Vísir - 18.11.1974, Page 6
6
Vlsir. Mánudagur 18. nóvember 1974.
VÍSIB
tJtgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingástjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritst jórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Heigason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
Siöumúia 14. Sími 86611. 7 linur
Askriftargjaid 600 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Overjandi
Það var óverjandi af allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna að reka fulltrúa Suður-Afriku og
gera aðild rikisins ómerka nema i orði. Auðvitað
fordæma flestir stefnu rikisstjórnar Suður-Afriku
i kynþáttamálunum. Hún þýðir, að þeldökkum,
sem eru þrir fjórðu af landsmönnum, er haldið
niðri. En hversu mjög sem mönnum mislikar
þessi stefna, þá er ógerlegt að nota þá mælistiku
á aðild að Sameinuðu þjóðunum, sem hér var
beitt.
Rúmlega 90 riki i samtökunum samþykktu úr-
skurð forseta allsherjarþingsins um brottvikn-
ingu Suður-Afriku. Um 20 voru andvig, yfirleitt
Vestur-Evrópuriki, þar með talin Norðurlönd.
Norðurlandabúar hafa ekki lýst blessun á stefnu
stjórnar Suður-Afriku. Þau hafa þvert á móti
unnið að þvi flestum fremur að reyna að fá henni
breytt. Afstaða Vestur-Evrópumanna byggist á
þvi, að Sameinuðu þjóðirnar yrðu úr sögunni, ef
öll ,,vondu rikin” i þeim yrðu rekin.
I rauninni gætu mjög fá af rikjum Sameinuðu
þjóðanna staðizt prófið. Hvaða riki hafa ekki, að
minnsta kosti i augum andstæðinganna, brotið
mannréttindi? Þau eru tiltölulega fá. Mikill hluti
þeirra Afriku-, Asiu- og Suður-Amerikurikja, sem
ráku Suður-Afriku, hafa tiðkað ofbeldisstefnu i
innanrikismálum. Mannréttindi eru viða fótum
troðin. Andstæðingar stjórnvalda eru miskunnar-
laust kúgaðir. Mjög viða eru einræðisstjórnir við
völd. Skilyrði mannréttindaskrár Sameinuðu
þjóðanna uppfylla fremur fá riki heims.
Hvað um Sovétrikin og önnur kommúnistariki,
sem stóðu að brottrekstri Suður-Afriku? Þau eru
án efa lögregluriki, þar sem mannréttindi eru
fyrir borð borin.
Hvort er ,,betra!” Sovétrikin eða
Suður-Afrika? Eða Úganda, þar sem Amin
drottnar, Brasilia, þar sem pólitiskir stjórnar-
andstæðingar eru pyntaðir eða myrtir, Kongó
Móbútós eða hin kommúniska Albania? Þvi er
vist erfitt að svara, og svona mætti lengi telja. Ef
við hugsum okkur, að öll ,,vondu” rikin, þar sem
við völd eru ofbeldisstjórnirnar, yrðu rekin úr
Sameinuðu þjóðunum, hvað yrði þá eftir?
Þegar aðild Kinverska alþýðulýðveldisins var
samþykkt, var það siður en svo vegna þess, að al-
menn ánægja væri yfir stefnu stjórnarinnar i
Peking, sem til dæmis hafði látið hernema annað
riki, Tibet. 1 rauninni er ekki um annað að ræða
en það, að þær stjórnir, sem völdin hafa, eigi
fulltrúa á þingum Sameinuðu þjóðanna, hvernig
svo sem þessar stjórnir hafa náð völdunum eða
hegða sér i innanrikismálum. Þetta eitt getur
gert Sameinuðu þjóðirnar eitthvað nálægt þvi að
vera að minnsta kosti vettvangur umræðna um
heimsmálin, þar sem einhverju góðu verði
hugsanlega komið til leiðar.
Meirihluti „þriðja heimsins” á allsherjarþing-
inu notaði vald sitt til að svipta fulltrúa
Suður-Afriku setu þar og i nefndum. Form-
lega var ekki unnt að reka Suður-Afriku. Það var
hindrað með neitunarvaldi Bandarikjanna, Bret-
lands og Frakklands i öryggisráðinu. En aðildin
er aðeins nafnið eitt.
Siðar skar sami meirihluti málfrelsi fulltrúa
Israels niður.
Hvað kemur næst?
— HH
Þoluhreyfíll
á klœðið
fljúgandi
— og komast menn eitthvað áfram?
Keisari tilkynnir nýtt oliuverö.
Á hverri klukkustund
streyma 200 milljón krónur
til bankanna í Teheran,
höfuðborg írans. Þetta er
olíugróði ríkisins. Hvað á
að gera við peningana?
íranskeisari ætlar að setja
þotuhreyfil á fljúgandi
klæðið sitt.
iran græðir i ár eina 2500 mill-
jarða króna fyrir oliuna sina.
Þetta er tvöföldun á tveimur ár-
um. Metnaöur iranskeisara vex
með auönum. Hann er mesti
„kóngur” i heimi, enginn slikur
er til, sem hefur raunveruleg
völd.
Keisarinn hefur jafnan haft
nokkurn áhuga á að bæta kjör
landslýðs. Að visu ofbauð mörg-
um, þegar hann hélt afmælishátið
rikisins fyrir nokkrum árum og
sólundaði fé i, svo aö dæmi voru
ekki um fyrr. Fólkið i landinu hef-
ur verið, og er yfirleitt blásnautt.
Nú hefur keisarinn á prjónunum
ýmislegt til að bæta hag þess.
