Steingrimur Hálfdanarson skoraði með góðu skoti utan vitateigs, sem mark- vörður Breiðabliks hélt ekki, og missti hann boltann aftur fyrir sig i netið. Breiðablik jafnaði skömmu fyr- ir hálfleik — Hinrik Þórhallsson var óvaldaður rétt við markið og átti auðvelt með að taka boltann niöur og senda hann i netið enda héldu varnarmenn Hauka, að hann væri rangstæður. Þannig hélzt staðan nokkuð fram i siðari hálfleik, er Haukarnir skoruðu aftur. Stein- grimur lék á tvo varnarmenn Breiðabliks og lagði siðan boltann fyrir fætur Lofts Eyjólfssonar, sem sendi hann i netið. Var það hans 11. mark i 2. deildinni i sum- ar, og er hann nú lang markhæst- ur þar. Litil spenna var i þessum leik enda bæði liðin örugg um sætið i deildinni næsta ár, en á báðum hæðum hennar nú er mikii spenna. Þrjú lið eru i fall- hættu...lBl, Armann og Völsung- ur, en Þróttur og FH berjast um efsta sætið, þar sem FH-ingarnir standa mun betur aö vigi á Þróttarvellinum annað kvöld. Hann náði sinum bezta árangri i tveim greinum — 100 metra hlaupi og kúluvarpi — og var við sitt bezta i hinum þrem, lang- stökki, hástökki og 400 metra hlaupi. Er hann eftir fyrri daginn með 3835 stig, og ef honum tekst vel upp i kvöld, má búast við, að hann bæti Islandsmetið all veru- lega, en það er um 7400 stig. Stefán hljóp 100 metrana á 11,1 sek, sem er hans bezti árangur i þeirri grein. 1 langstökki stökk hann 6.84 metra, sem er við hans bezta og i kúluvarpi setti hann persónulegt met með þvi að kasta ' kúlunni 13,88 metra. 1 hástökkinu tókst honum einnig ágætlega upp — fóryfir 1,89 metra og hljóp svo 400 metrana á 50,4 sekúndum. Eftir þennan fyrri dag er hann með 180 stigum meir en næsti maður, sem er Elias Sveinsson 1R, en hann er með 3649 stig. Arangur hans i gærkveldi var 11,0 i 100 metra hlaupi, 6,41 i lang- stökki, 12,90 i kúluvarpi, 195 i há- stökki og 53,0 i 400 metra hlaupi. Karl West, UMSK, er þriðji meö 3568 stig en árangur hans i ei.istökum greinum i gær var:... Stefón Hallgrimsson náði mjög góðum árangri I tugþraut i gærkvöldi. hvað gerir liann í kvöld? a % 11,3 —6,80—11,51 —1,98 —og 53,7 i 400 metrunum. Friðrik Þór Ósk- arsson er fjórði með 3376 stig. 11,1 — 6,58—10,95 — 1,83 — 53,7 en 12 stigum á eftir honum kemur Hafsteinn Jóhannesson UMSK með 3364 stig... 11,7 — 6,36 — 11,69 — 1,92 — 53,2.Alls eru 12 keppendur i tugþrautarmótinu að þessu sinni. Mótinu verður haldið áfram i kvöld og þá keppt i eftirtöldum greinum: kringlukasti, stangar- stökki, spjótkasti, 110 metra grindahlaupi og 1500 metra halupi. Einnig verður keppt i fimmtarþraut kvenna. — klp — Allir í hringinn! Heimsmeistarinn i hnefaleik, George Foreman, og tveir fyrr- verandi heimsmeistarar, Muhamed Ali og Joe Frazier, munu keppa i Salt Lake City i Bandarikjunum hinn 3. septem- ber. Er keppt til fjáröflunar fyr- ir hinar 5 afrikönsku þjóðir, sem vcrst hafa orðið úti i hinum gifurlegu þurrkum, sem þar hafa verið undanfarið. Andstæð- ingarnir, sem þessir þrir miklu boxarar munu berjast við, hafa ekki ennþá verið vaidir. Þess má geta, að heims- nieistaracinvigið milli Fore- mans og Ali mun fara fram i Zaire þann 24. september næst- komandi. Víkingur vann í 2. flokki Sigraði Val i úrslitaleiknum í gœrkvöldi 2:1 Vikingur og Valur léku til úr- slita i islandsmótinu i 2. aldurs- flokki á Melavellinum i gær- kvöldi, og sigruðu Vikingar verð- skuldað 2:1. Vikingar léku á móti vindi i fyrri hálfleik, en þrátt fyrir það voru Vikingar öllu atkvæöameiri I hálfleiknum. A 12. minútu fengu Vikingar hornspyrnu frá hægri og upp úr henni barst knötturinn til Haralds Haraldssonar, eins bezta manns Vikinga, sem stóö óvald- aður á markteigshorni og þrum- aði honum upp i þaknetið. Eftir markið dofnaði yfir leikn- um og þófiö varö ráðandi, þó átti landsliðsmaðurinn Óskar Tómas- son gott skot i þverslá Vals- marksins úr erfiðri aðstöðu og Atli Eðvaldsson átti skot hinum megin, sem Vikingar björguðu á linu. Siðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri. Vikingar sóttu öllu meira, án þess þó að skapa sér veruleg tækifæri. Um miðbik hálfleiksins kom þó að því, að vörn Valsmanna gaf eftir, er ein- um af þeim mistókst að hreinsa frá, og Gunnlaugur Kristfinnsson náði að skjóta frá vitateigshorni og skoraði laglegt mark. Eftir þetta sóttu Valsmenn nær stöðugt Enn vinnur Carlisle 1 gærkvöldi voru leiknir nokkrir leikir i 1. og 2. deild enskuknatt- spyrnunnar og urðu úrslit sem hér segir: Arsenal—Ipswich 0:1 Birmingh.