Vísir


Vísir - 07.09.1974, Qupperneq 7

Vísir - 07.09.1974, Qupperneq 7
Vísir. Laugardagur 7. september 1974. 7 ÍSLENZKAR KONUR VORU SETTAR HJÁ Námsmeyjarnar sem útskrifuðust i vor. Fyrstu námsmeyjarnar sem útskrífuðust úr skólanum fyrir 10« árum. lenzku skólarnir og Flensborg- arskólinn sigldu i kjölfarið. Stofnun þessa skóla má á vissan hátt rekja til þeirrar vakningar, sem hófst um þetta leyti, en framtakssemin er fyrst og fremst að þakka Þóru Melsteð og manni hennar, Páli Melsteð sagnfræðingi, sem studdi konu sina með ráðum og dáð. Braut- ryðjendastarf Þóru var eins konar hugsjónastarf, eins og oft vill verða. Hún tók enga þóknun fyrir skólastjórnina fyrsta árið og Páll kenndi i mörg ár fyrir litla eða enga greiðslu. Þau hjónin arfleifðu skólann að öll- um sinum eigum. Nú er að koma út bók um Kvennaskólann i tilefni af 100 ára afmælinu. Hefur þú gaman af þvi að skrifa sjálf? Löngunin til þess að skrifa hefur fylgt mér frá þvi að ég var barn, en timinn hefur verið naumur með skólastjórn og kennslu. nemendaskrá, en i henni eru taldir upp allir nemendur skól- ans. Ég var einnig valin af skólanefnd og skrifa sögu Þóru Melsteð. Fulltrúi Nemenda- sambands Kvennaskólans er Margrét Helgadóttir, sem annast gjaldkerastörfin fyrir okkur. Sigriður Briem Thor- steinsson skrifar um Ingibjörgu H. Bjarnason, en hún var bæði nemandi hennar og siðar sam- kennari, og Sigurlaug Asgrims- dóttir hafði við mig viðtal. Myndanefnd sá um útvegun og nafngreiningu á myndum, og formaður hennar er Borghildur Fenger. Með henni eru: Guð- laug Bergsdóttir, Vilborg Gunn- laugsdóttir, Asta Björnsdóttir og Guðbjörg Finsen. 1 fyrrasumar höfðum við fast starfslið við skólann til að nafn- greina myndir, og komu allmargir eldri og yngri nemendur I skólann nefndinni til aðstoðar. Kvennaskólastúlkur aö skemmta á árshátlð Kvennaskólans f vetur. Meðal þess sem Guðrún hefur skrifað eru „Skáldkonur fyrri alda”, tvö hefti. Maður hennar, Jón Jóhannesson heitinn prófessor, og hún völdu Sýnis- bók islenzkra bókmennta ásamt Sigurði Norðdál, og þau hjónin sömdu siðar leiðbeiningar og skýringar við Sýnisbókina. Einnig samdi Guðrún doktors- ritgerð, sem hún varði við há- skólann í Oxford. — Hverjir standa að afmælis- riti skólans? — Við erum 5 i ritstjórn þess og valin sem fulltrúar vissra aðila. Aðalsteinn Eiriksson var valinn sem fulltrúi kennara- félagsins og ritar sögu skólans um 100 ára skeið. Við vorum 3 valdar af skólanefnd: Halldóra Einarsdóttir, Björg Einarsdótt- ir, sem ritar um Ragnheiöi Jónsdóttur skólastjóra og sá um Dagblöðin reyndust afar hjálpleg við að birta myndir og óska eftir upplýsingum um þær. Ég tel að með þessu fasta og góða starfsliði og samvinnu margra aðila hafi margvis- legum fróðleik verið forðað frá gleymsku. I bókinni verða myndir af flestum árgöngum ásamt nöfn- um og yfirlit fyrir starfsemi skólans frá upphafi fram á þennan dag. 1 þessu sambandi vil ég taka fram, að Nemenda- samband Kvennaskólans gerði okkur þessa útgáfu kleifa meö þvi að veita okkur styrk og hrinda þessu máli þannig af stað, en Alþingi og borgarstjórn hafa einnig veitt okkur styrk til útgáfunnar og leyfi ég mér að þakka öllum þeim, sem hafa á einn eða annan hátt veitt þessu máli lið.— Dag nokkurn fyrir stuttu vorum við að veiða i Þingvallavatni. Á steinunum rétt hjá okkur stóð veiðimaður og kastaði i grið og erg. Svo sem eins og veiði- mönnum er titt skipt- umst við á kveðjum og spurningum um, hvernig veiðin gengi og hvaða flugu silungur- inn biti helzt á núna. Eftir smárabb kom i ljós, að þarna á stein- unum stóð engin önnur en Guðrún P. Helga- dóttir, skólastjóri Kvennaskólans i Reykjavik, en hana höfðum við einmitt ætlað að hitta að máli i tilefni þess, að Kvenna- skólinn á 100 ára af- mæli i haust. Við færðum okkur aðeins úr stað og fundum góða laut til að setjast i, og talið barst að útilifi á Þingvöllum. Guðrún sagðist kunna vel við sig úti i náttúr- unni. Hún er nýbúin að kaupa sér sumarbústað hérna i landi Miðfells við Þingvallavatn. „Hér er ró og friður, engin dyrabjalla, enginn sími,” segir hún. Með henni að veiða var einn af þremur sonum hennar, sá yngsti, Jón Jóhannes 17 ára og vinur hans, Sigurður Thoroddsen, og var ekki annað að sjá en þeir væru ánægðir með veruna þarna, þó að heldur væri hann tregur, fiskurinn I Þingvallavatni, að þessu sinni. Þú hefur kennt mjög lengi? — — í haust eru 30 ár siðan ég byrjaði að kenna fyrst.