Vísir


Vísir - 20.11.1974, Qupperneq 8

Vísir - 20.11.1974, Qupperneq 8
Vlsir. Miðvikudagur 20. nóvember 1974. Vlsir. Miðvikudagur 20. nóvember 1974. Umsfón: Hallur Símonarson m Sigurður Jónsson, formaður HSI: Þessir leikir lofo /# góðu fyrir veturinn" „Ég er mjög ánægöur meö útkomuna úr þessum leikjum,” sagði Sigurður Jónsson formaður HSt eftir ieikinn I gærkvöidi. „Strákarnir stóðu sig meö sóma, og þótt þeir sigruöu ekki I leikjun- um, kom margt gott fram hjá þeim, sem lofar góðu fyrir vetur- inn. Hinn raunverulegi undir- búningur landsliðsins hefst þann 15. desember og þá verður keyrt á fullu fram að Norðurlandamót- inu, sem fram fer I Danmörku I lok janúar. Mjög miklar likur eru á að júgóslavneska landsliðið komi hingað I febrúar — þó er það ekki alveg öruggt — en i marz kemur tékkneska landsliöiö hingað, og það danska fáum viö i heimsókn I april. Það verður þvi nóg um að vera hjá okkur, og þessir leikir við Austur-Þýzkaland er góður for- réttur á það sem koma skal” —klp— Taflan oft verið lakari t landsleiknum I gærkveldi gerðum við töflu um sóknir islenzka liðsins — þ.e.a.s. hvernig hverri sókn fyrir sig lauk. Töflur eins og þessar gefa ekki nákvæma vlsbendingu um leikinn, þótt sjá megi ýmislegt út úr þeim. Þegar talað er um rangar sendingar.er það t.d. ekki alltaf þeim, sem missir boltann, að kenna hvernig fór — sendingin getur hafa verið svo slæm, að ekki er hægt að hemja boltann. Þá eru sendingar á menn I dauöa- færi eða á linu ekki taldar með, og segir það þvl ekki nema hálfa sögu um skotin og mörkin. En það eru margir, sem hafa gaman af þvl að grúska I tölum og úr þessum má ýmislegt sjá. Eitt er vlst, það hafa margar sóknar- töflur I landsleikjum I handknatt- leik hér á landi verið verri en þessi , a.m.k. hefur skotnýtingin oft áður verið lakari: Skot Mörk Varið E U. J= t stöng Röng send. Axel Axelsson 14 7 5 1 1 2 Einar Magnússon 7 2 2 2 1 I ólafur Jónsson 4 3 0 0 1 2 Björgvin Björgvinss. 4 3 0 0 1 0 Páll Björgvinsson 3 2 1 0 0 0 Jón Karlsson 2 2 0 0 0 0 Pétur Jóhannesson 1 1 0 0 0 1 Viðar Slmonarson 1 0 1 0 0 2 Þeir Arni Indriðason og Stefán Halldórsson áttu ekki skot á markiö I leiknum, en töpuðu báðir boltanum einu sinni. Einar Magnússon tók 4 vltaköst I leiknum og heppnuðust 2 þeirra — ■þriðja var fram hjá og fjórða var dæmt af. Þessi vltaköst fengust eftir að brotið var á þeim, Björgvin, Páli (tvlvegis) og ólafi Jónssyni. Markverðirnir vörðu 8 skot í leiknum — Ragnar Gunnarsson 6 og Birgir Finnbogason 2. —klp— Ragnar Gunnarsson, markvörður: „Þeir hitta þá bletti sem maður nœr ekki á „Það er ekki hægt að verja það sem maður sér ekki. Skotin frá þessum mönnum — eins og t.d. Lakenmacher og Ganshow — voru sum svo föst, að maður vissi varla hvað var að gerast fyrr en boltinn þaut fram hjá manni” sagði Ragnar Gunnarsson mark- vörður, sem stóð lengst af I markinu á móti Austur-Þýzka-, landi I gærkvöldi. „Þeir földu boltann mjög vel, og maður sá hann varla fyrr en þeir voru búnir að hleypa af. Þeir skutu mikið i hornin fjær, en voru svo snöggir að þessu, að það var oftast nær of seint aö fara af stað á eftir boltanum. Þá var meiri- hlutinn af þessum skotum þeirra alveg út við stöng, eða upp I vinkl- unum — og þeir voru ótrúlega nákvæmir að hitta þá bletti, þar sem ómögulegt