Vísir - 28.11.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 28.11.1974, Blaðsíða 3
Vfsir. Fimmtudagur 28. nóvember 1974. 3 Kristján harðorður: // EIUFÐARSTUDENTAR71 RÆGJA ÚTVEGSMENN „Að undanförnu hafa útvegsmenn mátt þola gegndarlausan áróður gegn starfsemi sinni í fjölmiðlum, einkum í rikisútvarpinu," sagði Kristján Ragnarsson for- maður stjórnar Lands- sambands íslenzkra út- vegsmanna á aðalfundi L.I.U. í gær. ,, Hefur þessa gætt i hinum ótrúlegustu dagskrárliöum, eins og barna- og unglingaþáttum. Svo viröist sem þeir gangi lengst i þessu efni, sem komizt hafa upp meö þaö að sitja lang- dvölum á skólabekk, án sýnilegs námsárangurs, en fengiö náms- lán til þess aö þurfa ekki aö vinna og fengiö þvi hærri lán, sem þeir hafa unnið minna....” ,,AÖ undanförnu hefur þetta fólk svo lagt sig fram um aö litillækka það fólk, sem aö framleiðslustörfum vinnur,” sagði Kristján, „og i þvi sam- bandi vanvirt menningu þess og lifsviðhorf.” „Ég geri þetta að umtalsefni hér, vegna þess að við höfum ástæðu til að veita þessu athygli og okkur er skylt að veita þvi viönám. Það gerum við bezt með þvi að kynna fyrir þjóðinni þá starfsemi, sem unnin er i hinum ýmsu sjávarþorpum þessa lands og gera henni grein fyrir, að hagsæld hennar er komin undir þvi, að fólk vinnur þau störf, sem mestu fram- leiðsluverðmætin skapa.” -HH. íslenzkir skótar undirbúa alheimsmótið í Noregi: Þar er kvenfólki bannaður aðgangur tsland tekur i fyrsta skipti þátt i þvi að halda alheimsmót skáta á næsta ári. Það verður haldið i Noregi, á vegum allra Norður- landanna. Liklega llta rauðsokkar þetta mót stóru hornauga, því þar er kvenfóiki meinaður aðgangur. Svo hefur veriö alla tið, siöan fyrsta Jamboree mótið (en svo nefnast alheimsmótin) var haid- ið. Að sögn Harðar Zóphonias- sonar, sem er I undirbúnings- nefnd mótsins hér heima, eru is- lenzkir skátar himinlifandi yfir þessu tækifæri, sem gefst þarna til þess að komast á Jamboree mót. Mótin eru haldin fjórða hvert ár. En oft oftast hafa þau verið haldin svo langt i burtu, að fæstir hafa haft efni á þvi að sækja mótin. Astæðuna fyrir þvi, að skáta- stúlkur sækja ekki þetta mót, sagði Hörður vera þá, að það væri alheimssamband drengjaskáta, sem héldi þaö. Þótt viöa um lönd væri búið að sameina stúlkna- og drengjaskáta ifélögum, væri ekki svo um alheimssamböndin. Mótiö i Noregi á næsta ári hefur hlotið nafnið Nordjamb '75. Búizt er við 15 þúsund skátum á mótið, frá tæplega 1000 löndum. Sem dæmi um umsvif mótsins má nefna, að heildarkostnaður við það er 200 milljónir króna. Umsóknarfrestur skáta hér- lendis til að sækja mótið rennur út núna um helgina, þ.e. 1. desem- ber. -ÓH. Þeir Ingólfur Armannsson skáta- foringi á Akureyri og Arnlaugur Guðmundsson, sem situr i móts- stjórn alheimsmótsins fyrir ts- land, kynda hér bál af mikilli leikni — að skátasið. BOÐA TRÚ MEÐ SÖNG A þriöjudagskvöldiö hélt sænski kórinn Choralerna tónieika I Há- skólabiói fyrir fullu húsi ánægðra áheyrenda. Fluttu þau um tveggja tima efni og var seinni hlutinn flutningur á verki þeirra „Lifandi vatn”, sem þau hafa orðiö hvað frægust fyrir, en þaft hafa þau flutt siðan vorið 1973 i sjónvarpi og i ýmsum borgum Evrópu og Ameriku. Upphaf kórsins var um tuttugu manna hópur ungs fólks i litla bænum Nassjö á Smálöndum, sem byrjaði að syngja saman fyr- ir sex árum. Seinna fluttu þau sig