Vísir - 12.10.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 12.10.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 12. október 1974. 9 VINSÆLDALISTARNIR London 1. (6) Sad sweet dreamer: Sweet Sensation 2. (1) Annie’s song: John Denver 3. (5) Long tall glasses: Leo Sayer 4. (2) Hang on in there baby: Johnny Bristol 5. (3) Kung Fu fighting: Carl Dougias 6. (12) Gee baby: Peter Shelley 7. (4) Rock me gently: Andy Kim 8. (8) Can’t get enough of your love babe: Barry White 9. (16) Knock on wood: David Bowie. 10. (7) You you you: Alvin Stardust New York 1. (2) Nothing from nothing: Billy Preston 2. (3) I honestiy love you: Olivia Newton-John 3. (8) Can’t get enough: Bad Company 4. (4) Earache my eye: Cheech and Chog 5. (6) Beach baby: First Class 6. (7) You haven’t done nothin’: Stevie Wonder 7. (1) Then came you: Dionne Warwick 8. (10) Sweet home Alabama: Lynyrd Skynyrd 9. (9) Another saturday night: Cat Stevens 10. (11) Ciap for the woifman: The Guess Who Bonn 1. (1) Rock your baby: George McCrae 2. (2) The six teens: Sweet 3. (4) My boy lollypop: Maggie Mae 4. (3) Sugar baby iove: Rubettes 5. (5) Rocket: Mud 6. (8) The night Chicago died: Paper Lace 7. (6) Honey honey: Abba 8. (7) Tonight: Rubettes 9. (10) Das tor zum garten.. (the garden gate): Bernd Cluever 10. (9) Charly: Santabarbara Amsterdam 1. (6)Kung Fu fighting: Carl Douglas 2. (1) Rock your baby: George McCrae 3. (4) Air disaster: Albert Hammond 4. (2) Wall street shuffle: 10 CC 5. (3) In the summernight: Teach In 6. (9) Swinging on a star: Spooky and Sue 7. (12) I’m leaving it a 11 up to you: Donny and Marie Osmond 8. (5) Gigi l’amoroso: Dalida 9. (7) Man of action: Les Reed Orchestra 10. (8) Auf wiedersehen: Demis Roussos Hong Kong 1. (2) Waterloo: Abba 2. (3) Rock your baby: George McCrae 3. (4) It could have been me: Sami Jo 4. (5) Rock me gently: Andy Kim 5. (1) I shot the sheriff: Eric Ciapton 6. (6) I’m leavin’it all up to you: Donny and Marie Osmond 7. (7) Rings:Lobo 8. (8) Tell Laura I love her: Johnny T. Angel 9. (15) Steppin’out: Dawn 10. (16 I honestiy love you: Olivia Newton-John. Umsjón : Stefán Guójohnsen Landsliðspörín raða sér á toppinn Nú er lokið þremur um- ferðum í meistarakeppni Bridgefélags Reykja- víkur í fvímenning og hafa landsliðspörin þrjú raðað sér á toppinn: 1. Guölaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 635 2. Einar Þorfinnsson — Hjalti Eliasson 599 3. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 587 4. Hallur Simonarson — Þórir Sigurðsson 578 5. Gunngeir Pétursson — Viðar Gunngeirsson 559 6. Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 548 7. Ólafur Lárusson — Hermann Lárusson 542 8. Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason 529 9. Kristjana Steingrimsd. — Vigdis Guðjónsd 526 10. Simon Simonarson — Stefán Guðjohnsen 521 11. Gunnar Guðmundsson — örn Guðmundsson 515 12. Egill Guðjohnsen — Jóngeir Hlynason 514 Næsta umferð verður spiluð i Domus Medica n.k. mið- vikudagskvöld og hefst kl. 20. Það gengur oft á ýmsu i tvi- menningskeppnum, þar sem hart er barist um „toppana”. Hér er spil úr siöustu umferð, sem er dágott sýnishorn. Staðan var allir utan hættu og suður gaf. % 6-2 K-9 ♦ A-G-9-5-4 * G-9-8-7 A 9-3 V A-D-10-8-6 ♦ D + A-K-D-3-2 * K-G-8 V G-5-2 * 7-6-3-2 * 10-6-5 A-D-10-7-5-4 7-4-3 + K-10-8 *4 Við fyrsta tillit virðist vera barátta um „bútinn”, en n-s eiga hann i spaðasamning. En nú skulum við athuga árangur á fyrsta borðinu sem spiliö var spilað. Þar gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 2* D 3* 3G P 4V P P P Þetta er nokkuö harður loka- samningur, en þó alls ekki von- laus ef spilið liggur ekki mjög illa. Norður spilaði spaðasexi, gosi, drottning og þristur. Suður spilaði laufi til baka er sagnhafi Simon Simonarson, drap á ásinn. Enn kom spaöi, tvistur, áttan og tían. Suður spilaði nú spaðaás, Simon lét tíguldrottningu og nú missti noröur sálarró slna. Hann drap spaðaásinn af félaga slnum með trompniu og spilaði tigulás. Sagnhafi trompaði og lagði niður trompás og kóngurinn kom siglandi I. Siðan voru trompin tekin af suðri og laufa tvisturinn birtist eldsnöggt frá Simoni. Norður var ekki á því aö sleppa sagnhafa meö einn niöur, og setti lágt og þar með hafa margir fengið svar viö þvi, hvernig i dauðanum væri hægt að vinna fjögur hjörtu á spiliö Á næstu borðum færöist fjör I leikinn, en þar höfðu n-s allir yfirhöndina. „Topp” kvölds- ins fengu áreiöanlega n-s, sem settu a-v átta niður redoblaða og fengu 3000 fyrir. Suður spilaði út hjarta og sagnhafi svinaði strax. Norður drap á kónginn og siðan hirti vörnin sex slagi á spaða og fimm slagi á tigul. Bandarikjamenn hafa nú valið landslið sitt, sem spila mun um Bermudabikarinn á 25 ára afmæli mótsins. Það eru Kantar-Eisenberg, Katz-Cohen, Swanson-Soloway. Þeir unnu úrtökumót, sem haldið var i september. Aður höfðu þeir unniö landsmót Bandarikjanna, Grand Nationals, en naumlega þó. Spilað verður um Bermuda- bikarinn siðast i janúar á næsta ári, en ekki er ennþá kunnugt um önnur lið, sem rétt eiga til þátttöku. Landið okkar vigtað var Láttu ganga Allir hlutir eiga sér andstæðu. Það væri ekkert gott til i heiminum ef aldrei hefði neitt illt verið gert, enginn friður ef aldrei hefði verið strið. Þeir sem ekki þekkja strið finna aldrei jafnvel og hinir hve mikils virði friðurinn er. Þeir sem eru illa gefnir og hafa takmarkaða þekkingu finna ekki eins mikið fyrir hinu illa og þeir sem ala með sér þá hugsjón að bæta sjálfan sig. Þorsteinn I Gilhaga yrkir: Margan hendir manninn hér, meðan lifs er taflið þreytt, að hampa þvi sem ekkert er og aldrei hefur verið neitt. Er það þá hugsjón að bæta sjálfan sig. Er ekki miklu betri og heilbrigðari hug- sjón að bæta þá sem i kringum mann eru? Það fer eftir mönnunum sjálfum hvað er mikilvægt I þessum heimi, ekki hlutunum i kringum þá eða þeim gerðum sem ætlast er til af þeim. Það er I raun litils virði hvað maðurinn veit. Hitt er aðalatriði hvað hann er. Jóhann Sigurjónsson yrkir: Vinur, þú sefur einn við opinn giugga, æskunnar brunn I svefnsins gylltu festi sigur þú I og safnar fullum höndum. Hugur minn man þinn háa páimaskugga, hafi ég komið likur