var fyrir mann aö ná i tuðruna. Ég hef aldrei fyrr leikið á móti svona snöggum og skotföstum mönnum — i það minnsta ekki svona mörgum i einu liði — og var þetta þvi mikill skóli fyrir mig”. —klp- Joachim Pietzsch (nr. 8) hrindir Axel, þar sem hann er kominn I dauðafæri. Jafnvægiö fór úr skorðum — og þegar Svendson dómari flautaði bjuggust margir við vlti. Svo var ekki — aukakast. Ljósmynd Bjarnleifur. ALLT Á RÉTTRI LEIÐ Þaö fer ekki á milli mála — islenzkur handknattleikur er í framför — og sjaldan eða aldrei höfum viö átt jafn marga sterka leikmenn og í dag. Það hafa landsleikirnir við Austur-Þýzkaland — þjóð í alfremstu röð í heiminum — sannað svo ekki verður um villzt. islenzka landsliðið tapaði í gærkvöldi með f jögurra marka mun fyrir þvi austur-þýzka — árangur/ sem ekkert landslið í heimi þyrfti að skammast sín fyrir. Loka- tölur voru 24-20. Þó kom aftur fram hinn mikli veik- leiki i markvörzlu liðsins, sem gert hefur Þjóðverjum eftirleikinn auð- veldari en beinlinis efni hafa staðið til. Fyrstu 40 min. landsleiksins i gær- kvöldi var sama og ekkert variö hjá islenzku markvörðunum — en svo varð skyndilega brevting. Ragnar Gunnarsson, markvörðurinn úr Armanni, kom inn á þegar 12 min voru af sföari hálfleik. Staðan var þá ljót og allt virtist stefna I mikinn yfirburða- sigur Þjóöverja, 21-12, stóð fyrir þá. En Ragnar fór aö verja — skot eftir skot — og fljótlega fór munurinn að minnka. Varnarleiknum var einnig breytt — komið á móti þýzku leik- mönnunum mikluutará vellinum. Þar ruglaði kerfi þeirra — en krefst mikils af varnarmönnunum, en þeim tókst þó furðuvel gegn hinum leikreyndu mönnum Austur-Þýzkalands. Loka- kaflann — slðustu 18. min leiksins — rétti islenzka liðið mjög sinn hlut og skoraði þá átta mörk gegn þremur Þjóðverja. Þessi kafli sýnir vel að það er mikill kjarni I islenzka liðinu — með heil- steyptri markvörzlu yrði það stór- hættulegt hvaða liði sem er. Tapið var þó ekki umflúið að þessu sinni — til þess var markvarzlan lengstum, bæði hjá Ragnari i byrjun og siðan Birgi Finnbogasyni, of slök, auk þess, sem afar dýrar villur áttu sér stað i leikn- um — raunverulega tveggja marka villur. Mest áberandi var það tvivegis i fyrri hálfleiknum. Staðan var 9-7 fyrir Þýzkaland , þegar þeir Ólafur H. Jónsson og Páll Björgvinsson brunuðu upp i hraðaupphlaupi. Ólafur var með knöttinn og ætlaði að gefa á Pál er alveg var frir — en sendingin mistókst. Beint i hendur næsta Þjóðverja — og hraðaupphlaup Þjóðverja gaf mark. Enginn viðbúinn þessum ósköpum. í stað9-8 kom 10-7 á ljósatöfluna. Siðast i fyrri hálfleiknum var Viðar Simonar- son með knöttinn og 15-20 sekúndur eftir. Viðari uröu á ljót mistök — reyndi vonlaust markskot, þegar nægur timi var að leika upp á mark, Þjóðverjar náðu knettinum og skoruðu. Aftur tveggja marka villa, 1 hálfleik stóð þvi 13-9 fyrir þá þýzku — hefði hæglega getað verið jafnt ef þessar ljótu villur hefðu ekki átt sér stað. En auðvitað hljóta aö eiga sér Það gekk illa aö skora I byrjun — en svo fékk Ólafur Jónsson hörku- sendingu frá Axel (nr. 11) inn á linu. Kastaði sér inn i teiginn og skoraði fyrsta mark islands i leiknum. Ljósmynd Bjarnleifur. stað villur hjá liði, sem hefur þvi miður, allt of litla samæfingu. Markvarzla þýzku markvarðanna var miklu