til Gauta- borgar og hópurinn stækkaði og er nú um fjörutiu manns, að með- töldum tæknimönnum ljósa og hljóðs. Kórfélagarnir koma úr ýmsum atvinnustéttum, læknar, iðnaðar- menn, hjúkrunarkonur, kennarar og námsfólk, en öll eiga eitt sam- eiginlegt, en það er trúin á Jesúm Krist. Þau heyra ekki öll undir sömu kirkju, heldur eru þarna meþódistar, babtistar, lútherstrúarmenn og fleiri. Hópurinn hóf söngferðalag sitt i Danmörku. Þaðan var fariö um Þýzkaland, Holland, Luxem- bourg og siðan til Bandarikjanna. Feröazt varumisextán riki á sex vikum I langferðabilum og haldn- ir konsertar. Leiðin sem þau fóru var um 16.500 kilómetrar og sögð- ust þau oft hafa þurft að sofa i rútunni og oft verið þreytt. 1 Hol- landi voru teknir upp tveir 40 minútna sjónvarpsþættir og tveir 30 minútna þættir fyrir sjónvarþ i Bandarlkjunum. Hljómleikarnir eru orðnir 34 það sem af er ferð- inni. Lars Mörlid, sem er nokkurs konar umsjónarmaöur fyrir hóp- inn, taldi ferðalagið hafa verið mjög þroskandi og hafa tengt Sænski kórinn syngur i Háskólabiói I fyrrakvöld (Ljósm. Vfsis Ragnar) hópinn mjög sterkum böndum. Hann syngur hlutverk Jesú I Lif andi vatni og hefur einnig gefið út sólóplötu i Sviþjóð. Sagði hann, að hópurinn notaöi sönginn á sama hátt og ræðumað- ur ræöuna, til að fá fólk til að hrif- ast með og trúa. Taldi hann að ferðin hefði borið þó nokkurn árangur i þvi að leiða fólk til kristinnar trúar. Visir rabbaði smástund við Peter Sandwall sem stundar tón- listarnám i Gautaborg og er pianóleikari hópsins, en hann hef- ur samið söngleikinn Lifandi vatn. Sagði hann, að verkið væri byggt á Jóhannesarguðspjalli, textarnir væru úr bibliunni og fjölluðu I sjö þáttum um fund Jesú viö ýmsar persónur úr Bibli- unni og samtöl hans við þær. Sagði hann ab þau samtöl þýddu engu siður hvaö Jesús vill segja fólki I dag. Héðan flaug hópurinn á mið- vikudagsmorgun til Skotlands. Munu þau koma fram þar og I Englandi og Irlandi. Siðustu tvær vikur feröarinnar munu þau ferð- ast um stærstu borgir Englands meö Cliff Richard og vinna upp einhvers konar efni með honum. Að siðustu halda þau tvo kon- serta i Royal Albert Hall en aö þeim loknum halda þau heim og taka hvert til sinna starfa. — JH Þrír hermenn í haldi vegna fíkniefnasölu Þrir hermenn sitja nú í haldi á Keflavikurflug- velli, eftir að piltar úr Keflavík höfðu bent á þá sem fíkniefnasala. Málið hófst slöastliðinn mánudag, er tveir islenzkir pilt- ar voru handteknir af lögregl- unni i Keflavik. Piltarnir játuðu að hafa átt viöskipti við her- mann á flugvellinum og fengiö hjá honum nokkurt magn af fikniefnum af og til. Lögreglunni á flugvellinum var gert aðvart um málið, og fór hún til heimilis umgetins Bandarikjamanns á flugvellin- um og handtók þar þrjá her- menn. Við húsleit fannst ekkert af fikniefnum að undanteknum einum smáköggli, sem fannst á einum hermannanna. Bandarikjamenn hafa ekki viðurkennt að hafa haft undir höndum fikniefni aö nokkru ráði. Dómsrannsókn I málinu hefst von bráöar, en málið er nú I höndum lögreglunnar á Kefla- vikurflugvelli. Allar staðreyndir málsins liggja ekki fyrir enn og likur eruá, að hér sé mjög umfangs- mikið mál i uppsiglingu. —JB HVERS VEGIMA EKKI JÓLAFÖTIN STRAX? Nýbúnir að fó mikið úrval af TERRA fötum, Manhattan skyrtum, kuldajökkum og mörgu fleira

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.