Vísir


Vísir - 28.09.1974, Qupperneq 2

Vísir - 28.09.1974, Qupperneq 2
2 Vlsir. Laugardagur 28. september 1974. rismsm: Nýútskrifaðar ljósmæður svara spurningunni: Ertu búin að fá vinnu sem Ijósmóðir? Bára Jósepsdóttir: — Ég fer að vinna sem slik uppi á Akranesi, þaðan sem ég er ættuð. Þar tókst mér að fá vinnu d sjúkrahúsinu, raunar förum við þrjár nýút- skrifaðar þangað. Sigrún Magnúsdóttir: — Ég þarf fyrst að vinna af mér barneignar- frl, sem ég varð að taka mér. Ég vinn I 3 mánuði enn sem nemi, en ég hef ekki ákveöið ennþá, hvað ég geri eftir þaö. Sofffa Þórðardóttir: — Já, ég verð að vinna hér á fæðingar- deildinni i Reykjavik og byrja um næstu mánaðamót. Það er mis- skilningur, að ljósmæðrastéttin sé að deyja út. Min barátta fyrir að komast i þessa stöðu stóð t.d. ekki nema í 10 minútur. Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir: — Ég fór i þetta nám eftir að ég lauk hjúkrunarnámi. Það er að visu óvanalegra að hjúkrunar- kona læri að verða ljósmóðir en öfugt, en þó erum við 4, sem það höfum gert, og ég tel þessa leiðina mun léttari en hina, að verða fyrst ljósmóðir og fara svo i hjúkrunarnám. Ég reikna með að starfa sem ljósmóðir fyrst um sinn. Kristin (Kibba) Þórðardóttír: — Ég hef hugsað mér að taka á móti krökkunum heldur eldri en þær hinar og vinna sem fóstra. Mig langar i hjúkrunarnám eins og flestar hinar sem útskrifuðust, en ég verö að biða i eitt ár eftir að komast inn. Rósa Bragadóttir: —Ég verö aö vinna i tvö mánuði i viöbót sem lærlingur vegna barneignarfris, sem ég tók mér. Eftir næstu ára- mót ætla ég svo að fá mér vinnu sem ljósmóðir. Eina vitnið að sprengingunni ó Akureyri: f/ SA ÞAKIO IYFTAST" — sag og rusl gaus upp í 3-4 metra hœð í miklum mekki Múrbrot úr Löngumýri 20 á Akur- eyri, á að gizka allt að 100 kg að þyngd, þeytt- ust 30 metra til austurs inn á barnaleikvöll, er húsið sprakk i gærmorg- un, Önnur múrstykki lentu á húsum handan við götuna, og minna brak fannst i vfir 100 m fjarlægð frá húsinu. Unnið var sleitulaust i allan gærdag að þvi að grafa i brakiö og flytja burtu stykkin, en húsiö er gerónýtt, að sögn Gisla ólafs- sonar, yfirvarðstjóra á Akureyri. Aðeins suðurhliðin stendur enn, en með gapandi sprungum. Innanstokksmunir eru flestir i spónum. Gisli sagði Visi, að skipaðir hefðu verið rannsóknarsér- fræðingar til að kanna orsakir sprengingarinnar, en niðurstaða 1 gær var hafizthanda um aðhreinsa til eftir sprenginguna og voru not- uð til þess stórvirk vinnutæki. Nýlegur blll, sem stóð við húsið, mun gjörónýtur eftir útreiðina. Ljósm. Sigurður Þorgeirsson. Næstu hús fór ekki varhluta af gauraganginum. Yfir þau rigndi múr- brotum og braki, eins og sjá má á þessari mynd Jóns Einars Guðjóns- sonar. væri engin fengin. Grunur hefði beinzt að hitavatnsgeymi hússins, og komið er i ljós, að endinn hef- ur gersamlega sprungið úr hon- um. Eru menn á Akureyri mjög spenntir fyrir niðurstöðu rannsóknarinnar, því hitakerfiaf þessu tagi, lokað næturhitunar- kerfi, er i mörgum húsum á staðnum. Sprengingin varð i norðurhluta hússins en i þeim hluta munu hafa verið svefnherbergi og eldhús, en stofur i suðurhluta. Þarf litlum getum að leiða að þvi, hvernig farið hefði fyrir fólki, sem statt hefði verið i húsinu, en ibúar þess, Sigmundur Björnsson og Sigrún Gisladóttir, voru suður i Reykja- vik, þar sem Sigmundur lá lasinn. Sá þakið lyftast Hallgrimur Stefánsson, 15 ára sonur Stefáns Hallgrimssonar út- varpsvirkjameistara, mun vera eini maðurinn, sem sá sprenging- AÐFOR AÐ LOGUM Sturlaugur Þorsteinsson skrifar: „Vinur minn ferfættur slapp út af heimili minu i Kópavogi á dög- unum og hafði ekki verið úti nema nokkrar minútur, þegar lögregl- unni hafði borizt kvörtun um, að hvolpur gengi laus i hverfinu. Þeir komu tafarlaust á vett- vang og tóku að eltast við hvolp- inn, sem tók á rás heim. Þegar stúlka úr okkar húsi kallaði til hvutta, varaði yfirvaldið hana við, þvi að hann væri hættulegur. Um leið greip laganna vörður i hnakkadramb hvutta og fleygði honum inn á lóð hússins, en tókst ekki betur til en svo, að hvutti náði að glefsa i höndina á honum. Þarna kom ég að og gerði lög- regluþjónunum grein fyrir þvi, að hvutti litli væri skipshundur minn. Eftir vingjarnlegar sam- ræður fóru þeir og létu hvolpinn eftir hjá mér. Hálfri stundu siðar er kvatt dyra hjá mér, og úti fyrir er 1 rannsóknarlögreglumaður og 2 einkennisklæddir lögregluþjónar. 