þreyttum gesti utan frá lifsins eyðihvitu söndum. Það eru ekki allir sem gera sér Ijóst að sigurinn yfir sjálfum sér er nauösynlegur hverjum manni, fyrr getur hann ekki náö að þroskast eölilega. Timarnir breytast ekki, heldur breytir mannskepnan timun- um. Allt lif á jörðinni er komið undir fólk- inu sem byggir hana. ísleifur Gislason yrkir: Landið okkar vigtað var — að visu er það nokkuö ungt: Það er fjórir fjóröungar. Mér finnst þaö ekki vera þungt. Það er þvi mikilvægt að þetta fólk fái að þroskast i sem heilsusamlegustu um- hverfi svo að það geti breytt timunum I samræmi viö þarfir sinar. Það verður að brjóta af sér hlekki blekkingarinnar, minnka tæknina, stöðva þróunina til að finna sjálft sig. Stökkva ekki úr fortiðinni inn I framtiöina, gleyma ekki sinum tima, sinu lifi I kapphlaupi um að lifa lifi barn- anna sinna. Kristján Jónsson yrkir: Ég er fús og ég er trauður, ég ber glaður votan hvarm, ég er lifs og ég er dauður, ég er sæll og bý við harm. Fólk á að vera þaö sjálft, ekki það sem aörir vilja að það sé, þeyta burt hleypi- dómunum, gefa hugsuninni og athafna- þránni byr undir báða vængi, vera þátt- takandi i lifinu, ákveða ekki að sá maður sem getur gert hluti sem þú getur ekki sé hálfviti, sá er hefur betri stöðu sé asni, sá ernýtur lifsins án þess að bera hagnaðar- von 1 briósti sé aumingi. Jón Hlið'arskáld yrkir: Ég veit, að margir þykjast þjóðarvinir, og þjóðar sinnar krafta styrkja mest, og hrópa hátt, þeir séu góðir synir — en svikja þegar gegnir allra verst. Sá maður sem metur lifiö I sjálfvirkum þvottavélum og peningafúlgu i banka er eins og afstraktmálverk sem sumir segja að sé ljótt vegna þess að þeir skilja það ekki, aðrir að það sé fallegt af sömu ástæðu. Helgi I Gislabæ yrkir: Með sólskinshatta suður I Lón söðiadýrum riða maddama Kristin, monsjör Jón messunni að hlýöa. Það er jafn-mikilvægt fyrir mann sem er að deyja úr þorsta að fá vatn að drekka eins og það er fyrir rikisstjórn að bjarga þjóð. Þó er vatnsdrykkja i sjálfu sér miklu auvirðilegra verk en björgun þjóð- ar. Erla yrkir: Sakieysið er gimsteinn sem sérhver maður á, vöggugjöfin bezta sem börnin iitlu fá. Geymum ekki glatkistunni gersemina þá Hvers viröi er land án fólks? Hvers virði er fólk án lands? Hvers virði er þetta tvennt án lifs. Ekki lifs i þeirri merkingu að vera eitthvað heldur gera eitthvaö. Jón Helgason yrkir: Einn hef ég barn á óstyrkum fótum tifað einn hef ég fullorðinn þarflitiar bækur skrifað, einn hef ég vitaö min álög sem varð ekki bifaö, einn mun ég heyja mitt strið þegar nóg er lifaö Það getur hvaða maður sem er orðiö fáviti en það er ekki nema á fárra færi að verða mikilmenni og alls ekki auðvelt. Það er ekki auðvelt fyrir smáþjóð aö eiga framtið. Viö eigum framtið sem við meg- um ekki glata i tilraun til að veröa mikil- menni. Þjóð lifir vegna tungu sinnar, en hvers virði er þjóöin og tungan ef landinu er fórnað. Jón Óskar yrkir: Ég hlusta hljóður inni og heyri regnið falla i rökkvans rauða svið. Það grætur einhver úti sem enginn kannast við. Ben.Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.