Vísir - 07.09.1974, Side 20

Vísir - 07.09.1974, Side 20
visir Laugardagur 7. september 1974. Grimmur á svip kom her- maöurinn út úr sjónvarps- tækjaskúrnum. Ljósm. VIsis, ÓH Loksins eitthvað „alvöru" hjó varnarliðinu Loksins fékk varnarliðið á Keflavikurflugvelli eitthvað áþreifaniegt til þess að verja. Það var þó hvorki tsland né Is- lenzka þjóðin i þessu tilfelli, heidur ca. 50 fermetra skúr — inni á sjálfum Keflavikurflug- velli. Það er þó staöurinn sem mönnum dettur sfzt I hug að þurfi að verja. Hermaður með alvæpni stendur vörð um hina nýju út- sendingarstöð Keflavikur- sjónvarpsins, sem er i skúrnum, eftir að tilraun var gerð til þess að kveikja I henni aðfaranótt fimmtudagsins. tkveikjan tókst þó ekki sem bezt frá sjónarhóli brennu- vargsins, þvi aðeins hurðin og nokkur hluti framhliðar skúrsins sviðnuðu. Þegar blaðamaður Visis kom að skúrnum i gærdag, stóð hermaður þar önnum kafinn við að reyna að þvo sviðna húshliðina. En um leið og blaðamaðurinn dró mynda- vélina upp úr vasanum, opnaðist skúrinn og hermaður grár fyrir járnum með riffil um öxl gægðist út. Um leið og grettan var fest á filmuna skipaði hann öllum viðstödd- um i burtu, þvi þetta væri bannsvæði. Að sögn Commander Meade, yfirmanns upplýs- ingaþjónustunnar á Keflavik- urflugvelli, var i gær enn ekki búið að finna út hver, eða hverjir, hefðu staðið að ikveikjutilrauninni. Hann sagði, að unnið væri að þvi. 011 útsendingartæki Kefla- vfkursjónvarpsins eru nú i þessum nýja skúr, þannig að ef þau skemmdust, myndu allar útsendingar leggjast niður. 1 sambandi við þetta mál má nefna það, að heyrzt hefur að sjónvarpshungraðir menn hafi I huga aö koma upp endur- varpstæki i Höfnum, sem gripi geisla Keflavikursjónvarps- ins „glóðvolgan” og senai hann yfir til Reykjavikur- svæöisins. _öH FRAMKVÆMDASTJÓRINN HAFÐI FENGIÐ STÓRAR FJÁRHÆÐIR „AÐ LÁNI" HJÁ FYRIRTÆKINU — Bóhald skipasmíðastöðvarinnar Skipavík er í endurskoðun Komið hefur i ljós, að fyrrverandi fram- kvæmdastjóri skipa- smiðastöðvarinnar Skipavik i Stykkis- hólmi hefur „fengið að láni” stórar fjárhæðir, meðan hann fór með framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Haft er fyrir satt, að þar sé jafnvel um þrjár milljónir króna að ræða, en áreiðanlegar tölur liggja ekki fyrir ennþá. „Bókhaldið er i endurskoðun og þvi vil ég ekki fullyrða, hvað stórar upphæðir kann að vera um að ræða”, sagði Agúst Bjartmars, stjórnarformaður skipasmiðastöðvarinnar, þegar Visir náði tali af honum i gær- kveldi „Framkvæmdastjórinn fyrr- verandi, sem nýlega vék úr starfi, hefur greinilega ekki verið að fela þessar upphæðir. Hann hefur ekki verið að draga til sin hærri fjárhæðir en svo að hann réði við að endurgreiða þær”, sagði Ágúst ennfremur. „Niðurstöður endurskoðenda bókhaldsins ættu að liggja ljósar fyrir mjög bráðlega, og þá verður hægt að ganga i að fá aftur það fé, sem framkvæmda- stjórinn fyrrverandi hafði tekið útúrfyrirtækinu. Hann á eignir hér á Stykkishólmi og er óþarfi að efast um, að hann sé borgunarmaður fyrir skuldinni”, sagði Agúst að lokum. —ÞJM Eln niðurstaða segulmœlinganna: •• Oruggt að hér eru setlög, sem virðast innihalda olíu — Vísir í mœlingaferð „Ég vil auðvitað ekkert fullyrða um hvort oliu kunni að vera að finna við tsland. En set- lögin, sem við höfum mælt út með segulmælingunum norðan og norðaustan við tsiand, eru mjög svinuð setlögum þeim viða um heim, sem olia finnst I”. Þetta sagði Charlie Gunn, visindamaðurinn sem stjórnar ferð segulmælingavélar banda- riska flotans hér við land, i viðtali við VIsi I gær. Blaðamönnum var boöið i stutta segulmælingaferð i gærdag, þar sem sýnt var hvernig farið er að við mælingarnar. Einn árangur mælinganna er sá sem Gunn nefndi. Hann sagði, að þótt olia fyndist hér við land væru ýmsir vankantar á að vinna hana. „Þarna er meðaldýpið um 1400 metrar, en þeir