Vísir


Vísir - 20.11.1974, Qupperneq 3

Vísir - 20.11.1974, Qupperneq 3
Vísir. MiOvikudagur 20. nóvember 1974. 3 Ríflega helmings > munur ó i- byggingi tilboðunum — Víkurbœr 1 ók ekki lœgsta tilboði Tilboðin I að steypa upp nýtt verzlunarhús Vikurbæjar I Kefia- vik voru frá 12.992.920 krónum upp i 28.950.000 krónur. „Þetta er bara svo undarlegur útreikningur hjá þeim, sem bjóða,” sagði Arni Samúelsson, kaupmaður i Vikur- bæ. „Það er búið að kanna tilboðin, og var ákveðið að taka bilboði Húsagerðarinnar h.f., sem er 14,5 milljónir. Það er sem sagt ekki tekið lægsta boði. Húsið á að vera uppsteypt 1. júli 1975, en ekki er ákveðið með framhaldið. Þó verður reynt að hraða tveim fyrstu hæðunum sem mest.” Vikurbær er með matvöru- markað i húsi hinum megin göt- unnar, þar sem verzlunin er nú. Nýja húsið kemur i framhaldi af þeirri byggingu, og er tæpur helmingur byggingar, sem fyrir- huguð er. Það á að verða fjórar hæðir með lager i kjallara, og verða verzlanir á tveimur neðri hæðunum. Ekki er ákveðið, hvað verður á efri hæðunum, en hugs- anlegt, að það gæti orðið einhvers konar veitingarekstur. — SH Ómissandi að fá lauk og sítrónur með öllum mat — Júgóslavarnir vilja helzt glós og kóssu „Júgóslavarnir vilja ekki fisk. Þeir vilja alls konar glásir, helzt eitt- hvað með mataroliu og hakkaðri svinafitu og nógu kryddað,” sagði Boði Björnsson, mat- sveinn hjá Energopro- jekt við Sigöldu. „Þeir vilja alls konar hakkað efni með lauk, hvitlauk og pap- riku. Svo borða þeir mikið kál, við höfum oft hrásalat handa þeim, og svo er ómissandi fyrir þá að fá lauk og sitrónur með öllum mat. Eldhúsið hér er alltof litið. Maður verður að fara klukkan 5-6 á fætur og tvi- og þrisetja pottana. Hjá mér vinna hér I eldhúsinu 8stúlkurá vöktum, og það eru aðeins tveir timar á sólarhringnum, sem mötuneytið er ekki I gangi. Siðasta máltið er klukkan tvö að nóttu, og klukk- an sex koma þeir aftur I morg- unmat.” í mötuneytinu hjá Boða eru Júgóslavarnir og Islenzkir starfsmenn þeirra. Þeim júgó- slavnesku likaði Islenzki matur- inn svo illa, að þeir hafa nú ráð- ið júgóslavneska konu til þess að hafa hönd I bagga, svo þeir fái það, sem þeim fellur I geð. „Við erum með heilsteikta lambahryggi I kvöld,” sagði Boði. „Anna — svo heitir konan — hefur búið til eitthvert jukk handa þeim að hafa með hryggjunum I staðinn fyrir kartöflur. Það er hökkuð svlnafita, matarolla og eitthvert krydd, svo vonandi veröa þeir glaðir. Ég ætlaði að gera þeim glaðan dag um daginn og var með reykt svlnalæri. Anna tók þau og skar niður i smábita handa þeim. Glásir og kássur — það er þeirra matur.” Portúgölsku starfsmennirnir á staðnum, sem annast sam- setningu aðrennslisplpnanna, byrjuðu að borða I mötuneyti Energoprojekt, en hafa nú fengið sitt eigið mötuneyti. Þar borða 8 suðu-og vélamenn, einn yfirmaður og kokkurinn — 10 manns I allt. Þriðja mötuneytið á staðnum er mötuneyti starfsmanna Landsvirkjunar. Þar borða 30-40 manns — Islendingar, sem kunna að meta góðan, Islenzkan mat. —SH Úr eldhúsi stærsta mötuneytisins við Sigöldu: Anna, konan sem Júgóslavarnir fengu að heiman til að færa matinn til slns hæfis, og Boði Björnsson, matsveinn mötuneytisins. Ljósm. VIsis Bragi BÆTA GRINDVÍK- INGUM UPP „MiNN- INGARSKORTINN" Þegar Seltirningar komust að þvi, hversu bágborið menningar- Iifið var I Grindavik, samkvæmt mati sjónvarpsins, ákváðu þeir að láta ekki við svo búið standa. Þeir pökkuðu inn 60 málverkum og héldu til Grindavlkur, þar sem málverkunum hefur nú verið komið upp I Félagsheimilinu Festi. Það eru áhugamálarar I Mynd- listarklúbbi Seltjarnarness, sem að þessari sýningu standa. Klúbburinn hafði ákveðið að halda sýningu á Suðurnesjunum. Þegar svo allt umtalið um menningarskort I Grindavlk spratt upp, var ákveðið, að þarna og hvergi annars staðar ætti sýningin heima. Sýningin var opnuð I gær án allrar viðhafnar, en að sögn Sigrlðar Sigurðardóttur, formanns klúbbsins, hefur aðsóknin ekki látið á sér standa. Nú er verið að hengja upp auglýsingar um sýninguna og gefst Grindvlkingum þarna einstakt tækifæri til að reka af sér allar sögusagnir um menningar- skort þeirra. —JB Loftleiðir og Air Bahama: Frekari flug- vélakaup lögð á hilluna Sigurður Helgason afhenti feröamálaráöherra Bahamaeyja Clement T. Maynard llkan af DC-10 þotu, er slöasta markaösráöstefna Air Bahama og Loftleiöa var haldin á Bahamaeyjum. Tvær af þeim DC-8 vélum, sem Loftleiðir hafa haft á leigu frá 1970 veröa á miöju næsta ári endanlega I eigu þeirra. Vélar þessar hafa veriö leigöar meö forkaupsrétti og veröa kaupin þvi nokkuö hagstæö. Að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra Flugleiða, hafa öll frekari flugvélakaup verið lögð á hilluna i bili, bæði hjá Air Ba- hama og Loftleiðum. DC-8 vélarnar, sem nú eru i notkun, eru enn jafn hag- kvæmar fyrir Loftleiðir og DC-10 risavélarnar aö sögn Sigurðar, og má þvi reikna með, að þær verði áfram hafðar á Atlantshafsflugleiðinni næstu árin. „Við erum alltaf að virða fyrir okkur risaþotur með merkjum Loftleiða og Air Bahama. Það eru þó ekki kauphug- leiðingar, sem þarna búa að baki, heldur mun fremur sú staðreynd, að þessi flugvéla- liköneru það eina, sem fæst gef- ins hjá flugvélaverksmiðjun- um.” Stóru flugfélögin I heiminum voru mjög stórtæk i risaþotu- kaupum, er þær vélar komu fyrst á markaðinn. Má vafa- laust telja, að ein af ástæðunum fyrir versnandi hag flugfélag- anna séu þau umframsæti, sem þau sitja nú uppi með Ætla Loft- leiðamenn þvi greinilega ekki að brenna sig á sama hlutnum. —JB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.