Vísir - 28.11.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 28.11.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Fimmtudagur 28. nóvember 1974. visntsm: Þykir yður góður - hákarl? Bragi Eggertsson, húsgagna- smiöameistari: — Já, ef islenzkt brennivin er með. Ég vil hann helzt frá Vopnafiröi, þaðan fær hann beztu meömælin. Sigurbergur Hávarösson, út- varpsvirki: — Já, mér finnst hann ágætur. En þaö er skilyröi aö islenzkt brennivin sé með honum. Þorsteinn Gunnarsson, stýri- mannaskólanemi: — Ég er ekkert hrifinn af honum. En það má éta hann ef hann er sæmilega verk- aöur. Guömundur Karlsson, sölu- maöur: — Ég hef bara aldrei smakkað hann. Mér finnst lyktin svo vond aö ég hef aldrei lagt i hann. Jónas Jónsson, leigubifreiöar- stjóri: — Ja, þaö fer nú eftir þvi hvernig hann er verkaöur og hvaö hann er gamall. Þaö sem kallaö er glerhákarl finnst mér bezti há- karlinn. Hann veröur svona gul- grænn á litinn og eiginlega glær. Gunnar Jóhannsson, sendill: — Ég hef aldrei smakkaö hann, lyktin er alveg hræðileg. Þá vil ég heldur brennivinið. BaaMBBBaam LESENDUR HAFA ORÐIÐ Orð í eyru Arnar frá Bjögga Björgvin Halldórsson hljóm- listarmaöur skrifar: Hr. örn Petersen. Ástæðan fyrir þvi að ég skrifa ÞINUM EYRUM er sú aö leið- rétta hrapallegan misskilning sem þér hefur oröið á i dómum á vissum plötum. Ef þú skoðar velplötuna Diggy-Liggy-ló (þaö er að segja plastið sjálft) þá sérðu strax aö þaö eru ekki Hljómar sem eru skrifaöir fyrir þvi, heldur hljómsv. Ðe Lónli blú bois, hin dularfulla. Svo segir þú að lagið Diggy-Liggy-ló sé stoliö. Ég verð aö biðja þig um að lesa plötuna enn þá betur og þá séröu að bæði lögin eru er- lend, og það tekið skýrt fram. Þau er túlkuð af Ðe Lónli blú bois en ekki stolin, og ég sem hélt að þú kynnir að lesa. Heitið á laginu á B hliö plötunnar er Kurrjóðaglyöra en ekki Kurrjóðaglyðja, og það ern 30 mjög sniðug nýyröi i þvi lagi. Já lagsmaður, það eru Ðe lónll blú bois en ekki Hljómar. t þættinum tiu á botninum, c fyrirgefðu....toppnum, þar notar þú nafnið Lónll blú bois eins og góöur strákur en ekki á slðu þinni I Visi. Af hverju? Yfir höfuð finnst mér plötu- dómar þlnir alveg út I hött. Eins og skrif þin t.d. um plöturnar Walking Man (James Taylor L.P») og Its only rock and roll L.P. (Rolling Stones). Þar segir þú að James Taylor lepji dauðann úr skel. En sú þvæla. Walking Man er ein bezta plata yfirvegað og gott plan. örn þú verður að fylgjast með. Svo er það platan með Rolling Stones. Þar segir þú að vonandi sé sú plata sú siðasta með Eru þaö Hljómar eöa Ðe Lónll blú bois sem syngja og leika ú nýju tveggja laga plötunni sem Hljómplötuútgáfan Hijómar gefur út? hans að minu mati og sýnir ljós- lega hvað hann er kominn á Stones. Þetta segir þú án þess að gera nokkurn samanburð eða örn Petersen poppskrlfari og plötusnúður telur Hljóma vera Ðe Lónli blú bois. spekúlera neitt um fyrri plötur þeirra og það sem verra er að blásaklausir krakkar úti i bæ trúa þessari þvælu úr þér. Nei örn ég held þú eigir að leggja pennann á hilluna og spila bara „Ekta drykkjuvisur” af plötum fyrir gesti I Klúbbnum. Þú getur alltaf farið á sjóinn eða grafið skurö, en I guðana bænum ekki halda aðra mál- verkasýningu. Mundu bara eitt, að það eru lónll blú bois, lónll blú bois, lónll blú bois.... Ég hélt að þú heföir smásnefil af húmor, en ég sé nú að þú hefur alls engan, enda eru þessi svokölluð músfkskrif þln eins og minningargreinar. Múslkskrif almennt eiga að vera lifandi og viö, en ekki aö drepast úr vosbúð og skelfingu. Maöurinn sem heldur á penn anum á að vera inni i þvi er hann skrifar um en ekki fyrir utan það. Vertu ævinlega blessaður. Af hverju ekki Magnús? við frábæran Magnúsar. flutning Þessa mynd átti að texta, en ekki lesa inn á”. Óánægður skrifar: „Ég varð fyrir ægilegum von- brigðum með þá aðila sem sjá um fræðslumyndirnar hjá sjón- varpinu, þegar ég settist fyrir framan sjónvarpstækið mitt á sunnudagskvöldið. Þá var að hefjast sjónvarps- þáttur frá BBC um fornleifa- uppgröft. Þátturinn hófst, og yfir skjáinn runnu þær gleði- legu upplýsingar að umsjón þáttarins væri I höndum Magnúsar Magnússonar. Ég hugsaði gott til glóðarinnar, þvi Magnús hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir fornleifa- þætti sina, og einnig talar hann frábæra og áheyrilega ensku. En viti menn, upphófst ekki