Vísir - 12.10.1974, Blaðsíða 8
8
Vlsir. Laugardagur 12. októbcr 1974
MEÐ
MÍNUM
EYRUM
ORN
PETERSEN
LENNON
AFTUR Á
JÖRÐINNI
John Lennon: „WALLS
AND BRIDGES”
Eftir að hafa að-
stoðað vin sinn Harry
Nilsson dyggilega við
gerð albúms hans
„Pussycats” er John
Lennon kominn aftur
og nú einn á ferð (og
þó) Það góða við þessa
plötu er það, að Lennon
virðist loksins vera
hættur að reyna að
troða inn á fólk tónlist,
sem enginn nema hann
botnar i (má ég vitna i
Ono og alla vitleysuna i
kringum hana).
Nei, John Lennon er kominn
niður aftur, og tónlist sú, er
hann býður okkur upp á i þessu
albúmi, er sosum ekkert galin,
þó að textarnir séu allflestir hálf
dapurlegir og lýsi öllu helzt ein-
mannakennd. Já, einmanna-
kennd, lesiði textana, „Got to
get down my knee” „I’ m
scared, so scared, every day of
my life, I just manage to
survive, just wanna stay alive”
I’ m tired, I’ m tired, I’ m tired,
of being alone, no place to call
my ov/n. íike a rolling’ stone”
„Noboby loves you, when
your’e down and out nobody
loves you, when your’ e old and
grey”. (Þetta voru frasar úr
fjórum textum).
— Jæja, en litum á ljósu
punktana. Tónlistin er þrælgóð,
enda ætti Lennon að kunna
fagið. Hann hefur fengið
marga fræga tónlistarmenn
til liðs við sig, en auk þess
notar hann allmikið strengi i
bakhljóm, sem koma mjög vel
út, þó einkum i laginu „ 9
DREAM” Meðal þeirra, er að-
stoða snillinginn á þessu al-
búmi, eru Elton John, Klaus
Voorman, Nicky Hopkins, Jesse
Ed Davis og Jim Keltner, og
þarf vart aö spyrja um frammi
stöðu þeirra. Sérstaklega ber að
benda á framlag _ Elton
John' s á þessu albúmi, þvi hann
syngur (og spilar á pianó) með
Lennon i tveimur lögum þess,
og virðast raddir þeirra félaga
hljóma nokkuð vel saman. Aö
lokum þetta. Ég hef ekki verið
mikill aðdáandi Lennons siðan
hann gaf út „Image” albúm
sitt, (sem var þrælgutt að
minum dómi), en „Walls and
Bridges” slær jafnvel það út og
nú get ég hlustaö á Lennon á ný
(en gaman!)
Beztu lög: „9 Drcam”
„Whatever get ’s you trough
the night”
„Going down on love”.
Hér sést John Lennon vinna aðplötu sinni ásamt Elton John.
Breyttir -
stórgóðir
hana hérna um árið, var eins og
allur kraftur dytti snögglega úr
henni. Siðan hefur grúppan
gefið út þrjú albúm, en ekkert
þeirra þótt mjög merkilegt, og
reyndar furðuðu margir sig á
þvi, að hún leystist ekki upp. En
þeir gáfust ekki upp, bættu viö
nýjum hljóöfæraleikurum, sið-
ast einum Svia, gitarleikaran-
um George Wadenius. Nú hafa
þeir svo gefið út albúmið „Mirr-
or Image”, og er skemmst frá
þvl að segja, þeir eru breyttir og
stórgóðir. Tónlist þeirra nú er
öllu liflegri. og taktfastari en
fyrr, og má nærri likja henni við
„soul-músik”. Einnig hefur
söng-stillinn breytzt, hann er
mýkri en áöur, en sönginn
annast Jerry LaCroix að mestu.
Einnig vekur það athygli mina,
hve mikið Sviinn Wadenius á I
BLODD SWEAT &
TEARS: „MIRROR
IMAGE”
Eftir að aðalsöngvari grúpp-
unnar, T.D.C. Thomas, yfirgaf
þessari plötu. Þrjú lög plötunn-
ar eru eftir hann, og hvarvetna
skln góður gitarleikur hans i
gegn, en þar með er ég ekki að
segja, að Wadenius hafi haft
svona mikil áhrif á tónlist
hljómsveitarinnar heldur
stendur hann bara uppi sem
sterkur einstaklingur innan
hennar. Blood Sweat & Tears
hefur tekið miklum breytingum
siðan að A1 Cooper stofnaði
hana árið ’68, og I raun og veru
aöeins þrir upprunalegir
meðlimir hennar ennþá meö en
þeir eru Bobby Colomby, Jerry
LaCroix, og Jerry Fischer, engu
að slður er þetta albúm þeirra
hið bezta frá upphafi.
Beztu lög:
„Love looks good on you”
„Tell me that I’m wrong”
„Look up to the sky”
THE NEW MOOT"
TÍU LITLIR HLJÓM-
SVEITARSTRAKAR...
Eins og flestum er kunnugt
hefur RICK WAKEMAN yfir-
gefið YES, en nú er kominn nýr
maður i hans stað. Sá heitir
PATRICK MORAZ, Sviss-
lendingur að uppruna, og
fyrrum meðlimur brezku
hljómsveitarinnar REFUGEE.
Þá má svo einnig geta þess, aö
öðrum meðlimum REFUGEE
varð svo mikið um brottför
Moraz úr hópnum, að þeir
ákváðu að hætta.
ARIEL BENDER yfirgaf
einnig MOOT THE HOOPLE
fyrir skömmu (bölvað flakk er
þetta á þessum tónlistar-
mönnum), og nú hefur nýr
gitarleikari veriðfenginn i hans
stað. Sá er enginn annar en
fyrrv. aöstoðarmaöur DAVID
BOWIE, MICK RONSON. Ron-
son var reyndar búinn aö segja
bless við BOWIE fyrr, og gefið
út sina fyrstu sóló plötu áöur
en að hann ákvað að taka tilboði
MOOT THE HOOPLE. Næsta
sóló plata JACK BRUCE á að
heita „OUT OF THE STORM”,
og næsta „single” plata
CLAPTON’ S hefur aö geyma
lagið „WILLY AND THE
HAND JIVE”. KING CRIMSON
er búinn aö vera, ROBERT
FRIPP ákvaö nýlega að hætta
þessu veseni, og þá leystist
grúppan vitanlega upp. JOHN
WETTON, bassaleikarinn, er
sagöur vera aö ganga yfir i
ROXY MUSIC, (en það er
kannski bara ein af þessum
kjaftasögum)?
Ekki meir i dag, kannski
meira i næstu viku.