Vísir - 09.09.1974, Síða 5

Vísir - 09.09.1974, Síða 5
Vlsir. Mánudagur 9. september 1974. I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Portúgalsstjórn sendir herlið gegn hvítum uppreisnarmönnum sem höfðu enn í morgun mikilvœga staði í höfuðborg Mósambik ó sínu valdi Rikisstjórn Portú- gals tilkynnti i morgun, að hún hefði sent herlið frá norðurhluta Aíriku- nýlendunnar Mosam- bik til að bæla niður uppreisn hvitra manna i höfuðborg nýlendunn- ar, Lourenco Marques. Uppreisnarmenn, sem eru andvigir þvi, að sjálfstæðishreyfing- unni Frelimo verði af- hentir stjórnar- taumarnir i landinu, segjast munu berjast við herlið stjórnarinn- ar, ef þörf krefji. Hinir hvitu uppreisnarmenn hafa náö á sitt vald mikilvægum stööum I Lourenco Marques. Þar á meöal er útvarpsstööin, sem þeir hafa notaö til aö krefj- ast sjálfstæöis nýlendunnar og mótmæla valdatöku Frelimo. Þeir segjast vera aö koma á fót rikisstjórn meö þátttöku allra kynþátta. Fyrir utan höfuöborgina létu tveir hvitir menn og einn svart- ur lifiö, er svertingjar réöust meö grjótkasti aö stuönings- mönnum uppreisnarinnar, þar sem þeir voru á leiö til flugvall- arins til aöná honum á sitt vald. Þetta er eina manntjóniö, sem enn er oröiö I uppreisninni, svo vitaö sé. Fulltrúar Frelimo sögöu I Lu- saka I Zambíu, aö skæruliöar Frelimo mundu leggja til atlögu gegn hinum hægri sinnuöu upp- reisnarmönnum. Mundi Fre- limo vinna meö Portúgalsstjórn að þessu i samræmi viö sam- komulagiö um, aö Frelimo myndi bráöabirgöastjórn I Mósambik. En i Lissabon sagöi Gon- calves, forsætisráöherra Portú- galsstjórnar, að stjórn hans heföi ekki fariö fram á neina aö- stoö af hálfu Frelimo viö aö koma aftur á röö og reglu. Ekki væri um neina byltingu aö ræöa. heldur aöeins örvæntingarfulla aögerö fámenns hóps, sem ekki heföi skilning á sögulegri þróun. Forsætisráöherrann sagöi, aö enn heföi ekki veriö unnt aö her- taka útvarpsstöðina I Lourenco Marques, þar sem uppreisnar- menn heföu tekiö konur og börn sem gisla. Lögregla og herlið stjórnvalda stóö i nótt vörö viö útvarpsstööina en geröi enga tilraun til aö komast inn. Yfirvöld I Portúgal hafa vlsað á bug fullyrðingum uppreisnar- manna um, aö þeir hafi náð undirtökunum viösvegar um Portúgal. Allt væri meö kyrrum kjörum og hvorki lögregla né herlið heföi gengiö I liö meö uppreisnarmönnum. En til aö forðast blóðsúthellingar hefði enn ekki veriö lagt til atlögu gegn uppreisnarmönnum I útvarpsstööinni og á flugvellin- um, sem þeir hafa lika á sinu valdi. Lausafregnir frá Lourenco Marques segja, aö sumir þeir hópar svertingja, sem andvigir eru Frelimo, hafi lýst yfir stuðningi við uppreisnarmenn. Sömu fregnir segja, aö foringi uppreisnarinnar sé fyrrverandi hershöfðingi, Mesquitela, sem Spinola Portúgalsforseti vék úr starfi fyrir stuöning viö fyrri stjórn Caetanos. Mundi Mesqui- tela lýsa yfir sjálfstæöi einhliöa, eins og gert var I Rhodesiu á sinum tlma. Eldflaug Knievels sést hér þjóta af staö I tilraun hans til aö kom- ast yfir Snákafljótsgljúfur. A myndinni sést, aö ein fallhllfin er þegar aö opnast nokkru áöur en til var ætlazt. FORD NÁÐAR NIXON JÁTAR „Engin orð fá lýst harmi minum og þján- ingu vegna vanda þess, sem Watergate-mistök min hafa valdið þjóð- inni og forseta- embættinu”, sagði