Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. maí 1966 f gær var malbikaður nokkur kafli af Kársnesbraut í Kópavogi, og eru þetta fyrstu malbikunar- framkvæmdir á götum í bænum, en sL sumar var lögð vönduð olíu möl á þrjár götur, og hefur hón reynzt mjög vel í vetur og vor og er líkust malbiki að aka liana. Undirbúningur að malbikun Kársnesbrautar hefur staðið und anfarin ár og stendur ennn yfir úti á nesinu. Einn þáttur framkvæmda áætlunar bæjarins er gatnagerðar áætlun, þar sem gert er ráð fyrir, að leggja varanlegt slitlag á allar götur bæjarins, ýmist olíumöl eða malbik, nsesta áratug. Framkvæmdir hafa annars verið mjög mikiar í Kópavogi s. 1. kjör- tímabil, og fer hér á eftir nokkurt yfirlit, sem Ólafur Jensson, bæjar verkfræðingur f Kópavogi og efsti maður 6 lista Framsóknarflokks- ins þar hefur látið blaðinu í té. Á undanfömum 4 árum hef ur ibúum Kópavogs fjölgað um 40% eða um 2600 manns. Þessi mikla aukning hefur að sjálfsögðu lagt þungar byrð ar á bæjarfélagið á ýmsum sviðum, en jafnframt hefur TÍMINN 19 . . . •.................................................. i;r:f*Ííí' ' ' ■• "■" • -Aí ..mqi >»:;:V::>■■... : ; ."'■ ipl ....;J : ■ mim Malbikunarvéltn að verki á Kársnesbrautlnni I gær. Mikiar verklegar framkvæmdir í Kópavogi síðasta kjörtimabil Malbikun Kársnesbrautar hafin hún veitt aukinn þrótt til at- hafna. Álögur útsvara og annarra gjalda til bæjarsjóðs hafa yf- irleitt verið með sama hætti og í Reykjavík, og þó lægri í sumum tilvikum. En Kópavogs búar hafa reynzt góðir gjald endur og því hefur fjárhagur bæjarins eflst með hverju ári, svo að nú mun engu sveitar- félagi betur treyst í almenn- um viðskiptum en Kópavogs- kaupstað. Jafnframt hefur svo hlut- fall rekstrargjaldanna farið lækkandi, þannig að æ meira verður eftir til framkvæmd- anna. Þessi aukna framkvæmda- geta hefur verið liagnýtt til þess að fá fram aukna hag- kvæmni við framkvæmdir, m. a. með útboðum, sem nú ger- ast æ tiðari við framkvæmdir bæjarins. Hér á eftir verður drepið á nokkra meginþætti í fram- kvæmdum undanfarinna ára. Skólahúsnœði tvöfaldað Vegna þeirra miklu barn- mergðar, sem hér er, hafa skólabyggingar verið eitt brýn asta verkefni bæjarstjórnar. Þar hefur þannig verið að unnið, að skólahúsnæðið hef- ur tvöfaldast, og er nú að mun rýmra um starfsemi skólanna á flestum sviðum en var fyrir 4 árum. Enn er ipikil barnafjölgun í skólunum framundan, og því þörf enn stærri átaka á næstu árum. Gatna- og holrœsagerð Annað meginverkefnið á kjörtímabilinu hefur verið gatna- og holræsagerð. — Á undanförnum áratug hefur mjög aukizt skilningur manna hérlendis á því, að götur I bæjum þurfi að gera með var- anlegu slitlagi á akbrautum og gangstéttum, og jafnframt hafa menn gert sér grein fyr- ir því, að verkið væri sveltar- félögunum viðráðanlegt, ef skynsamlega væri að unnið, og hæfilega langur timi ætlað- ur til framkvæmda. Þessum nýja skilningi hefur fylgt sannkölluð gatnagerðaralda um allt land. Hér í Kópavogi hefur þetta verkefni verið erfiðara en víð- ast annars staðar, vegna þess hversu byggðin var dreifð og byggð á mjög ófullkomnu holræsakerfi. Endumýjun holræsakerfis- ins hlaut þvl að vera undan- fari varanlegrar gatnagerðar. Að þessari endumýjun hef- ur verið unnlð mjög verulega á undanförnuln 4 árum, og hefur verlð lagt til holræsa- gerða meira fé en tll nokkurs annars framkvæmdaþáttar eða samtals um 20 milljónir króna þessi 4 ár. Jafnframt hefur verið unn ið að varanlegri gerð ýmsra gatna og varanlegt slitlag sett á fjrrstu göturnar á s.l. ári. Sitndhöll Vegna þeirra miklu verk- efna, sem framundan voru á skólabyggingum, þótti ekki kleift í byrjun þessa kjörtíma- bils að halda áfram byggingu sundhallarinnar, sem þá var byrjað að grafa fyrir. Því var gert hlé á verkinu i 3 ár, en byrjað að nýju á s.l. ári og verður nú fram haldið þar til hægt verður að taka sund- laugina í notkun. Siðar verður svo byggt yfir laugina og jafnframt byggð stór úti- laug. Pullgerð verður sundhöll I in með útilaugum og sólbað- í gær skýlum hið fegursta mann- virki, sem setja mun mikinn svip á bæinn og bæjarlífið. Vatnsveitan. Um vatnsveituna gegnir sama máli og um holræsa- kerfið, að mjög verulegrar endumýjunar er þörf á dreifi kerfinu. Það var í byrjun lagt af stórhug og dugnaði, en sá gamli stofn dugir að sjálf- sögðu ekki fyrir þá byggð, sem nú er orðin. Verklegar endurbætur hafa verið gerðar á innanbæjar- kerfinu og er langt komið byggingu vatnsgeymis til miðlunar. Pramundan eru enn mlklar endurbætur á lnnan- bæðarkerfinu svo og nýjar aðfærsluæðar til bæjarins. Til grelna getur komið að bora eftir vatni í bæjarland- inu og er það mál nú í athug- un. Fjarhitun Merkilegt starf hefur verlð unnið hér í Kópavogi að und- anfömu með byggingu á fjar- hitakerfi sem hitað er með olíu. Kérfi þetta verður stækk að á þessu ári, og ætlunin er að halda áfram á sömu braut í nýjum hverfum og e. t. v. einnig elnhverjum eldri hverf um til þess að auðveldara verði um nýtingu á heitu vatni frá jarðvarma, þegar það fæst til bæjarins. Bærinn hefur að undan- fömu leitað samstarfs við ná- grannabæina um könnun á hugsanlegum jarðhitasvæð- um hér í næsta nágrenni. — Væntanlega kemst sú könnun í framkvæmd á þessu sumrt. Stórvlrk mokstursvél Kópavogsbæ|ar a8 verkl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.