Vísir - 18.11.1974, Qupperneq 9
Vlsir. Mánudagur 18. nóvember 1974. 9
KRISTINN SENDI VALS-
MENN ÚT í KULDANN!
Siðasta helgi var mikil og
glæsileg fvrir 1. deildarliö iR I
körfuboltanum. Liðiö, sem
margir höfðu spáð að yrði ekki
með I baráttunni um islands-
meistaratitilinn I ár, lagði þá að
velli tvo sterka andstæöinga og
tók forustu I deildinni með 6 stig
að loknum 3 leikjum.
lR-ingarnir léku tvo leiki um
þessa helgi eins og KR-ingarnir,
en útkoma KR var ekki eins góð
—■ aðeins tvö stig út úr báðum
leikjunum, sem ekki þykir góð
uppskera i þeim herbúðum.
KR-ingarnir léku á laugar-
daginn við HSK og voru I hálf-
gerðum erfiðleikum til að byrja
með. Austanmenn höfðu forustu
I upphafi og voru komnir upp I
23:15, þegar Kolbeinn Pálsson
fór að ylja þeim undir uggum.
Hann skoraði 15 stig i röð og
kom KR þar með yfir, og varð
engin breyting á þv! það sem
eftir var ieiksins.
Hann skoraði I allt 40 stig i
leiknum, sem lauk með 30 stiga
sigri KR — 107:77 — er þetta
þriðji leikurinn í 1. deildinni, i
ár, þar sem annað liðið fer yfir
100 stig.
Hinn leikurinn á laugardag
var á milli 1R og UMFN. í þeim
leik áttu Njarðvikingarnir
aldrei glætu, þrátt fyrir dyggan
stuðning á annað hundrað
fylgismanna, sem komu með
liðinu að sunnan.
IR-ingarnir réðu lögum og
lofum á vellinum — Njarðvik-
ingarnir á áhorfendapöllunum
— og sigruðu i leiknum 94:77.
Þeir höföu 30 stig yfir rétt fyrir
leikslok, 89:59, en á lokasprett-
inum skoruðu Njarðvikingarnir
18 stig á móti 5 stigum IR-inga.
1 gærkveldi léku IR-ingarnir
aftur og sigruðu þá Val með 10
stiga mun 95:85. 1 fyrri hálfleik
skiptust liöin á um að hafa yfir
— ÍR-ingarnir þó öllu oftar og
áttu átta stig 1 pokahorninu i
hálfleiknum — 49:41.
Valsmenn komust yfir i siðari
hálfleik 61:60 og hófst þá ofsa-
lega spennandi keppni. .Er 4
minútur voru eftir var staðan
82:82, en þá skoruðu ÍR-ingarnir
7 stig I röð og tryggðu sér meö
þvi sigurinn i leiknum — 95:85.
Kristinn Jörundsson var i
ofsalegum ham i þessum leik
skoraði hvorki meira né minna
en 48 stig, sem er frábært afrek
— Metið i einum leik á Þórir
Magnússon Val, 56 stig.
Leikur KR og 1S var ekki
siður spennandi og skemmti-
legur en leikur ÍR og Vals.
Stúdentarnir, sem höfðu sigrað
KR i tveim siðustu leikjum —
Islandsmótinu á s.l. vetri og
Reykjavikurmótinu i haust —
héldu uppteknum hætti og
sigruðu nú með 5 stiga mun
90:85.
Þeir höfðu forustu i hálfleik
44:37. Er 10 minútur voru búnar
af siðari hálfleiknum tókst KR-
ingunum loks að jafna 65:65, en
stúdentarnir náðu aftur forust-
unni og héldu henni út allan
leikinn. Næst komust Islands-
meistarar KR i 80:82, er 4
minútur voru eftir af leiknum,
en héldu ekki höfði úr þvi —
skutu i tima og ótima úr vafa-
sömum færum — og rann sigur-
möguleiki þeirra þeim þar með
úr greipum.
