Tíminn - 22.05.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.05.1966, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 22. maí 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Sæinsk-ameríska leikkonan Ann Margaret á vonandi meira en 6 milljónir króna í bankabókinni sinni, því þá upphæð verður hún nefnilega að borga til þess að losna . við að leika hlut- verk, sem hún óskar ekki eftir að leika. Það getur nefnilega eyðilagt starf mitt, segir hún. Kvikmynd sú, sem þetta hlut verk er í heitir Wildcat og er þannig að Ann Margret vill alls ekki leika í henni. Hún treysti algjörlega á umboðs mann sinn og kynnti sér ekki sjálf hlutverkin í kvikmyndun- um. ^ — Nú trúi ég ekki á nokkra manneskju í Hollyvood fram- ar, segir Ann 7 largaret. Eins og sagt hefur verið frá hér á síðunni, var leikkonan Hedy Lamarr tekin höndum og ákærð fyrir að hafa stolið vör um í verzlun í Los Angeles. Hinn 22. apríl síðastliðinn var hún sýknuð af þeirri ákæru og nú hefur hún stefnt forsvars- mönnum verzlunarinnar og fer fram á 5 milljón dollara skaðabætur fyrir það að hafa verið tekin föst og ákærð. Þeg ar hún var tekin föst var hún með vörur í tösku sinni fyrir samtals 86 dollara, en sakir fullyrðinga verjanda hennar um það, að hún hafi gert þetta sökum þess, hve hún var utan við sig af fjármálaáhyggjum og öðrum sorgum var hún sýkn uð. Ensk kona að nafni Dorothy Kendall, sem hefur borið út póst í Southwell í Englandi í meira en 20 ár, var nýlega heiðruð í enska hundablaðinu Dog World. Ástæðan til þess var sú, að í þessi tuttugu ár, sem Dorothy Kendall hefur bor ið út póst hefur enginn hund- ur í pósthverfinu bitið hana. Hins vegar biðu hundarnir á- kafir eftir komu hennar, þvi að hún hafði alltaf með sér vænan bita í poka handa þeim. Dagblaðið Dai'ly Mirror hef- ur nú tekið upp nýjan þátt í blaði sínu og þykir sá þáttur vera heldur grátt gaman. Blað ið hefur nefnilega tekið upp á því að birta minningargreinar um fólk, sem enn er í fullu fjöri, og hófst hann á grein um Philip prins, hertoga af Edin borg, eiginmann Elísabetar Englandsdrottningar. í grein- inni segir meðal annars: Lát hans hefur orsakað mik inn harm í brjósti þjóðarinnar hann var útlendingur, en hann hafði laðað okkur að sér eins og Maurice ChevaHer eða Marx bræður og átti stóran hlut í hjörtum okkar. Að vera eiginmaður Eng- landsdrottningar á seinni hluta 20. aldar hefði ekki verið auð velt, ef hann hefði kunnað sig. En það væri rangt að segja, að „starf“ hans hafi ekki ver- ið árangursríkt. Það var ekki verið að horfa í það að greiða honum 40.000 pund á ári. Astor fjölskyldan í Bretlandi kveður nú fyrir fullt og allt höll sína Cliveden v. ána Tham es. Höll þessi hefur nú árum saman verið nokkurs konar sam komustaður frægra manna. Það var í Cleveden höllinni sem „Cliveden-klíkan“ safnaðist saman á stríðsárunum til þess að lýsa andúð sinni á Hitler og það var við sundlaug Astor lávarðs, sem John Profumo hitti Christine Keeler í fyrsta sinn. Höllin hefur ekki verið í eigu Astor-ættarinnar síðan 1942, en þá gaf hún ríkinu höll ina til þess að losna við erfða- skatt. Síðan þá hefur Astor- fjölskyldan einungis búið þar sem leigjendur. ¥ Skjaldbakan Tuimalila, sem þýðir kóngurinn í Malila er nú nýdauð 192 ára að aldri. James Cook landkönnuðurinn brezki gaf kónginum af Tonga þessa skjaldböku að gjöf árið 1777 og síðan hefur hún hald- ið til í þessari paradís Kyrra- hafsins. íbúar Tonga sýndu Tuimalila mikla virðingu og litu á hana sem höfðingja. Söngkonan Maria Callas hef tekin í París, en þar býr hún ur lítið verið í fréttunum und um þessar mundir. Myndin var anfarið. Þó er hún alltaf á ferð tekin á Orly flugvellinum í Par og flugi um heiminn og hér ís og er söngkonan að leggja birtist mynd af henni, sem var upp til Genfar. Þessi lögulega stúlka er ung frú Ástralía 1965. Sem verð laun fyrir að bera sigur úr být um í fegurðarsamkeppni í Ástralíu fékk hún ferð umhverfis hnöttinn. Hún hafði auðvitað smádvöl í París og er þessi mynd tekin, þegar hún fór í heimsókn í sauðfjár- ræktarbú rétt utan við París og er hún með eitt lambið í fanginu. Fyrir skömmu komu samtím- is út tölur um bifreiðastuldi í París og London. Sýna tölur þessar að árið 1964 hafi verið stolið 5390 bifreiðum í Lon- don en 1965 hafi verið stolið 7284 bifreiðum. Hins vegar verður bifreiðaþjófum betur ágengt í Parísarborg því árið 1965 var stolið 19.208 bifreið- um eða um það bil fimm sinn- um fleiri en í London, ef íbúatalan er tekin með í reikn inginn. Parísarbúum til afsök- anar er þó hægt að segja það, að 16.711 bifreiðum var skilað aftur til réttra eigenda. Þær virðast hafa eitthvað mikið að tala um þessar tvær og það er ekkert mjög ólík- legt því að þær eru nýbúnar að leika saman í kvikmynd, eru báðar á kvikmyndahátíðinni i Cannes og eru þar þær kon- ur sem mest er rætt og ritað um. Þetta eru þær Geraldine Chaplin og Sophia Loren og þær virðast njóta líðandi stund- ar. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.