betri i þessum leik en á sunnudag — og þvi mikið afrek að skora 20 mörk hjá þeim. Einkum var Olympiumarkvörður Þjóðverja, Klaus Weiss, snjall framan af leiknum — en hann var ekki með I fyrri leiknum. Þar sáum við vel hvernig á að verja mark. En Weiss var llka heppinn — i upphafi leiksins áttu þeir ólafur og Axel Axelsson hörkuskot I stangir þýzka marskins — og sumir markverðir komast I ham við að fá slika „aðstoð” Já, það var talsverð óheppni hjá islenzka liðinu i upphafi leiksins og fyrsta markiö var ekki skorað fyrr en eftir niu min. hjá Þjóðverjum. Þá skoraði ólafur gull af marki eftir sendingu Axels — en Þjóðverjar höfðu áður skorað þrivegis. Næstum náð þeim mun, sem var I lokin_ Það var margt jákvætt i leik islenzka liðsins — en það komu lika fram gallar, sem auðvelt ætti að vera að sniða af með mikilli og góðri sam- æfingu. Axel Axelsson sýndi enn hve stórhættulegur leikmaður hann er i skotum. Hann var markhæstur i leikn- um með sjö mörk, en þurfti reyndar til þess mörg skot. En það var lika viö snjalla markmenn að eiga. ólafur átti nú mun betri leik en á sunnudag — einkum i sókninni — og Björgvin stendur alltaf fyrir sinu. En ánægjulegastur var þáttur Páls Björgvinssonar, Jóns Karlssonar og Ragnars Gunnarssonar. — Páll átti stórgóðan leik bæöi I vörn og sókn — en þrú ár eru siðan hann var siðast i landsliði.Það var glæsileg endurkoma. — Páll skoraöi t'vö mörk og „fiskaði” tvö viti. Jón hefur ekki leikið betri landsleik áður — hann dreifði spilinu meir en aðrir og yfirferö hans er meiri en flestra annarra. Og i siðari hálf- leiknum sýndi Ragnar hvers er að vænta af honum i markinu — þegar hann fær tækifæri til að öðlast reynslu sem landsliösmarkvörður. Hann fékk ekki það tækifæri, þvi miður, fyrir tæpu ári, þegar hann lék tvo landsleiki — fékk ekki að fara á HM, sem þó virtist svo sjálfsagt. Viðar Simonarson sýndi litið i þess- um leik — en „keyrslan” á Viðari hefur veriö svo mikil að undanförnu, að það hlaut að hafa einhver eftir- köst. Einar Magnússon náði ekki sama leik og á sunnudag — og þar fannst mér talsvert rangt á málum haldið með innáskiptingar. Það hlýtur aö vera niðurdrepandi fvrir leikmann, sem átt hefur stórleik, að vera settur hjá eins og Einar var I fyrri hálfleiknum. Aðeins með rétt i byrjun — siðan ekki söguna meir I fyrri hálf- leiknum, nema rétt til aö koma inn á og taka viti. Tvö þeirra heppnuðust hjá Einari i f.h. — úr þvi þriðja skoraði hann einnig, en steig á linu, og markið var dæmt af. I siðari hálfleiknum mis- notaði Einar annað viti. 1 þeim hálfleik var oft mikil ógnun i leik Einars — og þrátt fyrir mistök er hann greinilega vaxandi landsliösmaður. Tveir leik- menn voru litið notaðir i leiknum, Stefán Halldórsson og Arni Indriða- son, og kom það á óvart, einkum með Árna. Og hvers vegna er hraði Stefáns ekki nýttur? — Hvað með hraðaupp- hlaup, þar sem hann er öllum mönnum fljótari. Um þýzka liðið er óþarfi að fara mörgum orðum. Þar er valinn maður i hverju sæti — þó svo þeir Ganschow og Lakenmacher beri af — þeir tveir leikmenn, sem valdir voru I heimslið, en vildu heldur fara til íslands. Gangur leiksins var I stuttu máli sá, að Þjóðverjar skoruöu þrjú fyrstu mörk leiksins — og höfðu eftir það 2-4 mörk yfir i hálfleiknum, Staðan i leik- hléi 