Vísir - 28.09.1974, Side 20

Vísir - 28.09.1974, Side 20
Stöðurnar sem fslendingar taka við af Bandaríkjamönnum: Engir þjálfaðir menntil „Þarna er til dæmis radar, sem á að fylgj- ast með ferðum flug- véla og með orustuþot- um varnarliðsins, þeg- ar þær fara i loftið, í okkar flugumferðar- stjórn notum við lika radartæki, en vinnan við þau er af öðrum toga þó.” Þetta sagði Guðmundur Matthiasson, deildarstjóri i flugumferðarstjórn, er við ræddum við hann um 400 stöður, er losna á Keflavikurflugvelli við fækkun hermannanna. 1 samningi þeim, er Einar Ágústsson utanrikisráðherra gerði i Bandarikjunum, er gert ráð fyrir að íslendingar taki við störfum Bandarikjamanna i radarstöðvum. ,,Mér er þó alls ekki ljóst um hvaða störf verður að ræða, en hver sem þau verða, þarf að þjálfa mannskap i þau. A flug- vellinum undir stjórn Banda- rikjamanna eru einnig svonefnd blindlendingartæki, sem kölluð eru G.C.A. i daglegu tali, og þau eru likari þeim tækjum, sem við notum i okkar daglegu störfum. Sjálfir eigum við að striða við mannfæð við okkar störf, svo af- lögufærir erum við ekki um mannskap. Nýverið auglýstum við námskeið fyrir væntanlega flugumferðarstjóra, og fengum við 32 umsóknir um 8 stöður, svo áhuginn virðist vera nægur hjá yngri mönnum, enda er starfið nokkuð fjölbreytt og lifandi. Við krefjumst stúdentsprófs eða hliðstæðs prófs af mönnum, sem vilja þjálfa sig i þessi störf, en þrátt fyrir það tekur langan tima að fullnuma sig, jafnvel 3—4 ár.” - —JB Laugardagur 28. september 1974. Þjórsó bróst hlutverkinu Vitað er um 85 fjár, sem farið hefur milli sauðfjárveikihólfa yfir Þjórsá i haust. Höfðu 65 farið að austan út yfir, en 20 austur. í fyrra var talan u.þ.b. 30. Yfir Blöndu höfðu flækzt um 140 fjár, en i fyrra 90. t báðum tilfell- um eru þessar tölur nú þannig verulega hærri en áður hefur tiðkazt. Liklegt er talið, að margt stuðli að aukningunni en ef til vill er veigamesta ástæðan sú, að mjög litið var i ánum i sumar og tiltölu- lega greitt að komast yfir þær. Þannig misstu Hreppamenn 'til dæmis 12 fjár út yfir Þjórsá, er þeir ráku fram safn sitt á dögun- um. öllu þvi fé, sem þannig kemur fram i röngum hólfum, er slátrað þegar i stað til þess að koma i veg fyrir hugsanlega smitun milli hólfa. Skaði eigendanna er þó ekki eins mikill og ætla mætti af þessum tölum, þvi gera má ráð fyrir, að um helmingur fjárins sé dilkar, sem slátrað hefði verið hvort sem er. Þar sem girðingar loka hólfum, er útlit fyrir að dæmi þetta hafi snúizt alveg við, vegna þess að snemma voraði og girðingar komu snemma undan fönn, svo að fé komst ekki yfir þær á sköfl- um og hægt var að gera við þær tiltölulega snemma. Þannig mun verulega færra hafa farið yfir Dalagirðinguna milli Mýra- og Dalahólfs nú en undanfarin ár. _____________________— SH Vilja fœkkun vargfugls og villiminks Fækkun vargfugls og villi- minks var eitt af þvi sem sam- þykkt var samhljóða á aðal- fundi vestfirzkra náttúruvernd- arsamtaka nú fyrir stuttu. A þessum fundi var einnig rætt um eflingu æðarvarps og i þvi sambandi rætt um mark- vissari ráðstafanir til fækkunar vargfugli og villimink. „Það er samdóma álit allra, sem bezt þekkja til þessara mála, að offjölgun vargfugls, hrafns og svartbaks, á siðari ár- um valdi umtalsverðri röskun i jafnvægi náttúrunnar og bitni mjög hart á æðarfugli og laxi og fleiri nytjafiskum.” Þannig segir meðal annars i skýrslu frá fundinum, og enn- fremur: „Þessi þróun verður að teljast að verulegu leyti á á- byrgð mannsins sem skapað hefur vargfuglinum stórbætt skilyrði til lifs og þvi er eðlilegt að samfélagið geri ráðstafanir til að snúa þeirri þróun við. Óþarft er að fjölyrða um þá ger- eyðingu sem villiminkurinn veldur i æðarvarpi og öðrum fuglabyggðum, þar sem hann kemur við sögu.” —EA NORDALS Ctför dr. Sigurðar Nordals var gerð i gær frá Dómkirkjunni I Reykjavik. Útförin var kostuð af rikisstjórninni til heiðurs hinum látna fræðimanni og skáldi. Myndin sýnir, þegar kistan var borin úr kirkju að athöfn lokinni, en kistuna bera ýmsir fram- ámenn þjóðfélagsins. