Vísir - 28.09.1974, Síða 8
Umsjón:
Steinar Berg
MEÐ
MÍNUM
EYRUM
Halló aftur, þið munið eftir mér.... er það ekki? Jæja, ailavega
bað örn Petersen mig að hiaupa i skarðið, meðan hann sólaði sig
aðeins. Ég ákvað að taka fyrir 3 góðar plötur (sem mér finnst)
og leiða fyrir sjónir ykkar, þar sem ég veit að enginn þeirra
þriggja sem hér er fjaliað um, er sérlega þekktur. Svo að þú get-
ur hætt aðlesa hér, ef þú ert einn af þeim, sem hefur mest gaman
af þvi að sjá piötur rifnar i tætlur.
HLUTUR SEM HANN
HEFUR UNUN AF
Richard Betts:
Highway Call.
Það skyldi enginn undrast yfir
þvi að þessi plata, frá gitar-
leikara einnar virtustu rokk-
hljómsveitar heims, Allman
Brothers, hafi að geyma sterk
country-áhrif. Ef við litum að-
eins um öxl þá sjáum við að
country-músik hefur lengi verið
Dicky Betts hugleikin, sem
dæmi nefni ég lög eins og „Blue
Sky” á „Eat a Peach”, og hið
fræga „Ramblin Man” af
„Brothers and Sisters”.
Hlið I, sem hefur að geyma 4
lög, öll sungin, er i sama stil og
tvö fyrrnefnd lög, fremur
einföld en mjög melódisk, þó
koma country-áhrifin hér held-
ur greinilegar i ljós og er það
mest að þakka hljóðfæraskipan
þeirri, sem I þeim er, frábær
stálgitarleikur John Hughey og
hinn geysismekklega notkun
kvenrraddanna Gftarleikur
Betts er silkimjúkur og einstak-
lega vandaður, eða svo ég noti
orðalag gagnrýnanda tima-
ritsins Rolling Stone „tónarnir
dansa eins og sumarregn-
dropar á ryki”.
Hlið 2 er eingöngu leikin, og
hefur að geyma 2 lög.
Burðarásinn er hið rúmlega 14
min. langa „Hard Picked”, en I
þessari sérstæðu, fallegu
melódiu, skiptast þeir Betts,
Hughey, Vassar Clements, sem
er sennilega bezti starfandi
fiölari I country músik, og
Chuck Leavell, hinn ótrúlegi
pfanisti Allman Brothers, á
sólóum, auk þess sem samspil
gítars Betts og fiðlu Clements er
einstaklega samstillt og
skemmtilegt. Platan endar svo
á frasa frá fiðlaranum frábæra,
svona hálfgert framhald á því
sem á undan fór.
Nokkuð stór orð hafa verið látin
falla um gæði þessarar plötu og
má helzt nefna þá ástæðu, að
mér finnst það skfna út úr
tónlistinni að Richard Betts er
hér með góðum félögum að gera
hluti, sem hann hefur gaman og
unun af að gera. Sjálfur tel ég
mig heppinn að vera þannig
innstilltur að fá þess notið sem
þarna er að finna, en ef þú, les-
andi góður, færð ekki það sama
út ég ég, hlýtur það að vera
einfaldlega af þvi að þú ert
öðruvisi stilltur. (og þarna lá
við að ég setti mig á háan hest
og segði vanstilltur).
Beztu lög:
Long Time Gone (R. Betts)
Let Nature Sing (R. Betts)
Handpicked (R. Betts)
Visir. Laugardagur 28. september 1974.
Óaðgengileg í fyrstu, en
Little Feat: Feat’s
Dont Fail Me Now.
Þeim, sem fá þessa plötu i
hendur, finnst hún örugglega
frekar óaðgengileg og kannski
dálitið skritin. Tökum til dæmis
myndina utan á albúminu,
Marilyn Monroe og George
Washington akandi á þverhnfpt-
um fjallvegi i þrumum og
eldingum i ca ’50 árgerð af ein
hverjum dreka. Og tónlistin
sem platan hefur að geyma, ja f
sjálfu sér ekkert annað en rokk
og ról, og þó allt öðruvisi en það
rokk sem við erum vön en
samt.... rokk er’ða.
