Vísir - 28.09.1974, Page 7

Vísir - 28.09.1974, Page 7
Visir. Laugardagur 28. september 1974. 7 Hvernig er það heima hjá þér? — og hvernig vœrí að vinna tœplega 80 stunda vinnuviku? Er heimilisstörfunum skipt rétt? peningunum, konan á aö sjá um heimili og börn. Ef konan fer aö vinna úti, verður móðurhlut- verkið samt i flestum tilvikum að ganga fyrir. Karlmaður ætti að hafa leyfi til þess að segja: ,,Ég er þreyttur á atvinnu minni, mig langar til þess að gera eitthvað annað.” Jafnvel þótt það hafi i för með sér að hann þéni minna. Konan ætti um leið að hafa leyfi tilþess aðsegja:,,Ég er þreyttá heimilisvinnunni. Mig langar til IIMINI SÍ-DAIM Umsjón: Edda Andrésdóttir ,,Nú er ég að þvi komin að gefast upp,” skrifar sænsk kona til mánaðarrits i heima- landi sinu, og ef við kynnum okkur málið svolitið betur, þá ætti engan að undra. 1 bréfi slnu segir hún frá þvi að hún sé gift manni sem er I góðri stöðu. Sjálf vinnur hún úti og er I góðri stöðu sem hún hefur hlotið menntun I. Hún vinnur fullt starf. Þau hjón eiga fjögur börn, 9 ára, 7 ára, fjögurra ára og tveggja ára. Tvö þau elztu eru í skóla. Þau yngstu eru á leikskóla og dag- heimili. Vinna konunnar hvern einasta dag hefst klukkan 5.30. Þá fer hún á fætur. ,,Ég byrja á þvl að taka til morgunmat. Siðan vek ég þau yngstu. Ég tek fram fötin handa þeim, pressa þau og lagfæri ef með þarf. Þvi næst vek ég þau eldri og minni þau á hvenær þau eigi að fara i skólann og hvað þau eigi að hafa með sér.” „Næst vek ég manninn minn. Fljótlega þar á eftir verö ég aö flýta mér með yngstu börnin og koma þeim á leikskólann og dagheimilið. Þar skil ég þau eft- ir, og þvi næst tek ég á sprett til þess að ná strætisvagninum minum sem fer klukkan 7.40.” „Vinnunnilýkurklukkan 15.30 flesta daga, þ.e. að undanskilinni vinnunni heima. Klukkan 16.15 næ ég i yngri börnin, og þá eru þau eldri yfirleitt komin heim.” ,,— Hvernig var I skólanum? Eigið þiö ekkert að læra heima? Má ég sjá. Þið verðið að skipta um föt....” „Hvað á ég að hafa i kvöld- mat? út I búð að verzla.” „Ég reyni að hafa kvöldmat- inn til klukkan 18.00, helzt ekki seinna. Ég kem siðan yngri börnunum i rúmið, og fyrst klukkan 20 get ég þvegið upp. Þá er að koma eldri börnunum i rúmið. Eftir það geri ég allt sem ég get til þess að halda mér vak- andi, svo ég geti unnið heima- verkefnin sem ég tók með mér. Þeim verður að ljúka fyrir næsta dag.” „Kem mér dauðþreyttri I rúmið. Hugsa með mér: 1 hverju eiga börnin að fara á morgun?” „Laugardagar og sunnudagar ganga oftast út á þvotta. Ég verð að strauja og þar fram eft- ir götunum. Ég viðurkenni það fúslega að I húsverkunum á ég manninn minn ekki að.” Við efum það ekki að kona sem vinnur allt þetta starf er þreytt, og satt að segja myndi nokkra ábyrgðá þeim. En vinnu utan heimilis vilja þeir sitja ein- ir að. Oft skellum við skuldinni á uppeldi karlmannanna og þvi hvernig verkin skiptust hér áður fyrr. „Tengdamamma ól son sinn upp svona, það er of seint að breyta honum núna.” þess að gera eitthvað annað, en ekki bara eitthvaö smávegis og aðeins þegar það hentar þér...” Varðandi fyrrnefnt bréf var gerð könnun á þvi hversu mikill timi fer i heimilishald á heimili þar sem búa hjón með tvö börn. Hjónin vinna bæði úti. Reiknað- ur var út timafjöldinn á ári, og það kom I ljós að hann er um það bil 1200 tlmar, það er að segja, rúmlega þrir timar á dag, ef vinnunni er jafnað út. En takið eftir — þá er sá timi sem fer i það að sjá um börnin og annast þau ekki talinn með. * Ekki heldur sá timi sem fer i há- degisverð á heimilinu þá daga sem ekki er unnið. Ef reiknað væri með hjónum með tvö börn undir fjögurra ára aldri og reiknaður sá timi sem búast má við að fari i að annast börnin og sjá um þau, er vinnan 78 timar á viku. Það væri gaman ef fólk reikn- aði það út á heimili sinu hversu mikill timi fer i heimilishald og umhugsun um börnin og sæi hvað það fengi út þar. Kannski fá sumir út enn hærri tölu. Væri þá ekki rétt að skipta með sér vinnunni? —EA okkur ekki undra, þó hún hrein- lega gæfist upp. öllum má vissulega ofbjóða. Sjálfsagt er þessi kona ekki ein um að vinna þetta mikið starf, þó að sumum finnist að- staða hennar kannski ótrúlega erfið. Einhver verður að þvo upp, búa um rúmin, búa til mat, verzla og sjá um börnin. Af hverju hættir konan ekki að vinna úti? spyr sjálfsagt ein- hver. Ja, það er nú það. En verður það alltaf að vera konan sem vinnur heima og verður kannski i mörgum tilfellum að sjá ein um störfin þar? Nei, segja áreiðanlega flestar ef ekki allar konur. Nei, segja fleiri og fleiri karlar. En hversu margir skyldu það vera. Enn virðist vera nokkuð langt i það að heimilisstörf- unum sé skipt jafnt niður á heimilisfólkið. Enn eru ákaflega margir, sem láta sér nægja að „hjálpa til” við húsverkin á heimili sinu. Margir karlmenn kæra sig hreinlega ekki um að bera En hvað gerum við konur við okkar eigin syni? Nú er það timabært að sýna þeim eitthvað annað. Einhvers staðar verður jafn- réttisbaráttan að hefjast. Sumir segja að matarborðið sé bezti staðurinn! Það er talað um skort á konum i pólitik, i ábyrgðarmikl- um stöðum og þar fram eftir götunum. Sannleikurinn er sá að margar konur halda áfram að standa við þvottavélina eða straujárnið, hvort svo sem þær vinna úti auk heimilisstarfanna eða ekki. Margar hverjar hafa hreinlega ekki kraft til þess að gera meira en þær gera þegar. Sumar þora ekki.... Mörg hjónabönd saman- standa ekki af tveimur mann- eskjum, heldur tveimur hlut- verkum. Karlmenn eru aldir upp við það að þeir eigi að ná langt og ná sér I góðar stöður. Það er ekki lögð eins mikil á- herzla á það I uppeldi konunnar. Að minnsta kosti var það ekki gert. Maðurinn á að vinna fyrir Q>

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.