Vísir - 31.08.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 31.08.1974, Blaðsíða 10
10 Vlsir. Laugardagur 31. ágúst 1974. Úr miklu að velja! Botnbaráttan í 1. og 2. deild í algleymingi — Norðurlandamótið í golfi — Unglingamót í sundi og frjálsum íþróttum og margt fleira á dagskrá Síðustu leikirnir i 1. deild tslandsmótsins I knattspyrnu verða ieiknir um þessa helgi. Tveir af þeim hafa litla þýðingu um röð liðanna I deildinni i ár, en hinir tveir eru þess stærri og þýðingarmeiri hvað það varðar. Það eru leikirnir....Akureyri- Fram og Valur-VIkingur. Báðir þessir leikir skipta miklu máli um fallbaráttuna i deildinni — en þrjú af þessum liðum standa I henni. Akureyringar verða að ná i a.m.k. annað stigiðá móti Fram i dag til að halda sér i deildinni og Fram að ná báðum stigunum ef liðið á að hafa möguleika. Sama er uppi á teningnum hjá Vikingi i leiknum gegn Val á sunnudaginn. ...Vlkingarnir verða að ná báðum stigunum i þeim leik ef þeir ætla að halda sér i deildinni. Hinir tveir leikirnir i 1. deild etu á milli KR og Akraness á Laugardalsvellinum, en ao honum loknum verður Skaga- mönnum afhentur Islands- bikarinn, og leikur Keflvlkinga og Vestmannaeyinga á Keflavik. Sá leikur fer fram i dag kl. 16.00, en leikir KR-Akraness og Akur eyrar-Fram hefjast kl. 14.00. Leikur Vikings og Vals fer aftur á móti fram á morgun kl. 16.00. Þá veröur einn leikur i 2. deíld I dag....Völsungur-Breiðablik á Húsavik. 1 þeim leik verða Völsungarnir að ná sér i a.m.k. eitt stig til að halda sæti sinu I deildinni. Ef þeim tekst það eru Isfirðingar fallnir i 3.deild. Fyrir utan knattspyrnuna veröur margt fleira á dagskrá um helgina. Þar ber hæst Norður- landamótið I golfi, sem hófst i morgun og mun standa yfir fram á sunnudagskvöld. Getur orðið gaman að fylgjast með þvi enda margir frábærir kylfingar þá á ferð um Grafarholtsvöllinn — þeir beztu sem nokkurn timann hafa leikið hér. 1 Sundhöllinni hefst i dag unglingameistaramót Islands i sundi. Þar eru um 200 keppendur sem keppa i 32 greinum. Keppnin hefst i dag kl. 16.00 en á morgun kl. 15.00. A Laugum i Þingeyjarsýslu fer fram unglingamót FRÍ i frjálsum iþróttum, og er þar meðal keppenda allt okkar bezta frjáls- iþróttafólk af yngri kynslóðinni. Þá verður mikið um að vera á KR-svæðinu við Frostaskjól um helgina. Allar deildir félagsins efna þar til keppni og sýninga i tilefni 75 ára afmælis fél. Mun þessi ,,KR-hátið” standa yfir i dag og á morgun en henni mun ljúka með leik á milli „Haröjaxla KR” og „Bragðarefa Fram”, sem hefst kl. 17,00 á morgun. 1 m í Mém 1 'W'iWffem.. j O hjLElí i r ír \ ' Sænska tenntsstjarnan Björn Borg, sem veriö hefur einhver stærsta auglýsing fyrir tennisiþróttina á undanförnum árum, heldur áfram að moka inn peningum I þeim mótum, sem hann tekur þátt I. Þessi mynd af honum er tekin I Indianapolis i Bandarikjunum á dögunum, en þar hlaut hann önnur verðlaun......og 8000 dollara....I hinni áriegu „U.S. Clay Courts tenniskeppni”. Ilann tapaði I úrslitunum fyrir Banda- rlkjamanninum Jimmy Conner....5:7-6:3-6:4....Að venju voru áhorfendapallarnir, þar sem þessi ungi myndalegi Svli leikur, þétt- setnir áhorfendum og voru ungar stúlkur þar I yfirgnæfandi meiri- hluta. Norðurlandamót tvœr helgar í röð tslandsmeistarar Fram I handknattleik kvenna utanhúss: Aftari röð frá vinstri: Ólafur Jóntson for- maður handknattleiksdeiidar Fram, Kristin Orradóttir, Bergþóra Asmundsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir, Bára Einarsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Heiga Magnúsdóttir ásamt syninum Heiðari Hinrikssyni, Jóhanna Halldórsdóttir og Sigurbergur Sigsteinsson þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Jenný Magnúsdóttir, Steinunn Helgadóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Elin Hjörleifsdóttir og Guðriöur Halldórsdóttir. Eins og fram kemur á öðrum stað hér á siöunni fer fram Noröurlandamót I golfi um næstu helgi. En heigina þar á eftir verður annað Norðurlandamót hér i Reykjavik- Norðurlanda- meistaramót I köstum. Þessi iþróttagrein er enn lltt þekkt hér á landi, en hún felst m.a. i þvi að leysa ákveðnar þrautir með veiðistöng og má þar t.d. nefna hittiköst og lengdar- köst. Þátttakendur frá öllum Norðurlandaþjóðunum taka þátt I þessu móti og verða þeir um 40 talsins — flestir frá Sviþjóð og Noregi en þær þjóðir standar framarlega i þessari grein og hafa átt marga heimsmeistara. Upphaflega var ráðgert aö mótið yrði haldiö á Laugardals- völlunum nýju, en þar sem þeir eru ekki enn tilbúnir, mun mótið fara fram á KR-svæðinu við Frostaskjól og á túninu milli Miklubrautar og Suðurlands- brautar gegnt Lang- holtsveginum. TEITLIR TOFRAMAÐUR Hvað er að gerast? Þeir gætu verið að plata okkur. Reyniðtáragas. Hvað gerum við foringi? F Byssu- menni bankanum. Haltu þig frá, frú! Og ef þeir fá ekki bila og flugvél, þá skjóta þeir gislaná! Þessfr ándsk.... G'íKZiX'f Svona er það — fimm byssumenn og tíu gislar...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.