13-9. Munurinn jókst geigvænlega i byrjun siðari hálfleiks — allt upp i 21- 13 — en þá kom Ragnar aftur I markið og mikil breyting átti sér stað — einnig i varnarleiknum. Island skoraði þrjú næstu mörk — og hélt siðan áfram að minnka muninn allt niður 1 fjögur mörk. Það var afrek. Mörk íslands i leiknum skoruðu Axel 7, Björgvin 3, ólafur 3, Einar 2, Jón 2, Páll 2, og Pétur Jóhannsson eitt. Fyrir Austur-Þýzkaland skoruðu Laken- macher 6, Böhme 5, Ganschow 4, Kaklert 3, Rost 2, Pietzsch, Engel Hildebrand og Schmidt eitt hver. hsim Heinz Seiler, aðalþjálfari þýzka liðsins: „Getið unnið hvaða lið sem er heima ## „Þetta lið ykkar er mjög gott, og það getur unnið hvaða lið sem er á heimavelli, þegar búið er að finpússa það örlitið,” sagði aðalþjálf- ari austur-þýzka lands- liðsins Heinz Seiler, er hann ræddi við frétta- menn eftir leikinn i gær. „Stóri munurinn á liöunum er sá aö ykkar menn eru greinilega ekki eins vel þjálfaðir hver og einn og okkar menn. Samvinnan á milli linumanna og skotmann- anna er heldur ekki nægilega góð — línumennirnir opna ekki nógu vel fyrir skotmönnunum — og skotmennirnir eru ekki alltaf nógu fljótir til að nýta tækifærin, sem þeir fá. En þetta má auðveldlega laga. Þið lékuð mjög glannalega vörn, en hún gaf lika markvörð- unum betra tækifæri til að verja, þvi okkar skotmönnum var haldið það langt fyrir utan. Markvarzlan var lika betri I þessum leik en i fyrri leiknum. Ég er tiltölulega ánægður með mitt liö — allavega verð ég ekki vondur við mina menn, þó svo þeir hefðu átt að geta gert betur i báðum leikjunum.” —klp— Birgir Björnsson, þjólfari landsliðsins: #/ Urðum að ráðast á þá til að trufla spilið" „Útkoman I þessum leik er betri en I fyrri leiknum, og ég er mjög ánægður með leikinn og úrslitin, þótt það hefði sjálfsagt verið skemmtilegra að sigra I öðrum hvorum þeirra”, sagði Birgir Björnsson þjálfari lands- liðsins eftir leikinn. „t þessum leik áttum við yfir 40 upphlaup og skoruðum 20 mörk, og er það svipað og I fyrri leiknum, þar sem útkoman úr sóknunum var um 48%. Það kom á daginn, sem við töluðum um fyrir þennan leik, að við urðum að taka þá framar þegar þeir sóttu — ráðast á þá fyrir utan punktallnu, ef svo bar undir, I stað þess að hafa vörnina aftar. Það er sýnilegt, að þetta verður að gera viö öll eða flest- öli austantjaldsliðin — það er eini möguleikinn til að trufla spil þeirra, sem allt byggist upp á nákvæmum staðsetningum og timasetningu. Þetta gaf að vlsu mörk, en þetta er eina ráðið, þvi það er bölvað að eiga við þá á annan hátt. Miðað við þann litla undir- búning, sem við höfðum haft.var útkoman góð, og ég er haröánægöur með liöiö og úr- slitin I leikjunum”. —klp— Breytingar hjá enskum Terry Cooper, bakvörðurinn snjalli hjá Leeds, verður i enska landsliðinu, sem leikur gegn Portúgal á Wembley-leikvang- inum I kvöld I Evrópukeppni landsliða, ef hann stenzt læknis- skoðun I dag. Annars verður Colin Todd, Derby, I liðinu. Enski landsliðseinvaldurinn, Don Revie, tilkynnti skipun enska landsliðsins I gærkvöldi og gerði nokkrar breytingar á liðinu frá þvi það sigraði Tékkóslóvakiu á dögunum i sömu keppni. Liðið verður þannig skipað. Ray Clemence, Liverpool, Poul Madeley, Leeds, Dave Watson, Sunderland, Terry Cooper eða Colin Todd, Emlyn Hughes, Liverpool, Colin