Tíminn - 19.05.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. maí 1966 TÍMINN VILJA AD ENDURSKOÐUÐ VERÐILÖG UM MEIÐYRÐI Aðalfundur Rithöfundafélags ís- lands haldinn 7. maí 1966 tekur undir þau tilmæli BlaðamaUnafé- lags íslands að ríkisstjórnin skipi nefnd til að endurskoða meiðyrða Þessa mynd tók frétta- ritari blaðsins, KBG, í Stykkishólmi, en myndin sýnir fyrsta bátinn, sem tekinn er upp í hina nýju dráttarbraut á staðnum. Báturinn nefnist Straum- nes SH 109. Dráttarbrautin á að geta tekið 400—450 tonna skip en er ekki fullbúin. Á enn eftir að koma upp við hana hliðargörðum. ákvæði hegningarlaganna og telur eðlilegt, að Rithöfundasambandi íslands verði falið að tilnefna einn mann í nefndina. Aðalfundur Rithöfundafél. ís- lands, haldinn 7. maí 1966, vítir harðlega hvernig ákvæðum hegn- ingarlaganna hefur verið beitt gegn rithöfundunum Einari Braga og Thor Vilhjálmssyni og telur að með slíkum dómum sé stefnt að alvarlegri skerðingu rit- og prentfrelsis á íslandi og geng- ið lengra í ranglætisátt en sjálf meiðyrðalöggjöfin gefur tilefni til, svo meingölluð og háskasamleg sem hún þó er. Á því getur eng- inn vafi leikið að dómurum er skylt að gæta þess að beita ekki lögurn siðferðilegu ranglæti til framdráttar. í umræddum dómum er þveröfugt að farið þar sem dómarar víla ekki fyrir sér að teygja ranglát lög til hins ítrasta í þeim tilgangi að hefta málfrelsi Framhald á 11 siðu BÚ VINNUNÁMSKEIÐ FYRIR UNCLINGA GÞE-Reykjavík, þriðjudag. Fyrir nokkrum árum gekkst Búnaðarfélag fslands í samvinnu við Æskulýðsráð fyrir búvinnu- UNGLINGAR ÓSKAST- GOTT KAUP í BOÐI Nokikra röska og ábyggi- lega pilta og stúlkur vantar til sendi og innheimtustarfa næstu daga. Vinnutíminn er seinni hluta dags. Gott kaup. Upplýsingar á skrif- stofu B-listans Hring'braut 30, horni Tjarnargötu og Hringbrautar. námskeiði fyrir börn. Haldin voru tvö slík námskeið, og þóttu takast með ágætum, en síðan hefur þessi starfsemi legið niðri. Nú hafa þessir sömu aðilar ákveðið að efna til búvinnunámskeiðs að nýju og verður það haldið vikuna 23.—28. maí. Megintilgangurinn með þessum námskeiðum er að kynna hina ýmsu þætti sveitalífsins fyrir börn um, sem áhuga hafa á að komast í sveit. Kunnáttumenn ræða við börnin um sveitastörf, búfé, garð- rækt og búvélar og sýna skugga- myndir og litskuggamyndir. Þá verður farið með þau í heimsókn til Sláturfélags Suðurlands í Mjólkurstöðina og skógræktarstöð ina í Fossvogi. Einnig verður þeim kennd meðferð hesta á veg- um Fáks í reiðskólanum á Skeið- vellinum. Farið verður að Bessa- stöðum, en þar fer fram verkleg kennsla í garðrækt, búfjárhirðingu og meðferð búvéla. Námskeiðinu lýkur 28. maí með ferðalagi í bú- fjárræktunarstöð Búnaðarsam- bands Suðurlands að Laugardæl- um með viðkomu í gróðurhúsum í Hveragerði. Umsjónarmenn með námskeiðinu eru Jón Pálsson og Agnar Guðmundsson. Á fundi með fréttamönnum í dag sagði Agnar Guðmundsson, að alltaf væri mik- ill fjöldi barna og unglinga, sem Framhald á bls. 11 KOSNINGASJOÐUR x 8 Stuðningsmenn B-listans. Tekið er á móti framlögum í kosningasjóð á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, opið 9—22. Sjálfboðaliðar Komið til starfa í hverfaskrifstofurnar, og á hverfamiðstöðina á horni Laugavegs og Nóatúns í dag og næstu daga. Allir til starfa fyrir 8-listann. KOSNINGASKRIFSTOFUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sauðárkrókur — Suðurgata 3, sími 204. Kópavogur — Neðstatröð 4, sími 4-15-90. Hafnarfjörður — Norðurbraut 19, sími 5-18-19 — og Strandgötu 33, sími 5-21-19. Keflavík — Framnesvegur 12, sími 1740. Akureyri — Hafnarstræti 95, sími 1-14-43 og 2-11-80 Vestmannaeyjar — Strandvegur 42. sími 1080. Garðahreppur — Goðatún 2, sími 52261, 52262 og 52263. Seltjarnarnes — Miðbraut 24, 3. hæð, sími 24210. Siglufjörður — Túngata 8, sími 716-53. Reykjavík — Tjarnargata 26, símar 1-29-42, 1-96-13. 1-26-64, 2-38-32 og 1-55-64. Selfoss — Kaupfélagshús — sími 247. Akureyri — Langahlíð 2, sími 1-23-31. Frá B-listanum í Reykjavík Hafið samband við hverfaskrifstofurnar. — Gefið wpplýsingar um nýja kjósendur og kjósendur listans, sem eru fjarverandi eða verða fjarverandi á kjördag. Allir til starfa fyrir B-listann. Hverfaskrifstofur eru á þessum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbr. 30 sími: 12942 — 23824 Fyrir Miðbæjarskólann: Tjarnarg. 