Vísir - 28.11.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 28.11.1974, Blaðsíða 8
Guöni Stefánsson/ formaður knattspyrnudeiidar Breiða- bliks: „Þetta er stórmál og það þarf að athuga það betur áður en eitthvað er gert. Þvi tel ég persónulega, að þetta sé of snemmt, og vinnubrögð- in hjá KSl heldur vafasöm. Við þurfum fyrst að fá fleiri og betri velli — þeir eru að visu að koma, en ekki nægilega margir og nógu góðir. En það kemur að þvi að við verðum að fjölga, hvenær sem það verður”. Hafsteinn Guðmundsson, formaður iþróttabandalags Kef lavíkur: ,,Ég get ekki talað fyrir hönd IBK, þvi þetta hefur ekki verið rætt hér hjá okkur. Þetta hefur bæði kosti og galla i för með sér og mér finnst rétt að ræða gaumgæfilega um þá á þinginu. Einnig að ræða um hvort þessi leið sé rétt, sem KSl stingur upp á. Ég er viss um að félögin hefðu hag- að sér öðruvisi i sumar, ef þau hefðu vitað um þessa fjölgun — örugglega liðin sem voru i 2. deild. Svo er spurningin hvort við séum tilbúnir að taka við þessu. Vellirnir eru ekki nógu margir né nógu góð- ir. Ef t.d. Haukar fara upp verða 19 leikir I Kaplakrika, sem er malar- völlur og erfitt að selja inn á. Ég er að vissu leyti fylgjandi fjölgun en ekki sama um hvernig hún er framkvæmd né hvenær”. Stefán Runólfsson, formað- ur iþróttabandalags Vest- mannaeyja: ,,Ég get ekki svaraö fyrir okkur i Eyjum, þar sem við hóíum ekki rætt þetta okkar á milli. En min stefna er algjört nei viö fjölgun. Við höfum of stutt sumar til þess og leikmennirnir eru of hart keyrö- ir fyrir og ekki bætandi á þá. Sumarið er alveg nógu áskipað hjá þeim og ég efast um að þeir geti staðið undir fleiri leikjum. Ég endurtek það að þetta er min per- sónulega skoðun”. ólafur Sigurgeirsson, for- maður knattspyrnudeildar Hauka: ,,Við erum búnir að ræða þetta mál og halda fund með leikmönn- unum okkar. Við erum allir með þvi að það verði fjölgað, en erum ekki ánægðir með hugmyndina hvernig á að gera það. Við teljum að ef á að keppa um þessi tvö sæti i 1. deild eigi Þróttur, Haukar og Akureyri að keppa um sætin, en ekki að Akureyri fái að halda sinu sæti og við hin tvö félög- in að slást um þetta eina. Það telj- um við óréttlátt þvi við urðum númer tvö i deildinni en Akureyri féll úr 1. deild”. , Hilmar Svavarsson, for- maður knattspyrnudeildar Fram: „Við höldum fund um málið i kvöld og er þetta þvi min persónu- lega skoðun. Ég tel það ekki tima- bært að fjölga i deildinni og tel gall- ana á þvi vera fleiri en kostina. Keppnistimabilið er nógu langt fyrir og álagið mikið. Þá finnst mér vafasamt að hleypa liðum inn i deildina, sem hafa ekki boðlega velli —malarvelli sem ekki er hægt að selja inn á og annað eftir þvi. Verður það ekki iþróttinni til fram- dráttar nema siður sé, þvi menn fá enga ánægju af þvi að leika né að horfa á leikina við slik skilyröi”. Þœr hollenzku betri, en litlu munaði í lokini Litli Doninn óstöðvandi! varð að sætta sig við 2:0 tap á heimavelli fyrir Banik Ostrava frá Tékkóslóvakiu. Þá gerði Dukla Prag það ekki siöur