borar, sem komast dýpst núna, fara ekki nema um 600 m. En ég veit að oliufélögin vinna að þvi að smiða bora, sem geta borað á miklu meira dýpi”, sagði hann. Að svo mæltu sneri Gunns sér að hinum flóknu tækjum og útskýrði, hvernig þau ynnu. Flugvélin, sem er fjögurra hreyfla, aðeins eins og hálfs árs gömul, er hlaðin tækjum. Aftast er skynjarinn, sem nemur segul- bylgjurnar. Siðan taka allskonar tölvur við og vinna upplýs- ingarnar inn á segulbönd. Flug- vélin er eiginlega heimili áhafnarinnar. Þar sem hvert flug tekur rúma tiu tima, borðar hún og sefur I vélinni. Þegar flugvélin tók dýfur og veltist, létu menn sér ekkert bregða, heldur „stigu Nóttúrufrœðistofnunin: Hefur ekki efni ó rannsóknum ó fugladauðanum Eins og við sögðum frá i blaðinu i gær, hefur töluvert af æðarfugli fundizt 1 fjörunni i Sundahöfn, sérstaklega upp á siðkastið. Ljós rák, var á sjónum langleiðina út i Viðey. Hjálmar Bárðarson siglingamálastjóri sagði i viðtaii við blaðið, eftir að hafa athugað málið, að líklegasta skýringin á þessari rák væri sú, að Reykja- víkurborg er að ryöja mold og leir út I sjó I Sundahöfn, og þegar leir- inn blandast sjónum virðist hann Ijósleitur. Hins vegar taldi hann, að það gæti ekki vaidið dauða æðarfugisins. Við fengum þær upplýsingar hjá Náttúrufræðistofnun tslands, að ef mikið af fugli fyndist dautt i fiöru, væri ástæðan rannsökuð, en slik rannsókn væri bæði timafrek og kostnaðarsöm og færi ekki fram, þó að nokkrir fuglar fynd- ust dauðir. _EVI— ölduna”, likt og um sjógang væri að ræða. Mælingarnar, sem hér er veriö að framkvæma, eru þær nákvæmustu, sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Þær eru liður I alþjóðlegu samstarfi um nákvæma kortlagningu hafsvæða. Búið er að mæla rúmlega helming þess sem mæla þarf við Island. Afgangnum verður væntanlega lokið innan tiu daga. Tveir islenzkir visindamenn, þeir prófessor Leó Kristjánsson og Guðmundur Pálmason, voru með I þessari ferð, sem farin var til mælinga milli Reykjaness og Vestmannaeyja. Leó sagði blaðinu, að jarðfræðingar hefðu einna mest gagn af þessum mælingum. Þær upplýstu margt um innri gerð og hegðun jarðskorpunnar. Hins vegar væri mikil vinna fólgin i þvi að vinna úr upplýsingunum. Þá sagði hann, að nákvæmari staðsetning á gömlum eldstöðvum og neðan- sjávareldstöðvum kæmi með mælingunum. —ÓH Það voru miklar annir hjá tæknimönnunum um borð i „Roadrunner”, en svo heitir segulmælingaflugvélin bandariska. Sá f miðið stjórnar mælingunum, Charlie Gunn heitir hann. Ljósm. VIsis, ÓH. í 10 þúsund feta hœð somkvœmt lœknisráði! — margir teija það eitt bezta meðalið við kíghósta Sumum myndi kannski bregða i brún, ef þeir fengju það ráð hjá lækni að fara með sjálf- an sig eða annan upp f 10 þúsund feta hæð eða svo, og sjá svo til! Þaö er nú kannski heldur ekkert skritið, enda tiðkast það ekki á hverjum degi. En ýmsir hafa talið, að hægt sé að lækna kighósta á þennan hátt. Björn heitinn Pálsson flug- maöur gerði það til dæmis oftar en einu sinni að fara með börn, sem smitazt höfðu af kighósta upp i þessa hæð, og það reyndist oft vel. Fyrir viku var flugvél frá Vængjum send i einn slikan leiöangur, og var i það skiptið fariðmeðtveggja mánaða barn, sem þjáðist af kighósta. Var þetta gert samkvæmt læknis- ráði. Ekki virtist þó þessi hæð, eða 10 þúsund fet, hafa læknandi áhrif á viðkomandi barn, en sumir vilja halda þvi fram, að fara verði nógu snemma i loftið með sjúklinginn til þess að það hafi eitthvað að segja. Ómar Ragnarsson, frétta- maður og flugmaður, fór til dæmis með dóttur sina i einn slikan leiðangur i sumar. Hún þjáðist af kighósta, og flaug hann með hana upp i 11.500 feta hæð Hann sagði að það hefði ekki dugað til i það skiptið, en ómar kvaðst halda, að fara þyrfti sem fyrst eftir að barnið hefur veikzt. —EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.