Vísir - 07.09.1974, Síða 6

Vísir - 07.09.1974, Síða 6
Vlsir. Laugardagur 7. september 1974. 6 visir Útgefandi: Framkvæindastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritsljorn: Askriftargjald 600 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Hclgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson llverfisgötu 44. Simar 11660 86611 llverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Órjúfanlegur vítahringur? Einn af mörgum opinberum sjóðum, sem er gjaldþrota um þessar mundir, er Vegasjóður. Annars vegar hefur verðbólga undanfarinna missera étið upp framkvæmdafé hans. Og hins vegar hefur álagið á vegum landsins aukizt svo mjög, að kleppsvinna að viðhaldi ónýtra vega er orðin meiriháttar peningahit hjá Vegasjóði. Alþingi hefur nú samþykkt hækkun á benzini, sem á öll að renna beint i Vegasjóð. Þessi hækkun er mjög tilfinnanleg fyrir bileigendur. Hækkun úr 36 i 44 krónur eykur rekstrarkostnað algengrar tegundar bifreiða um 6,5%. Þar við bætast svo aðrar hækkanir, einkum vegna gengislækkunar- innar, svo að búast má við, að benzinið fari fljót- lega upp i 50 krónur. Þessi benzinhækkun bætir hag Vegasjóðs veru- lega. En hann er svo illa stæður, að þetta nægir engan veginn til að ná endum saman. Þrátt fyrir benzinhækkunina verður að skera áætlaðar vega- framkvæmdir þessa árs niður um 1100 milljónir króna og næsta árs um 1300 milljónir króna. Þessi niðurskurður er ekki auðveldur en nauð- synlegur eins og fjármál þjóðarinnar eru á vegi stödd um þessar mundir. Næstu fjárlög rikisins hljóta að verða mikil sparnaðarfjárlög með miklum niðurskurði á mörgum sviðum. Það verður nauðsynlegt til að koma f járhag ríkisins á réttan kjöl án þess að ofskatta þjóðina. Þessi fjárhagslega endurreisn hlýtur i bili að koma niður á vegagerð eins og öðrum framkvæmdum hins opinbera. í þessu sambandi er einnig rétt að lita á þá staðreynd, að einungis hluti benzingjalda rennur til vegagerðar. Bileigendur hafa löngum bent á, hve litill hluti af álögum á bila og bilarekstur rennur til endurbóta á vegakerfinu. Rikið tekur óhæfilega mikinn skammt af þessum álögum til annarra nota en vegagerðar. Það hlýtur að koma til álita i haust við gerð fjárlagafrumvarps að stiga skref i átt til leiðréttingar á þessu misræmi. Bileigendur mundu bera byrðar sinar með minni ólund, ef þeir sjá, að vaxandi hluti þessara byrða er notaður til að bæta vegina, sem þeir verða að aka um. Þetta mál er ákaflega erfitt i framkvæmd. Siaukið fjármagn fer i ofaniburð ónýtra vega án þess að nokkur varanlegur árangur náist vegna hins mikla umferðarþunga. Varanleg vegagerð er hins vegar svo dýr, að fjármunir Vegasjóðs verða að skotsilfri i þeim samanburði. Við þurfum að fá vegi með varanlegu slitlagi hringinn kringum landið og á helztu hliðarvegi frá hringveginum. Kostnaðurinn við slitlagið mundi smám saman borga sig upp i ódýrari rekstri samgangna á Islandi. En peningana vantar. Þrátt fyrir benzinhækkunina verður ekki unnt að ráðast i neina umtalsverða vegagerð af þessu tagi á næsta ári. Eina hugsanlega lausnin á þessu ófremdar- ástandi virðist vera sú að leita á næstu árum eftir erlendu lánsfé til stórframkvæmda i varanlegri vegagerð, en slikt lánsfé liggur þvi miður ekki á lausu eins og þjóðarhag er nú komið. Ef til kæmi, yrði þetta lánsfé að endurgreiðast af gjöldum á umferðina i landinu. Og þá hljóta þau gjöld að hækka enn að marki, auk þess sem rikissjóður verður þá að sætta sig við að hætta að taka hluta af þessum gjöldum til annarra þarfa. —JK immiiiii Umsjón: G.P. Fiinm lcynifundir brezks verk- fræðings og leiðtoga þýzku and- spyrnuhreyfingarinnar á Hitlerstimanum hefðu getað gjör- breytt mannkynssögunni. Skjölin, sem geyma skýrslur þessara tengsla utanríkisráöu- neytisins brezka við andnasisk öfl hafa nýlega verið birt i Bretlandi. Þau leggja fram samtimagögn, sem styðja þá skoðun, að ákveðn- ari og eindregnari afstaða Breta gegn Hitler á síðari hluta fjórða áratugs aldarinnar hefði getað komið i veg fyrir strið og velt honum úr valdastóli. Þessir fimm fundir, sem haldn- ir voru i Þýzkalandi, Sviss og Englandi á árunum 1937 til 1939, voru viðræður þeirra Arthurs P. Young og dr. Carl Gördelers. Sá fyrrnefndi var skozkættaður verkfræðingur i flugvélaiðnað- inum, en hinn var fyrrum borgar- stjóri Leipzig og áður fulltrúi verðlagseftirlits rikisins. Young hafði verið beðinn að hafa á laun samband við dr. Gördeler ,,til að ganga úr skugga um afstöðu hans og skoðanir til Chamberlain, sem hér sést heilsa