Vísir - 28.09.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Laugardagur 28. september 1974.
ERLEND MYNDSJÁ
Umsjón: BB/GP
Hjálpin kemur að gagni
Vegir hafa að nýju verið opn-
aðir til flóðasvæðanna i
Honduras og járnbrautir eru
byrjaðar að flytja fæði og klæði
til hinna nauðstöddu. Góðar
horfur eru þvi orðnar á þvi, að
það takist að bægja hungurvof-
unni að mestu leyti frá flóða-
svæðunum.
Efnahagsöngþveitið i kjölfar
flóðanna er hins vegar að koma
í Ijós. Tölur um tjón eru enn
óljósar en þó taldar nema að
minnsta kosti 50 milljörðum
króna. Þá hefur bananaræktin,
sem er helzti útflutningsat-
vinnuvegur iandsmanna orðið
fyrir slíkum áföllum, að hún
verður nokkur ár að komast I
samt lag aftur.
Burton
leikur
Churchill
Richard Burton hefur undan-
farið leikið I sjónvarpsmynd um
ævi Sir Winstons Churchill, fyrr-
um forsætisráðherra Breta. Hér
sést Burton i gervi Churchills og
var myndin tekin á blaða-
mannafundi nýlega, þar sem
myndin var kynnt.
Þess verður minnzt 29.
nóvember n.k. að hundrað ár
eru liðin frá fæðingu Churchills
og af þvi tilefni verður sjón-
varpsmyndin um hann m.a.
sýnd um öll Bandarlkin af
NBC-sjónvarpsstöðinni.
Það skal tekið fram, að á
blaðamannafundinum lét
Richard Burton þess getið, að
hann væri enn ástfanginn af
Elizabetu Taylor og væri ást
þeirra gagnkvæm. Hins vegar
hefði skilnaður þeirra I júnl s.l.
bundið endi á samveru þeirra og
þráðurinn yrði ekki aftur tekinn
upp, þar sem frá var horfið.
NIXON UM BAKDYR
TEPPI
Bandarik ja maðurinn Bill
Mattingly var orðinn þreyttur á
að þvo og bóna bifreið sina.
Hann greip til þess ráös til aö
létta af sér leiöindunum að
klæöa bflinn teppi að utan. A
þakinu er þaö röndótt en annars
staðar dökkgrænt. Nú þarf
Mattingly ekki annað en grlpa
til teppahreinsarans, þegar
hann dustar rykið af bilnum sln-
um.
Richard Nixon, fyrrum
Bandarikjaforseti, fór inn um
bakdyrnar á sjúkrahúsinu, þar
sem hann liggur nú til lækninga
við blóðtappa. Myndin er tekin
af Nixon og Julie, dóttur hans,
þegar þau gengu inn i sjúkra-
húsið á mánudag. Þótt Nixon
færi þessa leið til að forðast
ágengni blaðamanna, komst
hann ekki hjá þvl að vera ljós-
myndaður.
Læknar Nixons skýrðu frá þvi
I gær, að blóðþynningarlyfin
hefðu góð áhrif á hann. Læknar
vöruöu blaðamenn við þvi að
halda uppi „óstaðfestum sögu-
sögnum” um heilsu forsetans
fyrrverandi.
Um loftin blá
Það tók svissneska ofurhugann Roger Egle 26 mlnútur
að svifa ofan af 3244 m háum fjallstindi niður á 1224 m háa
hásléttu I farartæki þvl, sem sést á þessari mynd. Atburð-
urinn gerðist fyrr I vikunni skammt frá bænum Cortina I
itölsku öIpunum.Farartækið vegur 18 kiló og hér svlfur
Egle I þvl yfir Cortina.
BÍLL KLÆDDUR