Vísir - 15.10.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 15.10.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriöjudagur 15. október 1974 3 Fyrstu deildar keppnin i skák hófst á Akureyri: Reykjavík sigraði Akureyri 16-4 Taflfélag Reykjavikur og Skák- félag Akureyrar leiddu saman hesta sina á Akureyri um helgina. Keppni þessi er liöur i fyrstu deildar keppninni I skák, sem hófst á Akureyri á laugardaginn. Teflt var á 10 borðum og voru tefldar 2 umferðir. Skákirnar fóru 16 gegn 4 fyrir Reykvlkinga. Margir sterkustu skákmenn okkar voru mættir til leiks og tefldu bæði Friðrik Olafsson og Guðmundur Sigurjónsson fyrir Reykvikinga. Reykvikingar höfðu þvi mjög sterkt lið. Þó fór svo, að Halldór Jónsson frá Akur- eyri gerði jafntefli við Friðrik i annarri umferö. Forseti Skáksambandsins, Gunnar Gunnarsson, setti mótið. Hann gat þess i setningarræðu sinni að fjárhagsörðugleikar sambandsins væru miklir og hefði sambandið þvi ekki getað styrkt liðin til keppninnar. Hann sagði að mikill skuldabaggi hvildi á sambandinu, en kvaðst vongóður um að úr rættist i bráð. — JB Kolmunni og spœrlingur þykja herramannsmatur „Spærlingur þykir mjög góð- ur matur. Bragðið er ofurlitið sætkennt. Hann er einnig prýði- legur pönnusteiktur og auðvelt að borða hann, þvl fiskurinn losnar svo vel frá beinunum. ' Kolmunni er einnig mjög bragð- góður, en svolltið verra að borða Íhann, vegna þess að það er tölu- vert af smábeinum I honum, likt og síld.” Þannig fórust Erlu Salómons- dóttur orð, en hún er sér- fræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins og hefur meðal annars á hendi bragð- prófanir. Hún sagði, að þegar fiskur væri bragðprófaður á vísindalegan hátt væri hann soðinn i sinum eigin safa, þvi þá er bragðið bezt og upprunaleg- ast. Einnig hafa verið gerðar til- raunir með matreiðslu þessara fisktegunda á annan hátt. Við tilraunir i sumar var spærlingur bæði soðinn, steiktur i raspi og djúpsteiktur, að þvi er segir i Tæknitiðindum Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins. Auk þess voru búnar til fiskbollur úr marningnum, en marningur er eins konar gróft fiskhakk. Undantekningalaust þótti fiskurinn góður og sizt verri en ýsa og þorskur, og roðið má. borða með, segir i Tæknitiðind- um. Spærlingur er litill bolfiskur, algeng lengd 16-20 sentimetrar (samsvarandi 3-4 dálka breidd i Visi) og þyngdin 30-50 grömm. Hingað til hefur allur spærlings- afli verið bræddur, en áhugi er á að kanna möguleika á nýtingu fisksins fyrir frystihúsin. Einkum beinist athyglin að tveimur vinnslustigum. Annars vegar að hausskornum og slægðum fiski, en hins vegar haus- og roðlausum marningi, unnum úr hinu fyrrnefnda. tJr marningi eru meðal annars gerðir fiskstautar, sem lika vel. Spærlingur er að þvi leyti heppilegur fiskur fyrir veiðar við Island, að hann má veiða hér allan ársins hring. Kolmunni er að þvi ieyti heppilegri matarfiskur, að hann er stærri. Algeng stærð er um 30 sm á lengd (litið eitt meira en siðubreidd Visis) og 120-150 g á þyngd, en veiðzt hafa kolmunn- ar, sem eru yfir 40 sm á lengd og 400-500 g á þyngd. Smáu bein- in, sem að framan er frá sagt, eru hans helzti ókostur til mat- ar. Gerðar voru tilraunir með að sjóða hann, steikja og djúp- steikja, einnig að búa til bollur, og likaði allt saman mjög vel. Norðmenn og Bretar hafa kom- izt að sömu niðurstöðu og likar hann sérlega vel i „fish and chips”. Bezt likar hann þó i marningsblokk, það er sem fiskstautar. Þá er þess að geta með kol- munnann, sem er ekki ómerki- legast, að tilraun hefur verið gerð með að gera „kolmunna- saltfisk” og „kolmunnaskreið”. Sagði Björn Dagbjartsson, mat- vælafræðingur hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, að skreiðin væri ljómandi góð á bragðið og gæfi annarri skreið ekki eftir. Kolmunnaveiði virðist þó vera árstiðabundin, þannig að hann sé ekki i torfum við landið nema á vorin. — SH 7ús>h (olmunni þykir ágætis matur, þegar búið er að herða hann og 'era úr honum skreið. Hann er þó allmiklu minni en venjulegt >orskband, eins og þessi mynd sýnir, þar sem þessir tveir frænd- tr liggja hcrtir hlið við