,,lran á að verða meðal fimm
voldugustu rikja i veröldinni, áð-
ur en 25 ár eru liðin.” Svo segir
keisarinn. Hann hefur lagt drög
að þvi að reisa oliuhreinsunar-
stöðvar, pantað kjarnorkuver, og
þetta er bara byrjunin. Iran á að
verða iðnvætt riki hið bráðasta.
Þarna á að slá met. Iðjuverin
eiga að verða hin „stærstu i
heimi”, hin „dýrustu i heimi” eða
hin „nýtizkulegustu i heimi”.
Stökk út úr heimi þúsund
og einnar nætur
30 milljón ibúar landsins hafa
litið tekið eftir þessu ennþá.
tran er að visu nú þegar vold-
ugasta riki á þvi svæði, sem
venjulega kallast Mið-Austur-
lönd. En stéttaskiptingin er mikil.
Fimmtungur landsmanna eyðir
60 af hundraði þjóðarteknanna,
og fátækasti fimmtungurinn fær
ekki nema fimm af hundraði i
sinn hlut.
Aðeins 30 af hundraði kunna að
lesa og skrifa. Þrjár milljónir
barna koma aldrei i skóla. Að
minnsta kosti 18 milljónir lands-
manna eru „utan við” þær fram-
farir, sem hafa orðið i landinu
siðustu árin.
1400 milljón krónur ætlar keisar-
inn að láta renna i margs konar
þróunaráætlanir næstu þrjú árin.
Þetta er ekki svo mikið. Mikið af
áætlununum hefur enn ekki séð
dagsins ljós.
40 af hundraði, eða þvi sem
mmmm
Umsjón: H.H.
næst, af stöðum, þar sem
menntunar er krafizt, eru óskip-
aðar. Menntað fólk er ekki til i
þær. Róm var ekki byggð á einum
degi. Þaö tekur rúman áratug að
„framleiða” menntamenn.
29 þúsund kennara vantar. Þeir
finnast ekki. Eigi að gera draum
keisarans að veruleika, vantar
tvær milljónir faglærðra verka-
manna eftir nokkur ár, Hvaðan
koma þeir? A að kalla til erlenda
verkamenn og gera með þvi bilið
milli rikra og fátækra i Iran enn
stærra?
Þetta er átt við, þegar sagt er,
að Iranskeisari ætli að setja þotu-
hreyfil á fljúgandi klæði. Tekst
landsmönnum að stökkva i einni
svipan út úr heimi þúsund og
einnar nætur inn i atómöld. Svar-
ið er auðvitað „nei”.
/, Persaveldi" endurreist
Keisarinn er 55 ára. Sonur
hans, krónprinsinn ér 14 ára. Að-
ur en strákur tekur við völdum,-
verður draumur föðurins að hafa
rætzt. Það vill hann.
Það er nefnilega hætt við, að
straumar félagslegrar byltingar
berist til Irans með vaxandi
þunga.
Keisarinn verður vissulega að
hamast, eigi honum að takast að
vera áfram mestur kónga i heimi.
Kóngar eru nefnilega úreltir.
Geta framfarirnar, sem oliu-
gróðinn veitir og mun veita næstu
árin, náð þvi að gera hlut hinna
fátæku nógu góðan, nógu fljótt?
Tók það ekki Japan 100 ár að
komast þá leið, sem Iran ætlar að
fara á 25 árum? Þetta er ekki
aðalatriðið.
Mestu skiptir, að íranskeisari
gerir eitthvað að gagni til að bæta
kjör þegna sinna og olíugróðinn
er og verður lifslind fólksins i
þessu fornfræga riki. Það er
grundvöllurinn fyrir þvi, að
„Persaveldi” verði endurreist.
„Dyravörðurinn minn horfir á
mig með grunsemdum, i hvert
sinn sem ég fer gangandi i vinn-
una. Honum finnst, að maður i
minni stöðu ætti ekki að ganga i
vinnuna,” segir sænskur kaup-
sýslumaður. Það er langt i land,
að tran komi inn á atómöldina.
Stærsta herstöð í heimi
Keisari hefur ekki gleymt hern-
um. Hann veit að hann þarfnast
hersins einhvern tima, áður en
langt um liður, til að halda völd-
um. Hann hefur þarfnazt hans áð-
ur. Norðan Irans þenur Sovét-
samveldið sig sem þögull risi.
Ekki væri geðslegt fyrir keisara
að etja kappi við uppreisnar-
menn, sem nytu Rússa að marki.
Skæruliðar i fjöllunum i Norður-
Iran hafa verið ergjandi en ekki
stórhættulegir til þessa.
Keisarinn hallar sér i vestur.
Þó gefur hann ekki eftir i við-
skiptum við kappa eins og
Kissinger, en hann er fremur til
viðtals um hóflegt oliuverð en
aðrir „oliukóngar” Mið-Austur-
landa.
Hann hefur i rauninni engan
áhuga á deilum Israelsmanna og
Araba.
Hann ætlar að reisa stærstu
herstöð i heimi, i samræmi við
aðra drauma.
Frá Bandarikjunum fær hann
beztu tegundir herflugvéla,
tegundir, sem ekki hafa verið
seldar Israelsmönnum.
Eftir nokkur ár á Iran að hafa
1500 skriðdreka, 400 herflugvélar
og þyrlur, 12 tundurspilla og
freigátur, auk töluverðs af káf-
bátum og fallbyssubátum.
Keisari gæti ráðizt yfir Persa-
flóa með næsta óvigu liði á 25
minútum, svo góð eru her-
flutningstæki hans. Ef hann hefur
áhuga á að fara slóð fyrirrennara
sinna, sem eins og við vitum úr
sögu, voru jafnvel komnir inn i
Grikkland.
Heimild aðallega Verdens gang.