—Leicester 3:4 Everton—Stoke 2:1 Middlesborough—Carlisle 0:2 Wolves—Liverpool 0:0 1 2. deild: Millwall—Nott. Forrest 3:0 Blackpool—Orient 0:0 Hull City—Aston Villa 1:1 Notts County—Fulham 1:1 Enn komu nýliðarnir Carlisle á óvart með að sigra Middles- borough á útivelli og skoraði ONeill.sá erskoraði eitt á móti Chelsea, bæði mörkin. —ey — þær 15 min, sem eftir voru og er um 10 min. voru eftir, skoraði Grimur Sæmundsson þá fyrir Val. A lokaminútu leiksins áttu Valsmenn gullið tækifæri til að jafna, er Atli Eðvaldsson komst upp aö endamörkum og renndi knettinum út, en Vikingar björg- uðu á siöustu stundu. Leikurinn var frekar þófkennd- ur og leiöinlegur á aö horfa, en Vikingar voru þó öllu betri og áttu sigurinn fyllilega skilið. -ey- BEZTA IÞROTTAMYNDIN Þessi bráöskemmtilega og óvenjulega íþróttamynd hlaut 1. verðlaun í „World Press Ijósmyndasamkeppninni" sem bezta íþróttamynd ársins, en úrslit í þeirri stóru keppni voru nýlega tilkynnt. Myndin ber nafnið „Startið undirbúið" og er tekin skömmu áður en mikil hjólreiðakeppni á ítalíu var að hef jast. Ljósmyndar- inn, Norbert Rzepka frá Vestur-Þýzkalandi, var þar staddur — og vel staðsettur — þegar kapparnir voru að „búa sig undir" að halda af stað í keppnina. Myndin birt- ist í blaði hans í Vestur-Þýzkalandi en var síðan send i keppnina, þar sem hún hlaut 1. verðlaun. BJÖRGVIN KOMST INN! Stjórn Golfsambands islands valdi i gær islenzka landsliðið i golfi, sem tekur þátt I Norður- landamótinu. er fram fer á Grafarholtsvellinum um aðra helgi. Stjórnin gerði nokkrar breyt- ingar á uppstillingu landsliðs- nefndarinnar, sem valdi liöiö fyr- ir siöustu mánaðamót og studdist þá við árangur einstakra kylfinga i opnum stigamótum i sumar. Brautstjórnin þar með sina eigin reglugerð. Samkvæmt uppstillingu lands- liðsnefndar var Björgvin Þor- steinsson, íslandsmeistarinn frá Akureyri, ekki i liðinu, en nú vel- ur stjórn GSt hann i liðiö. Það er sjálfsagður hlutur, enda er Björgvin i algjörum sérflokki golfara hér á landi þessa dagana. En það kemur mörgum spánskt fyrir sjónir, að úr þvi að stjórnin brautsinareigin reglur, skuli hún ekki hafa valið Óttar Yngvason i liðið, en hann náði betri árangri á tslandsmótinu en margir þeirra sem eru i liðinu — einnig að hún skuli hafa gengið fram hjá óskari Sæmundssyni, sem varð i fjórða sæti á tslandsmótinu. Liðið, sem stjórn GSI valdi i Norðurlandamótið, er þannig skipað: Þorbjörn Kjærbo, GS, Loftur ólafsson, NK, Jóhann Benediktsson, GS, Björgvin Þorsteinsson, GA, Ragnar Ólafsson, GR, Sigurður Thorarensen, GK, Varamenn: Hans tsebarn, GR, Óskar Sæmundsson, GR, Július R. Júliusson, GK, Einar Guðnason, GR. Þorbjörn Kjærbo verður fyrir- liöi liðsins á leikvelli, en Pétur Björnsson fyrirliði utan vallar. öll liðin eru með tvo fyrirliða i svona mótum, enda mikið að snú- ast á meðan á þvi stendur. Eftir Norðurlandamótið verður háð landskeppni við Finnland — ekki ákveðið hvar og hvenær — og þar munu flestir varamennirnir leika, en aðrir fara þá úr liðinu. klp — BEST BYRJAÐUR! Knattspyriiugoðið fyrrver- andi, George Best, er enn á ný byrjaður að hrella varnarmenn. Best, sem nú nýlega geröi samning við enska áhuga- inannaliðið Dunstable — eign milljónamærings — um að spila með því þrjá leiki, lék sinn fyrsta leik i síðustu viku. Var hann móti varaliði Manchcster United. Leikur þessi var vináttuleikur og þótti Best standa sig vel gegn sínum gömlu félögum, þrátt fyrir nokkur aukakiló. Dunstahle sigraði i leiknum meö 3:2 og skoraði Best tvö ■nörk. Þess má geta hér til gamans, aö Jeff Astle fyrrver- andi landsliðsmaður Englands og leikmaður ineö West Bromwich, leikur einnig meö þessu liði. -ey- 1 B a M M f 1 Þú sigrar ekki þú Jáv heppinn og heppnin er fallvölt. Kannski skora ég ekki marká sunnudag. — Hillir undir nýtt fslands- met í tugþraut hjá Stefáni Er með 3835 stig eftir fyrri dag meistaramótsins í tugþraut, sem hófst í gœrkvöldi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.