26 sími: 15564—23832 Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168 sími: 23519. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168 simi: 23518. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168 simi: 23517 Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54 sími: 38548- Fyrir Breiðagerðisskólann: Búðargerði 7 simi: 38547. Fyrir Langholtsskólann: Langholtsvegur 91 simar: 38549 og 38550 Allar hverfa skrifstofumar eru opnar frá kl. 2—7 og 8—10. nema hverfismiðstöðin að Laugavegi 168 sem er opin frá kl. 10—12 og 1—7 og 8—10. Sími 23499. Kjörskrársímar. Upplýsingar um kjörskrár eru gefnar í símum 2-34-99 og 1-35-19. Sjálfboðaliðar. Stuðningsfólk B-listans, látið skrá ykkur til starfs og útvegið sem allra flesta til að vinna fyrir B-Iistann á kjördegi. Þeir sem vilja lána BÍLA Á KJÖRDAG, eru vinsamlegast beðn ir að tilkynna það skrifstofu flokksins Tjarnargötu 26. Simar: 16066. 15564. 12942 og 23757. VINNUM ÖLL AÐ GLÆSILEGUM SIGRl B LISTANS Utankjörstaðakosning. Allar upplýsingar varðandi utankjörfundarkosningu er hægt að fá á skrifstofu flokksins Tjarnargötu 26, simar: 19613 16066 — 15564 — 12942 og 23757. Kosning fer fram f Búnaðarfélags húsinu við Lækjargötu kl. 10—12. 2—6 og 8—10 alla virka daga Sunnudaga kl. 2—6. Á VÍÐAVANGI Hausthreingerning í Noregi f útvarpsræðu sinni í fyrra- kvöld fórust Kristjáni Bene- diktssyni m.a. svo orð um hinn langa valdaferil Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík: Þvi hefur oft verið lýst, hver hætta er því samfara að fela sama stjórnmálaflokki of mik- il völd of lengi. Viss sjúkdóms- einkenni koma fyrr eða síðar í ljós, þar sem slíkt hendir. Hjá frændum okkar Norð- mönnunum urðu stjórnarskipti á sl. ári svo sem kunnugt er. Þar hafði þá sami flokkurinn setið að völdum í samfleytt þrjá áratugi. Andstæðingar Verkamannaflokksins töldu fyr ir stjórnarskiptin, að sjúk- dómseinkenni langrar valda- setu væru greinileg hjá norska stjórnarflokknum. Eitt stjórn- arandstöðublaðið sagi td. að allt stjórnkerfið væri gegnsýkt af pólitík, nefndafarganið al- veg dæmalaust. Aldrei mætti leggja niður nefnd, þvi að þá tapaði kannski góður kosninga- smali bitling, framkvæmdir gengju seint og þeim mun meira, sem svikið væri af göml- um kosningaloforðum, þeim mun stórkostlegri yrðu loforð- in næst. Ráðamennirnir þökkuðu sér og flokki sínum fyrir það, sem gert væri, jafnvel hina sjálf- sögðustu hluti. Þannig var nú tónninn í þessu norska blaði rétt fyrir kosningar í Noregi í fyrra. Kann að vera að eitthvað af því, sem hér er sagt hljómi kunnuglega í eyrum Reykvík- inga. E.t.v. hefur sjúkdómurinn stungið sér niður hér. En góð- kunningi okkar, Dagblaðið Vís- ir hefur ekki látið stjórnmál frænda okkar í Noregi með öllu fram hjá sér fara. Sumar- ið 1963 missti Verkamanna- flokkurinn völdin í Noregi um nokkurra vikna skeið eftir 28 ára samfelldan stjórnarferil. Vísir sagði svo í leiðara hinn 23. ágúst 1963 orðrétt: „En stjórnarskiptin eru engu síður mikilvæg hausthreingem ing í norskum stjórnmálum. Það er óheilbrigt, að einn flokkur fari áratugum saman með völdin og það skapar óhjá- kvæmilega spillingu og stöðn- un. Því munu margir Norð- menn fagna nýrri stjórn.“Þetta segir Dagblaðið Vísir. En ætli það sé bara í Noregi, sem lang- ur valdaferill eins og sama stjórnmálaflokksins er óheil- brigður og skapar spillingu og stöðnun, eins og blaðið segir. Það skyldi nú vera, að alls ekki þyrfti að fara til Noregs til að sannreyna orð blaðsins. Kannski ritstjóranum hafi flog- ið í hug þessi sannindi um spillingu og stöðnun, þar sem einn flokkur stjórnar lengi við það eitt að líta út um glugg- ann á skrifstofunni sinni. Hver veit? Vorhreingerning í Reykjavík Ekki skal í efa dregið, að mikil nauðsyn hafi verið að gera rækilega hausthreingern- ingu í norskum stjórnmálum eft ir þrjátíu ára stjórn Verka- mannaflokksins. En hvernig halda menn, að þá sé umhorfs hér í Reykjavík eftir fjörutíu ára íhaldsstjóm. Ætli veiti af að hreinsa til? Hvernig væri nú að gera rækilegar vorhrein Framhald ó 11. siði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.