Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 4
TÍMINN LAUGARDAGUR 21. maí 19SG FINNST í RUSLI FORNALDARGULL Itongfca þjóðmrnjasafniö sendi i fyrradag frá sér til- kynningu nm vel varðveitt leyndarmál um fnnd á miklu iwagni af g»Hi- Gullið sem um er a3 ræQa, er frá germanski járnöfcd, á að gnka 6. öld e. Ke. F5ársjóðurinn sem fannst var 18 gnilskratitmyndir, stór brjóstnæla úr bronsi og gulli guffi, prýdd gimsteimim og eð alsteinum. Nælan er talin al- veg sérstæð í sinni röð og aldr- ei befur Éundist ámóta gripur á Norðurlöndnm. Starfsfólk Þjóðmiðjasafnsins Dg áhuga-fomteifafræðingar tiafa baldið fundinum alveg leyndtnn til þess að geta rann- sakað hlutiiia í kyrrþey. Hlutirnir fnndust á sjávar- bakka við Jægerpris skóg í Hornsherred. Þeir eru varðveitt ir á Þjóðminjasafninn og bíða Erekari rannsóknar og hreins- unar. C.L. Vehæk, umsjónarmaður á safninu sendi út tilkynn- inguna, en hann stóð að upp greftrinum um síðustu helgi. í september í fyrra fram- kvæmdi verkfræðingur, J. Bal, verkfræðilega yfirborðsrann- sókn á fundarstaðnum og fann þá litla, gljáandi plötu með svastika-merki. Svastika-merk- Lð, sem einnig er þekkt sem hakakrossinn kom verkfræð- ingnum til þess að halda að platan væri frá hemámstíman- um, og síðar gaf hann litlum dreng plötuna. Nokkru síðar, þegar verk- fræðingurinn var að horfa á sjónvarpsþátt, þar sem sýnd- ir voru fornaldargullgripir, gerði hann sér ljóst að platan var gullskrautmynt frá 6. öld. Hann skýrði Þjóðminjasafninu frá plötunni og því heppnaðist síðan að ná tangarhaldi á henni. Hún var afhent sem fundið fé eins og blöðin segja til um. í apríl fann Paul Larsen, sem rekur býflugnabú, þrjár slíkar plötur á sömu slóðum og fyrri platan fannst. Þjóð- minjasafnið, sem hafði fram kvæmt lauslega leit án árang- urs ákvað nú að hefjast handa og leita ítarlega. Sökum hinna miklu snjóa í apríl var leitinni frestað. Á meðan voru allir beir, sem eitthvað vissu um fundinn látnir sverja eið um ad skýra ekki frá honum undir nanum kringumstæðum. Það var ekki fyrr en s.l. laugardag, að unnt reyndist að hefja upp- gröftinn. Vebæk, umsjónarmað- ur Þjóðminjasafnsins, stóð fyr- ir leitinni og leitað var mjög gaumgæfilega á 80 fermetra svæði. Þegar sandurinn hafði verið sigtaður voru eftir 15 gull- skrautmyntir og auk þess hin sérstæða brjóstnæla úr gulli, úr gulli, fegurri og stærri sn nokkrar aðrar sem fundizt hafa. J. Vebæk telur þennan Eund einstæðan, og með hin- um merkari. Vebæk umsjónarmaður telur skki ósennilegt, að fundizt hafa fleiri myntir á þessum slóðum. og því beinir hann þeim til- mælnm til almennings að hafa augun hjá sér, ef fólk á leið um þetta svæði, en hann tek- ur það fram, að óleyfilegt er að grafa á þessu svæði. Ef fólk finnnr einhvem hlut, ber því að skila honum til Þjóðminja- safnsins, sem fundnu fé og get- ur það þá fengið fundarlaun. Það varðar við lög að skila ekki fundnu fé. Vehæk um sjónarmaður sagði, að þetta svæði væri vinsæll dvalarstað- ur skemmtiferðamanna, gler- brot og flöskutappar bæru vitni nm það. Því væri ekki ósennilegt að einhver hefði fundið hlut, sem hann gerði sér ekki grein fyrir að væri fomleifafundur. Frekari rannsókn stendur fyrir dyrum á Þjóðminjasafn- inu. Það hefur þegar verið stað fest, að skrautmyntirnar til- heyra svonefndum c-flokki, og ennfremur, að 12 myntir eru af sömu gerð, tvær af annanri gerð og fjórir tilheyra gerð, sem áður hefur verið óþekkt. Fundarstaðurinn er sem fyrr segir Jægerpris, nánar tiltek- ið á sjávarbakka við Kitnæs, þar sem sjórinn hefur á löng- um tíma sorfið úr bakkanum. Myntirnar eru litlar, skreytt- ar gullplötur, flestar 2—3 cm í þvermál, skrýddar mynd öðru megin en sléttar hinum meg- in. Brjóstnæælan er talin mark verðasti hluturinn af því sem fannst. Eftir lauslega rann sókn virðist sem hún sé úr bronsi, húðuð þykku gulllagi. Hún er fagurlega skreytt vír- smíði úr gulli og eðalsteinum. Fornleifafræðingar danska Þjóðminjasafnsins benda á þá staðreynd, að þrátt fyrir mik- ið og gott safn fyrir, þá sé þetta kærkominn fundur, þar sem hannn sé að gæðum og þunga í sérflokki. Fundurinn hefur vakið feikna athygli með al gripasafnara í Danmörku. Myndirnar hér á síðunni er af gull inu, sem fannst á N.-Sjálandi. Hér að ofan er brjóst nælan mikla, úr bronsi og gulli og skreitt eðalstein- um. En hér til hlið ar ér hluti af gull- medalíunum, sem fundust á sama stað. í fréttum frá Danmörku segir, að þessi mikli minja og gullfund- ur sé með öllu ein stæður þar í landi. Hefur alveg ný- lega verið látið uppskátt um fund- inn, og hafa fréttir af honum vakið feikna athygli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.