Vísir - 31.08.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 31.08.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. U«|tr4*|«r 31. ágist 1974. 3 Kappaksturs- og rallyakstursbrautir eru óskadraumur margra bfleigenda. Þessi draumur kann aft verfta aft möguleika, meö stofnun hins nýja bifreiöa-og vélhjólakiúbbs. ~ ■ Bílaklúbburinn form- lega stofnaður í dag íþróttahreyfingin státar oft af þvi, að innan vébanda hennar séu um 60 þúsund meftlimir, sem stundi einhvers konar iþróttir. Þaft vekur þvi i raun og veru furðu, aö enn skuli ekki til neitt félag annars 60 þúsund manna hóps — bfleigenda. Aft visu er til Félag islenzkra bifreiftaeigenda, en þaft er fyrst og fremst hags- munafélag. Þeir, sem hafa gaman af bilum, gaman af að aka þeim og keppa á þeim, fá nú loksins sitt félag. Það er Islenzki bifreiða- og vélhjóla- klúbburinn, sem var stofnaður fyrir nokkru. Vigsteinn Vernharðsson, strætisvagnabilstjóri, hefur verið aðalhvatamaður klúbbstofnunar- innar, og til liðs við sig hefur hann fengið ýmsa kunna bilaáhuga- menn, svo sem Sverri Þórodds- son, Ómar Ragnarsson o.fl. Og klúbburinn hefur kjörið Albert Guðmundsson verndara sinn. Við ræddum við Vigstein fyrir stuttu um klúbbinn. „Við viljum fyrst og fremst sameina alla áhugamenn um bila- og vélhjólaakstur, keppni og þvi um likt”, sagði Vigsteinn. „Við höfum farið fram á við Reykjavikurborg að fá land við Kolviðarhól undir æfingasvæði, þar sem hægt væri að gera tor- færubrautir, aksturshæfnisbraut- ir og skapa aðstöðu fyrir rally- keppni m.a. Borgarráð hefur tek- ið mjög vinsamlega i umleitun- ina pg er hún nú til umsagnar hjá borgarverkfræðingi. Ef þetta landsvæði fæst, höfum við áhuga á að fá fram lagabreyt- ingar á umferðarlögunum, sem leyfðu aksturskeppni á vissum svæðum,” hélt hann áfram. Vlgsteinn sagðist þó vilja taka skýrt fram, að um leið væri stefnt að fræðslustarfi um akstur, og að klúbbfélagar væru til fyrirmynd- ar i umferð. „Við stefnum að þvi, að þetta verði ekki bara fámennur hópur bfladellumanna, heldur viljum við fá inn i klúbbinn alla virkilega bflaáhugamenn og svo forsvars- menn i sambandi við akstur og umferð, eins og bifreiðaeftirlit, umferðarráð o.fl. Einnig hyggj- um við á náið samstarf við öku- kennara, sérstaklega i sambandi við æfingasvæði fyrir byrjendur, sem hægt væri að byggja upp við Kolviðarhól”, sagði Vigsteinn að lokum. Þess má geta, að aðalstofn- fundur Islenzka bifreiða- og vél- hjólaklúbbsins verður haldinn á Hótel Sögu i dag, laugardag, kl. 13.30. —ÓH 10 ára í dönskunám Ýmiss konar nám- skeið standa nú yfir vegna endurmenntunar kennara,” sagði Pálina Jónsdóttir. endur- menntunarstjórii viðtali við blaðið i gær. Slysavarna- félagið skrif- ar ekki fréttirnar Vegna bréfs Tryggva Þor- steinssonar læknis á slysa- deild Borgarspitalans i Visi i gær vill blaðið taka eftirfar- andi fram. Eftir aft fregnin sem olli bréfaskriftum læknisins hafði borizt biaöinu, haföi blaöamaöur samband vift Hálfdán Henrysson, fulltrúa hjá Slysavarnafélaginu, til þess aft spyrjast fyrir um máliö og afla nánari upplýsinga. Hálfdán skoraftist ekki undan þvi aft skýra frá staftreyndum málsins. Það er þvi ekki hér um að ræöa, að hann eða Slysavarnafélagið sé að „slá upp æsifregn”, eins og Tryggvi Þorsteinsson lætur að liggja i bréfi sinu. Undanfarin ár hafa þessi nám- skeið verið á vegum mennta- málaráðuneytisins, en nú hefur Kennaraháskólinn þetta verkefni með höndum. T.d. eru haldin mynd- og hand- menntanámskeið. sem bæði fara fram með verklegum æfingum og fyrirlestrum. Þá stendur ýfir stórt samfélagsfræðinámskeið, en það er ný kennslugrein. I henni eru hinu ýmsu lesfög tengd saman. Þessi safnfélags- fræði er enn alveg á undir- búningsstigi, og sagði Pálina, að forprófun i þessari kennslugrein hæfist i vetur i nokkrum skólum. Þá er stærðfræðikennsla fyrir þá, sem