Vísir - 18.11.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 18.11.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Mánudagur 18. nóvember 1974. íiisism Ætliö þér aö stunda einhverjar vetrariþróttir i vetur? Stefán Yngvason, læknanemi: — Já, ég reyni aö fara eins oft og ég get á skiöi. Ég fer lika stundum á skauta ef gott skautasvell er á Tjörninni. Siguröur Saivarsson, lager- maöur: — Nei, ég stunda ekki vetrariþróttir. Ég er meira fyrir inniiþróttir og þá aðallega böllin. Björn Bragason, nemi: — Ef ég hef tima til, þá fer ég á skiði. Svo fer ég stundum i sund. Kristin Karlsdóttir 'húsmóöir: — Nei, ég geri það ekki. Ég á niu barnabörn, og hef nóg að gera. Ég læt þau um Iþróttirnar. Laufey Kristjónsdó11 i r , húsmóöir: — Ég stunda ekki vetrariþróttir nema að ég fer stundum á snjóþotu með krakkana. össur Skarphéðinsson, háskóla- nemi: — Nei, ég hata iþróttir Það er óþarfa orkusóun i tilgangslaus hlaup fram og aftur og mesta böl sem þjóðin býr við. Vandamálið er aðal samskiptalegs eðlis ,,30sjúkrabfla”,sagöi Radun (Tilhægri). „Hann ýkir. 15 duga”, sagði Kakovic(til vinstri). Ljósm. Visis Bragi. — starfsmaður Energoprojekt 9 um samstarfið við Islendinga //Viðkomum fyrst 50-60 Júgóslavar/ allt þjálfaðir menn í sínum störfum. Við fengum síðan leyfi til að f jölga Júgóslövum upp i um 120/ mest vegna skorts á þjálfuðum Is- lendingum, i steypuvinnu og járnalagnir/" sagði Rakovic/ aðstoðarmaður Bergers/ yfirmanns Energoprojekt við Sig- öldu. „Sumir þessara manna eru nú farnir heim aftur, og fleiri munu fara á næstunni, er við fækkum i áföngum. Þeir koma svo á ný i febrúar og marz og þá verður aftur fullt lið. Vandamál okkar varðandi is- lenzka starfsmenn eru fyrst og fremst samskipalegs eðlis. En við höfum hér mjög góða verk- stjóra, sem allir tala ensku, og það dregur mjög úr þessum vanda. Það má einnig segja, að við höfum átt i nokkrum vand- ræðum með skólapilta, sem voru hér síöastliöiö sumar. Sumir þeirra voru að visu góðir piltar og vinnufúsir, en þeir voru yfirleitt ekki vanir verka- menn. Nú eru þeir farnir og einnig hefur verið fækkað nokkuð undir veturinn, og ég tel, aö úrvalið, sem eftir er, sé fyrir ofan meðallag að verkhæfni. Við erum nú að reyna að sér- hæfa vinnuhópa, svo ekki þurfi stöðugt að vera að kenna mönn- um sömu handtökin. Við höfum einn hóp þannig, þann sem steypti stiflutáarvegginn. Þaö er hópur, sem hefur unniö sam- an og er alveg til fyrirmyndar. Ég get ekki sagt annað en að þeir tækjastjórar, sem við höf- um, séu mjög góðir, hvaða mælikvarði sem á er lagður. Sérstaklega á þetta við um bil- stjórana, sem eru á 35 tonna Caterpillartrukkunum, þeir eru á heimsmælikvarða. Launin? Islendingarnir kvarta ekki, og hvað snertir Júgóslavana er óhætt að segja, að þeir virðast ánægðir. Þeir fá hærri laun en þeir myndu fá heima I Júgóslaviu, en það er lika dýrara að lifa hér en þar.” —SH Meö þéttu millibili eru boraöar holur ofan i gegnum stiflutáar- vegginn lengst niöur I bergiö og lapþunnri blöndu sements og sands dælt þar niöur til aö þétta bergiö. — Vinnuflokkurinn viö stiflutána er aö dómi Júgóslavanna einn sá bezti á staönum. Ljósm. Visis Bragi. Júgóslavar telja land- ann rólegan með víni Aðrennslispipurnar eru valsaöar hjá Stáismiöjunni og soönar þar saman, en fluttar I bútum austur og tengdar þar. Ilér sést, hvar veriö er aö sjóöa bútana saman, en pipurnar eru 4,30 metrar I þvermál. Utan um þær verður svo steypt og gerð stifla yfir. „Venjulega er áfengi versta vandamálið I búöum sem þeim, sem viö höfum hér viö Sigöldu”, sagöi Laban Radun, yfirverk- fræðingur Energoprojekt. „Þaö kemur okkur þvl mjög á óvart, aö þaö er ekki vandamál hér”. „Ef til vill er það vegna skap- ferlis okkar, aö áfengið er vanda- mál”, hélt hann áfram. „Hugsum okkur stað eins og Hótel Sögu eða Klúbbinn, Ef þetta væri heima i Júgóslaviu og þar væri jafn margt fólk samankomið og jafn fullt — þá þyrfti minnsta kosti 30 sjúkrabila við staöinn til að hirða þá, sem lægju eftir slagsmál”. „Þetta eru ofurlitlar ýkjur”, sagði Rakovic, aðstoðarmaður yfirmanns Júgóslavanna. „15 bilar myndu nægja. En það er enginn vafi, að rósemi Islending- anna með vini hefur góð áhrif á okkar menn”. Vindrykkja er litil ef nokkur þá daga, sem unnið er I Sigöldu. Menn, sem hafa unnið 12 tima að kalla I lotu, vilja helzt hvila sig, þegar vinnu lýkur. Þar fyrir utan geta þeir I fritimanum horft á sjónvarp, spilað tennis, teflt og spilað. Annað veifið eru kvik- myndasýningar. Nú er unnið að þvi að reisa skemmu i vinnubúðum Energoprojekt, sem á að verða fristundaheimili starfsmanna Energoprojekt. Við það gerbreyt- ist aðstaða þeirra til þess að leika sér og dreifa huganum I fri- stundum. —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.