— Guðrún kenndi i 11 ár við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en árið 1955 hóf hún kennslu I Kvennaskólanum og varð skóla- stjóri þar árið 1959. Hún hefur alltaf haft mjög mikla ánægju af kennslunni og hefur oftast kennt meira en skyldan býður sem skólastjóri. Kennslugrein hennar er aðallega Islenzka. Hún segist alltaf hlakka til á haustin að hefja kennslu á ný. allmiklu meira sem glepur fyrir. Er gert eitthvað til að vekja áhuga stúlknanna á islenzkum bókmenntum? Ahuginn er fyrir hendi, en það er eins og allir séu i kapphlaupi við timann. 1 4. bekk hraðlesa stúlkurnar rit eftir 10 Islenzka höfunda, með það fyrir augum að velja sér eitt rit til vandlegr- ar athugunar. Þær skrifa um það ritgerð, staðsetja ritverkið I bókmenntasögunni, gagnrýna það og segja sitt álit á verkinu, og halda fyrirlestur um höfund- inn og verk hans i kennslustund- um. Ég hef haft þennan hátt á frá þvi að ég hóf kennslu við Kvennaskólann, og finnst mér stúlkurnar oftast sýna dóm- greind og sjálfstætt mat á verkefninu og vinna það vonum framar. Vikulega fáum við ýmsa fyrirlesara, oftast rithöfunda, til að lesa upp úr verkum sinum og ræða um þau við stúlkurnar. Við köllum þetta frjálsan tima, en hann er fastur liður á stundatöflu okkar og hefur verið það siðan 1960. Ég vil nota tæki- færið og þakka rithöfundunum, sem oftast hafa tekið þvi vel að heimsækja okkur, og öðrum sem hafa stuðlað að þvi að vikka sjóndeildarhring stúlknanna. Fyrir fáum árum tók rit- höfundasambandið aö sér greiðslu nokkurra slikra fyrir- lestra og reyndist hjálplegt I þeim efnum. — Hvar og hvenær hóf Kvennaskólinn starfsemi sina? Skólinn var stofnaður 1. okt. 1874 og starfsemi hans hófst i litlu húsi við Austurvöll á heim- ili hjónanna Þóru og Páls Mel- steö. Hann starfaði þar 4 fyrstu árin, en þá létu þau hjónin rifa húsið og byggja annaö stærra á sama stað. Hluti þess stendur enn og framhliðin er svipuð, en þar var veitingahúsið Sigtún. Hallgrimur Benediktsson keypti húsið af Þóru þegar hún var háöldruð, en tekið var fram. I samningnum, aö hún mætti vera þar tildauöadags.Arið 1909 fluttist skólinn i það húsnæöi, sem hann er nú i við Frikirkju- veg 9. Fyrst var það leigt, en siðan keypti skólinn það ásamt lóðinni. Þetta gamla hús var stórt og reisulegt á sinum tima, enda námsmeyjar færri. Nú er það notað til hins ýtrasta og kennsluaðstaðan öll erfiö, t.d. þarf sums staðar að gariga i gegnum eina kennslustofu til að komast I aðra. Til að bœta úr því var Kvennaskólinn stofnaður fyrir 100 órum Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Guðrún P. Helgadóttir skóla- stjóri. Danmörku og fannst islenzku konurnar sniðgengnar og settar hjá. Latinuskólinn var eingöngu ætlaður piltum, og vildi Þóra bæta úr þvi ófremdarástandi, sem hér rikti. Framlag hennar til menntunar kvenna verður stærra, þegar það er borið saman við tiðarandann og þess gætt, að þetta er næstelzti framhaldsskólinn á landinu og i raun og veru fyrsti visirinn að alþýðuskóla, þvi aö Latinuskól- inn var einhvers konar embættismannaskóli. Norð- Er mikill munur á ungu fólki frá þvi sem áður var? — Mér finnst unga fólkið frjálsara og velta fleiri vandamálum fyrir sér en áður. Það sýnir samt svipaða ábyrgð- artilfinningu og áður. Hins veg- ar les það ekki eins mikið af islenzkum bókum, enda — Hvað vakti fyrir Þóru Melsteð með stofnun skólans? — Þetta var ár mikilla fram- fara og mikið um að vera i is- lenzku þjóðlifi, eins og kunnugt er. Þóra var vel menntuð og bar saman menntun kvenna á Islandi við kynsystur þeirra I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.