Tíminn - 19.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.05.1966, Blaðsíða 11
J< IMEHl UDACUR 19. maf 1966 MÁLVERKASÝNNG Framhald af bls. 2. skeið, og hefur Gene Haynes tek ib þátt í sýningum með öðrum aðilum áður, en þetta er í fyrsta sinn, sem kona hans sýnir mál- verk sfn opinberlega. Málverkin eru flest héðan frá fslandi, en nokkur eru einnig frá Alaska, en þar hafa þau hjónin dvalizt um nokurra ára bil. SSýningin er op- in mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 12 til 21, og þriðjudaga og fimmtudaga frá 12 — 18. Um næstu helgi, laugardag og sunnudag, verður sýningin op- in frá 13 til 19. Nítján málverk eru á sýningunni, og eru þau til sölu. MINNKANDI FRAMKV. Framhald af bls. 1. of mikið af! frá atvinnuvegunum. Hvaða atvinnuvegir skyldu það mi vera, s«m borgarstjórinn ber sérstaklega fyrir brjósti. Ætli það sé iðnaðurinn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur markvisst og með miklum árangri reynt að kné setja með ráðstöfunum sínum í tolla- og lánamálum og þeirri vaxtapólitik, sem rekin hefur ver- ið? Ætli það sé sjávarútvegurinn, sem verið hefur að dragast sam- an síðustu missirin og stóru hlut Ihafannir í Sjáifstæðisflokknum eru búnir að missa áhuga fyrir, enda allt gert, að því er virðist, til að auka erfiðleika þeirra manna, sem enn brjótast f því að gera út skip og báta. Þetta eru þó undirstöðuatvinnu- vegir Reykvíkinga. Nei, borgarstjórinn er ábyggi- lega efeki með þessa atvinnuvegi í huga, þegar hann vill draga úr framkvæmdum Reykjavíkurborg- ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst stefnt að samdrætti í iðnaði og sjávarútvegi til að spara vinnuafl fyrir útlendingana, sem byrja framkvæmdir sínar héma suður með ströndinni á næstu mán uðum, og„borgarstjórinn hefur hið santa í huga. En hart er það fyrir Reykvík- inga meðan árferði er gott og atvinna næg, að enn sfculi eiga aS draga úr framkvæmdum við skóla og baraaheimili, sjúkrahús og í- búðir og auka við syndalista hinna óloknu verkefna. HERFLUGVÉLAR Framhald af bls. 1. hitaðar. Fjórir fslendingar eru nú staddir austur á Hornafirði, og urðu að fara þangað með herflug- vél eftir nokkurt þóf. Þeg ar þessir menn koma til baka er líklegt, að aðrir verði sendir í þeirra stað, von bráðar, og sennilegast ætlunin að það yrði' þá með herflugvél. Starfsmenn Varaarliðsins, sem orðið hafa ag ferðast með þess- um hætti, hafa mótmælt flutningunum, en hingað til hefur jafnvel komið fyrir, að menn, sem neitað hafa að fara með herflugvélum í slikar ferðir hafa fengið bréf, þar sem þeim hefur verið sagt á ákveðinn og vel sktljanlegan hátt, að þeir hefðu ekki um annað að velja. SVAR AÐ KIRKJUBÓLI Framhald af bls. 6. legt og ámælisvert. Halldór Krist- jánsson, Kirkjubóli telur að það sé leyfilegt, jafnvel loflegt. Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð ár þe ssu. 4) Þó hér verði staðax numið eru leiri atriði aðfinnsluverð í grein- um Halldórs Kristjánssonar, Kirkjubóli eins og þeir munu sjá sem hafa lesið þessi skrif. En þau eru nú orðin æði langdregin. Rit- dómur minn um bók Þórodds Guð- mundssonar frá Sandi, Þýdd ljóð frá 12 löndum, birtist í Alþýðu- blaðinu 8. marz. Út af þeirri grein skrifaði Halldór ritgerð í Tímann 21. apríl sem ég svaraði þann 24. Enn skrifar Halldór 18. maí. Mál er að linni firrum hans. Ólafur Jónsson. Á VÍOAVANG Framhald af bls. 3. gerningu í borgarmálum Reykjavfkur næsta sunnudag? Óneitanlega er margt líkt með því, sem hið norska blað segir og því sem við þekkjum af eigin raun. Hvemig er það t.d. með öll loforðin og efndir þeirra. Kannast nokkur við það ef lóðaúthlutun hefur farizt fyr ir vegna þess, að engar