Vissuð þið annars hver upp-
áhalds hljómsveit félaganna i
Nazareth er, (og meðan ég man,
Jón, hvernig væri að skila
peningakassanum, sem ég lán-
aði þér). Jú, rétt til getið, Little
Feat. Sama gildir einnig um
marga aðra tónlistarmenn og
gagnrýnendur starfandi við
nútfmatónlist.
Aðalmaður Little Feat heitir
Lowell George, en hann semur
og syngur flest lög hljómsveit-
arinnar, auk þess sem hann sér
um hinn sérstæða slide-gitar-
leik, sem svo mjög er áberandi i
tónlistarflutningi þeirra. En áð-
ur en Lowell George stofnaði
Little Feat var hann m.a. með
Frank Zappa í Mothers.
Ef reyna ætti að lýsa tónlist
Little Feat með þvi að bera þá
saman við aðrar hljómsveitir
starfandi i rokkheiminum, þá
yrði það bezt gert með þvi að
segja að I tónlist þeirra sé að
finna hluti svipaða og hægt er að
finna i tónlist ólikra hljómsveita
eins og t.d. Band, Allman Broth-
ers, Slones, Doobie Brothers og
jafnvel smáZappa öðru hverju.
Þó er engin hætta á að rugla
Little Feat saman við einhverja
af fyrrnefndum, þvi tónlist
þeirra er þeirra tónlist.
„Feat’s Dont Fail Me Now”
er fjórða og bezta plata Little
Feat, og þótt hún sé kannski
ekki sérlega aðgengileg í fyrstu,
þá er hún I þeim flokki platna
sem vinna á við hverja hlustun,
og eins og dæmin sanna þá eru
þaö beztu plöturnar.
Beztu lög
Oh Atlanta (Bill Payne)
Feats Don’t Fail Me Now
(Lowell George — Fred
Martin).
Wait Till the Shit Hits the Fan
(Bill Payne — Lowell George).
ÁKVEÐINN ÁFANGI
Roger Mcguinn:
Peace On You.
Þegar fyrsta sólóplata Roger
Mcguinn kom út fyrir u.þ.b. ári,
var hún sólóplata i orðsins
fyllstu merkingu. Þar var Mc-
guinn að gera það sem hann
langaði til. Lögin voru óllk hvert
ööru og þó flest væru þau góð
varö platan dálitið ósamstæð
sem heid.
Á „Peace On You” er Roger
Mcguinn einnig að gera það sem
hann langar til, en nú hefur
hann ákveðnari hugmyndir um
hvað það er sam hann vill. Tæp-
ur helmingur laga plötunnar er
eftir Mcguinn og Jacques Levy,
textahöfund hans, eða fimm,
eitt er algérlega eftir Mcguinn,
ber það nafnið „Same Old
Sound” og fjallar um þau vand-
kvæði sem þvi fylgja, að i
flestra augum var Mcguinn
Byrds, og vill fólk þvf heyra
gamla Byrds „soundið” sem
auðvitað er mun þekktara en hið
nýja Mcguinn „sound”, sem svo
skýrt er á þessari plötu. Hin
fimm lögin fær hann svo hjá
fjórum ágætismönnum, þeirra
þekktastir eru Charlie Rich og
A1 Kooper en þeir eiga sitt lagið
hvor hér, hvort tveggja frábært
framlag og athyglisvert hve
miklu betri meðferð Mcguinns
er á lagi Charlie Rich en upp-
hafleg meðferð Rich sjálfs.
Hljómsveit sú sem hér er Mc-
guinn til aðstoðar er skipuð
nokkrum færustu hljóðfæra-
leikurum vesturstrandar
Bandarikjanna. En sjálfur leik-
ur Mcguinn stórleik á 12-
strengja gitar, auk þess sem
rödd hans er I sinu bezta formi.
Að lokum er ástæða til að óska
Roger Mcguinn til hamingju
með þennan ákveðna áfanga,
sem þessi plata er, og ég vona
aö sem flestir taki sig til og veiti
plötunni áheyrn, þvi hún er hin
áheyrilegasta og er að þvl leyti
til eins og Tarzanbækurnar, að
hún er aðgengileg öllum frá sex
ára til sextugs.
Beztu lög:
Pleace On You (Charlie Rich)
(Please Not) One More Time
(A1 Kooper)
Same Old Sound (Roger Mc-
guinn)
Together (Roger Mcguinn og
Jaques Levy)