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að beita sér fyrir að á skólaárinu, sem er að hefjast, verði dr. Sigurðar minnzt J skól- um landsins og verk hans kynnt. ÚTFÖR DR. SIGURÐAR Varanlegu barnableyjurnar hverfa: Ríkið þarf 600.000 bleyjur fyrir nœsta ór „Nei, við erum ekki að leggja á ráðin um aukna þjóðarfrjó- semi. Það, sem við erum að ieita eftir, eru tilboð i einnota barnableyjur til að kanna, hvort notkun á þeim er hentugri en á taubleyjum.” Þetta var okkur sagt á Skrif- stofu rikisspltalanna, er við könnuðum ástæðuna fyrir aug- lýsingu frá Innkaupastofnun rikisins um útboð á 600.000 bleyjum. „Þessar bleyjur eru ætlaðar fyrir Fæðingardeild Landspital- ans. _Aður hafa verið notaðar þessar venjulegu taubleyjur, sem þurft hefur að þvo og flokka eftir hverja notkun. Þær vérða oft anzi óhreinar. Við viljum auðvitað spara fyrir rikiskassann og könnum þvi, hvort ekki væri hagnýtara að nota svokallaðar einnota pappirsbleyjur, sem hent er eftir hverja notkun. Ef tilboðin benda til, að notk- un þeirra sé ódýrari, þá verða þær teknar I notkun. Þessar 600.000 bleyjur, sem auglýst er eftir, eru nálægt þvi að vera ársþörfin.” f sama útboði frá Innkaupa- stofnuninni var falazt eftir saumaskap á 4000 stk. af hjúkr- unarkvennasloppum. „Nei, nei, þetta eru ekki ein- nota hjúkrunarkvennasloppar, heldur ósköp venjulegir varan- legir sloppar”. —JB VÍSIR Hlutfallið hagstœðara hjá Ijósmœðrunum: 70% þeirra ólofaðar „Hlutfallið hjá okkur er mun betra,” sögðu 10 ljós- mæður, sem voru að útskrifast I gær. „Þegar hjúkrunarkon- urnar útskrifuðust kom i ljós, að aðeins örfáar af stórum hópi voru ólofaðar, en hjá okk- ur eru 70% á lausu.” Stúlkurnar gerðu sér daga- mun i dag vegna útskrifunar- innar, þær fengu blóm og kampavin sent hvaðanæva að og erum við ekki lausir við þann grun, að þær hafi aðeins dreypt á veigunum, áður en þær létu ofannefnda yfirlýs- ingu frá sér fara. „Þetta stafar bara af þvi að við erum mun vandlátari en hjúkkurnar, en i guðs bænum settu það ekki i blaðið, þær gætu haldið að við værum að láta i það skina að þær væru til I tuskið meðhverjum sefn «r.jb Heimavistarskóli rís í Krýsuvík — œtlaður börnum sem búa við bógar heimilisóstœður fyrst og fremst 1 Krýsuvik er nú orðinn fokheidur heimavistarskóli, sem reistur er og verður rekinn af mcn n ta m á laráðuney tin u og samtökum sveitarfélaga i Reykjanesumdæmi fyrir börn á skólaskyldualdri. Skólinn er fyrst og fremst fyrir börn, sem búa við bágar heimilisástæður og önnur þau börn, sem vista þarf burt úr sinni heimabyggð af félagslegum ástæðum og heppilegt þykir að koma fyrir i heimavistarskóla að dómi sérfróðra manna. 1 skólann veröa ekki tekin treggreind börn eða önnur þau börn, sem þurfa sérfræðilega meðferð. Skólinn á að vera sem likastur venjulegum heimavistarskóla, en meiri áherzla verður lögð á félags starfsemi og einstaklingshjálp. Gert er ráð fyrir að skólinn verði a.m.k. að hluta tilbúinn til notkunar skólaárið 1975-1976. Skólinn mun starfa i 9 mánuði á ári hverju, og er gert ráð fyrir þvi að meirihluti barnanna dvelji i skólanum um helgar og stórhátiðir. Þá er gert ráð fyrir að sál- fræðiþjónustan i Reykjanes- umdæmi verði með i ráðum um alla starfsémi skólans og athugi öll þau börn, sem tekin verða i skólann, áður en þau fá skóla- vist. Kennsluhættir skólans verða miðaðir að miklu leyti við „opið kerfi” svokallað, eins og byggt er á I hinum svonefndu „opnu skól- um” svo að hver nemandi geti stundað það nám, sem hæfir þroska hans og námsgetu. Þá er gert ráð fyrir þvi að náin samvinna verði við sumar- búðirnar, svo að þau börn, sem þess þurfa með, geti dvalizt I Krýsuvik allt árið. Til greina kæmi einnig, að kennarar skólans ynnu til skiptis yfir sumarmánuðina, svo að allt sumarið verði starfandi a.m.k. einn kennari við skólann og sumarbúðirnar. Stærð skólahússins er um 4100 rúmmetrar og er miðað við að þörf sé húsnæðis fyrir 40-50 nem- endur á skólaskyldualdri. -EA Finna engin vélstjóraefni Það er ekki beint hægt að segja að jafnmikill áhugi riki á vél- skólamennt úti á landi i sjávar- plássunum og ætla mætti. Það kom fram i ræðu Andrésar Guðjónssonar skólastjóra Vél- skóla íslands að góð aðsókn er að skólanum hér I Reykjavik, eða svipuð og var sl. ár. Við upphaf þessa skólaárs eru innritaðir um 295 nemendur i Reykjavik, 25 á Akureyri og 19 á tsafirði eða sam- tals 339 nemendur. Fyrir tveimur árum var samþykkt á Alþingi, að Vélskól- inn skyldi einnig reka skóladeild- ir á Höfn i Hornafirði og i ólafsvik. Var auglýst eftir nemendum og sótti þá aðeins einn um skólavist i ólafsvik, en enginn á Höfn i Hornafirði. Þetta endurtók sig nú. Ekkert verður þvi af skólahaldi á þessum stöðum i vetur. í Vest- mannaeyjum var einnig ætlunin að hefja starf að nýju, en aðeins ein umsókn barst, svo skóladeild- in verður þvi ekki rekin þar i vet- ur heldur. — EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.