Næstu leikir i deildinni verða á
laugardaginn. Þá leika HSK-
UMFN og ÍS-Armann. A sunnu-
dagskvöldið veröur svo enn einn
stórleikurinn, en þá mætast 1R
og Armann. Allir leikirnir fara
fram á Nesinu.
—klp
SKORAÐI 48 STIG FYRIR ÍR-KR FÉKKSKELL HJÁ STÚDENTUM í 3JA SINN í ÁR
Fjör hjá
konunum
(í handboltanum)
Þrjú lið hafa möguleika
í Reykjavíkurmótinu
Framstúlkurnar mörðu eins
marks sigur gegn Víking I
meistaraflokki kvenna i Reykja-
vikurmótinu i handknattleik á
laugardaginn, og standa þær þar
með jafnar að vigi og Vals og
Armannsstúlkurnar um barátt-
unni um efsta sætið i mótinu
Framstúlkurnar sigruðu 9:8 og
eru þar með búnar að ná sér I 6
stig úr 4leikjum, eða sama stiga-
fjölda og Valur og Armann eftir
jafnmarga leiki.
í hinum leiknum sigraði
KR ÍR 12:6, en leikur Armanns og
Þróttar féll niður, þar sem
Þróttarstúlkurnar eru hættar i
keppninni. Þær léku tvo fyrstu
leikina og hættu svo.
A föstudaginn kemur fara fram
siðustu leikirnir og verða þá úr-
slitin liklega ráðin. Ármann
leikur við KR, og Valur leikur viö
Fram og Vikingur við ÍR. Ef
Ármann sigrar KR leikur
Ármann aukaleik við sigur-
vegarann i hinum leiknum, en
sigrar I mótinu ef sá leikur endar
með jafntefli. Ef Armann tapar
aftur á móti fyrir KR verður leik-
ur Vals og Fram hreinn úrslita-
leikur — nema að jafntefli verði,
þá þarf annan leik á milli þeirra.
Staðan i meistaraflokki kvenna
i Reykjavikurmótinu er nú
þannig: (Leikir Þróttar eru ekki
taldir með)
Fram
Valur
Ármann
KR
Vikingur
ÍR
3 0 1 40:19
3 0
1 40:21
3 0 1 35:22
202 27:30
2 27:32
4 17:62 0
—klp—
2 0
0 0
Staðan og
efstu lið
Staðan i 1. deild tslandsmótsins
I körfuknattleik eftir leikina um
helgina:
KR-HSK 107:77
ÍR-UMFN 94:77
ÍS-KR 90:85
tR-Valur 95:85
ÍR 3 3 0 255:223 6
KR 4 3 1 384:320 6
ts 3 2 1 229:219 4
Valur 4 2 2 257:234 4
Armann 2 1 1 169:163 2
UMFN 3 1 2 224:241 2
Snæfell 4 1 3 247:298 2
HSK 3 0 3 195:252 0
Stigahæstu menn:
Kolbeinn Pálsson KR 98
Stefán Bjarkason, UMFN 79
Axel og Kristbjörg — standa sig vel. Ljósmynd BB.
Efst á báðum stöðum
Axel og Kristbjörg gera það gott í Þýzkalandi
t öllum fréttum af velgengni
Axels Axelssonar I vestur-þýzka
handboltanum, hefur alveg farið
fram hjá mönnum velgengni konu
hans i þýzku deildarkeppninni i
handknattleik kvenna. Er lið
hennar, Eintracht Minde nú I
efsta sæti I norður deildinni og lið
Axels I efsta sæti i karlakeppn-
inni.
Kona Axels heitir Kristbjörg
Magnúsdóttir, og lék hún með KR
áður en þau hjónin héldu utan i
sumar.
„Við erum búnar að leika sjö
leiki i deildinni og erum I efsta
sæti,” sagði Kristbjörg, er við
töluðum við hana I gærkveldi, en
hún kom heim með Axel, sem
leikur báða landsleikina við Aust-
ur-Þýzkaland.
„Þetta hefur gengið ljómandi
vel hjá okkur, enda er þetta mjög
gott lið,” — Hvernig kanntu við
þig þarna i Þýzkalandi?