gott i gærkveldi með þvi að sigra FC Twente frá Hollandi 3:1. Skoruðu Tékkarnir öll mörkin i fyrri hálf- leik. Þessi lið mætast aftur 11. desember og verða þá 8 liö eftir i UEFA keppninni eins og hinum tveim Evrópumótunum — en leikirnir i 8 liða úrslitunum fara fram i marz á næsta ári. -klp- ÚRSLITIN Úrslit i einstökum leikjum i UEFA keppninni i gærkveldi urðu sem hér segir: Derby Englandi — Valez Mostar Júgóslaviu 3:1 Napoli ítaliu — Banik Ostrava Tékkoslóvak. 0:2 SV Hamborg V. Þýzkl. — Dynamo Dresden A.-Þýzkl. 4:1 Partizan Júgóslaviu — FC Köln Vestur-Þýzkal. 1:0 Dukla Prag Tékkoslóvak. — FC Twente Hoilandi 3:1 Juventus ítaliu — Ajax Hol- landi 1:0 Borussia Mönchgl. V.-Þýzkal. — Real Zaragoza Spáni 5:0 FC Amsterdam Iiollandi — Fortuna Vestur-Þýzkal. 3:0 Þeir Hörður Harðarson, vita- skytta Armanns, og Kristinn Pedersen, markvörður, urðu sig- urvegarar i vltakeppni 1. deildar- liðanna I handbolta eftir lands- leikinn i Laugardalshöll i gær- kvöldi. Þeir léku til úrslita við 1R, sem var með Hörð Hákonarson og Jens Einarsson I marki — og Hörður vann þvi Hörð og Ármann sigraði 4-2. Hvort lið fékk fimm vitaköst. 1 fystu keppninni 'vann Fram- FH 5-4, þar sem Guðmundur Sveinsson skoraði úr öllum vitun- um, en Þórarni Ragnarssyni mis- tóksteitt. Þá vann Ármann Hauka 5-4, Kristinn varði eitt skot frá Stefáni Jónssyni. Grótta vann Val 5-3, en Víkingur mætti ekki til leiks gegn 1R. 1R vann svo Fram eftir fram- lengingu (4-4)7-6, og Armann vann Gróttu 4-3 I hinum leiknum I undanúrslitunum. I úrslitum vann Ármann svo örugglega.- Markvörður Gróttu, Guðmundur Ingimundarson, varöi flest vita- köst markvarða. -hsim. Steindór Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri íþrótta- bandalags Akureyrar: „Við hér á Akureyri teljum það orðið timabært að fjölga, og vonum aö það verði samþykkt á fundinum um helgina. Erlendu þjálfararnir sem hér voru I sumar bentu allir á nauðsyn þess að fjölga liðum i deildinni og ég er sammála þeim. Lið, sem er óheppið vegna meiðsla eða af öðr- um orsökum i 3 til 4 fyrstu leikjun- um i deildinni, er hreinlega úr leik vegna þess að leikirnir eru of fáir. Menn mega ekki aðeins horfa á árið 1975 heldur fram i timann. Þegarfjölgaðvar 1959 voru menn á móti þvi, en ég sé ekki betur en að sú fjölgun hafi tekizt vel, og þvi ætti ekki þessi að gera það lika”. Björn Gíslason, formaður knattspyrnudeildar Selfoss: „Ég er samþykkur þvi að fjölga i deildinni og láta þá tvö lið fara upp á milli deilda á hverju ári. Knatt- spyrnan i 2. deild hefur verið á heldur lágu plani undanfarin ár og aðsóknin léleg þrátt fyrir marga góða leiki. — Holland sigraði í fyrri landsleiknum í Laugardalshöllinni í gœrkvöldi með 10-9 íslenzka kvennalandsliðiö i handboltanum stóð sig vonum framar i landsleiknum við Hol- íand i Laugardalshöllinni I gær- kvöldi. Að visu tap — en aöeins með einu marki — og það var litið gegn liði, sem greinilega stóö mun framar okkar — liöi, sem I tvö siðustu skiptin hefur komizt I lokakeppni heimsmeistarakeppni kvenna. Lokatölur 