Tíminn - 30.04.1966, Side 5

Tíminn - 30.04.1966, Side 5
LAUGARDAGUR 30. apríl 1966 TIMINN émmm Útgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. -Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúl ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: SteingrímuT Gislason Ritstj.skrifstofui < Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingaslmi 19523 Aðrai skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr 95.00 á man tnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n.f Svik ríkisstjórnarinnar við verkalýðssamtökin 1 umræSum, sem nýlega fóru fram á Alþingi tók Eð- varð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, undir þau um- mæli Þórarins Þórarinssonar, að verkalýðshreyfingin hefði samið af sér, þegar hún féllst á það í júní-sam. komulaginu 1964, að öll húsnæðislán yrðu vísitölubund- in. Eðvarð afsakaði forvígismenn verkalýðshreyfingar- innar hins vegar með því, að þeir hefðu gert þetta í þeirri góðu trú, að ríkisstjórnin stæði við fyrirheit sitt um að gera sitt ítrasta til að sporna gegn aukinni verð- bólgu, enda sömdu verkalýðssamtökin um mjög hóflega kauphækkun með tilliti til þess. Það skal viðurkennt, að forsprakkar verkalýðssam- takanna höfðu hér að vissu leyti vandasama aðstöðu. Hús næðislánin voru alltof lág og ríkistjórnin sýndi ekki minnsta áhuga á að hæ'kka þau. Það var því freistandi að knýja fram verulega hækkun þeirra, enda þótt því fylgdi sá annmarki, að þau væru vísitölubundin. Þessi freisting varð meiri, þegar verkalýðshreyfingin treysti á, að ríkisstjórnin myndi loks sýna alvöru í því að hamla gegn verðbólgunni. Það hefur nú sýnt sig til fulls, að ríkisstjórnin var ekki slíks trausts makleg, og öll fyrirheit, sem hún gaf verka- lýðshreyfingunni um viðnám gegn dýrtíðinni, hafa reynzt svik ein. Niðurstaðan er nú þegar örðin sú, að vísitölubinding húsnæðislánanna er að verða mörgum óbærilegur baggi og verður það þó enn frekara í fram- tíðinni, ef áfram verður haldið á sömu braut, en ann- ars er ekki að vænta, meðan núverandi stjórn fer með völd. Það er því óumdeilanlegt, að verkalýðshreyfingin samdi alvarlega af sér, þegar hún féllst á vísitölubind- ingu húsnæðislánanna 1 sambandi við júni-samkomulag- ið 1964. Ef ríkisstjórnin væri heiðarleg, ætti hún að vera búin að fella þessa vísitölubindingu niður, þar sem hún hefur ekki staðið við fyrirheit sitt um stöðvun verðbólgunnar. Þessu er hins vegar síður en svo að heilsa. Ríkisstjórnin hefur beitt handjárnum á Alþingi til þess að láta fella tillögu Þórarins Þórarinssonar og Sigurvins Einarsson- ar þess efnis, að vísitöluhækkanir á húsnæðismálum skuli falla niður meðan meginhluti innlánsfjár í bönk- um og sparisjóðum hefur ekki verið vísitölutryggður. Frumvarp frá Einari Olgeirssyni um að fella þessar vísi- töluhækkanir niður, ætlar ríkisstjórnin bersýnilega að láta daga uppi. Ríkisstjórnin ætlar að halda sig við júnL s-amkomulagið frá 1964, að þessu leyti, þótt hún hafi svikið sinn hluta af því. Þegar þannig er komið, hlýtur verkalýðshreyfingin að grípa til sinna ráða til þess að fá þessa ranglátu vísitölu- fjötra afnumda. Jafnframt hlýtur hún að læra af þessu að sýna aukna aðgætni í samningum við núverandi ríkis- stjórn. Þetta dæmi sýnir næsta glöggt, að siðferði núv. ríkisstjórnar er slíkt, að þegar henni er sýnd tiltrú, svar- ar hún með svikum og prettum. Þann vitnisburð sannar ríkisstjórnin sjálf, meðan hún afléttir ekki umræddum vísitölufjötrum. Þessvegna þarf alltaf öðru hvoru að veita henni svipaðar aðvaranir og síldveiðimennirnir veittu henni á síðastliðnu sumri. ERLENT YFIRIIIT Klofnar Pakistan í tvö ríki? KashmírstríSið hefur magnað sjáifstæðishreyfinguna í A-Pakistan GÆTU Spánn Pólland verið eitt rlki, sem byggðist eingöngu á þeim grund- velli, að íbúar beggja land- anna væru katþólskrar trúar? Vafalítið yrði það erfiðleikum bundið að halda slíku ríki sam an. Blaðamaður frá New York Times, sem nýlega var staddur í höfuðborg Pakistans, vekur athygli á þessu í sambandi við bvískiptingu Pakistans. Pakist an skiptist í tvennt og liggur Indland á milli landshlucanna. Þessi einkennilega skipting varð til með þeim hætti, að Múhameðstrúarmenn vildu ekki lenda undir stjórn Hindúa, þegar Indland varð sjálfstætt ríki. Múbameðstrúarmenn bjuggu aðallega vestast og austast í Indlandi. Til að kom- ast hjá trúarbragðastyrjöld, var gripið til þess ráðs að gera þessa landshluta að sjálf- stæðu ríki. Þannig varð Pakist an til eingöngu af trúarleguin ástæðum. Hið