Vísir - 18.11.1974, Page 12

Vísir - 18.11.1974, Page 12
12 Vlsir. Mánudagur 18. nóvember 1974. Aðeins 2 stig skiljo að efsta Það hefur oft verið spenna í 1. deildinni ensku — en spennan á yf irstandandi leiktíma- bili virðist þó ætla að slá f lestu við á því sviði. Nú/ þegar keppnin er að nálgast miðju/ eru f jögur lið efst með 22 stig og aðeins tveggja stiga munur erú á tíu efstu liðunum. Stigatala þeirra efstu er lægri en oftast áður — Liverpool/ liðið sem hefur tapað fæstum stigum hefur þegar tapað 12 stigum af 34 mögu- leikum. Næstum öll lið deildarinnar geta enn keppt að enska meistara- titlinum — lið eins og Arsenal/ sem hlotið hefur sjö stig í siðustu fjórum leikjum sinum, og er nú í 18. sæti/ gæti eftir nokkra mánuði verið komið í bar- áttu efstu liða . — Er nú aðeins átta stigum á eftir efstu liðum. Þetta sýnir kannski betur en flest annað hvað allt er //Opið" ' — já/ jaf nvel í báða enda. Þá er cnnað athyglisvert — markaskorunin, einkum að undanförnu. Mörkin beinlinis hlaðast upp. Á laugardaginn voru skoruð 44 mörk i 1. deild — tvö lið skoruðu fimm mörk i tíunda sœtið lög ísl Brian Kidd lék' stórt hlutverk I liði Arsenal gegn Derby á laugardaginn. Skoraði eitt mark — og vita- spyrna var dæmd á Derby, þegar Kidd var felldur innan vitateigs Derby. Alan Ball skoraði úr vita- spyrnunni — einnig fyrsta mark Arsenal eftir samvinnu viö Kidd. A myndinni að ofan er Kidd, mark- hæsti leikmaöur Arsenal I haust, á miðri myndinni.<>30 var I leik á Highbury, þegar Arsenal vann stór- sigur á Manch. City, 4-0 fyrst á leiktlmabilinu. Markverði • City — Keith McCrae — tekst þarna að bjarga frá Kidd, en lengst til vinstri er Colin Barrett, einn af yngstu leikmönnum Manch. City. — Óvenjuleg spenna í 1. deildinni, þar sem flest lið hafa enn möguleika á meistaratitlinum. í 2. deild jók Manch. Utd. hins vegar forskot sitt í sex stig leik, þrjú önnur fjögur mörk og efsta liðiö fyrir umferðina, Manch. City, fékk beinlinis „flengingu” i Birmingham á laugardag. En litum á úrslitin. 1. deild Arsenal —Derby 3-1 Birmingham — Man. City 4-0 Everton — Liverpool 0-0 Ipswich — Coventry 4-0 Leeds — Middlesbro 2-2 Leicester —Tottenham 1-2 Newcastle —Chelsea 5-0 QPR —Carlisle 2-1 Sheff .U td. — Burnley 2-2 Stoke — Luton Town 4-2 WestHam — Wolves 5-2 2. deild Blackpool — Oxford 0-0 | Bolton — Southampton 3-2 Bristol Rov. — Orient 0-0 i Cardiff — Nottm .For. 2-1 Fulham — Sunderland 1-3 I Manch.Utd. — Aston V. 2-1 Notts Co. — Sheff. Wed 3-3 Oldham — Norwich 2-2 Portsmouth — Hull 1-1 I WBA — Bristol City 1-0 YorkCity — Millvall 2-1 Það var mikiö um stórleiki á laugardag. 56.797 áhorfendur mættu á Goodison Park, leikvöll Everton, á 111. derbieleik Liverpool liðanna — mesti áhorfendafjöldi á leik I haust — og áhorfendur voru litlu færri ofar við Mersey-ána, uppi i Manchester, þar sem um 56 þúsund sáu leikinn i 2. deild á Old Trafford milli Manch. Utd. og Aston Villa. Leikur Liverpool-liðanna var frábær — þrátt fyrir markaleys- ið. Liverpool rétti þar verulega hlut sinn eftir slæmt gengi und- anfarið — og áhorfendur minn- ast þess varla að hafa séð betri innbyrðisleik hjá þessum frægu liöum. Varnarleikurinn var góður, og raunverulega eina góða tækifærið 1 leiknum féll i hlut Tommy Smith, bakvarðar Liverpool, sem skallaði yfir af sex metra færi. A Yorkshire-derbieið i Leeds mættu 50 þúsund og þulir BBC áttu varla nógu sterk lýsingar- orð til að lýsa ágæti leiksins milli Leeds og Middlesbro. Ellefu