Vísir - 28.09.1974, Qupperneq 4
4
Vísir. Laugardagur 28. september 1974.
Lk. 7:11-17.
Guðspjall morgundags-
ins dregur fram eitt af
kraftaverkum Jesú.
Hann mætir ekkju, sem
hefir misst allt sitt. Áður
hafði hún misst manninn
sinn, og nú hafði hún
misst einkason sinn. Líf ið
var orðið að sorgardal,
þar sem allt var vonlaust.
Grátur ekkjunnar var
grátur vonleysis og
dapurleika, dauðinn Var
að sigra lífið í tilveru
hennar.
Sú mynd sem guðspjallið
dregur hér upp af þessum dap-
írlega atburði er i rauninni
ekkert einsdæmi. Slik þjáning
og þung sorg er nokkuð, sem
knýr dyra hjá svo ótal mörgum.
— Þær eru ekki.fáar ekkjurnar,
sem hafa misst sina kærustu i
hafið eða á annan hræðilegan
hátt. Styrjaldir hafa t.d. alltaf
þær afleiðingar að skilja eftir
opna und, sársauka og sorg.
Fjölmiðlarnir hafa ekki við að
flytja fréttir og frásagnir af
sliku ástandi viðs vegar að úr
heiminnum.
Gáta þjáningarinnar veröur
seint ráðin. Spurningin: Hvers
vegna? — verður alltaf jafn
erfið. En sagan geymir mörg
dæmi þess, hvernig hin mesta
sorg getur breytzt i gleði, von-
leysi i von, þjáning i vellíðan.
Dæmin um þá, sem misstu allt
sitt, en fengu þá fyrst að sjá
hvaö þeir höfðu átt, eru einnig
mörg. Margir geta lika vitnaö
um það, hvernig þjáningin og
mótlætið varö eins og lærdóms-
stund i lífi þeirra. Þeir fengu
næði til að þekkja sjálfan sig,
næöi til að þekkja Guð betur en
nokkru sinni fyrr.
Guöspjalliö á að kenna okkur
lexiu, sem hollt er að dvelja við.
Þeir, sem eiga alla sina ástvini
hjá sér, eiga að læra að þakka
fyrir það sem þeir eiga og lofa
Guð fyrir óverðskuldaða náð
hans og miskunn. Þeir, sem eru
heilbrigðir á sál og likama, hafa
sjón, heila limi, svo eitthvað sé
nefnt, eiga lika mikil þakkar-
efni. Þetta eru atriði, sem
margir taka sem sjálfsagðan
hlut, en er hreint ekkert sjálf-
sagður, þegar við litum i kring-
um okkur og horfumst I augu við
veruleikann.
Boðskapur guðspjallsins á
samt fyrst og fremst erindi til
þeirra, sem standa i sporum
ekkjunnar á einn eða annan
hátt. Orö Jesú, grát þú eigi.eru
ekki bara falleg huggunarorð,
heldur orö, sem hafa kraft og
mátt til að veita varanlega
huggun.
Þar sem Jesú Kristur fór um,
gerðist alltaf eitthvað. Máttar-
verkin, sem hann geröi voru
alltaf til þess aö gera nafn Guðs
dýrðlegt, opna og ryðja veg
guðsrfkisins. Hann notaði bæði
orö og verk til aö sýna hver
hann i rauninni var, sonur Guðs
kominn i heiminn til að frelsa,
likna og hugga.
Þessi kraftaverkasaga á að
kenna okkur, að án Jesú Krists
erum við andlega dauð, vonlaus
og guðvana og höfum gengiö i
flokk þeirra, sem eru á leið út úr
borginni i átt að gröf vonleysis
Hann slóst ekki i för með
hópnum, sem fór út úr Nain i
þetta sinn, syrgjandi og grát-
andi á leið til grafarinnar. Hann
kom á móti þessum hópi, hann
gekk á móti dauðanum og fórinn
i bæinn og sneri likfylgdinni við.
Hann horfðist i augu við dauð-
ann með þvi valdi og kærleika,
sem hann hafði yfir að ráða.
Fyrst huggar hann þessa aumk-
unarverðu ekkju, sem aðeins sá
fyrir sér dauöa og angist, slðan
gengur hann að likbörunum og
segir þessum unga manni að
risa upp. Kraftaverkiö gerðist.
Með einu orði breytti Jesús
þessari sorgargöngu I fagnaðar-
göngu.
Fregnin um þetta kraftaverk
barst úr um allt landið og þeir
vegsömuöu Guð, segir i textan-
um. Þessi fregn berst einnig
eyrum okkar I dag. þetta tákn,
sem Jesús gerði I bænum Nain,
á að vera okkur til gleði og
huggunar, þegar við mætum
þeim erfiðleikum, sem að okkar
mati eru óyfirstiganlegir. Þá
getum við vitað af þessum orð-
um, hvilikan frelsara við eigum
i Jesú Kristi.