eina, sem bindur þessa landshluta saman, er Múhameðs trúin. Að öðru leyti, eiga þeir lítið eða ekkert sameiginlegt. Austur-Pakistanar búa á slétt um og frjósömum óshólmum, stunda hrísgrjónarækt rg lifa mest á hrísgrjónum. Þeir eru litlir vexti og dökkir á brún og-brá. Þeir tala fléstir sama tungumál, bengalí. Vestur- Pakistanbúar -búa á landi, þar sem víða eru miklar auðnir vegna regnleysis, hveitirækt er aðalatvinnuvegurinn þeirra og þeir lifa mest á hveiti. Þeir eru hávaxnir og oft Ijósir yfirlit um og tala margar mállýzkur. í hugsunarhætti svipar Vestur- Pakistanbúum verulega til Persa og Araba, en Austur- Pakistanbúum til Thailendinga og Malaja. FLEIRA en þetta veldur því, að erfitt er að halda Pakistan saman. Austur-Pakisttan er mun fjölmennara, og þótt það sé minna að flatarmáli, er það stórum auðugra frá náttúrunn ar hendi. íbúar þar eru um Auyb Khan, forseti 56 milljónir, en 47 milljónir í Vestur-Pakistan. Samt hefur það verið þannig frá stofnun Pakistans, að Vestur-Pakistan hefur verið rfkið í ríkinu. Það an hafa korniið flestir embættis menn samríkisins og yfirmenn hersins. Þar er aðsetur sam- rikisins. Þar búa iðjuhöldarmr og fjáraflamennirnir, sem eiga stærstu ei'gnirnar og fyrirtæki í báðum landshiutunum. Fyrir 8—10 árum bar orðið mikið á sjálfstæðisihreyfingu í Austur- Pakistan, er stefndi að því að jafna þessi met. Horfur voru á, að þessi hreyfing fengi meiri hluta á sambandsþinginu. Sam band9Stjórnin í Vestur-Pakistan svaraði með því að leysa upp þingið og hafa þingkosningar ekki farið fram síðan. í fram- haldi af þvi tók einn hers'höfð inginn, Ayub Khan, sér einræð isvald. Stjórn hans hefur verið sæmileg á ýmsan hátt og hann hafði í fyrstu allgott lag á því að koma til móts við Austur- Pakistana og draga þannig úr sjálfstæðishreyfingunni þar. Nú ^r*hl*n \ Uppdráttur, sem sýnir skiptingu Pakistans. eru hinsvegar horfur á, að hon um muni takast það miður í framtíðinni. Styrjöldin, sem varð á milli Pakistans og Ind- lands á síðastliðnu hausti, virð ist hafa magnað að nýju sjálf stæðishreyfinguna í Auatur- Pakistan. ÞÓTT þessi styrjöld stæði ekki nema tæpar þrjár vikur, opnaði hún augu Austur-Pakist ana fyrir því betur en nokk uð annað, hve óeðlilegt sé, að þeir séu um flest háðir stjórn inni í Vestur-Pakistan Sam- bandið milli landslhlutanna rofn aði nær alveg þann tíma, sem styrjöldin stóð, og aðflutnings bann, sem Indverjar lögðu á Austur-Pakistan, bar fljótt árangur. Nær enginn her var hafður þar til varnar og Ind- verjar hefðu því getað leikið sér að því að hertaka landið. Til viðbótar þessu kemur svo það, að áhuginn á Kasmír- máliu er miklu minni í Austur- Pakistan en Vestur-Pakistan, sem hefur landamœri við Kash mír. Þó styðja Austur-Pakistan ar stjórnina í Vestur-Pakistan í Kashmírmálinu, en þeir vilja jafnframt nota málið til fram gangs sjálfstæðiskröfum sínum. Sjálfstæðishreyfingin í Aust ur-Pakistan hefur fyrir nokkru sett fram stefnuskrá í sex lið- um. Takmark hennar er sjálf- stjórn fyrir Austur-Pakistan, en ekki aðskilnaður milli lands- hlutanna. Þó gerir hún ekki ráð fyrir að önnur mál en varnadfrál og utanríkisimál verði Sameiginleg. Stjórnin í Vestur-Pakistan óttast að ‘þetta myndi fljótlega leiða til algers skilnaðar, þessvegna leit ar hún nú að leiðum til að koma til móts við sjálfstæðis hreyfinguna, án þess að ganga að öllum kröfum hennar. Flest bendir til, að það munu reynast vandasamt. Fyrir nok'kru lét sambandsstjórnin handtaka aðalleiðtoga sjálf- stæðis'hreyfingarinnar í Austur- Pakistan, Majibur Rahman, en sá þann kost vænstan að sleppa honum fljótlega aftur. Vinsæld ir hans virðast mjög vaxandi í Austur-Pakistan, enda virðist hann álitlegt foringjaefni. Hann er 45 ára gamall, vel menntaður, kominn af þekktum og ríkum ættum. Hann berst nú einkum fyrir því, að þjóðar- atkvæðagreiðsla verði látin fara fram í Austur-Pakistan um hina „sex punkta“, en svo er stefnuskrá sjálfstæðishreyfing arinnar venjulega nefnd. Rílris- stjórn okkar, 9egir Majibur, berst fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu í Kashimír. Hvers vegna ætti hún þá að neita okkur um þj óðaratkvæðagreiðslu? Það þykir víst, að Ayub for seti líti sjálfstæðishreyfinguna í Austur-Pakistan mjö'g alvar legum augum. Sennilegt þykir einnig, að hún hvetji til var- færni í Kashmírdeilunni og í makki hams við Kínverja, en Kínverjar eru engan veginn vel séðir í Austur-Pakistan. Hendi Ayub einhver mistök í pessum Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.