ár siðan Middlesbro hef- ur leikið deildaleik á Elland Road og þá voru bæði liöin I 2. deild. Leeds byrjaði mjög vel og eftir 11 min. lék Duncan McKenzie, miðherji Leeds, á þrjár varnarleikmenn og skoraöi frábært mark. Þremur min. siöar skoraöi hann aftur — og Leeds virtist stefna i öruggan sigur. En leikmenn Jackie Charlton gáfust ekki upp, þó á móti blési. Fyrirliðinn Stuart Boam skoraði á 40. mln. og I byrjun siðari hálfleiks skoraði varamaðurinn Malcolm Smith. Fleiri urðu mörkin ekki, en hraöi og spenna var mikil — knötturinn gekk viöstöðulaust milli markanna. Rétt i lokin þurfti David Harway, mark- vörður Leeds, að taka á honum stóra sínum tíl að bjarga frá Alan Foggon, bezta leikmanni Middlesbro. Hjá Leeds áttu MacKenzie og Terry Cooper snilldarleik — en erfitt var þó að gera upp á milli leikmanna I þessum „mikla” leik. Allir að- göngumiöar seldust upp — og mikil mannfjöldi var á öllum götum I nálægð leikvallarins. Eitt af borgarblöðunum I Leeds spurði Jackie Charlton, sem I 20 ár lék meö Leeds, hvernig honum þætti aö koma heim. Hann hefur ekki komið til Leeds siðan hann gerðist fram- kvæmdastjóri Middlesbro. Og Jackie var fljótur að svara. Ég er ekki að koma heim. Mitt heimili er Middlesborough. Ipswich komst i efsta sæti 1. deildar á ný á betri markatölu en Liverpool-liðin eftir stórsigur gegn Coventry. 1 fyrsta skipti, sem Ipswich skorar meira en tvö mörk I leik frá 24. septem- ber. Það leit þó ekki út fyrir stórsigur I leikhléinu — ennþá 0- 0 og Brian Talbot hafði mis- notað vlti fyrir Ipswich. En I siðari hálfleiknum komst David Johnson heldur betur I stuð — skoraði þrivegis og Talbot bætti við fjórða markinu. Johnson var ekki með Ipswich i sjónvarps- leiknum sl. laugardag — komst ekki i gegnum læknisskoðun rétt fyrir leikinn — það er leikinn við Úlfana, sem Isl. sjónvarpið sýndi. Manch. City fékk slæma útreið I Birmingham og mörkin hefðu eins getað orðið 8-9 heimaliöinu I hag eins og fjögur. Tveir menn báru mjög af I leiknum — Howard Kendall, og sögðu fréttamenn BBC að ann- ar eins framvaröarleikur og hann sýndi hefði ekki sézt i ár og dag á Englandi, og svo Bob Hatton. Þeir splundruðu Manchester-liðinu algjörlega. Kendall lék i gegn og skoraði fyrsta mark leiksins á 10,mln. — siðan bætti Hatton við tveimur fyrir hlé. 1 slöari hálfleiknum skoraði Birmingham aðeins eitt mark , þrátt fyrir mikla yfir- burði. Ken Burns skoraði. Arsenal er komið I gamalt gott stuð — hefur ekki tapað leik siðan Terry Mancini var keyptur frá QPR. Þeir fjórir leikir hafa gefið sjö stig — og Arsenal vann Derby auðveld- lega. Það var óvænt eftir góða leiki Derby-liðsins að undan- förnu, auk þess, sem Todd lék nú með liðinu á ný. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleik, en til marks um yfirburði Arsenal má geta þess, að Jimmy Rimmer þurfti aðeins aö verja eitt skot I hálfleiknum. Eftir samleik Mancini og Kidd skoraði Alan Ball fyrsta mark leiksins á 52. min. Kidd kom Arsenal I 2-0 skömmu siðar og hann var óheppinn að skora ekki 2-3 mörk i leiknum. Derby fékk vitaspyrnu, sem Bruce Rioch skoraöi úr, og mótmæltu leik- menn Arsenal vita- spyrnudóminum svo ákaft, að áhorfendur óttuðust að ein- hverjir þeirra yröu bókaðir. Svo var þó ekki — en rétt á eftir dæmdi dómarinn viti á Derby, þegar Kidd var felldur innan vitateigs. Ball skoraöi örugglega úr vitaspyrnunni. Austur i Lundúnum voru leik- menn West Ham enn einu sinni á skotskónum — skoruðu fimm