Tíminn - 15.05.1966, Qupperneq 10

Tíminn - 15.05.1966, Qupperneq 10
22 TliVnNN SUNNUDAGUR 15. maf 1966 LINDARBÆR Leikfélag Hveragerðis sýnir „Óvænt heimsókn" í Lindarbæ á mánudag 16. maí kl. 9 e.h. og þriSju dag 17. maí kl. 9 e.h. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Aðgöngumiðasala í Lindarbæ á sunnudag, mánu- dag og þriðjudag frá kl. 2 e.h. alla dagana. LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Ríkisútvarpið BARNATÓNLEIKAR í Háskólabíói þriðjudaginn 17. maí kl. 3. Stjórnandi: Igor Buketoff Kynnir: Rúrik Haraldsson Flutt verður m.a. Leikfangasinfónían eftir Haydn og verk eftir Rossini, Strauss o.fl. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. NEMENDAMÓT verður haldið að húsmæðraskólanum Varmalandi sunnudaginn 12. júní kl. 14. Þáttaka tilkynnist til Steinunnar Ingimundardótt- ur, skólastjóra, Varmalandi, eða Guðrúnar Páls- dóttur, handavinnukennara, síma 36855, Rvík, fyr- ir 1. júní. Hópferð verður frá Umferðamiðstöð- inn, Rvík, sama dag kl. 8.30. Allir fyrrverandi kennarar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin. BRÁÐABIRGÐALÖG Framhald af bls. 16. samræmi við sikattvísitölu, sam- kvæmt 53. gr. taga nr. 90 frá 1965. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi“. SMJÖRIÐ LÆKKAR Framhald af bls. 24. og hafi það nú verið gert. Hafi framleiðsluráð reiknað út, að upp- bótaþörfin á árinu verði 100— 120 miljónir uimfram útflutnings uppbætur ríkissjóðs. Auk 50 aura innvigtunargjalds PAÐER SAMA, HVE HLASSIÐ ER ÞUNGT... BEDF0RD SKILAR ÞVÍ Á ÁFANGASTAÐ! ávallt fáanlegurmed stuttum fyrirvara Véladeild ins á nýmjólkina er áætlað að innheimta 50 aura til viðbótar yfir sumarmánuðina, enda laekiki útborgun til bænda sem gjöldun um nemur. Ennfremur er ákveðið að hækka verðmiðlunargjald af neyzlumjólk úr 24 auruni í 30 aura á lítra, en áætlað er, að þessar ráðstafanir gefi um 80 milj. kr. tekjur á ári. Með niðursettu verði á smjöri er reynt að auka sölu þessarar ágætu vöru í landinu. — Þar sem fyrrgreindar tillögur Framleiðslu ráðs fengust ekki samiþykktar, verð ur ekki hjá því komist að gera þessar ráðstafanir — segir í til- kynningunni. ÉG KALLA ÞETTA . . . Framhald af bls. 24. netin og vorum þá komnir með 650 tonn. Og núna síðast fengum við ágætt í troll eða þangað til við hættum 9. maí. — Hvað er svo hásetahluturinn eftir vertíðina? — Það eru eitthvað rúm 90 þús und, eða eins og hjá betri stelp- unum í Hraðfrystistöðinni. Þetta urðu 65 róðrar hjá okkur í vetur en þrátt fyrir að aflinn er svona mikið minni, þá hefur maður þurft að stunda þetta vel til þess ag fá eitthvað. — Hvernig er svo hljóðið í mönnum í Vestmannaeyjum eftir vertíðina? — Allir óánægðir, er óhætt að segja. Þetta virðist vera verst hjá okkur héma, en þeir sem eru bæði fyrir austan okkur og vestan fengu miklu betri útkomu. Ann- ars er mildll hugur í mönnum núna að fara á humarinn, því að verðbreytingar hafa nýlega orðið á honum. — Farið þið kannski á humar? — Nei, við förum á troll og í siglingar, eftir slippinn. Þá erum við 7—8 á bátnum í stað 11. — Nokkuð sérstakt að lokum, Óskar? — Já, þennan afla fær maður auðvitað ekki nema að vera með góðan mannskap á bátnum, og ég vi'l biðja þig að skila beztu kveðj um til þeirra og þakka þeim fyrir samveruna í vetur. Svo er bezt að nota tækifærið enn einu sinni til þess að koma því á framfæri, að við þurfum að fá undanþágu til þess að veiða með trollinu innan landhelginnar svo að menn verði ekki hjartveik ir af þessum veiðiskap. KONURNAR KJÓSA Framhald af bls. 19. var lagað núna fyrir fáeinum árum þegar nýr hitaveitustjóri kom. — Varstu ekki ánægð með frammistöðu Borgfirðinga i spurningakeppninni Sýslurn- ar svara í útvarpinu, sem nú er nýlokið? — Jú, auðvitað var ég ánægð með þá frammistöðu. Ég hygg að þeir hafi örugg- lega sýnt að þeir voru með bezta liðið Það er alltaf gam- an að svona spurningakeppn- um og þeim metingi sem get- ur orðið á milli héraða og landsfjórðunga í þeim efnum, þótt auðvitað sé það meira til skemmtunar heldur en mikil alvara hvíli þar á bak við. — Þú hefur komið nokkuð við félagsmál? — Ég starfaði í lestrarfélagi kvenna hér í Reykjavík, með- an það var til, og hef setið ýmis kvennaþing. Þar hef ég m.a. kynnst frú Sigríði Thorla- cíus, sem mér líkar sérstaklega vel við — Og svo heldurðu, að hún muni komast inn í borgar- stjórnina núna eða hvað? — Ég er ekki í miMum vafa um að önnur eins glæsikona og frú Sigríður hljóti að fljúga inn í borgarstjórnina. Hún er bæði vel máli farin og hefur óaðfinnanlega framkomu. Ég vil hvetja reykvískar konur ákveðið til að styðja B-listann og koma frú Sigríði inn, segir frú Ásgerður að lokum. Er við kveðjum frú Ásgerði Guðmundsdóttur situr hún und ir sonarsyninum uppi á Smára götu 9, og sá litli lætur sér vel líka að vera hjá ömmu sinni. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Framhald af bls. 19. og sannar áhrif Mrkjunnar á íslandi á 20. öld. Auk þessara aðalflytjenda helgileiksins var hópur af fólki bæði úr Bræðrafélaginu og æskulýðsfélagi safnaðarins, sem aðstoðaði bæði í leiknum og við uppsetningu hans, en sérstaMega skal þar minnst Theodórs Halldórssonar. sem var leikstjóri og Sigurðar El- íassonar, jarðræktarfræðings, sem var þjálfari leikenda. Sé öllum, sem að þessu unnu hjartans þökk. Vonandi verður sýningum haldið áfram með haustinu í Hálogalandskirkju. Og mættum vií fá meira að heyra. Árelíus Níelsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.