1 lögregluþjónn til viðbótar sat úti i lögreglubifreið, meðan önnur lögreglubifreið stóð þar mann- laus. — Minna dugði ekki til þess- arar aðfarar. Spurning Þú, sem svíkur þjóð þina daglega. Hvenær inun þér detta I hug aö ganga út og hengja þig. Nú hófst mikið mas. Ég var krafinn skýrslu, en gat ekki farið að heiman vegna veikinda, og þá varð rannsóknarlögreglan að út- vega sér ritvél o.s.frv., o.s.frv. Ég var krafinn um hvolpinn og hótað fógetaúrskurði og annarri aðför að lögum, þegar ég neitaði. Undan þessu gafst ég upp og sá á eftir vini minum i hunda- geymslu lögreglunnar. Ekki voru það þó málalok — Mér var stefnt á fund bæjarfó- geta. Sú ferð er mér ógleymanleg reynsla um réttvisinnar gang, en ég sleppi að lýsa henni hér. Ég leitaði i nauðum minum til mikils mannasættis og bað hann að hlutast til um að hvolpinum yrði þyrmt og að gott yrði gert úr málinu. — En það mundi vist létt- ara að klifa þverhniptan hamar- inn fertugan en reyna að hafa áhrif á dómarann i Kópavogi i jafnmikilvægu máli. A öðrum degi eftir að hvolpur- inn var af mér tekinn komst ég á snoðir um, að hann var enn á lifi i vörzlu lögreglunnar. — Gramdist mér mjög að vita af honum lokuð- um i einhverri kytru i 2 daga og 2 nætur, áður en hann yrði aflifað- ur. Hamingjan veit, hvort hann fékk nokkuð i svanginn þann tima, greyið litla. Þegar maður mætir embættis- valdinu i svona mynd, hvarflar að manni, hvort algjörlega sé gleymt, að embættið varð til fyrir kaupstaðarbúa og byggðarlagið, en ekki byggðarlagið og ibúarnir fyrir embættið. Og skyldu þeir, sem setja reglugerðirnar og mæla fyrir um bönnin, gá að þvi, hve djúpt þeir grafa undan áliti almennings og virðingu fyrir lögum og rétti, þegar þeir setja ámóta fáránleg- ar reglur og fylgja þeim eftir á svo óbilgjarnan hátt. — Það, sem er algjörlega eðlilegt i næsta byggðarlagi, kostar aðför fjög- urra lögreglumanna i tveim lög- reglubifreiðum að sauðmeinlaus- um borgara (og skattgreiðanda og kjósanda), stefnu fyrir fógeta, hótanir, illindi og vandræði. — 1 næsta hreppi verða ekki ibúarnir fyrir slikri áreitni af sinu starfs- fólki. Hvi mátti ekki gera út um mál- ið i rólegheitum?” u Ben.Ax. AFENGISFRÆÐSLA I SKOLUM Nú er skólastarfið hvarvetna að hefjast. Óteljandi mega þau fræði kallast, sem krakkarnir eiga þar að kynnast. En er þeim kennt sem skyldi um áhrif og hættur þeirra eitur- nautna, sem bein tizka og blá- ber auragræðgi leiða þau að svo að segja dag hvern? Hvarvetna standa „sjopp- urnar” opnar svo að segja við skóladyrnar, þar sem flest er á boðstólum annað en áfengið sjálft, sem leiðir þau samt svo að segja blind að borðum brennivinssalanna. Sælgæti og tóbak — og þó sér- staklega tóbakið — eru fyrstu tröppurnar á ógæfuferli fjölda unglinga. Þar skyldi þvi vel á verði staðið af skólastjórum og kennurum, sem oft gætu haft og telja sig jafnvel eiga að hafa enn meiri áhrif til uppeldis en heim- ilin sjálf, sem viða eru auð dag- lengis. Lengi munu hafa verið til lög og reglur um áfengisfræðslu i skólum. Hitt er svo annað mál, hvernig þeim hefur verið fram- fylgt. Gizka verður á, að þar sé ekki eins vel að verki staðið og ætla mætti, þegar hugsað er um það afhroð, sem þjóðin geldur af ofneyzlu sterkra drykkja. Og það böl eykst með ári hverju, þrátt fyrir það, að skólahúsin eru viðast hvar orðin milljóna- hallir með nýtizku kennslutækj- um og kennaraskólinn að há- skóla með lektorum og doktor- um á hverjum gangi. öðruvisi mér áður brá, meðan enn voru bara kennarar og klerkar þar við kennslu. Með nýju kennslu- ári, nýrri stjórn og nýjum menntamálaráðherra ætti nú að taka þessa fræðslu um hættur af eiturnautnum, ekki sizt áfengi, til lifandi framkvæmda bæði i orði og verki, sögn og sýningum, prófum og strangleika i fullri al- vöru. Einn af „hinum skynsömu hófsmönnum” talar um það i dagblaði nýlega, að nú skuli slik fræðsla tekin úr höndum og af vörum „áhugafólks með ofstæk- isæsing”, sem að hans dómi gera aðeins illt verra. Skyldi það ekki vera sjálfsagt að not- færa sér krafta og kynngi hinna „lærðu” og „ofstækislausu”. Kannski tækist þá jafnvel að kenna krökkunum rétta með- ferð áfengis við skólaborðið? Hver veit? Arelius Nielsson í

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.