Strax i þjónsmynd sinni hér á
jörð sýndi Jesús okkur vald sitt
yfir lifi og dauöa. Hann sigraði
dauðann, braut brodd dauöans,
eins og Páll postuli orðar þaö.
Á sama hátt og Jesús sigraði
dauðann i þessum unga manni
frá Nain, hefur hann sigrað
dauöann fyrir þig og mig. Hann
hefur gengið i gegnum dal
dauða og glötunar i stað okkar
og opnaö meö þvi veg hjálpræö-
isins, opnað veginn til eilifs lifs
með Guði. —
Þessar myndir eru frá kvöld-
samkomu K.S. og K.S.S. I
Dómkirkjunni 21. sept.
Neöst: Kór ungs fólks syngur.
t miðið: Séð yfir hluta kirkju-
gesta.
Efst: Séra Jón Daibú talar.
og myrkurs. Guð hjálpi okkur til
að sjá Hann, sem kemur á móti
okkur með huggun og lif, Hann
sem breytir vonlausu lifi i fagn-
andi og sigrandi llf.
Hugvekja kirkju-
síðunnar í dag
Ekkjunn-
ar sonur
af Nain
Á morgun er 16. sunnuda.gur
eftir þrenningarhátiö. Hiö
forna heiti á guöspjalli þessa
sunnudags er: Ekkjunnar son-
ur af Nain. tJt af þessari sögu
er lagt I hugvekju Kirkjuslð-
unnar I dag. Höfundur hennar
er yngsti prestur landsins, sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson. Hann
var vigður skólaprestur
sunnud. 15. sept. s.l.
Sr. Jón er fæddur hér i borg
13. janúar 1947. Foreldrar
hans eru hjónin Ingibjörg Þor-
steinsdóttir frá Langholti i
Flóa og Hróbjartur Arnason,
sem látinn er fyrir allmörgum
árum. Hann var mörgum
Reykvikingum að góðu kunn-
ur fyrir vekjandi og fórnfúst
starf i K.F.U.M. um fjölda
ára.
Sr. Jón Dalbú varö stúdent
hér i Reykjavik voriö 1969 og
lauk guöfræðiprófi i septem-
ber 1973. S.l. vetur var hann
viö framhaldsnám I Safnaðar-
háskólann I Osló og aflaði sér
frekari fræðslu og reynslu i
kristilegu starfi I Noregi I
sumar. — Það mun koma hon-
um að góðum notum á þeim
vettvangi, þar sem hann nú
tekur til starfa. Tvenn samtök
standa að ráðningu hans, þ.e.
Kristilega stúdentafélagið og
Kristileg skólasamtök, en þau
hafa bæði starfað hér undan-
farna áratugi sem leikmanna-
hreyfing innan kirkjunnar.
Vigsla sr. Jóns Dalbús sem
skólaprests á vegum K.S. og
K.S.S. er trygging fyrir, að
starfað mun veröa á kirkju-
legum grundvelli framvegis
eins og hingað til.
- -oOo - -
Kona sr. Jóns er Inga Þóra
Geirlaugsdóttir frá Akranesi.
Þau eiga tvo syni, Arna Geir
og Ingibjart.
S.l. laugardag héldu Kristi-
lega stúdentafélagið og Kristi-
leg skólasamtök sameiginlega
kvöldsamkomu I Dómkirkj-
unni. Þar töluðu þeir dr. Jónas
Gislason dósent og sr. Jón
Dalbú. Samkomu þessa sóttu
um 400 manns, flest ungt fólk.
Biblían og þó
Fyrir nokkrum árum var
haldin Biblfuvika I Bandarikj-
unum. Þá var talað um að menn
ættu að gera kenningu Bibliunn-
ar að prófsteini i lifinu.
Oröið prófsteinn þótti vel valiö
i þessu sambandi. Til er sú
skýring á orðinu prófsteinn, að
áöur fyrr var notuö hörð svart-
leit steintegund til þess að prófa
á gull og silfur. Málminum var
núiö við prófsteininn og af lit
strikanna, sem mynduöust, var
hægt að meta gæði málmsins.
Biblian er lika mælikvarði,
ekki aðeins fyrir hegðun, heldur
einnig fyrir sannleikann. Mat á
þvi hvað er rétt og hvað er rangt
er ekki hægt að byggja á reynslu
eða gamansemi eins og margir
halda fram nú á timum, heldur
aðeins á oröi Drottins I heilagri
ritningu. (Christianity Today)
O.Th.
GRÁT ÞÚ HGI