Vísir - 15.10.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriðjudagur 15, október 1974 risBsm: Hvaö finnst þér um frammistööu Islenzka knattspyrnulandsliös- ins? Sigmundur Garöarson, verka- maöur: — Ég pæli bara ekkert i fótbolta. Vilhjálmur Rafnsson, læknir: — Ég hef ekki hugmynd um afrek þeirra upp á siðkastið. Það eina sem ég man er 14-2 tapið forðum. RúnarMár Jóhannsson, kennari: — Ég er mjög ánægður með lands liöiö okkar. Ég bjóst alls ekki við þessum ósköpum. Það er bara verst að Matthiasi skyldi ekki takast að skora á siðustu minútu fyrri hálfleiks, er boltinn small i stöngina. Ég hlustaði á lýsinguna frá leiknum i Þýzkalandi. Það var verst hversu sambandið á milli var slæmt. Landsliðið er gott núna, en það á eftir að verða enn betra. Magnús Skúlason nemi. — Frammistaðan var góð. Liðið hefur staðið sig m jög vel i þessari för erlendis. Ég fylgdist með lýsingunni af leiknum. Liðið gæti vafalaust orðið enn betra með góðri þjálfun. Ingibjörg Sveinsdóttir, nemi. — Ég hafði nú ekki hugmynd um að landsliðið væri yfirleitt að keppa. Það fór allt fram hjá mér um helgina. Helgi Friöriksson, bllstjóri. — Frammistaðan er mjög góð. Landsliðsmennirnir hafa nú held ég náð eins langt og áhuga- mannalandslið getur náð. Rikiö ætti að heiðra þá með þvl að bjóöa þeim á fylliri og gera þá að at- vinnumönnum. Lífgum Austurstrœti upp í vetur Lögregluþjónn haföi samband viö blaðiö: ,,Þá fara þeir vist að taka nið- ur höggmyndasýninguna sem hefur verið i Austurstræti i sumar. Mér finnst þessi sýning hafa lifgað mjög mikið upp á strætið og gert sitt til þess að hafa það liflegt og manneskju- legt. En nú þegar veturinn gengur i garð, finnst mér ekki minni ástæða til þess að hafa áfram eitthvað i strætinu til þess að lifga það upp I vetrarkuldanum. Tómas verður vist helztur til þess, en ég held hann verði ákaflega einmana, ef allar hinar stytturnar eru fjarlægðar. Þess vegna sting ég upp á þvi, að ein af styttunum á sýning- unni verði látin standa áfram, jafnvel færð nær Tómasi. Það er sú sem ég kalla Austurstrætis- dótturina, styttan af stúlku sem stendur upprétt. Þetta er ljómandi skemmtileg mynd og ekki siður viðeigandi að hafa dóttur Austurstrætis þar heldur en Tómas.” FLOKKSRÆÐI BURT ÚR MENNINGAR- STOFNUNUM Haraldur Guönason skrifar: I seinni tið hefur orðið nokkurt fjaörafok i blöðum og öðrum fjölmiðlum út af þvi, að hluta- skiptaregla flokkanna um út- varpsráð hafi riðlazt. Til dæmis spyr Morgunblaðið fyrir nokkru: Er meirihlutinn i út- varpsráðibrostinn? Og enn spyr blaðið, hvort útvarpsráð sé starfhæft, og hvort það „spegli þann ásetning þingmanna, sem fyrir þeim vakti við kosningu i ráðið fyrir þrem árum. Hafa styrkleikahlutföll hinna póli- tisku flokka innan ráðsins að miklu leyti riðlazt siðan ráðið var kjörið, þar sem a.m.k. tveir aðalmanna hafa skipt um stjórnmálaflokk og einn vara- maður.” Já, ljótt er að heyra. Hvernig eiga mennirnir að fjalla um dagskrá o.fl. ef flokks- skirteinið er ekki i lagi? En ekki er ein báran stök. VARIÐ YKKUR A MYNDIÐJUNNIÁSTÞÓR! Pétur A. Maack skrifar: Ég rita þessar linur i þeirri von, að fólk vari sig á viðskipt- um við fyrirtækið „Myndiðjan Astþór” Þann 9. ág. setti ég I póst I Reykjavik filmu ásamt ávisun, sem hljóðaði upp á þá upphæð, er auglýst hafði verið sem greiðsla á frágangi fyrir eina filmu. Liður nú rúmur hálfur mánuður þá kemur í pósti ein filma og bréfspjald með, sem segir, að vegna mikilla anna þá sé ekki, unnt að afgreiða myndirnar fyrr en seinna. Lét ég það gott heita, en þegar um mánuður var liðinn frá þvi að ég hafði sett umrædda filmu i póst, fór ég að spyrjast fyrir um myndirnar. Var rhér þá tjáð að filman væri i vinnslu og þetta yrði sent til min næstu daga. Skeði nú ekkert fyrr en 23. september eða sjövikum frá þvi að umrædd filma var sett I póst. Þá fer ég i afgreiðslu umræddr- ar myndiðju. Var mér þá tjáð, að sökum efnisvöntunar og ýmissa vandræða, hefði þessi töf orðið, og jafnframt var mér tjáð, að minar myndir hefðu farið i póst frá þeim 20. september. Gott og vel, þetta var satt, og myndirnar komu heim til min daginn eftir. En nú er ekki öll sagan sögð. Þegar ég fór að skoða myndirnar, reyndust þær ekki vera samkvæmt þvi, sem þessir háu herrar hafa auglýst. í fyrsta lagi voru þær ekki kopieraðar á silkipappir með plasthúð, heldur á venjulegan pappir, sem er miklu þynnri, þannig að myndirnar voru I boga. 