hlið. Ljósm. Visis Bj.Bj. Stærð pollanna I sjónvarpssal fer að sjálfsögðu eftir úrkomunni úti. Þegar Ijósmyndari VIsis Bj. Bj. skrapp þangað I morgun var úrkoman ekki veruleg, svo föturnar dugðu að mestu. POLLAR í UPPTÖKU- SAL SJÓNVARPSINS Eitt af þvi, sem hrjáir starf- semi sjónvarpsins, er leki i út- byggingu þeirri, sem upptöku- salurinn er I. Leki þessir hefur verið anzi þrálátur og ekki tekizt að losna við hann. Þakið yfir þessum hluta er þó hallandi, og hefur ýmislegt verið gert til að reyna að stöðva lekann, meðal annars var þakið bikað nú i sumar. Þó eru enn pollar á gólfinu, þegar rignir, og getur stafað af þessu hætta með tilliti til rafmagns, auk þess sem lekinn getur gert vissar upptökur og útsendingar erfiðari, þar sem hvorki mynd- efni né myndavélar mega vera undir lekanum. Oft hefur verið um það rætt, að sjónvarpið okkar byggi við kröpp kjör, félítið i ófullnægj- andi húsnæði, og er þetta vandamál með lekann enn ein vísbending um, að fyllilega er timabært að huga betur að hús- næðismálum stofnunarinnar. SH. Loðnubrœðslan í Keflavík lokuð ennþá — en beiðni um frest á reykháfssmíði liggur hjá heilbrigðisyfirvöldum Loðnubræðslan I Keflavlk er enn lokuð og óvlst, hvað skeöur næst I hennar málum, „Það er rétt, að eigendur verksmiöjunnar sóttu um frest á þvi að reisa um- beðinn reykháf, en þeir fóru ekki fram á þann frest fyrr en til lokunarinnar hafði komiö,” sagð i Ingimar Sigurðsson i heil- brigðisráðuneytinu I viðtali við VIsi I gærkvöldi. Eins og fram kom i fréttum Vísis á sinum tima, hafa eigendur loðnubræðslunnar hug á að koma bræðsluverksmiðjum sinum tveim undir sama þak áður en nýr reykháfur verður reistur. A þeim forsendum sóttu eigendurnir um frest á framkvæmdum, að sögn Ingimars. „Það fylgir þó ekki sögunni, á hvaða stigi sú hugmynd er i dag og hvenær ráðizt verður i verk- legar framkvæmdir þar að lút- andi,” bætti hann við. „Það er þvi ekki gott að taka afstöðu til máls- ins eins og málin standa. Loðnu- bræðslurnar á Akranesi og Hafnarfirði fengu frest, sem i rauninni var óhjákvæmilegur vegna þess, að afgreiðsla reyk- háfanna erlendis frá hefur taf- izt.” Þegar Visir reyndi að na i þá tvo aðila, sem liklegastir væru til að gefa upplýsingar fyrir hönd Fiskiðjunnar i Keflavik, kom i ljós, að annar þeirra var staddur i Perú cg hinn á Hawai og gripum við þvi I tómt á Suðurnesjunum. —ÞJM 3—4 þúsund astma og ofnœmissjúklingar: r SOLARLEYSIÐ HEFUR SLÆM ÁHRIF Á SJÚKDÓMINN Astma- og ofnæmissjúklingar stofnuðu með sér samtök i apríl í vor og voru stofnendur 330 tals- ins. Ekki eru þó allir þar með taldir hér á landi, sem haldnir eru þessum hvimleiöu sjúkdómum. Áætlaður fjöldi fólks.sem þjáist af astma eða ofnæmi á islandi, er milli þrjú og fjögur þúsund manns. Astma lýsir sér þannig að fólk fær andarteppu, nokkurs konar heymæði, sem orsakast af ryki úr heyi. Margir eru lika illa haldnir á vorin, þegar gróandinn byrjar og frjókornin svifa um. Astma stafar oft af ofnæmi, en það er svo margskonaraðsegja má, að eng- ar tvær manneskjur hafi ofnæmi fyrir sama hlutnum. Þetta skapar að sjálfsögðu erfiðleika við að lækna ofnæmið, þvi fyrst verður að leita orsakanna, og það getur oft reynzt erfitt. En eins og blessuð sólin elskar allt, þá getur hún haft mjög góð lækningaáhrif fyrir þessa sjúkdóma. Samtökin hafa á liðnu sumri greitt fyrir félagsmönnum sinum um ferðir til sólarlanda. I vetur hyggja þeir á ferðir til Kanarieyja til aðstyttasér aðeins skammdegiö, þvi hið langvarandi sólarleysi hér á norðurhjara hef- ur slæm áhrif á þessa sjúkdóma. Höfuötilgangur samtakanna er að halda uppi fræöslu um astma- og ofnæmissjúkdóma og vinna að þvi að koma upp fullkominni lækningastöð fyrir sjúklingana. Einnig vilja þeir bæta félagslega aðstöðu félaga sinna og stofna til samvinnu við innlend og erlend félög, sem starfa á sama grund- velli. Samtökin verða til húsa að Suðurgötu 10, en þau hafa fengiö inni i samkomusalnum að Norðurbrún 1, fyrir fræöslu- og skemmtifundi, sem áformað er að halda fyrsta laugardag hvers mánaðar i vetur. Magnús Konráösson er formað- ur samtakanna. — JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.