10-9 fyrir Hol- land og i kvöld I Hafnarfirði mætast liðin á ný. Þrjár breytingar hafa verið geröar á Islenzka liðinu fyrir þann leik. íslenzka liðiö byrjaði þó skinandi vel — komst i 3-1 eftir aðeins 5 min. Erla Sverrisdóttir jafnaði fyrsta mark Hollands úr vitakasti — siðan skoraði Arnþrúður Karlsdóttir tvö falleg mörk úr hornunum. En eftir að Erlu hafði mistekizt vitakast fóru þær hollenzku að siga á. Nel Martens, langbezta handknatt- Björg Jónsdóttir, fyrirliði Is- lenzka landsliðsins, (til vinstri) reynir langskot, sem markvörður Hollands varði. Þær hollenzku á linunni brosa, þegar boltinn var varinn. Ljósmynd Bjarnleifur. leikskonan I leiknum, skoraði þrjú næstu mörk leiksins. Eftir 19 mln. var staðan orðin 5-3 fyrir Holland, en minútu siðar tókst Erlu að skora fjórða mark Is- lands. Liðið hafði þá ekki skorað mark i 15 minútur. I leikhléi var staðan 8-6 fyrir Holland — en byrjunin i siðari hálfleiknum var góð hjá íslandi. Arnþrúður skoraði tvivegis — fyrst viti,'Og jafnaði I 6-6. Holland komst I 7-6, en fyrirliðinn Björg Jónsdóttir jafnaði — en siðar urðu henni á mistök, sem kostuðu mark. Missti boltann beint til Martens úr aukakasti og sú hollenzka brunaði upp og skoraði. Næsta mark Hollands kom einnig úr hraðaupphlaupi, og Holland komst i 10-7 eftir vitakast. I lokin réttu íslenzku stúlkurnar talsvert sinn hlut og skoruðu tvivegis — Guðrún Sigurþórsdóttir og Arnþrúður — en hollenzka liðið var ekki hið sama I lokakafla leiksins, þar sem Martens meidd- ist og lék ekki meira með. Hollenzka liðið lék mun hraðar og sendingar voru fastari, en það voru þó fyrst og fremst hraðaupphlaupin, sem gerðu út um leikinn. Þar er Martens snillingur —og þær Pottuijt, Els Boesten og Gretha Balstra komu næst henni I liðinu. Hjá Islandi bar Arnþrúður af — og hef ég ekki i annan tima séð hana leika betur. Björg og Erla eru góða leikkonur, en fengu að þessu sinni ekki nógu mikið út úr leik sinum. Þá var Guðrún hættuleg, þegar hún fór út i hornin. Markvarzlan var ekki nógu góð — en varnarleikurinn hins vegar aðall liðsins. Mörk Hollands skoruðu Martens 4, Pottuijt 3 (2 viti), Puts 1, de Kok 1 og Boesten 1. Fyrir ts land skoruðu Arnþrúður 5 (2 vlti), Erla 2 (1 viti), Björg 1 og Guðrún 1. 1 kvöld verða þrjár breytingar gerðar á islenzka liðinu. Þórdis Magnúsdóttir, Viking, Jóhanna Halldórsdóttir Val, — þær leika sinn fyrsta landsleik — og Sigrún Guðmundsdóttir Val, sem leikur i kvöld sinn 17. landsleik og jafnar þar með landsleikjamet Rutar Guðmundsdóttur,Ármanni, koma i stað Jónínu Kristjánsdóttur, KR, öldu Helgadóttur, Breiða- bliki, og Elinar Kristinsdóttur, Val. — Þórdis leikur sinn fyrsta landsleik I marki, en hún er systir hins kunna handknattleiksmanns 67 heimsmet þess sterkasta! Sovétmaðurinn Vasili Alexeyev setti sitt 67. heimsmet i lyftinga- keppni „sterkustu manna heims”, sem háð var i London I gærkveidi, jafnhenti 242,5 kfló, sem er hálfu kflói meira en gamla metiö, sem hann átti sjálfur og setti I siðasta mánuði. Flestum af beztu lyftingamönn- um