Hermann Göring, skorti þá festu, sem þurfti á réttu augnabliki til að sporna við yfirgangi nasista — segir sagan. Staðfesting á þvi kemur fram i nýútkominni bók um Ieyniskjöl frá uppgangstimum nasista. Bretar áttuðu sig ekki á þvi, að þeir stóðu I sambandi við siðustu leifar andspyrnu við Hitler og nasismann. mála I Þýzkalandi”. Það var sir Robert Vansittart, aðstoðarráðu- neytisstjóri i utanrikisráðu- neytinu, sem haföi beðiö hann þessa. Afrakstur þessara funda þeirra var skjalfestur af Young, sem skilaði utanrikisráðuneytinu skýrslum, og þær voru núna birtar i bók hans „X-leyniskjöl- in”. Það var markmið dr. Gördelers að herða afstööu hinna vestrænu lýðræðisrikja gegn Hitlersstefn- unni og reyna að telja þau á að hætta undanlátssemi evróDSkra ráðamanna við Hitler, en henni stýrði forsætisráðherra Breta, Neville Chamberlain. Ef þessi utanaðkomandi andstaða gegn Hitler var nægileg, mátti skapa það ástand, sem leitt gæti til þess að þýzkir hershöfðingjar steyptu honum úr stóli. Dr. Gördeler átti að verða kanslari nýrrar rikis- stjórnar, sem mundi virða — svo að notuð séu orð dr. Gördelers sjálfs — „hinar eilifu siðareglur”. „Áhrif bandalags Gördelers og hershöfðingjanna voru hvað mest, þegar komið var fram i september 1938”, skrifar brezki verkfræðingurinn. „Þeir voru reiðubúnir að láta til skarar skriða einmitt, þegar Neville Chamberlain svo hrapall- lega hljóp upp til handa og fóta þann 15. september og neimsótti Hitler. — Þá unnu undanlátssinnar sinn mesta sigur, og tilraunir Gördelers til að viðhalda friði voru brotnar á bak aftur”. Þannig mistókst ætlunarverk dr. Gördelers. Chamberlain lét siðan áfram eftir Hitler, eins og sagan greinir frá, unz of seint var að bjarga friðnum, sem hann þráði þó svo mjög. Dr. Gördeler hélt áfram andófi sinu gegn nasismanum i Þýzka- landi. Hann var handtekinn eftir sprengjutilræðið gegn Hitler 20. júli 1944. Eftir að hafa þolað pyndingar i prisundinni var hann tekinn af lifi. „Fráfall hans var mikill missir Þýzkalandi, sem ekki verður bættur nema af komandi kyn- slóðum”, skrifar Young. Dr. Gördeler, sem var X-ið i leyniskjölunum, sagði um Chamberlain á einum þessara funda, að sagan mundi ekki marka hann sem mann friðarins, heldur sem manninn er skorti festuna á réttu augnabliki, skortur, sem gerði styrjöld óum- flýjanlega. Það var á fundi i Sviss 15. október 1938, tveim vikum eftir að Múnchenarsamkomulagið fræga var gert milli Bretlands, Frakk- lands, Þýzkalands og ítaliu, en það réð örlögum Tékkóslóvakiu. Dr. Gördeler hafði lagt til, að Bretar gripu á elleftu stundu til ákveðinna aðgerða, sem hann trúði að gætu afstýrt styrjöld. Þær fólu i sér yfirlýsingu af hálfu Chamberlains á þá leið, að — reyndi Þýzkaland frekari yfir- gang — þá mundi brezka stjórnin með stuðningi þeirrar frönsku sporna við þvi með öllum þeim herstyrk, er þessi tvö riki hefðu yfir að ráða. Það var fyrir Múnchenarfund- inn. Gördeler sagði Young siðar, að Hitler hefði ekki verið full- komin alvara, fyrr en eftir að Múnchenarsamkomulagið var gert. Eftir Múnchenarsamningana sagði Gördeler, að hann héldi, að strið yrði ekki umflúið. Skoraði hann þá á brezku stjórnina að reyna ekki að skjóta uppgjörinu á frest, þvi að það yrði hvort eð er ekki umflúið. „Ef strið yrði innan sex mánaða”, sagði Gördeler, „þá varir það ekki lengi”. Hvi tókst dr. Gördeler ekki að öðlast traust utanrikisráðu- neytisins? 1 eftirmála að bók Youngs segir ritstjóri hennar, Sidney Aster, að utanrikisráðuneytinu hafi alger- lega láðst að gera sér grein fyrir, „að þarna var á ferðinni siðasti votturinn af andstöðu við Hitler og ekkert smáræöi i húfi”. Hann undirstrikar þá sjálf- heldu,sem máliðvarkomið i: Dr. Gördeler vildi, að brezka stjórnin skuldbyndi sig til þess fyrirfram að notfæra sér ekki umrót bylt- ingar i Þýzkalandi til þess að ráðast á klofið land og sundraða þjóð. En utanrikisráðuneytinu fannst, að þýzka andspyrnu- hreyfingin yröi að láta til skarar skriða fyrst og veita mætti henni þá stuðning eftir á. „Báðir aðilar biðu þess, að hinn stigi fyrsta skrefið, og útkoman var bara doði,” skrifar Aster. Young, sem nú er 79 ára að aldri, býr i Sussex. Hann tvistigur hvergi i skoðun sinni á þvi, hvað þarna var i húfi: „Eftir undirritun Múnchenar- samko mulagsins, fannst Hitler hann eiga allan heiminn. Chamberlain kom honum i þá stöðu, og með þvi greiddi hann vandlega undirbúnum ráða- gerðum Gördelers og hers- höfðingjanna algert rothögg”.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.