óáheyrilegur upplestur þýðingarinnar á íslenzku! Ég er ekki með þessu að halda þvi fram að þýðandinn hafi flutt mál sitt tiltakanlega illa, heldur þvi, að menn mega halda vel á spöðunum til að flutningur þeirra fölni ekki I samanburði Úlfarsá er ekki í Reykjavík Ibúi á Ulfarsá I MOSFELLS- SVEIT hringdi: „Sigurði Hreiðari hefur aðeins förlazt i skrifum sinum I les- endadálknum á Vísi á þriðju- dag. Þar segir hann, að úlfarsá sé i Reykjavik. Þessari fullyrðingu mótmæli ég harðlega og þykist vita betur. Úlfarsá er nefnilega I Mosfells- sveit og hefur alltaf verið það. Ég borga skatta og önnur gjöld til Mosfellssveitar, og það sama gerir konan min, sem hefur búið hér siðan hún fædd- ist.” Leiður á þögnum í útvarpinu „óþolinmóður” hringdi: „Mikið óskaplega fara þessar þagnir I útvarpinu I taugarnar á mér. Þagnirnar, sem ég er að tala um, koma alls staðar fyrir. Þetta eru að vlsu yfirleitt ekki langar þagnir heldur nokkrar sekúndur, en alveg upp I að vera 20 sekúndur, sem ekki heyrist múkk I útvarpinu. Þagnirnar koma t.d. þegar lag endar og þulurinn er að fara að kynna næsta lag, eða næsta dagskrárlið. Alltaf þarf að liða einhver tlmi þangað til rödd þularins heyrist. Ég hef einnig oft orðið fyrir þvi aö þegar ég er að kveikja á útvarpinu og stilla á útvarp Reykjavlk, þá finn ég ekki stöðina strax, þvi þvi það er hlé. Ég verð ákaflega pirraður undir slíkum kringumstæðum. Kannski er ég bara svona taugaóstyrkur. En það er þá ekki á taugaóstyrkinn bætandi með þessum andsk....þögnum. Rlkisútvarpiö má taka Kana- útvarpið sér til fyrirmyndar. Það er nær undantekningar- laust að útsending þar er stanzlaus. Þulurinn talar um leið og lagið endar. Og ef það verður hlé milli atriða, þá hafa þeir alls konar efni til þess að fylla upp I. Min skoðun er sem sagt sú, að útvarpið eigi að útvarpa efni, en ekki þögnum”.. PRETTAÐIR I VIÐSKIPTUM Kúöá 20.11/74 Fyrir nokkru var hér á ferð fyrir norðan maður að nafni Magnús ólafsson frá Vestur- botni. Flestir tslendingar kann- ast örugglega við hann, að minnsta kosti fólk til sveita, þar sem hann ekur um og selur fólki vörur sinar. Verzlun hans, sem er I yfirbyggðum bll, er full af alls konar skrani, já skrani segi ég. Alla vega hef ég og félagar mlnir ekki kynnzt þvilikri skranbúð. Fengum við að fara inn I verzlun hans að kvöldlagi, bara rétt til að skoða, þar sem hann mátti ekki selja á þeim stað sem hann hafði lagt rút- unni. Er við vorum komnir inn byrjaði hann að reyna að pranga- inn á okkur. Má sem dæmi taka vitamin öll sem hann hafði sjálfur étið svo og svo mikið af. Byrjaði hann að hræða okkur með þvi að við værum með mikið hárlos og ráölagði okkur að kaupa vitamin af sér. Tókst honum að pranga inn á einn okkar vitamini fyrir rúmar þrettán hundruð krónur og átti vítamínið auk þess að virka sem f jörefnameðal. Ráðlagði Magnús honum að taka allt upp I 9 töflur á dag. Er við fórum að spyrja hann hvort hann hefði þetta eftir læknisráði varð hann allbyrstur á svip og sagði að læknar væru glæpamenn. Strák- urinn keypti vítamínið i þeirri góðu trú að ráð Magnúsar ættu við rök að styðjast. Tók hann siðan vitaminið inn, en viti menn, hann fékk svona rosa magaverki og varð allsljór á eftir. Reyndi hann þetta nokkr- um dögum siðar en allt fór á sömu leið. Nú vik ég að sjálfum mér, þar sem mér þykir það miklu verra. Þannig er mál með vexti að ég er með nokkra filapensla eins og það er kallað. Sýndi Magnús mér allstóra túpu og sagði að innihald þessarar túpu myndi drepa filapenslana á svip- stundu. I barnaskap keypti ég þessa túpu. Þetta smyrsl heitir Helosan-Salva og stendur ekki einu sinni hvers lenzkt það er. Hugsaði ég mér gott til glóðar- innar að losna við þennan óþverra og bar á mig I nokkra daga eítir fyrirsögn frá Magnúsi. En þessi óskhyggja mln varð að engu enda ekki nema von þar sem áhrifin urðu á annan veg en ég hafði búizt við. Andlitið roðnaðiallt og varð rauðflekkótt. Mig klæjaði einnig mjög I framan en filapenslarnir döfnuðu vel áfram, ekki einn einasti hvarf. heldur hafa þeir bætzt við. Ég spyr, á að leyfa svona manni eins og Magnúsi frá Vesturbotni að reka verzlun hér á landi ef sala hans er ekkert nema svik og srettir ? Vonast ég til að fólk sem hefur átt viðskipti við Magnús frá Botni láti skoðun sína i ljós. Þökk fyrir. Þorgrlmur óli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.