heims I yfirvigt var boðið til þessa móts, og sigraði Alexeyev með yfirburðum. Hann var með samtals 420 kiló — 242,5 kg. og 177,5 kg. — Næstur kom landi hans Analhek Enaldiev með samtals 402,5 kg, en aðrir keppendur komu þar þó nokkuö á eftir. Jóns Hjaltalin Magnússonar, Vlking / Lugi. -hsím Stoke í 3ja sœti Stoke sigraði QPR I 1. deiidinni ensku I gær 1-0 á heimavelli sinum og færðist við sigurinn upp I 3ja sæti á töflunni. Er með 23 stig, eins og Liverpool, en einu stigi á eftir efsta liðinu, Manch. City. 1 4. umferð deildabikarsins sigraði Norwich Sheff. Utd. 2-1 eftir framlengingu og leikur þvl á heimavelli við Ipswich I 8-liða úrslitum. 1 Texakó-bikarnum sigraöi Southampton Newcastle 1-0 I fyrri úrslitaleik liðanna. Tottenham sigraði Rauðu stjörnuna, Belgrad, 2-0 i gærkvöldi I ágóöaleik fyrir Alan Giizean. t FA-bikarn- um urðu úrslit þessi: Tooting-Crystal Palace 1-2, Ashford - Walshall 1-3, Marine (áhugamannalið i LiverpooK — Rochdale 1-2, Lincoln-Pott Vale 2-0.1. deild iSkotlandi Dundee Utd. - Aberdeen 4-0. Neil Young, sem lengi lék með Manch. City, en fór siðan til Preston, skoraði sigurmark Rochdale gegn Marine. -hsim. Minnsti leikmaðurinn i vestur- þýzku knattspyrnunni, Daninn Alian Simonsen, var maðurinn á bak við stærsta sigurinn i 16 liöa úrslitum UEFA keppninnar I knattspyrnu, sem leikinn var I gærkveldi. Þá voru leiknir átta leikir og varsástærsti5:0. sigur Borussia Mönchengladbach frá Vestur- Þýzkalandi yfir spánska liðinu Real Zaragoza. Simonsen skoraði strax á 8. min. leiksins og aftur rétt fyrir hálfleik. I siðari hálfleik tók Josef Heynckes við og skoraði næstu tvö mörk en Dieter Bonhof skoraði það fimmta og siðasta. Vestur-Þjóðverjar áttu þrjú lið fyrir utan Borussia i eldlinunni i UEFA keppninni i gærkveldi. SV Hamburg vann einnig stórt — tók Dynamo Dresden frá Austur- Þýzkalandi 4:1, og skoraði Daninn Björnemose tvö af mörk- um Hamborgarliðsins i i leiknum. Hin vestur-þýzku iiðin töpuðu bæði — Köln fyrir Partizan frá Júgóslaviu 1:0 og Fortuna fyrir FC Amsterdam frá Hollandi 3:0 — Bæði léku þau úti en Borussia og SV Hamburg voru á heima- velli. Juventus frá ítaliu marði sigur gegn Ajax frá Hollandi. Damiani skoraði eina mark leiksins á 19. minútu en hitt italska liðið i keppninni, Napoli Með þvi að fjölga ætti að koma gróska i 2. deildina eftir nokkur ár, þvi þá verða þar ætið nokkur lið, sem hafa leikið i 1. deild, og hafa þvi þann gæða- stimpil á sér. Það þýðir ekki að standa og biða og hugsa um málið — það verður að gera eitthvað róttækt og til þess er tækifæri á ntesta þingi”. Hans Guðmundsson for- maður knattspyrnudeildar Vals: „Við höfum rætt þetta hjá Val en ekki myndað okkur heildarskoöun. En ég er persónulega fylgjandi fjölgun og þá að tvö lið fari upp og tvö niður á hverju ári. Auk þess að markatalan verði látin ráða. En það er frumskilyrði, aö leikirnir fari fram á almennilegum völlum — sérstaklega leikirnir i 1. deild. Að visu getur það alltaf kom- ið fyrir að einn og einn leikur þurfi að fara yfir