lóðir voru til, að þá sé lofað helm- ingi fleiri lóðum næsta ár. Sjálfhólið Og rvernig er það með sjálf hólið. Sagði ekki borgarfull- trúi Gísli Halldórsson um dag- inn, er hann þakfeaði flofeki sínum skipulagið nýja, að það ætti enga hliðstæðu í víðri ver- öld. Eins gott er, að þeir frétti þetta ekki suður í Brasilíu ,sem skipulögðu og byggðu nýja höf- uðborg frá grunni fyrir aðeins örfáum árum. Vonandi reynist nýja skipu- lagið okkar vel og ekki skulu menn halda að það hafi verið Iétt verk fyrir dönsku sérfræð- ingana að samræma hlutina eftir alla ringulreiðina, sem hér hefur viðgengizt í skipu- lagsmálunum að undanfömu. En fyrst jafn reyndur og ágæt- ur maður og Gísli Halldórsson tekur sér slíkar fullyrðingar i munn, þá má rétt gera sér í hugarlund, hversu mikið er að marka sumt annað, sem tals menn borgarstjómarmeirihlut- ans guma mest af þessa dag- ana. BÚVINNUNÁMSKEIÐ Framhald af bls. 3. sæktist eftir því að komast í sveit yfir sumarmánuðina, en hins veg- ar færi eftirspumin eftir bömum til sveitastarfa sífellt þverrandi, vegna aúkinnar tækni og færri verkefna við hæfi bama. Það væri afitur á móti eðlilegt, að bændur hefðu meiri áhuga að fá til vinnu börn, sem einhverja nasasjón hefðu á sveitastörfum, heldur en algjöra viðvaninga, og það hefði sýnt sig að börn, sem hefðu sótt búvinnunámskeið hefðu miklu meiri möguleika á að komast í sveit heldur en önnur. Það er því mjög æskilegt fyrir böm og ung- linga, sem áhuga hafa á að kom- ast í sveit, að fara á þetta búvinnu námskeið. Námskeiðsgjald er ein ungis kr. 50 og innritun fer fram að Fríkirfcjuvegi 11. RITHÖFUNDASAMB. Framhald af bls. 3. manna sem berjast fyrir andlegum þrifnaði í landinu og sölsa eigur þeirra undir menn sem siðferði- lega standa höllum fæti. FJÁRSJÓÐUR Framhaif af DJs ? viturleg ráðstöfun, því að í næstu köfunarferð fann ég einn silfurpening. Þetta var fjögurra „Livre“ peningur, sem lá meðal margra ryðgaðra fall- byssukúlna, sem féllu hver frá annarri, þegar ég beitti meitl inum á þær. _____TÍMINN___________________ En ef frá er skilinn mjög slitinn silfurgaffall og festing látúnsfallbyssu, þá fann ég efekert annað en fallbyssur og enn fleiri fallbyssur. * Leitað fyrir alvöro. Nú liðu næstum fjögur ár án þess að nokkuð gerðist í mál- inu. Svo vaknaði ég einn vor- morgun á síðasta ári ákveðinn í því að finna fjársjóðinn úr Le Chameau. Fyrsta skrefið var að tryggja mér einkarétt á fjár sjóðnum næstu þrjú árin hjá kanadísku stjórninni í sam- ræmi við „The National Tre- sure Trove Act.“ Ef ég finndi hann ekki á þessum tíma, þá myndi ég aldrei finna hann. Síðan fékk ég tvo aðra menn með mér í fjársjóðsleitina, Dave MacEachern, landmælinga mann og áhugakafara, og Har- vey Macleod, jámbrautarstarfs mann, veiðimann, fiskimann og sjómann. Dave og ég ætluðum að kafa, en Harvey að sjá um vélamennskuna og sjómennsk- una yfirleitt. Við gátum safnað saman um 25 þúsund krónum og keypt- um „Marilyn B n, sem er 35 feta kútter. Frá skjalasafninu í París fengum við lýsingu á Le Cha- meau og vopnaútbúnaði skips- ins, og lista yfir farminn. Með athugunum á vindi og sjávar- föllum reiknuðum við út þá stefnu, sem skipið hefði lík- legast tekið eftir að það lenti á skerinu. Til þess að létta okk- ur lausn þessa vandamáls bjugg um við til mikið af baujum — flöskum, sem við fylltum af sementi og máluðum með gulri skærri málningu — sem við lögðum síðan á botninn eins og gerði umhverfis skerið. Fyrstu tvær vikurnar köfuð- um við rétt hjá klettinum. Við vonuðumst eftir því, að finna brak, sem gæti leitt okkur beint til fjársjóðsins. En okk- ur varð brátt ljóst, að Le Chameau hafði ekki lagzt til endanlegrar