Vísir - 31.08.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1974, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 31. ágúst 1974. BISKUPAMESSUR Á ÞJÓÐHÁTÍÐUM Athvarf frá kyni til kyns Á einni öld höfum vér islendingar haldiö fjór- ar hátiöir. A þcim ölluin hefur kirkjan kumiö allmikiö viö sögu eins og ckki er óeölilegt, þar sem hún er þjóökirkja. — Fyrir hönd kirkjunnar hafa biskuparnir komiö fram sem fulltrúar hennar. Þeir hafa predikað, flutt þjóöinni kristinn boðskap. Segja má, aö innihald þess boðskapar hafi i höfuö- atriöum veriö þaö, sem Pétur biskup bauö aö v c r a s k y 1 d i ræöutextinn i hátiöar- messunum þjóðhátiö- aráriö 1S74: Orottinn þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kvns — o.æ.frv. (90. Dav.sálmurl. Skyldi messa á öllum aðalicirkjum sjálfan þjóðhátiðardaginn, en á útkirkjum næstu sunnudaga á eftir. Sumir prestar létu sig þó ekki muna um það að messa á öllum kirkjum sinum 2. ágúst 1874. Svo gerði t.d. prestsöldungurinn sr. Sigurður Sivertsen á Útskálum. Hann var þá hálfsjötugur (f. 2. nóv. 18081. Dagsverki sr. Sigurðar þennan mikla messudag er lýst i Ann- ál 19. aldar á þessa leið: ..Einni stundu fyrir miðjan morgun hófst messugerð að Kirkju- vogi. Sótti kirkju að kalla mátti hvert mannsbarn i sókninni. — Einni stundu fyrir hádegi hófst messa að Hvalsnesi og var sú kirkja einnig full af fólki. Um nón hófst messa að C'tskál- um...Viö messu þessa voru svo margir sem kirkjan gaf rúmað." Messa á Þingvelli 17. júni 1944. Lýðveldishugsjónin er frelsi hið ytra sem innra. A6rar þjóðir fórna nú blóði slnu fyrir frelsið. Vér njótum þeirrar sérstöku náðar Guðs, að mega láta vorar fórnir í té I friðsælu starfi. Er það ekki þakkar- og fagnaðarefni? Lýð- veldishugsjóninni er ekki náð fyrr en þjóðin er frjáls hið innra jafnt sem hið ytra, fyrr en hún er göfug og andlega sterk, fyrr en hún hefur skrýðst skrúða þess frelsis, sem skapar henni farsæld og innri frið. Vér vitum og skynjum, að leiðin til hins fullkomna sanna frelsis er erfið og löng, framtið- in er ávallt hulin móðu og mistri óvissunnar. En i gegnum þá þoku sjáum vér ljós kristin- dómsins. ljós Guðs. Hjá honum er uppspretta lifsins, uppspretta alls þess, sem fegurst er og bezt i þjóðlífi voru. Þessvegna á Guð umfram allt að vera leiðtogi þjóðarinnar um alla tið. tJr ræðu hr. Sigurgeirs Sigurðssonar á Þingvelli 17. júni 1944. Kristilegt trúarlif til blessunar landi og lýð. Nú byrjar nýtt timabil i sögu þessa lands, og þessi byrjun er einkennileg að þvi leyti sem skilyrðin eru nú fengin fyrir nýju frelsislifi, fyrir nýju þjóð- lifi. Húsbóndarétturinn hefur orðið oss hamingja og blessun. Stórar minningar sam- eina. Lif Islenzkrar þjóðar er krafta- verk. Það játum vér. Vér göng- um mót óráðinni framtið i trú á kraftaverkið og i hollustu við það, undir opnum himni Guðs, undir stjörnu kristinnar vonar um nýjan heim, þegar þjóðirnar og rikin safnast saman til þess aö þjóna Drottni algóðum i rétt- læti, frelsi og friði. Stórar minn- ingar sameina. Smælkið i götu dagsins sundrar. Saman höldum vér veginn fram. Og þá þurfum vér saman að sjá hin hæstu mið, og lúta æðstu sýn um lífsstefnu og þjóðarhugsjón, sýn Guðs, riki Krists, hans, sem hersveitir himnanna fylgja og er konungur konunga og Drott- inn drottna. Um náð til þess um samfylgd hans biðjum vér i dag i musteri íslands, sem Guð hefur reist, — á Þingvelli. Úr ræðu hr. Sigurbjarnar Einarssonar á Þingvelli 28. júli 1974. Guö gefi að vér Islendingar gætum þess, að til þess að frelsi og þjóðlif geti þróast og blómg- ast, verður það að byggjast á kristilegum grundvelli og stjórnast af kristilegum anda. Þar sem þetta vantar þar sýnir reynslan, að frelsið á sér ekki langan aldur, heldur hverfur skjótt eins og allt, sem ekki á rót sina I hinu óendanlega og eilífa og verður annaðhvort að sjálf- ræði eða ófrelsi. En þar sem þjóðlif og kristilegt trúarlif haldast i hendur, þar styður hvort annað og veitir hvort öðru vöxt og viðgang til blessunar fyrir land og lýð. Úr ræðu hr. Péturs Péturs- sonar i Reykjavíkurdómkirkju 2. ágúst 1874. Messa i Reykjavikurdómkirkju 2. ágúst 1874. Látum oss aldrei úr minni liöa, að þótt þjóðarsaga vor sé að sumu leyti rauna- og tára- saga, þá er hún þrátt fyrir allt einnig saga um guðlega mildi og miskunn oss til handa, svo að vel mætti setja henni orðin: „Náð á náð ofan” sem einkunn- arorð. En þegar ég minnist náðar Guðs við þjóð vora um aldanna raðir, sé ég þar dýrð- legastan vott Guðs náðar á náð ofan við oss, að fagnaðarmál Jesú Krists hefur hljómað i senn 1000 ár með þjóð vorri allt frá þeim degi, er leitt var i lög á þessum stað af Alþingi, að þjóöin skyldi játast Jesú Kristi sem konungi sinum og Drottni. Og þetta dreg ég fram.... að ógleymdu öllu þvi sem með hollri löggjöf og viturlegri laga- setningu hefur verið unnið landi voru og þjóð til hamingju og blessunar, ekki hvað sizt siðan er þjóðin tók aftur að geta notað húsbóndarétt sinn á þjóðar- heimilinu. Úr ræðu hr. Jóns Helgasonar I Aimannagjá 26. júni 1930. Mesta I Almannagjá 2C. júnl 1*3«. Messa á Þlngvelli 28. júli 1974.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.