Vísir - 28.09.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 28. september 1974 — 187. tbl.
400 lausar stöður eftir hermennina:
ENGIR ÞJÁLFAÐIR
MENN TIL RADAR-
STARFANNA — baksíða
Ríkið vill
kaupa 600
þúsund
barnableyjur
— baksíða
KARPOV
VANN
AFTUR
Hinn ungi Anatoly Karpov
sigraði i annað skipti i gær-
kvöldi i einvigisskák gegn
Viktor Korchnoi. Gafst
Korchnoi upp eftir 31. skák
skákmeistarans unga, en
þetta var 6. skák þeirra
félaga. Fjórar skákanna
hafa orðið jafntefli, en þau
eru ekki talin með, en sá
þeirra, sem verður fyrri til
að hljóta 5 vinninga, verður
næsti áskorandi heims-
meistarans i skák, Bobby
Fishers.
Guðmundur
í 11. sœti
í Manila
Guðmundur Sigurðsson varð
i ellefta sæti i milliþungavigt i
heimsmeistarakeppninni i
lyftingum i Manila igær, lyfti
samtals 320 kg — snaraði 140
kg og jafnhenti 180 kg. Kepp-
endur voru 21 — en 18 luku
keppninni.
Heimsmeistari varð David
Rigert, Sovétríkjunum, sem
lyfti samtals 387.5 kg. Það er
nýtt heimsmet. Hann snaraði
172.5 kg og setti heimsmet i
jafnhöttun, 215 kg. Annar varð
landi hans Poltoratsky með
367.5 kg. þriðji Petzold A-
Þýzkalandi með 355 kg, og
Finninn Kailajarvi varð fjórði
með sömu þyngd. Búlgarski
óly inpium eistarinn Andon
Nikolov, sem á heimsmetið i
snörun, 175 kg tók mikla
áhættu i von um að vinna
gullið, en misheppnaðist,
snaraði ekki þeirri vigt, sem
hann hóf keppni á. Hins vegar
varð hann þriðji i jafn-
hendingu með 202,5 kg.
Arangur Guðmundar er
svipaður og hann á bezt
samanlagt i keppni — en það
eru 322,5 kg. Hann á bezt i
snörun 145 kg og 185 i jafn-
hendingu — en þau afrek
voru ekki unnin I sömu
keppninni. -hsim
Hundavandrœði
enn og aftur í
Kópavogi
— Lesendur hafa
orðið á bls. 2
HUN Á
AFMÆLI I
DAG!
hún BB er fertug
- sjó bls. 3
Vanskilaskuld upp á
340 milljónir króna
— Kaupendur bensíns, olíu og svartolíu fó vöruna undir kostnaðarverði
,,Á tímabilinu apríl-
ágúst á þessu ári fengu
kaupendur bensíns, olíu og
svartoliu vöruna selda
undir kostnaðarverði,"
upplýsti Indriði Pálsson,
forstjóri Skeljungs, í við-
tali við Vísi í gær.
,,Af þessu stafar, að innkaupa-
jöfnunarreikningur skuldar oliu-
félögunum 340 milljónir króna.
Og enn hefur ekki verið gerð ráð-
stöfun til að greiða þessa skuld,”
hélt Indriði áfram máli sinu.
„Þessi reikningur er notaður til
að taka af sveiflur og hefur jafnan
verið reynt að halda honum i
núlli. En samkvæmt ákvörðun
verðlagsyfirvalda og fyrri rikis-
stjórnar var oliufélögunum gert
að selja þessar vörur á fyrr-
nefndu timabili á 340 milljónum
undir kostnaðarverði,” útskýrði
Indriði.
,,Af þessum ástæðum myndað-
ist vanskilaskuld á þessum inn-
kaupajöfnunarreikningi upp á 340
milljónir. Þetta er einn halinn,
sem fyrri rikisstjórn skilur eftir
og enn er ekki farið að huga að
lagfæringu á.
Við verðákvörðunina i byrjun
september var útstreymi af þess-
um reikningi stöðvað. En það var
ekkert gert til að reyna að borga
þessa skuld niður,” sagði Indriði.
,,Og nú er þessi skuld komin inn i
skuldir oliufélaganna við bank-
ana. Bankakerfið er með öðrum
orðum farið að fjármagna þessa
upphæð. Refsivextir af henni eru
81 milljón á ári.
Nú hlýtur þessi vitleysa að taka
enda. Það hlýtur að þurfa að
greiða þennan mismun upp.
Neytendur, sem hafa fengið vör-
una i hálft ár undir kostnaðar-
verði, neyðast til að greiða skuld-
ina,” sagði Indriði að lokum.
—ÞJM
Þannig leithúsið Langamýri 20 á Akureyri út I gærmorgun, eftir að
sprenging hafði orðið i þvl. Ekkert slys varð I sambandi við þetta
óhapp, þótt brakið mætti rekja f rifra 100 metra fjarlægð. Ljósm.
Páll A. Pálsson.
„Só þakið lyftast"
segir eina vitnið að sprengingunni ó
Akureyri — sjó frósögn á bls. 2-3
Vilja frekar stofna Iffi sínu f hœttu
Það virðist alveg sama hvað
gert er til að bægja gangandi
vegfarendum frá hættulegum
umferðaræðum, alltaf finna
þeir einhverja smugu, þar sem
hægt er að troða sér i gegn og
skjótast i veg.fyrir bílana.
Það hafa orðið ófá slys á
Hringbrautinni vegna vegfar-
enda, sem skotizt hafa yfir ak-
brautina, þar sem bilstjórarnir
áttu sizt von á þeim. Til að koma
i veg fyrir fleiri slik óhöpp
var gripið til þess að girða eftir
allri miðeyju Hringbrautar frá
Miklatorgi að Melatorgi, nema
hvað opið var þar, sem gang-
W
brautir voru yfir.
En viða hefur girðing þessi
verið troðin niður af vegfarend-
um, sem vilja frekar stofna lifi
sinu I stórhættu en ganga að
næstu gangbraut. Á móts við
Umferðarmiðstöðina hefur stórt
gat verið rofið i girðinguna og
vitum við dæmi þess, að
bflstjórum hefur rétt naumlega
tekizt að hemla, er vegfarendur
skutust þar óvænt i gegn. Rétt
væri hjá yfirvöldum að gefa
girðingu þessari nánari gætur
og bæta i þau göt, sem rofin eru,
áður en stórslys verður af
þessum sökum. IR
KSI dœmir Víking og Akureyri niður
— ef liðin mœta ekki til leiks í dag.
— Sjó bls. 3