1 öðru lagi höfðu þessir ágætu menn ekki hreinsað eða haldið filmunni hreinni við framköllun, þannig að á sumum myndunum komu fram allskonar ljósrákir og rispur. Og i þriðja lagi létu þeir frá sér filmuna sjálfa, sem klippt hafði verið i 5 mynda ræmur, það er fjórar 5 mynda filmuræmur allar saman I einum plastpoka, en það vita flestir, að filmur eru mjög viðkvæmar fyrir rispum og allar myndastofur láta filmur frá sér I sérumbúðum. Nú fór ég aftur I afgreiðslu Myndiðjunnar Ástþór og bað um að fá að tala yfirmann þar. Er ég hafði skýrt frá erindinu var mér visað inn til herra Astþórs sjáifs. Skýrði ég fyrir honum ástæðuna fyrir óánægju minni. Varö hann við eins og inn væri kominn betlari að biðja um brauð, sneri sér við og sagðist engan tima hafa, hann myndi hringja i mig seinna. Ég var ekki ánægður með þetta svar og Itrekaði ósk mina um bætur, sagði hann þá, að ég gæti valið skemmdu myndirnar úr og þeir myndu kopiera þær aftur. Ég sagði honum, að hann yrði að gera betur en það og kopiera allar myndirnar aftur á silki- pappir. Kvað hann það ekki hægt, þar sem sá pappir væri ekki til, en væri væntanlegur eftir mánuð. Jókst nú óánægja min og krafðist ég endurgreiðslu, eins og þeir auglýsa á pokum þeim, sem þeir skaffa undir filmur. Brást hann hinn versti við og sagðist engan tima hafa fyrir syona „þrasara” og sagðist myndi senda mér ávisun i pósti, en ég þekkti orðið afgreiðslu þessara manna og krafðist endurgreiðslu strax. Minnti ég hann á allt, sem hann hafði auglýst um ágæti þessa fyrirtækis og góða og fljóta þjónustu, og að ekkert af þvi heföi staðizt gagnvart mér. Varð hann nú hálfu verri.gekk að dyrunum og sagði „ég hef engan tima lengur’” og svo fór hann út úr skrifstofu sinni en ég sat þar einn eftir. Beið ég þar i nokkrar minútur þar eð ég hélt, að hann myndi koma aftur. Svo var þó ekki og ég fór út við svo búiö. Nú spyr ég eins og sjálf- sagt margir. Hvernig getur for- stjóri fyrirtækis, sem nýlega er stofnað og á i mikilli samkeppni, hagað sér svona gagnvart viðskiptavini, og eru ekki til lög, sem ná yfir svona menn, sem standa ekki við það sem þeir auglýsa? Blaðið segir frá þeim býsnum, að fulltrúi Alþýðuflokksins hafi „leynt og ljóst breytt gegn vilja Alþýðuflokksins I einu og öllu.” 1 tilefni þessara hugleiðinga Mbl. kemur mér i hug gamalt máltæki „Viða slettir flórkýrin hala sinum.” Er ekki kominn timi til að flokkarnir hætti að sletta sér fram i alla hluti varð- andi menningarstofnanir á ís- landi? Ég vil vitna I orð sjálfs aðal- ritstjóra Morgunblaðsins i bók hans Hugleiðingar og viðtöl, sem út kom fyrir nokkrum árum. Matthias segir m.a. „Jafnvel hjá okkur er nú svo komið að pólitikusar blanda sér i allt of mörg mál, það er ekki kosin sú nefnd i menningarráð eða visindasjóði að stjórn- málamenn þurfi þar ekki öllu að ráða. Listmálara er ekki einu sinni boðið að halda sýningu án þess pólitisk nefnd útspekúler- andi flokksmanna þurfi þar fyrst um að fjalla..En hér er við ramman reip að draga, þeir sem einu sinni hafa fengið völdin hafa engan sérstakan áhuga á þvi að losna við þau.” Og nú er mál að linni öllu þrasi um pólitisk hlutaskipti i útvarpsráði að kommissara fyrirmynd Guðm. H. Garðars- sonar og annarra slikra. En hvað á að koma i staðinn? Ég legg til — meðan ekki er fundin önnur betri tilhögun — að útvarpsráð verði lagt niður um sinn, en starfsmenn útvarps — sjónvarps verði ritstjórar dagskrár undir forsæti Andrés- ar Björnssonar útvarpsstjóra. Þeir hafa ráðið þar miklu um hvort sem er, svo raunar virðast hafa veriö tvær dagskrár- stjórnir, sem varla er heppilegt fyrirkomulag. Þá kæmu i dag- skrárstjórn frá útvarpi t.d. Guð- mundur Jónsson, Baldur Pálmason og Margrét Indriða- dóttir auk útvarpsstjóra, en frá sjónvarpi Pétur Guðfinnsson, Jón Þórarinsson og Emil Björnsson. Haraldur Guðnason m> Nýja Htfilmu innifalda í verðinu, þegar þér lá? okkur framkalla og kópiera litfilmuna yöar. 2. Stærri og vandaðri litmyndir með silki áferö og plasthúð sem lengir lif og gæöi myndanna. Og þær eru án hvitra kanta sem gefur 25% stærri myndflöt, og skemmtilegra útlit. 3. Hraöa og góöa þjónustu. Við fullvinnum myndirnar á 24-48 klukkustundum i fullkomnustu Ijósmyndavinnustofu landsins, og sendum þær ásamt nýrri litfilmu beint á heimili yðar. ^4. Fulla endurgreiðslu ef þér eruð ekki ánægöir með, jViðskiptin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.