á möl, en ótækt með öllu, að sum liðin geti ekki né vilji ekki bjóða upp á annað en malar- velli”. —klp— Sigurvegarar Armanns I vltakastskeppninni. Hörður Harðarson (til vinstri) og Kristinn Pedersen. Ljósmynd Bjarnleifur. Varamennirnir bjðrguðu Derby Derby County lenti i hinum mestu erfiðleikum með hið óþekkta, júgóslavneska liö Velez Moster á heimavelli slnum i UEFA-keppninni I gær. Það var ekki fyrr en Derby hafði sett inn tvo varamenn aö sveifla kom I leik liðsins. Það skoraði þrivegis siðustu 18 minúturnar. Vladic náði snemma i leiknum forustu fyrir júgóslavneska liðið — og þannig stóð þar til á 72. min. að Jeff Bourne, sem kom inn i stað Davies, jafnaði. Alan Hinton — hann kom inn fyrir Francis Lee — kom Derby svo i 2-1 og rétt i lokin skoraði Bourne þriðja mark Derby. Ahorfendur voru 26.131 og voru þeir engan veginn ánægðir með leik sinna manna, sem voru lengi aö komast I gang. En eftir þessi úrslit ætti Derby að hafa góöa möguleika að komast i 8-liða úrslitin. —hsím. Arnþrúöur Karlsdóttir, Fram skoraði Hmm mörk I leiknum I gærkvöldi. A myndinni er hún frl á linu og skorar fyrsta mark islands I leiknum. Ljósmynd Bjarnleifur. Hörður vann Hörð Fyrirgefðu, get ég fengið eiginhandaráritun. Ég er ferðamaður sem elskar Gunnlaugur Magnússon, formaður knattspyrnudeild- ar FH: „Ég veit ekki — FH sem slikt hefur ekki tekið afstöðu til þessa máls. Málsmeðferðin er öll hin furðulegasta að minu viti og ekki rétt. Ef á að fjölga finnst mér að Haukar og Þróttur eigi að fara beint upp i 1. deild, en Akureyri verði i 2. deild. Þá finnst mér rétt aö málefni 2. deildar verði könnuð betur, þvi það er dýrt að vera i deildinni ” Vilhelm Andersen, formað- ur knattspyrnudeildar Vík- ings: „Ég tel aö það veröi knattspyrn- unni til góös ef við fjölgum, og að tillagan eigi skilyrðislaust rétt á sér, enda hefur hún stuðning okkar Vikinga. Ég tel ekki ástæðu til að fjölga á tveim árum eða á annan hátt, þvi við það mun spennan i deildunum minnka. Þetta er ágætt, eins og það er fyrirhugað, enda ekki hægt að gera það á annan hátt úr bessu”. Haraldur Sturlaugsson, for- maður knattspyrnudeildar í A: „Það hefur enginn fundur verið um þetta mál hjá okkur Akur- nesingum. En min persónulega skoðun er, að það sé þegar nóg um leiki og álagið á leikmenn allt of mikið. Við erum ekki atvinnumenn og það þarf að taka tillit til leik- mannanna eins og annars i sam- bandi við þetta. Þá er sumarið hjá okkur það stutt, að ef við fjölgum liðum verða leikirnir það margir að það verður aö byrja á þeim snemma i mai leika langt fram á haust,það þýðir margir malarleikir og af þvi eru hvorki leikmenn né áhorfendur sérlega hrifnir”. Sveinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildar KR: „Mitt persónulega álit er, að það sé æskilegt að fjölga, en spurningin er, hvort við séum tilbúnir til að gera það núna. Ég er hræddur um að kvótinn sé oröinn fullur hér i Reykjavik og ná- grenni með Evrópuleikjum, lands- leikjum og öðrum aukaleikjum. Þá er ég ekki ánægður með fram- kvæmdina