Vísir - 07.09.1974, Side 3

Vísir - 07.09.1974, Side 3
Vísir. Laugardagur 7. september 1974. 3 Um 580 manns mega fljúga sjólfir — en aðeins lítill hluti starfar við flug Þótt það sé bæði löng leið og ströng að gerast atvinnuflug- maður, þá setja ekki allir það fyr- ir sig. Alls hafa um 580 íslending- ar réttindi tii þess að fljúga hér á iandi. Um 580 skírteini eru þvi i gildi, en það er ekki þar með sagt, að allir þessir starfi við flug. Ekki nema litill hluti meira að segja, þvi að talsvert af þessu fólki er ekki komið langt i náminu. Alls hafa 1547 manns einhverS konar skirteini varðandi flug. Þar má meðal annars nefna flugvéla- virkja, flugumsjónarmenn og fleiri, sem ekki fljúga, en starfa samt við flugið. Talan 580 er ekki alveg nákvæm en er þó mjög nálægt þvi að vera rétt, eftir þeim upplýsingum, sem við höfum fengið hjá Loft- ferðaeftirlitinu. Af þessari tölu hafa um 130 flugstjóraskirteini, 140 atvinnu- flugmannsskirteini, 10 svokölluð seniorskirteini, 220 einkaflug- mannsskirteini og um 80 hafa flugnemaskirteini. Það má geta þess, að eftir að hafa fengið flugnemaskirteini i hendurnar eða sóló-próf, þá hætta margir, sumir kannski vegna þess að flugtiminn er ákaflega dýr, öðrum finnst kannski bara komið nóg. Fáir Islendingarstarfa erlendis við flug. Þeir sem starfa úti eru þá aðallega hjá Cargolux. —EA Mannslátið á Vesturgötunni: Dánar- orsðk enn óljós Rannsóknariögreglan hefur nú kannað aðdragandann að dauða gamla mannsins, sem sagt var frá I Visi í fyrradag. Atvik voru þau, að húsráðand- inn, sá sem lézt, var einn heima i ibúð sinni á Vesturgötunni, er mann bar að garði. Settust þeir að drykkju og urðu báðir ölvaðir. Eitthvað hefur orðið þeim aö ágreiningsefni, þvi gesturinn þreif til hálsbindis og batt gamla manninn á höndum. Kona og maður úr öðrum enda kjallarans, þar sem gamli maðurinn bjó komu að þeim, og var þá gamli maðurinn látinn á gólfinu með hendur bundnar. Hringdi konan þá á lögregluna. Gestkomandinn hefur nú verið úrskurðaður i 30 daga gæzluvarð- hald. Niðurstöður krufningar- innarliggja nú fyrir, en þær hafa til þessa ekki gefið neina ákveðna visbendingu um dauðaorsökina. Gamli maðurinn sem lézt var 74 ára gamall ellillfeyrisþegi og hét Daniel Simonarson. —JB 24 þúsund og 7 hundruð krónur spöruðust í tóbaki Henriksen iæknir og Sigurður Bjarnason hjá tslenzka bindind isfélaginu voru vel ánægðir með árangurinn af námskeiðinu. „Ekki-reykinga- námskeiðinu" lokið. - Af 158 hœttu 137 alveg „Þeir höfðu eytt 25 þúsund krónum i reykingar fyrsta daginn, þessir sem komu á námskeiðið til okkar, en núna, þegar námskeiðinu lauk eyddu þeir sem ekki gátu hætt alveg, tóbaki fyrir um 300 krónur siðasta daginn”, sagði Jens David Henriksen, danskur læknir frá Boston, sem hér hefur verið til leiðsagnar fólki, sem vildi venja sig af reyk- ingum. „Það voru 158 , sem luku við alla 5 daga námskeiðsins. Þar af hættu 137 algerlega”, sagöi Henriksen. Læknirinn kom annars að máli við Visi vegna fréttar, sem honum hafði verið bent á um ályktanir dansks læknis varð- andi skaðsemi reykinga. — Dr. Finn Gyntelberg hafði kynnt niðurstöður rannsókna sinnar á 5.250 mönnum á aldrinum 40-59 ára og fullyrti, að þeir sem reyktu hóflega, hefðu verið betur á sig komnir likamlega en hinir, sem reyktu ekkert eða reyktu mjög mikið. „Þessar fullyröingar dr. Gyntelbergs — sem ég þekki annars mæta vel — eru vill- andi”, sagði Henriksen. „Rannsóknirnar gefa alls ekki nóga heildarmynd af ásigkomu- lagi þeirra, sem rannsakaðir voru”, sagði Henriksen og lagði áherzlu á, að allar rannsóknir til þessa hefðu leitt i ljós, að þeir væru verr á sig komnir, sem reyktu. „Dr. Victor Cooper er við- frægur læknir i Bandarikjunum, sem m.a. hefur stjórnað þjálfun geimfaranna i geimstöðinni i Houston. Hann stjórnar einnig þjálfunprógrammi Bandarikja- hers á öllum nýliðum, sem ganga i herþjónustu — Þessi Cooper hefur gert rannsóknir á reykingamönnum”, benti dr. Henriksen okkur á. „Cooper skiptir rannsóknar- efninu i þrennt. — Fyrst þá sem alls ekkert reykja, svo þá sem reykja i mesta lagi 10 vindlinga á dag og siðast þá, sem