sinnum gegn hinni sterku vörn (Jlfanna. Fyrirliðinn Billy Bonds skoraði úr viti fyrsta markið á 39. min. og bezti maðurinn vallarins, Trevor Brooking, skoraði annað mark West Ham rétt fyrir hlé. I siðari hálfleiknum bættu þeir Lambert, Gould og Jennings við markatölu West Ham, en Richards skoraði fyrir (Jlfana, þegar leikmenn West Ham álitu hann rangstæðan, og Steve Kindon annað mark Úlfanna tveimur min. fyrir leikslok. Með sama áframhaldi liður ekki á löngu þar til West Ham er komið á toppinn — ekki svo margar vikur siðan liðið var i neðsta sæti I 1. deildinni. Tottenham vann óvæntan sig- ur I Leicester. Len Glover skoraði strax á 5. min fyrir Leicester, en Martin Peters jafnaði fyrir hlé. 1 siöari hálf- leiknum skoraði Ralph Coates sigurmarkið. Newcastle skoraði fimm gegn Chelsea og Malcolm McDonald tókst nú loks að skora eftir 11 deildaleiki án marks. Reyndar urðu mörkin hans tvö. Keeley, Smith og Kennedy skoruöu hin. Stoke átti i nokkrum erfiöleik- um meö Luton framan af, 1-1 I leikhléi. Hudson skoraöi mark Stoke-Garner fyrir Luton. í siðari hálfleiknum náði Stoke- liðið yfirtökunum og Robertson og Greenhoff, tvivegis, skoruðu, en Anderson fyrir Luton. 1 2. deild jók Manch. Utd. enn forskot sitt — er nú sex stigum á undan næstu liðum, Sunderland og Norwich. Þó heppið að hljóta bæði stigin gegn Aston Villa. Liðið frá Birmingham lék mjög vel lengi — skoraði mark á 13 min. og átti tvivegis stangarskot. En á 68. min. breyttist leikurinn. Einn varnarmanna Villa tók þá knöttinn niður á brjóstinu — en dómarinn taldi að hann hefði handfjallað knöttinn og dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu. Gerry Daly skoraði úr henni — sjöunda vitaspyrnan, sem hann skorar úr fyrir United á leiktimabilinu. Stundarfjórðungi siðar skoraði svo sami leikmaður sigur- markið. Sunderland komst i annað sæti eftir góðan sigur gegn Fulham. Strax i byrjun sendi Bobby Moore, áður fyrirliði Englands, knöttinn i eigið mark og eftir 15 min. stóð 3-0 fyrir Sunderland. Pob Robson skoraði tvívegis. I siðari hálfleik skoraði annar fyrrum fyrirliði Englands Alan Mullery eina mark Fulham i leiknum. Staðan I 1. deild er nú þannig: Ipswich 18 10 2 6 25-12 22 Liverpool 17 10 2 5 23-12 22 Everton 18 5 12 1 23-18 22 Manch. City 18 9 4 5 20-20 22 Sheff. Utd. 18 8 5 5 27-29 21 WestHam 18 8 4 6 34-27 20 Stoke 17 7 6 4 29-23 20 Newcastle 17 7 6 4 25-20 20 Derby 18 7 6 5 30-26 20 Middlesbro 17 7 6 4 24-21 20 Birmingham 18 8 3 7 30-25 19 Burnley 18 7 4 7 28-29 18 Wolves 18 5 6 7 20-23 17 Leicester 16 5 5 6 19-20 15 QPR 17 5 5 7 19-23 15 Coventry 18 4 7 7 24-36 15 Leeds 17 5 4 8 21-20 14 Arsenal 17 5 4 8 21-22 14 Totteham 17 5 4 8 22-25 14 Chelsea 18 3 8 7 19-33 14 Carlisle 18 5 3 7 15-19 13 Luton 18 1 7 10 15-28 9 Staðan i 2. deild Manch.Utd. 18 13 3 2 31-9 29 Sunderland 17 9 5 3 27-12 23 Norwich 17 8 7 2 24-13 23 Bristol City 17 7 6 4 16-10 20 Aston Villa 17 7 5 5 26-15 19 W.B.A. 18 6 7 5 21-15 19 Bolton 17 7 5 5 21-17 19 Hull City 18 6 7 5 22-32 19 Notts Co. 18 5 8 5 23-23 18 Bristol Rov. 18 6 6 6 16-20 18 Oxford 18 7 4 7 16-27 18 Blackpool 18 5 7 6 17-15 17 York City 18 6 5 7 23-24 17 Nottm.Forest 18 7 3 8 20-25 17 Orient 17 4 8 5 12-19 16 Fulham 17 5 5 7 21-17 15 Oldham 17 5 5 7 18-21 15 Southampton 17 5 4 8 22-26 14 Millvall 18 4 5 9 18-26 13 Cardiff 17 5 3 9 18-27 13 Sheff.Wed. 18 3 6 9 19-28 12 Portsmouth 18 2 8 8 13-24 12 —hslm.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.