Vísir - 25.11.1974, Síða 20
VÍSIR
Mánudagur 25. nóvember 1974.
ísólfsson
lótinn
Páll tsólfsson, tónskáld og
organleikari, lézt i Reykjavik i
fyrradag, 81 árs aö aldri. Páll var
einn allra ástsælasti listamaður
þjóöarinnar og verfta lög hans
sungin og leikin um langan aldur.
Hann fæddist 12. október 1893 á
Stokkseyri. Hann lagfti stund á
tónlistarnám i Leipzig og siftar
Paris. Hann var um nærri 30 ára
bil skólastjóri Tónlistarskólans i
Reykjavik. Jafnframt var hann
organisti i Reykjavik i áratugi og
lengi tónlistarráftunautur Rikis-
útvarpsins. Páll var tvikvæntur
og var siftari kona hans Sigrún
Eiriksdóttir, og lifir hún mann
sinn.
Er nú skammt stórra högga á
milli, þvi stutt er siftan annar ást-
sæll listamaftur lézt, Þórbergur
Þórftarson, rithöfundur. Otför
hans hefur farift fram i kyrrþey.
— SH.
Braut fangaklefann í
M • JT M Jtf • M m • — geðveill maður
orjalœðiskasti
Geöveill m a ö u r ,
rammur að afli# eyðilagöi
næstum því fangaklefa í
Keflavík aðfaranótt
laugardagsins.
Fangaklefarnir eru á
jarðhæð lögreglu-
stöðvarinnar. Lögreglu-
stöðin er timburhús, en
lengi hefur staðið til að
byggja nýtt, þótt enn hafi
ekki orðið af því.
Mafturinn var settur inn i
fangaklefa á föstudagskvöld
vegna brjálæöiskasts. Inni i
klefanum gekk hann berserks-
gang. Hann reif niöur timbur-
klæöningu i lofti klefans, en allir
fangaklefarnir eru þiljaöir
innan með timbri. Einangrun
var i loftinu, og reif maöurinn
hana niður. Þar næst lá viö aö
brjóta gólfborðin á lögreglu-
varðstofunni, en þau voru of
sterk.
Maöurinn sneri sér þá að
öörum hlutum fangaklefans, og
lamdi og baröi i veggi og hurö. Á
hurðina tókst honum að gera tvö
göt, auk þess að rispa hana
mikiö. Huröin er trégrind,
klædd svokölluðum masonit-
plötum.
Fyrir ofan huröina er gluggi
með rimlum fyrir. Ot um þann
glugga skaut maöurinn timbri
og braut tvö ljós á fangelsis-
ganginum.
Meðan á þessum látum
mannsins stóö aöhöföust lög-
regluþjónar stöövarinnar litiö,
þar sem þeir töldu óráölegt aö
setja manninn i járn. Óttust þeir
að hann gæti skaöaö sjálfan sig
mikiö i járnum I sliku brjálæðis-
kasti. Kallað var á lækni, og
reyndi hann að róa mannina
Það tókst á endanum með
deyfandi sprautum. Um
morguninn var maðurinn
fluttur á geðsjúkrahús i
Reykjavik.
Allmikiö hefur verið knúiö á
meö byggingu nýrrar lögreglu-
stöðvar i Keflavik, en litiö
gengið. Er þó mál manna, að
lögreglustööin sé i mjög lélegu
húsnæði, og að varla sé for-
svaranlegt að hafa fanga i
fangageymslunum.
Stööin stendur út við sjó, og er
þvi oftast kalt inni i fanga-
klefunum. Ekki þýðir að kynda
mikið, þvi þá magnast upp
ólykt. Loftræsting er hins vegar
mjög léleg i fangageymslunum.
„Þetta er ekki sem heppi-
legast húsnæði með tilliti til
heilbrigðissjónarmiða og eld-
hættu”i sagði Tryggvi
Kristvinsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn I viðtali við VIsi.
„Frumdrög eru til að nýrri
lögreglustöð, og ég held að eitt-
hvað sé að hreyfast i byggingar-
málum hennar”, upplýsti hann.
Tryggvi sagði, að lögreglan
ætti oft i erfiöleikum með að
koma geösjúkum mönnum fyrir
á sjúkrahúsum, vegna þess að
panta þarf pláss með nokkurra
daga fyrirvara.
„Fangageymslur eru hins
vegar ekki rétti staðurinn fyrir
þessa menn,” sagði Tryggvi að
lokum.
-ÓH.
Fangakiefinn var illa leikinn
eftir hamfarir mannsins i hon-
um. Á gólfinu iiggur spýtnabrak
og einangrun sem maðurinn rcif
niftur úr ioftinu, en eftir var
stórt gat, og sást þar I góiffjalir
lögregluvaröstofunnar. Ljósm.
Vfsis: BG.
STRANDAÐI I
BEZTA VEÐRI
Vestmannaeyjabáturinn And-
vari VE 100 strandafti I gær vift
suðurströnd islands, um þrjár
sjómflur austan vift Ingólfshöffta.
Skipbrotsmenn, 6 aft tölu, komust
heilir á húfi i land.
Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélags-
ins, sagði, að um kl. 5 i gær hefði
Hornafjaröarradió tilkynnt
Slysavarnafélaginu, aö báturinn
væri strandaöur. Strax var tekið
fram, að ekkert væri að mann-
skapnum um borð og báturinn
væri skammt undan landi.
Þegar i stað var haft samband
við björgunarsveit Slysavarna-
félagsins i öræfum, en formaður
hennar er Páll Björnsson á
Fagurhólsmýri. Strax er sam-
band var haft við hann, sá hann
ljósin á bátnum niöur af Fagur-
hólsmýri, svo ekki þurfti aö leita.
Einnig var haft samband viö
björgunarsveitina á Höfn i
Hornafiröi til vonar og vara.
Sveitirnar voru komnar á strand-
staðinn klukkan um sex og skutu
linu um borð. Um sjöleytið til-
kynnti Hornafjarðarradió aftur
til Slysavarnafélagsins, að skip-
stjóri Andvara hefði haft sam-
band við radióið og tilkynnt, að
allir skipverjar væru nú komnir i
land og hann væri að fara frá
boröi.
Farið var með skipverja upp að
Fagurhólsmýri og Hofi, þar sem
þeir dvöldu i nótt. 1 morgun voru
þeir aö tygja sig til að fara niður
að strandstaðnum, en Andvari
hafði þá hreyfzt og lá flatur fyrir
sjóganginum. Hann er 100 lesta
skip, smiðaður i Djúpuvfk i
Sviþjóð 1946, og hét áöur Hafþór
RE.
Þegar strandið varð, var aust-
an andvari en talsvert brim við
ströndina. Fleiri bátar voru úti
fyrir, en komust ekki til hjálpar
Andvara vegna grynninga, en
hann lá um 50 metra frá strönd-
inni.
— SH.
Árangurslaus leit í Keflavík
— ferill Geirfinns
kannaður
Skipulögð leit var í
Keflavík um helgina að
Geirfinni Einarssyni, en
án árangurs. Leit verður
haldið áfram i dag á af-
mörkuðum svæðum.
Haukur Guðmundsson rann-
sóknarlögreglumaður sagði i
viðtali viö Visi i morgun, aö
reynt yrði meö nákvæmri
rannsókn á högum Geirfinns að
finna einhverja hugsanlega
orsök fyrir hvarfi hans.
Af þvi tilefni hafa nokkrir ver-
ið yfirheyrðir.
Ennþá er lýst eftir manninum
sem kom inn i Hafnarbúðina kl.
22.30 á þriöjudagskvöld og fékk
að hringja.
Þá er heldur ekki talið að allir
hafi gefið sig fram, sem komu
inn i Hafnarbúðina á timabilinu
frá kl. 20 til 23 á þriðjudags-
kvöldið. — ÓH.
Kafarar úr Björgunarsveitinni Stakki og Hjálparsveit skáta f
Njarðvikumslæddu höfnina I Keflavlk um helgina án árangurs.
Ljósm. VIsis: BG.
Rfkið taki ekki frá aðalatvinnuvegunum
Samþykkt flokksráðs-
og formannaráðstefnu
Sjálf stœðisf lokksins
Rikisvaldið beitir virkri hag-
stjórn, ekki sizt vift fjárlaga-
gerft, tii aft stuftla að efnahags-
legu jafnvægi og atvinnuöryggi.
Opinberum framkvæmdum
verfti hagaft þannig, aft þær
dragi ekki til sfn fjármagn og
vinnuafl frá undirstöðuatvinnu-
vegunum. Tekjuöflun rikisins
verfti einfölduft og beinir skattar
lækkaftir verulega.
Þessi stefna var samþykkt á
flokksráðs- og formanna-
ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins
um helgina. Ennfremur var
samþykkt að taka skuli upp
staðgreiðslukerfi skatta og
virðisaukaskattur leysi sölu-
skatt af hólmi. Verðmyndun
verði gerð frjáls með eftirliti
neytenda og heilbrigð sam-
keppni komi i stað núverandi
verðlagseftirlits, sem löngu sé
úrelt.
Hamla skuii gegn óhóflegri
þenslu, hagur sparifjáreigenda
verndaöur og i þvi skyni verði
beitt sveigjanlegri vaxtastefnu.
Þá skuli leita leiða til að örva
frjálsan sparnað og meðal
annars komiö á fót frjálsum
veröbréfamarkaði.
Bæta skuli vinnuað ferðir við
kjarasamninga og kjaramálum
komið I annað horf með endur-
bótum á visitölukerfinu. Sett
veröi rammalöggjöf um starfs-
semi lifeyrissjóða.
Alyktunin eru 5 þéttritaðar
siður að sögn Sigurðar Hafstein
framkvæmdastjóra flokksins I
morgun. Lýst er fullum
stuöningi við rikisstjórnina og
fjallað um helztu málaflokka,
svo sem landhelgismál, byggða-
mál, iðnaðar-, húsnæðis-, skóla-
og heilbrigðismál og loks al-
menn málefni, auk efnahags-
mála.
Fundurinn fjallaði um stjórn-
málaviðhorfið og stefnu
flokksins, og var unnið i 10
starfshópum, sem hver hafði
sinn málaflokk.
-HH.