reykja að minnsta kosti pakka á dag. Það hefur komið rækilega i ljós, að þeir, sem ekkert reyktu, komust fljótt og auðveldlega i góða þjálfun, eins og reyndar var við að búast. Hinir, sem reyktu i mesta lagi 10 vindlinga á dag, náðu aldrei nema 50% þreki þeirra. Og svo þeir, sem reyktu að minnsta kosti pakka á dag, þeir komust aldrei nema i 25% þjálfun miðað við þá, sem ekki reyktu”, segir Henriksen um niðurstöður rannsókna Coopers. Henriksen gat lýst fleiri rannr sóknum og niðurstöðum þeirra en hér er ekkert rúm að telja allt upp. — Honum er mikið hjartans mál að gera fólki ljósa skaðsemi reykinga. Læknirinn kom hingað til lands fyrir 20 mánuðum, þegar fyrsta námskeiðið var haldið hér I Norræna húsinu til þess að leið- beina fólki við að losa sig við reykingarvanann. „Arangurinn núna var sá sami og þá”, sagði dr. Henriksen. —GP— „Fáum fyrri Spánartogarann í þessum mánuði - ef okkur tekst að kljúfa fjármálin" — segir fram- kvœmdastjóri r Utgerðarfélags Akureyringa „Ef okkur tekst að kljúfa fjár- málahliðina, getum við tekið við fyrri skuttogaranum frá Spáni i lok þessa mánaðar og hinum i næsta mánuði,” sagði Gisli Konráðsson, annar framkvæmdastjóra Otgerðar- félagsins á Akureyri í viðtali viö Visi i gærkveidi. „Það er rétt,” sagði Gisli, ,,að okkur skortir nokkurt fé til að geta tekið við togurunum og siglt þeim heim. Sem betur fer virðast mér þó vera fremur góðar horfur á að úr rætist og afhending þurfi ekki að dragast á langinn,” bætti hann við. Frekari upplýsingar um fjárhagshliðina vildi Gisli ekki veita. Minnti þó á, að Útgerðar- félagið keypti i fyrra tvo aðra skuttogára, sem kostuðu sitt, en þau útgjöld spila að sjálfsögðu inn i dæmið. Aðspurður um það, hvort áætl- un um smiði togaranna hafi staðizt, svaraði hann: „Það er nú bæði og. Upphaflega var ráðgert, að smiði fyrri togarans yrði lokið i júlí, en hins siðari i október. Eins og ég gat um áðan, verður fyrri togarinn seinna á ferðinni en ráðgert var, en á móti kemur, að hinn verður fyrr á ferðinni.” Ekki var Gisli tilbúinn til að gefa upp verðið á skuttogurunum hingaðkomnum eftir gengis- feilinguna og ýmsar aðrar verð- lagsbreytingar, sem orðið hafa, siðan samið var um smiði togar- anna. „Það er lika eitt, sem hafa verður i huga, nefnilega það, að við höfðum upphaflega samið við skipasmiðastöðina hér á Akureyri um smiði þessara tveggja skuttogara og höfðum fengið til landsins tæki og ýmis- legt annað fyrir togarana, sem við svo sendum Spánverjum, þegar ákveðið var að fela þeim smiðina,” útskýrði GIsli. „Það var þvi ekki um eins stóran kaupsamning að ræða við Spánverja.” Á leiðinni heim á að ganga frá lestum skuttogaranna i Þýzka- landi, og fiskkassana er svo ráðgert að kaupa i Noregi. —ÞJM GOTT AÐ EIGA HEILBRIGÐ BÖRN Kaffisala á vegum kvennadeildar lam- aðra og fatlaðra „Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hefur nú starfað 18 ár og eru I félaginu yfir 200 konur, sumar eiga lömuö og fötluð börn, en aðrar eru í félag- inu m.a. vegna þess að þær eru þakklátar fyrir að eiga heilbrigð börn,” sagði Jónina Þorfinnsdótt- ir, formaður félagsins, er við ræddum viö hana. Félagið safnar fé á ýmsan hátt, Þaö er ekki of oft sem hugsaö er til þess, hvernig lifi þeir lömuðu og fötluðu lifa. svo sem með stórbingói, basar, þar sem konurnar gera ýmsa hluti sjálfar og gefa á basarinn, og með kaffisölu. Peningarnir sem safnast renna svo til starf- semi Æfingastöðvarinnar við Háaleitisbraut og starfseminnar i Reykjadal. ,,A sunnudaginn kl. 14 hefur kvennadeildin kaffisölu i Sigtúni. Væri ekki alveg tilvalið fyrir fólk að koma og fá sér kaffisopa og njóta góðrar skemmtunar um leið t.d. þegar komið er frá þvi að horfa á landsleikinn á Laugar- dalsvellinum þennan sama dag?” sagði Jónina. Hljómsveit Hauks Morthens skemmtir ásamt Ómari Ragnars- syni, Magnúsi Ingimarssyni, Þjóðdansafélagi Reykjavikur og tizkusýning verður með sýning- arfólki frá Pálinu Jónmundsdótt- ur. Þá verður spilað bingó og verðlaunin eru ferð til Costa del Sol á vegum ferðaskrifstofu Útsýnar. _ev1—

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.