Nixon, fyrrum Banda- rikjaforseti i gær, er hann tók við náuðun- inni, sem Ford forseti veitti honum. Ford tilkynnti náðunina i gær. Hann náðar Nixon af öllu hugsanlegu misferli i sambandi viö Watergate og önnur þau mál, er veltu Nixon úr sessi. Hann steig þetta skref til að hindra niu mánaða eða heils árs þjáningar þjóðarinnar, meðan mál Nixons væri fyrir rétti. Margir þingmenn hafa gagn- rýnt Ford fyrir þetta og segja ákvörðun hans ósanngjarna gagnvart ráðgjöfum Nixons, sem sitja I fangelsi eða biða dóms fyrir þátttöku I hneykslis- málum Nixons. Ráðgjafi Fords sagöi I gær, að forsetinn hefði ekki hugsað sér að náða þessa ráögjafa. Formaður þingflokks demó- krata I öldungadeildinni sagöi, aö Ford hlyti að vera viss um, aö Nixon væri sekur, úr því að hann hefði náðaö hann. Ofurhuginn lenti í gljúfrinu ómeiddur upp á gljúfurbarminn, virtist hann ekki slasaður. Hann veif- aöi til áhorfenda og sagöi: ,,Ég rakst á tvær eða þrjár syllur á leiöinni niöur, en ég var svo fast bundinn, að það gerði ekkert til. Ef ég heföi lent I fljótinu, heföi ég aldrei komizt upp úr þvl aftur. Knievel gefur hér sigurmerki, áður en hann leggur I misheppn- aöa för sfna yfir gljúfrið. Ofurhuganum Evel Knievel tókst ekki að ráða við fallhlifarnar á eldflaug sinni, er hann reyndi i gær að komast yfir Snákafljótsgljúfur i Bandarikjunum. Hann féll niður i gljúfrið og var bjargað þaðan heilum á húfi. 30.000 manns horföu á Nievel reyna að stökkva á eldflaug yfir fljótiö. Hann er 34 ára gamall kappakstursmaöur á vélhjólum. Knievel haföi auglýst þetta til- tæki sitt rækilega sem stærsta, hæsta og lengsta stökk I mann- kynssögunni. Alténd græddi hann meira en 600 milljónir Islenzkra króna á tiltækinu. Hver áhorfandi greiddi sem svarar 2500 krónum fyrir aö sjá stökkiö. Þar á ofan hafði ein og hálf milljón manna greitt 1000 krónur hver fyrir að sjá stökkiö á lokuöu sjónvarpskerfi I kvik- myndahúsum um öll Bandarík- in. Knievel hefur undirbúið þetta stökk I meira en tvö ár. Sjálft stökkiö tók ekki nema tvær mlnútur og endaöi I gljúfrinu. Þegar hann var kominn aftur Ford hefur meira fylgi en Kennedy Meirihluti bandarfskra kjósenda tekur Ford fram yfir Edward Kennedy sem forseta Bandarikj- anna samkvæmt slöustu Gall- up-könnun. 57% segjast munu kjósa Ford, 33% Kennedy og 10% voru óráönir. Blaðafull- trúi Fords fór í mót- mœlaskyni Andvígur nóðun Nixons Blaöafulltrúi Fords Banda- rikjaforseta, Jerald terHorst, sagði af sér I mótmælaskyni I gærkvöldi, er Ford haföi náö- aö Nixon, fyrrverandi forseta, fyrir hugsanlegt ntisferli hans, meöan hann var viö völd. terHorst sagöi I þessu til- efni: „Ford hefur gert eins og samvizkan býöur honum og þaö viröi ég, en ég hef llka gert eins og samvizkan býöur mér.” Taliðer, aöafsögn terHorsts séóafturkallanleg. Hann muni fara, hvort sem Ford tekur af- sögnina til greina eöa ekki. „Mildin verður að vera jöfn eins og réttlætiö”, sagöi terHorst og benti á, aö nán- ustu aöstoöarmenn Nixons sætu I fangelsi, rúnir heiöri, og fjölskyldur þeirra ættu viö erfiöleika aö strlöa. terHorst er gamall vinur Fords. Hann hefur lengst af verið blaöamaöur og mun nú hefja sllk störf aö nýju. Ford Bandarlkjaforseti undirritaöi I gær náöun Nixons.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.