á þessu — það heföi átt að búa betur um þetta og láta félög- in keppa aö þessu marki hægt og rólega. En það kemur að þvi að við verð- um að fjölga, hvort sem það verður nú eða ekki”. Helgi Þorvaldsson, formað- ur knattspy rnudei Idar Þróttar: „Við Þróttararnir erum allir með fjölgun, en á móti þvi að Akureyri haldi sæti sinu i deildinni keppnis- laust. Danir voru að fjölga I deildunum hjá sér nú i haust, og þá fóru neðstu liðin niður en hin komu upp — bæði þau sem áttu að fara upp og einnig liðin sem bætt var við i deildirnar.Þannigá aö gera þetta. Ég er bjartsýnn á að samþykkt verði að fjölga, en reikna með aðdeilurnarverði miklar á þinginu, enda eru skiptar skoðanir um þetta mál. En það er öruggt að við verð- um að fara að fjölga, ef knatt- spyrnan á ekki að koðna niður hjá okkur”. Á ársþingi Knattspyrnusambands (slands, sem haldið verður um næstu helgi, verða mörg stórmál á dagskrá. Þar ber hæst tillögu, sem núverandi stjórn KSI leggur fyrir þingið, og er um fjölgun liða i 1. deild og bráðabirgða- ákvæði um framkvæmd hennar. Reglugerðin er að mestu sniðin eftir gömlu reglugerð- inni, er samþykkt var árið 1958, er f jölgað var úr 6 liðum í 8 í 1. deild. Breytingarnar, sem nú eru gerðar, eru i því fólgnar, að í stað 8 liða í 1. deild verði þar 10 lið, og í 2. deild 8 lið. Þá seg- ireinnig aðtvö liðskuli flyjast á milli deilda á hverju ári — tvö neðstu liðin í 1. deild falli í 2. deild og tvö efstu liðin í 2. deild fari upp í 1. deild.Neðsta liðið í 2. deild falli niður í 3. deild, en sigurvegarinn i3. deildarkeppninni, sem skal vera leikin í riðlum eins og verið hefur, komi upp i 2. deild í staðinn. Þá er nýtt ákvæði, sem segir að markatala skuli ráða röð liða i deildunum, en til þessa hefur ætíð farið fram auka- leikur, ef lið hafa verið jöfn í efsta og neðsta sæti. I bráðabirgðaákvæði, sem fylgir þessari tillögu, er sagt, að liðið, sem varð í neðsta sæti i 1. deild í ár — Akureyri — haldi sæti sínu þar, en Haukar og Þróttur, sem urðu jöf n í 2. deild— á eftir FH — skuli leika um tíunda sætið i deildinni. ísfirðingar haldi sínu sæti í 2. deild, og liðið sem varð í öðru sæti í úrslitakeppninni í 3. deild — Reynir f rá Árskógs- strönd — komi uppí2. deild til að þar séu átta lið. Mjög skiptar skoðanir eru meðal knattspyrnuforustu- manna um ágæti þessarar tillögu, en aftur á móti eru knattspyrnuunnendur almennt hrifnir af henni. Forustan skiptist í þrjá hópa — sumir alveg á móti, aðrir eindregið með og nokkrir á báðum áttum. Er því Ijóst, að þetta mál verður stóra málið á þinginu, þótt fyrir því liggi mörg önnur athyglisverð mál, auk þess sem formanns og stjórnarkjörið getur orðið allsögulegt. Við höfðum samband við nokkra forustumenn knatt- spyrnunnar í landinu, og spurðum þá álits á fjölgun í deildinni, og þessari nýju tillögu stjórnar KSI. Svörin bera vott um átökin, sem verða'á þinginu, þegar þetta mál kem- ur til umræðu, en þau voru á þessa leið: Á AÐ FJÖLGA f 1. DEILD NÆSTA SUMAR?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.