Vísir - 07.09.1974, Page 2

Vísir - 07.09.1974, Page 2
2 Vísir. Laugardagur 7. september 1974. vfeutsm: Hafiö þér orðið að dvelja á sjúkrahúsi? Sigurlina Eðvalds, húsmóðir: — Já, þaðhef ég gert. Það er náttúr- lega aldrei gott að dvelja á sjúkrahúsi, en ég hef ekkert undan sjálfri þjónustunni að kvarta. Sumir eru að kvarta undan löngum biðtima. Svo stóð þó á hjá mér, að ég þurfti inn strax, svo ég komst inn eins og skot. Marteinn Jónasson, fram- kvæmdastjóri: —- Já, ég hef þurft þess einu sinni og þá dvaldi ég aðeins i 8 daga. Mér þykir það vel sloppið, þar sem ég er kominn á sextugsaldur. Ég kunni mjög vel við þjónustuna. Maður fær allt, sem beðið er um, og meira til. Ég þurfti alls ekki að biða, heldur fékk pláss á sjúkrahúsinu um leið og ég þurfti á þvi að halda. Siguröur Kristjánsson, verk- stjóri: — Ég hef einu sinni orðið að dvelja á sjúkrahúsi, nánar til- tekið á Landakoti. Það var i þrjár vikur. Þjónusta var góð, svo og matur. Hjörtur Björnsson, úrsmiður: — Ég hef nú aldrei á sjúkrahús komið. Ekki þá nema til að hitta fólk, sem þar liggur. Ég er orðinn 74 ára, og það er varla svo, að ég hafi heldur komið til læknis nema þá augnlæknisins. Grimur Gestsson: — Það hef ég aðeins orðið að gera einu sinni. Þaö eru ein 20 ár siðan og þá dvaldi ég þar vegna mænuveiki i 5 eða 6 vikur. Þjónusta var góð og matur nægur. Kristinn Einarsson, kaupmaður: — Sem betur fer hefur nú verið litið um það. Ég hef tvisvar orðið að leggjast inn i 10 daga I hvort skiptið og þjónustán var mjög góð og maturinn lika. I raun og veru var alls ekki svo slæmt að liggja á sjúkrahúsi og ég fékk fljótan og góðan bata i bæði skiptin. ÞAÐ ER AÐEINS EINN HESTUR í MJÓAFIRDI — þaðan sem nýi menntamálaróðherrann Vilhjálmur Hjálmarsson er ,,Kannski má líta á mig sem eins konar ráðskonu i augnablik- inu, á meðan mamma er austur á Brekku,” segir Anna, dóttir Vil- hjálms. ,,Já, hún Margrét, konan min, hótar að koma ekki fyrr en eftir sláturtið,” segir hinn nýi mennta- málaráðherra, Vilhjálmur Hjálmars- son, en við erum i heimsókn hjá honum. Vilhjálmur þarf ekki að kvarta yfir einstæðingsskap i húsinu við Ásvallagötu 18, þvl að fleira af börnum hans og barnabörnum býr i húsinu. ,,Og ég geng á milli hæða og hef það notalegt”, segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Margrét Þor- kelsdóttir kona hans eiga 4 börn fyrir utan önnu, sem er handa- vinnukennari: Hjálmar fiski- fræðing, Pál stýrimann, Sigfús , Mar bónda og Stefán lifefna- fræðing. Barnabörnin eru 12. „Fjölskyldan er ekki mjög iþróttalega sinnuð, nema pabbi fer i sund á hverjum morgni,” segir Anna. Fólk i sveit fær lika venjulega næga hreyfingu við störf sin. Fjölskyldan tekur lifinu með ró, þegar hún er heima, enda vön þvi frá fá- menninu I Mjóafirði. þar sem ekki eru nema 9 heimili að Vilhjálmur sezt á hvalbein frá Mjóafirði og segir skrýtlu, um leið og Bjarnleifur ljós. smellir af. Frá vinstri Kolbrún kona Hjálmars, Vilhjálmur, Anna, Vilhjálmur litli, Kristin Anna og tna Björg, börn Hjálmars og Hjálmar. meðtalinni vitastöðinni á Dala- tanga. Sigfús Mar hefur nú tekið við búinu á Brekku. Það er aðallega fjárbú með yfir 200 kindur og svo kýr rétt til þess að hafa nóga mjólk handa heimilisfólkinu. „Það er aðeins einn hestur i Mjóa- firði. Konan min er ekki sérlega ánægð með það, hún vill gjarnan eiga hest og það viljug- an,” segir Vilhjálmur. Þegar smalað er, fara menn fót- gangandi, ekki er hægt að nota hest, þvi að fjöllin eru viða snarbrött. Allar samgöngur teppast á landi yfir veturinn en bátur heldur uppi áætlunar- ferðum tvisvar i viku á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar. „Það er ekki mikið beðið um að kaupa fyrir sig nú orðið þótt maður dvelji i Reykjavik. En það var ekki alls fyrir löngu, að ég fékk áriðandi slmtal frá Mjóafirði, þar sem ég sat fund i fjárhagsnefnd. Ná- granni minn var I simanum og bað mig að kaupa fyrir sig hatt handa tengdasyni hans i jólagjöf. Stærð 6 7/8, milligrár litur, lágur kollur og með frekar mjóum börðum. Ég fór i há- deginu ásamt Matthiasi Bjarna- syní tifað velja hattinn. Nei, það var engin sérstök ánægja með hattinn. Kollurinn var nefnilega aflangur, en átti að vera kringl- óttur. Eigandinn, skipstjórinn á Mjóafjarðarbátnum, átti hann allavega ekki lengi. Hann missti hann i sjóinn I næstu kaupstað- arferð,” segir Vilhjálmur, og með það kveðjum við. —EVI— LESENDUR HAFA ORÐIÐ Slœm býtti í getraununum Getraunafíkinn skrifar: Siðan Getraunir hófu starfsemi sina árið 1969, hefi ég haft mikla ánægjuaf þátttöku i getraununum og nokkrum sinnum orðið var. En þegar Getraunir hófu starfsemi sina að afloknu sumarhléi i siöasta mánuði, neyddist ég til þess að hætta þátttöku, og er ástæðan sú, að stjórn Getrauna hefir tekið þá óhyggilegu ákvörð- un að hækka verðið, og minna mátti nú ekki gagn gera en 100%. Og greinilegt er, að ég er ekki sá eini, sem hefir hætt, eins og eftir- farandi samanburður um veltu Getrauna sýnir: í fyrstu leikviku Getrauna i ágúst 1973 var veltan 677 þúsund, en i sömu viku 1974 479 þúsund. í annarri leikviku 1973 var veltan 883 þúsund, en I sömu viku 1974 var veltan 686 þúsund. 1 þriðju leikviku 1973 var veltan 886 þúsund en 740 þúsund i sömu viku 1974. Þannig er heildar sölutap Getrauna á fyrstu þremur vikunum 1974 krónur 540 þúsund, og tap iþróttafélaganna, sem fá 25% I sölulaun, 135 þúsund. Get- raunir tapa sömu upphæð úr rekstri sinum. Er þetta ekki nægileg reynsla fyrir stjórn Getrauna til þess að endurskoða afstöðu sina og færa verðið aftur niður i það, sem það var á siðasta ári, enda er þetta verð svo hátt, að ekki mun þekkj- ast I viðri veröld. Þvi miður hef ég ekki verð til samanburðar frá nágrannalöndum almennt, en get þó upplýst að verð á röð i dönsku getraununum er 35 aurar danskir, en það þýðir, að hægt er að kaupa meira en sjö raðir i Danmörku á móti einni hér. Greinilegt er, að tilraun stjórnar Getrauna til tekju- aukningar hefir algjörlega haft áhrif til tekjuminnkunar. En þátttöku má auka á ný með hóf- legra þátttökugjaldi, og svo einnig með þvi að gera þessa starfsemi meira lifandi fyrir all- an almenning, en á þvi hefir verið algjör misbrestur frá upphafi, og margt fólk hefir aldrei tekið þátt i islenzku getraununum, þó að sama fólk verji miklum peningum I happdrætti. Og hvernig á svo að fá fleiri til að taka þátt i getraun- um? Það er auðvelt. en til þess verður að koma hjálp dagblað- anna. Þau verða að segja meira áberandi frá þeimheppnu, er fá „þannstóra”.OgIþeim tilfellum, sem það er hægt, þarf að birta viðtöl við þá heppnu. Þetta er gert erlendis með góðum árangri. Og þá fækkar þeim, sem segja: „Ég hef ekkert vit á þessu,”og þeir verða með. Og þannig eykst þátt- takan, potturinn stækkar, vinningar verða meira spenn- andi, og það ýtir undir kaup á fleiri röðum. Þetta er sú vitamin- sprauta, sem getur orðið Get- raunum lyftistöng. Ég veit, að ég mæli fyrir hönd allra þátttakenda I islenzku getraununum, þegar ég að lokum vil segja þetta við stjórn Getrauna: Viðurkennið mistök ykkar. Lækkið verðið. Þið verðið meiri menn iokkar augum, þvi að það er mannlegt að skjátlast. Ef útreikningar bréfritara eru réttir, þá er ekki annað að sjá en sala getraunaseðlanna sé rétt tæp 40% af þvi sem hún var á gamla verðinu. Þjóðhátíðarpósturinn ókominn frá Þingvöllum H.B. skrifar: „A þjóðhátiðinni var ég staddur á Þingvöllum, þegar hæst hóaði. Sonur minn, þótt lágur sé i loft- inu, safnar frimerkjum og fyrsta- dagsumslögum. Ég keypti handa honum frimerki þarna austur frá og skrifaði utan á umslag, sem við sendum okkur sjálfum heim. — Umslaginu varð ég að stinga i póstkassann þarna i afgreiðsl- unni, þvi að drengurinn náði ekki sjálfur svo hátt upp. Næstu daga spurði snáðinn sýknt og heilagt: „Pabbi, er ekki bréfið að fara að koma?” Ég róaði hann með þvi að það hlyti að taka það nokkra daga að komast i póstkassann til okkar. Nú eru liðnar allmargar Ein forvitin skrifar: „Á þróunarsýningunni i Laug- ardalshöll var i gangi bæði happ- drætti og hlutavelta. Það var sagt frá þvi, að strax og dregið hefði verið út vinningsnúmerið, þá vikurnar svo, að ekkert hefur bólað á bréfinu. — Við erum orönir úrkula vonar, enda bréfið sjálfsagt að eilifu glatað. skyldi það auglýst rækilega. — Það átti að vera samdægurs. Ég er orðin langþreytt að biða eftir birtingunni. Þótt ég hafi að visu fylgzt vandlega með i flest- um blöðunum næstu daga eftir sýninguna, þá kann það að vera, En mikinn hnekki hefur traust sonar mins á mönnunum beðið við þetta. Eða þá mitt á póstþjón- ustunni.” að hún hafi farið framhjá mér. Þó þykir mér það hæpið. — Það hefur þá varla verið birt á mjög áber- andi stað. tir þessu finnst mér að mætti bæta með þvi að birta vinnings- númerin aftur.” Birtust vinningsnúmerin?

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.