hvíldar við skerið. Við fundum akkeri og nokkrar fallbysstrr í nokkuð mikilli fjar lægð frá klettinum, og nú kom- um við á dýpri sjó., Við vissum, samkvæmt upplýs ingunum frá París, að enn vant aði eitt akkeri. Og aðeins höfðu fundist 26 fallbyssur — hvar vom hinar 22? Síðasti möguleikinn. Er líða tók að júlílokum varð okkur ljóst, að við eyddum of miklum tíma fyrir of lítið. Sum arið var brátt á enda. Þá smíð- uðum við neðansjávarsleða og létum Harvey síðan draga okk- ur fram og aftur milli gulu f löskumerkj anna. Mestu erfiðleikum ollu risa- hákarlamir, sem venjulega safnast saman á þessu svæði í ágúst, en sumir þeirra em allt að 12 metrar á lengd. Ekki er talið, að þeir éti menn, en við höfðum enga löngun til þess að verða sönnunargagn þess, að þessi kenning væri röng! Og einungis stærð þeirra var næg til þess að vekja ótta okkar. Við athuguðum hvert spor, fallbyssukúlur og aðra málm- hluti, sem við fundum á botn- inum, og eftir hverja köfun strikuðum við yfir það svæði á kortinu, sem við höfðum at- hugað. Að lokum komum við á svæði eitt, sem var á 27 metra dýpi, en þar var fastur sand- og malarbotn. Það leizt okkur ekki vel á. Ef að skips- skrokkurinn hefði lagst þar til endanlegrar hvíldar, hvað þá? Það yrði erfitt og hættulegt starf að grafa peninga upp úr slíkum botni og á þessu dýpi. Við athuguðum þetta svæði í marga daga, þar sem við héld- um okkur innan þeirra tíma- takmarkana, sem mælt er með í köfunarreglugerðinni, því að langt var til næsta súrefnis- tjalds, ef annar hvor okkar skyldi fá krampa. En skyndi- lega rann sporið út í sandinn, ef svo má að orði komast. Þarna var ekkert að finna. Ekk ert. Þetta gat þýtt þrennt: Le Chameau gat hafa hrist af sér alla þá málmhluti, sem það gat, og það síðan borist á land 1200 metra frá upprunalega strand- staðnum: það gat hafa lagst til hvíldar undir sandi og möl, og það gat hafa tekið aðra stefnu. Við eyddum mörgum vikum í að rannsaka möguleika þess, að tvær fyrstu kenningarnar væru réttar, en árangurslaust. Síðan snérum við til baka til þess staðar, þar sem við fund- um hluta úr skipinu síðast, og hófum þaðan leit í aðra átt. FjársjóSurinn fundinn. Við fundum síðasta akkerið svo til undir eins. Eftir tvo daga höfðum við fundið þær fall- byssur, sem eftir voru, að þrem undanskyldum, þannig, að nú vissum við um 45 fallbyssur. Síðan fundum við nokkra silf- urpeninga, litla járnbyssu, 38 cm að lengd, og vel varðveitt vasaúr, sem nafnið „Hanet, London“ hafði verið grafið á. Og að lokum, 22. september, fundum við það, sem eftir var fjársjóðsins — um tólf milljón króna virði í gull- og silfurpen- ingum. Um kvöldið héldum við heim á leið og lögðumst að bryggju í Little Lorraine, litlu sjávar- plássi nokkra kílómetra frá Louisbourg. Á bryggjunni stóð gamall maður, fyrrverandi fiski maður, sem hafði fylgst með starfi okkar af áhuga og var um leið nokkuð skemmt. Hvert einasta kvöld hafði hann boðið okkur velkomna að landi með glotti og orðunum: „Já, já . . . ég sé, að ég þarf ekki að sækja sólgleraugun mín til þess að þola að sjá veiðina ykkar-“ ,og þessum orðum fylgdi hann allt- af eftir með því að spýta tó- bakinu sínu í fallegum boga út í sjó. Við stóðumst þá freistingu, að sýna honum „veiði“ okkar, og bárum pokana með pening- unum inn í sendiferðabílinn minn. Við létum svo sem að- eins væri um köfunarútbúnað okkar að ræða, en það var auð veldar sagt en gert, því hver poki vó rúmlega 100 pund. MINNING . . . Framhald af bls. 9. lega og græskulausa kímni sindr- aði af honum. Ég veit, að það verða ýmsir, nú og síðar til þess að skrifa um ritverk Stefáns. Þessi orð mín era aðeins stutt kveðja til