Bell, Manch. City, Trevor Brooking, West Ham, Gerry Francis, QPR, Mike Channon, Southampton, Alan Clarke, Leeds, og Dave Thomas, QPR. Þeir Kevin Keegan, Liverpool, Frank Worthington, Leicester, og Martin Dobson, Everton, misstu stöður sinar i liðinu, en eru meðal varamanna. Einnig Norman Hunter, Leeds, sem er meiddur. Alan Ball, Arsenal, er i vara- mannabekkjum, svo og Peter Shilton, Leicester. Þá var skozka landsliðiö, st -n leikur við Spán i kvöld á Hampden Park, einnig tilkynnt i gær. Þrjár breytingar voru gerðar á liðinu, sem sigraði Austur-Þjóðverja á dögunum. Billy Bremner, Leeds, kemur aftur inn sem fyrirliöi lands- liðsins — en Graham Souness, Middlesbro, heldur þó stööu sinni. Ken Dalglish, Celtic, missti slna stöðu — er varamaöur. Þá varð Willie Ormond, landsliðs- einvaldur, að gera breytingar á vörninni vegna þess, að Manch.Utd.-leikmennirnir Martin Buchan og Jim Holton heltust úr lestinni á siðustu stundu vegna meiðsla. Ken Burns, Birmingham, var valinn I liðið — og Gordon McQueen, 12 leikir i Evrópukeppni lands- liða verða i kvöld — meðal annars leika Holland og ttalia i Rott- erdam og er mikil spenna I sam- bandi við þann leik. ttalia aöeins með tvo af þeim leikmönnum, sem tóku þátt I HM — en silfurlið Hollendinga svipað og á HM. Heimsmeistarar Vestur-Þýzka- lands leika gegn Grikklandi og sex þeirra taka þátt i leiknum. Liðið er þannig skipaö. Maier, Vogts, Schwarzenbeck, Becken- bauer, Helmut Kremers, Cull- mann, Wimmer, Hoeness, Geye, Holzenbein og Heynches. — Paol Breitner er ekki með og kom það á óvart — en þeir Gerd Muller og Wolfgang Overath hafa lýst yfir, að þeir vilji ekki framar leika með landsliðinu. —hsim. Sigur á elleftu stundu David Johnson frá Ipswich skoraði sigurmark Englands á siöustu sekúndu I landsleiknum á milli Englands og Portúgals-leik- menn 23ja ára og yngri — I Lissa- bon i gærkvöldi. Leikurinn, sem var liður i Evrópukeppni landsliða 23ja ára og yngri, var að verða búinn, og dómarinn ætlaði að fara að blása i flautuna, þegar Johnson skoraði eftir mistök hjá portúgalska markverðinum Manuel Bento. Englendingarir höfðu 2:0 yfir i hálfleik — David Johnson skoraði fyrra markið og Peter Taylor (C Palace) það siöara. Snemma i seinni hálfleik var fyrirliða liðsins, Steve Perryman (Tottenham) visað af leikvelli fyrir aö „tækla” einn Portúgal- anr., án þess að boltinn væri ná- lægur. Við það gáfu Englend- ingarnir eftir og Portúgalirnir jöfnuöu — skoruðu bæöi mörkin á sömu minútunni. Var staðan þannig þar til á siðustu sekúndunni, að Johnson skoraöi. 1 Bosch i Hollandi marði hol- lenzka landsliðið 23ja ára og yngri 3:2 sigur á þvi italska i þessari sömu keppni. Hollendingarnir voru fyrri til að skora, en ítalirnir jöfnuöu, og var staðan þannig i hálfleik. í siðari hálfleiknum komust þeir hollenzku aftur yfir, en ítalirnir jöfnuðu i annað sinn. Stóð þannig þar til 10 min. fyrir leikslok, að Lubse skoraði sigurmark Hol- lands. —klp— B O M M £ 1 í © Sporting hefur yfir i hléi 1-0. Bommi var slakur... áhyggjur af móöur sinni og enginsamvinnaviðfélagana. Bommi hefur áhyggj ur, en hann breytir til Ekkisatt? ;j Y Ég veit ekki Y il./hvaðég á aö segja Lolli og Polli. Y En förum nú og,) ' Yinnum þá!

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.