Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 20.11.1974, Blaðsíða 1
64. árg.— Miövikudagur 20. nóvember 1974.—232.tbl. Þið getið unnið hvaða lið sem er á heimavelli — segir aðalþjálfari austur-þýzka landsliðsins — sjá íþróttir í opnu Vilja lauk og sítrónur með öllum mat — bls. 3 Engin flug- vélakaup að svo stðddu hjá Air Bahama og Loftleiðum — bls. 3 • „Eins og jarðskjálfti", þegar varnar■ liðið fór að sprengja — baksíða • Borge fór fram á of mikið, þegar sjónvarpið vildi semja við hann — baksíða Þungt haldinn á deild eftir átök gjörgœzlu- — missti meðvitund í átökum og hefur enn ekki raknað við „FORYSTUMENN HAFA HALDIÐ VEL Á MÁLUM" — segir Magnús Jónsson, sem nú hœttir sem Ungur piltur liggur mjög þungt haldinn á gjörgæzludeild Landa- kotsspitala eftir átök, sem hann lenti i við afa sinn á Akranesi í fyrra- kvöld. Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af pilt- inum i fyrrakvöld vegna drykkjuláta. Hann var fluttur til afa sins og ömmu, sem hann hefur búið hjá. Þessi piltur hefur lengi verið lögreglunni erfiður viðfangs og oft komið við sögu hjá henni. Hann hefur nýlega gengizt undir geðrannsókn. Heima hjá afa sinum og ömmu brjálaðist hann og gekk berserksgang. Hann braut gluggarúður, húsmuni og tvær huröir. Afihans reyndi að stöðva hann, og lentu þeir þá i átökum. Lögreglan var kvödd á staðinn. Þegar hún kom inn i húsið, hafði gamli maðurinn piltinn undir. Pilturinn var fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi og hafði hann þá misst meðvitund. 1 gærmorgun töldu læknar sjúkrahússins að flytja bæri pilt- inn á gjörgæzludeild i Reykjavik og var það gert. Að sögn Hermanns G. Jóns- sonar fulltrúa bæjarfógeta á Akranesi, hefur ekki enn komið i ljós, hvað hafi gerzt nákvæmlega i átökunum, sem leiddi til þess. að pilturinn missti meðvitund. Yfirheyrslur hófust i gærdag, og verður þeim haldið áfram i dag. —ÓH varaformaður Sjálfstœðisflokksins Skammdegið Múkkinn, sá alræmdi fugl, trónar þarna á masturstoppi báts i Reykjavikurhöfn og skimar eftir æti. Myndin minnir okkur annars á, að við búum við ,,É3g er búinn að vera iengi i pólitik en hef alltaf haft gaman af. Reynslan veröur að sýna, hvað verður framundan hjá mér. Ég geri ráð fyrir aö gegna minu starfi sem bankastjóri”. Þetta sagði Magnús Jónsson fyrrum ráðherra i morgun i viðtali við Visi. Magnús hefur sagt af sér varaformannsstöðu I Sjálfstæðisflokknum vegna heilsubrests. „Ég hef aðeins verið varafor- maður i eitt ár. Landsfundur kýs varaformann, en nú mun flokkráðs- og formannaráð- stefna flokksins kjósa nýjan varaformann”. Fundur flokksráðs og formanna hefst á föstudaginn. Þar munu verða riflega 300 fulltrúar. „Mér finnst forystumenn okkar hafa haldið vel á málum,” sagði Magnús um stöðuna i stjórnmálunum. Magnús lagði áherzlu á, að afsögnin væri eingöngu af svart skammdegi, sem á eftir að verða enn svartara næstu fjórar vikurnar. Veður nóvem- bermánaöar hafa aftur á móti veriö góð og gert þennan dimma tima iéttbærari en ella (Ljósmynd Visis Ragnar Th. Sigurðss.) heilsufarsástæöum og skyldi enginn láta sér detta i hug, að um ágreining væri aö ræöa —HH Magnús Jónsson að heimili sinu I morgun. Ljósm VIsis. Bj.Bj. Enn um bensín- stöðvarmálið: íbúar við Æsufell Ibúarnir við Æsufell virðast á öndverðum meiði við Þórufell vilja ekki bensínstöð fyrir framan hjá sér. — Þórufell styður byggingu stöðvarinnar „Við undirritaðir ibúar i Breiðholti III förum þess á ieit viö borgarýfirvöld, aö þegar veröi hafin bygging bensin- stöðvar með 18 þvottastæðum viö Norðurfell, með þeim breytingum, sem Framfara- félag Breiðhoits III hefur lagt til að gerðar verði á mann- virkjum”. Þannig hljóöar enn ein yfirlýsingin, sem fram hefur komið í hinu svonefnda bensin- stöövarmáli. Undir ofanritað skrifar yfirgnæfandi meirihluti ibúa við Þórufeli. Og um leið visa ibúar Þórufells á bug þeirri yfir- lýsingu, sem „bensinnefnd” ibúanna við Æsufell hefur sent borgarráði, en þar var sagt i upphafi, að ibúar við Æsufell og Þórufell vildu itreka kröfur um hið gagnstæða. Eða það, aö framkvæmdir við gerð bensin- sölu oliufélagsins Skeljungs verði stöðvuð. „Við, sem búum við Þórufell erum einmitt þeirrar skoðunar, að bensínstöðin með þvottaplani sé stórt framfara- og hagsmunamál”, sagði sá sem kom á tal við Visi fyrir hönd þeirra sem rita nöfn sin á listann, sem getið er um i upphafi. Og hann bætti við: „Framfarafélag Breiðholts III er okkar félag og er að vinna fyrir okkur. Við erum sammála þeirri ályktun, sem það félag gerði s.l. laugardag um bensin- stöðina. Hún á að rlsa, þó aö gera þurfi nokkrar breytingar þar að lútandi, eins og fram kom i ályktuninni”. Visir sneri sér næst til þess ibúa viö Æsufell, sem kom yfir- lýsingu „bensinnefndar” á framfæri við blaðiö I gærmorgun. Yfirlýsingunni, þar sem byggingu bensin- stöðvarinnar er mótmælt fyrir hönd Ibúa viö Æsufell og Þórufell. „Viö töldum rétt að hafa Þórufellið með á þessari áskorun til borgarráðs”, sagði hann. „Athugasemd þeirra við það, kemur mér mjög á óvart. Það höfðu svo margir ibúar þar skrifaö undir fyrri áskorun okkar til borgarráðs”. —ÞJM I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.