mannsins sjálfs, og þöbk frá mínu heimili fyrir gamlar og góðar samveru stundir, sem alltaf verður gott að oma sér við. Við senduim konu hans, Önnu Aradóttur, alúðarkveðjur með þökk fyrir margra ára hlýja kynn ingu, og biðjum henni blessunar í framtíð. Jónas Jósteinsson. ER V-ÞÝZKALAND? Framhald af bls. 5. út sérstakar tilskipanir," þegar hún, vegna upplýsinga leyni- í þjónustu eða annarra leyni-! legra heimilda, sem samkvæmt reynslu virðast áreiðanlegar, telur yfirvofandi vopnaða árás erlends ríkis eða ríkisstjórnar, I _________________________n eða alvarleg hætta telst að minnsta koosti á slíku án þess að ríkja þurfi alþjóðleg spenna, sem sé öllum augljós. Ýkt eða egnandi leyniskýrsla frá hernaðarnjósn um eða borgaralegri upplýsinga þjónustu nægir til þess að menn með spenntar taugar eða haldnir einræðisdraumum lýsi yfir umsátursástandi í Vestur- Þýzkalandi. Þegar búið er að samþykkja heimildarlögin. sem enn eru ósamþykkt, er þingið þar með úr leik og ákvörðun- arrétturinn um beitingu heim- ildarlaganna kominn í hendur ríkisstj órnarinnar. Að vísu er ætlunin að til- nefna neyðarþing 30 þing- manna, sem á að kveðja til setu í neyðartilfellum til þess að hlýða á tilmæli ríkisstjórn- arinnar um beitingu heimild- arlaganna, án þess þó að neyð- arþingið hafi heimild til að kynna sér leynilegar upplýsing- ar ríkisstjórnarinnar. En hin forsjála ríkisstjórn hef ur gert ráð fyrir að hugsan- legt neyðarástand geti borið svo brátt að, að ekki reynist tími til að leita til neyðarþings- ins. Þess vegna er unnt að láta kanslarann og varnarmálaráð- herrann einan um að kveða á um AUiSNAHMEZUSTAND, og þá þarf kaslarinn aðeins undirskrift forseta sambands- lýðveldisins til þess að unnt sé að fela vamarmálaráðherr- anum að gefa út nauðsynlegar fyrirskipanir um framkvæmdir. SJÖ fyrstu heimildarlögin voru samþykkt með einföldum meirihluta atkvæða í þinginu. Sum hinna ósamþykktu heim- ildarlaga breyta stjórnar- skránni alveg tvímælalaust og til samþykktar þeirra þarf því tvo þriðju atkvæða í þinginu. Þar með hafa jafnaðarmenn örlög málsins í hendi sér. En horfur á að komast í ríkis- stjórn geta orðið svo freist- andi að þeir ákveði að Jjá lið til stjórnarskrárbreytinganna. Ætla vestur-þýzkir jafnaðar- menn að gefast upp einu sinni enn? f þetta sinn yrði um að ræða uppgjöf fyrir pólitískri hugmynd, sem Kai Uwe von Hassel varnarmálaráðherra rök styður með nauðsyninni á „fyllsta ótta- og varnarstefnu” gagnvart óvininum. Heimildar- lögunum er ætlað að „leysa af hólmi í tæka tíð hina marg- slungnu flækju hins þvingandi en nauðsynlega og eðlilega al- gera ótta.“ Þegar þess sjást merki, að andstaðan gegn Franco á Spáni sé að byrja að hafa einhver áhrif reyna stjórnarvöldin í Vestur-Þýzkalandi að koma þjóðfélaginu undir styrjaldar- mengað og tilskipanabundið ein ræðisvald á friðartímum með samþykkt heimildarlaga. Þegar Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar og fleiri þjóðir virð- ast vera að gerast fráhverfir styrjaldarkenningunni sem undirstöðu allrar stefnumörk- unar í málefnum Evrópu, býzt Sambandslýðveldið til að leggja lýðræðið fyrir róða, brynjast „alræðisvörnum" og undirbýr óþingræðislegt einræði, sem komið gæti til framkvæmda vegna gruns eða hugboðs um ógnun, sem ríkisstjórnin þarf ekki að gera minnstu grein fyr- ir. Kommúnistar í Austur-Þýzka landi hafa komið á hjá sér tilsvarandi einræðiskenndum heimildarlögum fyrir mörgum áram. En þess háttar er talið tilheyra í eÍMræðisríkjum. Nú grípur vestur-þýzka lýðveldið til sömu ráðstafana og einræð- isríkin undir því yfirskyni, að verið sé að vernda lýðræðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.