kenna 3. og 4. bekk gagn- fræðaskólanna og dönskunám- skeið fyrir þá, sem kenna I. og 2. bekk gagnfræðaskólanna. Verið er að breyta um kennsluað- ferðir i tungumálum og er lögð meiri áherzla á talþjálfun en áður var. Einnig er verið að færa tungumálakennslu neðar i barna- skólunum og mun i vetur verða tilraunakennsla i dönsku i 10 ára bekkjum barnaskólanna. Pálina sagði, að stutt námskeið væru haldin bæði vor og haust, t.d. hefðu verið haldin 5 námskeið i júni. Margir hafa mikinn áhuga á þessum námskeiðum og mæta stundum á hvert námskeiðið á fætur öðru. I seinustu kjara- samningum kennara kemur fram, að ætlazt er til þess að kennarar sæki endurhæfinga- námskeið á tveggja ára fresti. Það hefur lengi legið i loftinu, að eðlilegt væri, að kennarar notuðu sumarleyfi sin að einhverjum hluta til þess að bæta við sig menntun og fylgjast með nýjung- um i sinum kennslugreinúm. -EVI- Til heiðurs Snorra Sigfússyni nírœðum: Gáfu 340 þúsund í hjartabílssöfnunina Þær eru veglegar, afmælis- gjafirnar, sem gefnar eru i dag i tilefni niræftisafmælis Snorra Sigfússonar, fyrrum skólastjóra og námsstjóra. Gjafirnar, sem eru 340 þús- und krónur i peningum, frá ættingjum og vinum Snorra, fara reyndar ekki til afmælis- barnsins, heldur til málefnis, sem Snorri hefur lengi haft mikinn áhuga á — hjartabils- söfnunarinnar, sem Blaða- mannafélag Islands gengst fyrir. Þessar 340 þúsund krónur renna beint i söfnunina, sem nú beinist að þvi að kaupa annan hjarta- og neyðar- sjúkrabil, fyrir Norðurland. —ÓH Stöðvuðu afgreiðslu erlendra blaða Koma aftur í verzi- anir eftir helgi „Þaft var ekki um annaft aft gera fyrir Innkaupasamband bóksala. Þaö stöövafti nær alla afgreiðslu á erlendum blöftum, þar sem séft var fyrir, aft blööin myndu hækka vegna gengis- lækkunar en ekki var hægt aö sjá hversu mikift”, sagfti forstjóri Innkaupasambandsins, Grimur Gislason, er vift ræddum viö hann i gær. Það má þvi segja, að það hafi verið auðar blaðahillurnar hjá bóksölunum að undanteknum gömlum viku- og mánaðar- blöðum, sem eitthvað fyllti upp i framan af, en nú eru um 3 vikur siðan þetta ástand skapaðist. Einu erlendu blöðin, sem komið hafa, eru Times og Newsweek, dönsku dagblöðin og ensk sunnu- dagsblöð. Grimur sagði okkur, að 2 sendingar að minnsta kosti væru komnar til landsins fyrir utan allan þann helling af skólabókum, sem færi að vanta hvað úr hverju, þar sem skólarnir færu að byrja. Vonazt er til aö blöð og bækur komi i bókabúðir núna strax eftir helgina, svo að það má búast við mikilli ös hjá bóksölum og töluverðri hækkun á vörunum. Aöstoðarskólayfirtannlæknir Hér með er auglýst eftir umsóknum um starf aðstoðarskólayfirtannlæknis hjá skólatannlækningum borgarinnar. Fyrst um sinn verður ráðið i starfið til eins árs. Upplýsingar um starfið veitir skólayfir- tannlæknir. Skriflegar umsóknir skulu hafa borist til skólayfirtannlæknis eigi siðar en 15. sept- ember nk. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Laus staða Staða ritara i skrifstofu Tækniskóla islands er laus til umsóknar. Laun samkvæint launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir um stöftu þessa meft upplýsingum um mennt- un og starfsferil skulu hafa borizt menntamálaráftuneyt- inu fyrir 26. septcmber n.k. Menntamálaráðuneytið, 26. ágúst 1974. Iðnaðarhúsnœði óskast 300-400 ferm húsnæði óskast fyrir tré- smiðaverkstæði. Uppl. i simum 84818, 72335 og 36109. Kennarar Vestmannaeyjar Vegna óvæntra forfalla vantar kennara til almennra kennslustarfa við Barnaskóla Vestmannaeyja i vetur. — Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar veitir skólastjóri, Reynir Guðsteinsson, simi 99-6981, Vestmanna- eyjum og fræðslumáladeild menntamála- ráðuneytisins. Skólanefnd. Sendisveinn óskast eftir hádegi. Verður að hafa hjól. Afgreiðsla Visis. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.