„Alveg ljómandi vel, enda er
allt fyrir okkur gert. Viö höfum
góða ibúð og það er alveg dásam-
legtað vera þarna. Það eina, sem
mér finnst aö, er að ég hef ekki
fengið neina vinnu. Atvinnuleysið
er mikið i Þýzkalandi og mjög er-
fitt að fá atvinnuleyfi fyrir út-
lendinga”.
Axel tók undir orð konu sinn-
ar.... „þetta er ofsalega gott að
vera þarna, og við höfum það eins
fint og mögulegt er. Ég er að
vinna á skrifstofu I stórri verk-
smiöju og hef nægan tima til að
æfa og keppa með vinnunni.
tslenzku keppendurnir á
Norðurlandamótinu i badminton,
sem haldið var I Osló I Noregi um
helgina, voru allir slegnir út i
fyrstu umferö nema Friöleifur
Stefánsson
Hann komst I aöra umferð, en
þvi miöur höfum viö ekki fengiö
fregnir af þvi hvernig honum
vegnaöi þar. Mótherji hans i
Við æfum þrisvar i viku, tvo
tima i einu, og svo eru leikir þar
fyrir utan. Æfingarnar eru mjög
strangar og erfiðar og leikirnir
eru ekki siðri. Við eigum að leika
um næstu helgi og helgina þar a
eftir eigum við að mæta
Gummersbach — fyrir hádegi á
sunnudag.” —klp—
fyrstu umferö var norskur.
Þeir Haraldur Korneliusson,
Steinar Petersen og óskar Guö-
mundsson voru allir slegnir út I 1.
umferð, og I tvileikaleiknum, þar
sem Haraldur/Steinar og
óskar/Friöleifur léku santan,
voru þeir einnig slegnir út i fyrstu
umferö
—klp—
Friðleifur komst
í aðra umferð
Hinir slegnir út í fyrstu umferð
í einliða og tvíliðaleik
ÍR missti
tvo menn
um helgina!
Þrátt fyrir að IR-ingar hafi átt
góða helgi — sigraö bæöi UMFN
og Val i 1. deildinni i körfu-
knattleik á laugardaginn og
sunnudaginn, urðu þeir fyrir
miklu áfalii um helgina.
Tveir af leikmönnum liðsins
slösuðust illa, þar af annar þeirra
þaö mikið, að hann verður frá i
margar vikur, ef hann þá getur
nokkuð leikið með liðinu, það sem
eftir er vetrarins.
Það er Kolbeinn Kristinsson,
sem verið hefur einn bezti maður
liðsins undanfarin ár og fastur
maður i landsliðinu. Hann
meiddist illa I leiknum við
UMFN, og var samstundis fluttur
á sjúkrahús, þar sem gerður var
á honum uppskurður i gær.
Hann kom illa niður undir
körfunni og sleit öll liðbönd I
öðrum fætinum — við ökkla — auk
þess sem hann meiddist eitthvað
meira.
A æfingu á föstudagskvöldið
meiddist Sigurjón ólafsson einnig
á fæti — þó ekki eins mikið — og
verður hann eitthvað frá af þeim
sökum —
-klp
Drógu
kœruna
til baka
Armenningar hafa dregið kær-
una á leik Armanns og Vals i 1.
deild Islandsmótins i körfubolta
til baka. Var það gert nú um helg-
ina, en þá var hún komin i hendur
dómstóls KKÍ.
Armenningarnir kærðu á þeim
forsendum, að annar dómari
leiksins hafi ekki haft réttindi til
að dæma, og einnig að þeir hafi
ekki verið látnir vita af þvi, að
hann ætti að dæma leikinn.
Fyrra atriðið var algjör fjar-
stæða og það siðara aðeins til að
hlæja að. Flestir leikmennirnir
voru algjörlega á móti þessari
kæru, — enda hún einstök i sinni
röð og sýnir allt annað en
skemmtilegan iþróttaanda hjá
þessu annars vinsæla og
skemmtilega liði.
—klp—