Tíminn - 25.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.05.1966, Blaðsíða 5
MEÐVIKUDAGUR 25. maí 1966 TNMINN 5 Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og mdriði G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimui Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 95.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hi Sigur Framsóknarfl. í viðtali við Tímann fórust Ej'steini Jónssyni, for- manni Framsóknarflokksins m.a. svo orð um kosningaúr- slitin: „Þessar kosningar urðu mikill sigur fyrir Framsóknar- flokkinn. Þær sýna glöggt, að flokkurinn heldur áfram að vaxa drjúgum skrefum í kauptúnum og kaupstöðum og staðfestist nú enn betur en áður, að hann er orðinn langstærsti andstöðuflokkur Sjálfstæðismanna í þessum byggðarlögum og öflugasti keppinautur þeirra. Kemur enn skýrt í ljós, að vaxandi fjöldi manna vill byggja upp stóran umbótaflokk, sem beitir sér fyrir kröftugri fram- farastefnu á þjóðlegum grundvelli. Það kom margt athyglisvert í ljós í þessum kosning- um, en ég drep aðeins á fátt af því núna. Eg geri ekki ráð fyrir því, að það fari framhjá ríkisstjórninni, t.d. að öll atkvæðaaukningin í höfuðborginni frá alþingiskosn- ingunum síðast fór til stjórnarandstæðinga og hefur Sjálfstæðisflokkurinn þó löngum verið sterkari í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík em alþingiskosningum. Eg hlýt einnig að telja það tímamótaatburð, að eftir þessar kosningar er Framsóknarflokkurinn orðinn stærsti flokkurinn í fjórum kaupstöðum og náði því sæti af Sjálfstæðisflokknum í þremur þeirra einmitt nú í þess- um kosningum. í Keflavík gerðist þetta með svo sköru- legum hætti, að fá dæmi, ef þá nokkur munu um annað eins í kosningaannálum landsins“. Sigruðu þeir líka? Af dagblöðunum í gær er það hins vegar svo að skilja, að allir hafi sigrað í kosningunum. Að vísu er Mbl. ekki sérlega borubratt, en Bjarni Ben. segir þó ! blaðinu. að „staða Sjálfstæðisflokksins í heild sé mjög sterk” og Mbl. segir, að „því fari víðs fjarri, að hægt sé að túlka þessi úrslit sem ósigur fyrir ríkisstjórnina” Það er sem sagt ekki ósigur Sjálfstæðisflokksins að tapa sem svar- ar 10. hverjum fylgismanni í kaupstöðunum. Er nú blað- ið búið að gleyma orðum sínum um tap íhaldsflokksins í Bretlandi og stórsigur Verkamannaflokksins, en þar tapaði íhaldsflokkurinn í hlutfallstölum minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn nú! Alþýðuflokkurinn telur það stórsigur að fá minna at- kvæðamagn í Reykjavík nú en hann fékk í alþingiskosn- ingunum 1963 og að fylgi flokksins stendur nokkurn veg- inn í stað úti á landi. Til þess að gera sigurinn enn meiri telur Alþbl., að Alþýðuflokkurinn hafi unnið tvo menn á ísafirði og einn á Sauðárkróki vegna þess, að áður hafði flokkurinn jafnmarga fulltrúa af sameiginlegum lista flokka og telur auk þess öll atkvæði flokksins þar beina aukningu, en telur í sama yfirliti. að Framsóknar- flokkurinn hafi tapað 2 fulltrúum á Akranesi og öllu at- kvæðamagni sínu þar! Alþýðubandalagið telur það mikinn sigur í Reykjavík að fá næstum sama atkvæðamagn nú og aðildarflokkar Alþýðubandalagsins fengu samtals í síðustu kosningum og sigur Alþýðubandalagsins vh’ðist það líka vera að tapa fylgi úti á landi!! Út af fyrir si^ er ekkert við það að athuga, að allir uni glaðir sínum hlut, en verra er, ef forsætisráðherra skilur ekki þann þunga áfellisdóm. sem kosningarnar eru um stjórnarstefnuna og er þetta því furðulegra. þeg- ar vitað er um allar útstrikanirnar, sem forsætisráðherr- inn fékk á sig hér í Reykjavík og er það þó einsdæmi að menn séu strikaðir út af neðstu sætum framboðslistanna. Hákarlarnir á heimsmarkaðin- um veröa stærri og stærri í mörgum löndum heims, einkum hinurn íólksmörgu, ger ast nú örar breytingar, eins og títt 'er um kaflaskipti, sem tæknibyltingar valda. Þessar breytingar viðskipta- og fram- leiðsluhátta munu á næstu ár- um segja til sin og hafa víð- tækari áhrif, en nú eru fyrir- "sjáanleg, og sú þróun er ekki að öllu leyti ákjósanleg í aug- um þeirra, sem vilja frjálst framtak margra en ekki auð- hringa, og að frjáls samkeppni njóti sín en ekki auðhringa einokun, sem heldur verði neyzluvara uppi en lætur gróða og hagnað af bættum fram- leiðsluháttum renna í vasa fárra en stórra eig. samsteyp- unnar. Eftirfarandi upplýsingar eru þýddar og dregnar saman úr viðskipta- og efnahagsmálatíma ritum enskum. Nokkur risastór fyrirtæki, eða firmu, sem spanna allan heiminn með starfsemi sinni, hafa að undanförnu mjög leit- azt við að ná yfirráðum yfir smærri firmum sömu tegund- ar í ýmsum löndum, og þar með ná alveg yfirráðum yfir hverri grein fyrir sig — ráða verði og framleiðslumagni svo að segja alls heimsins á ákveðn um vörutegundum. Stærsta firma veraldarinnar er Genral Motors í Bandaríkj- unum. Sala þessa firma var meitír að verðmæti á s.l. ári en úfflutningur alls Vestur- Þýzkalands. f 152 löndúm heimsins réðu það 'ár 1—2% af heildartölu firma eða hringir þeirra yfir 70—80% af verzlun þessara landa. Um 2% af öllum firmum heimsins, eða hringar þeirra. róðu yfir 70—80% af heims- verzluninni 1965. Eitt ljósasta dæmi um þró- unina síðustu áratugi er á sviði olíuvinnslu og verzlunar, en sú grein krefst að vísu sér- staks stórreksturs. Fyrir 50 ár- um fyrirskipaði stjórn USA skiptingu firmasteypunnar Stan dard Oil Co. og varð hún þá að 33 minni, sjálfstæðum fyrir- tækjum. Nú er aðeins eitt af þessum 33 firmum, Jersey Standard Co. 19 sinnum stærra en öll samsteypan var fyrir skiptinguna. Þessi þróun, og reynslan sem fengizt hefur í samteypu hringa og fært hefur ómældan gróða til eigenda hinna mátt- ugu hringa. hefur leitt til stökk breytinga í sameiningu hinna álíkustu firma í ýmsum lönd- um og álfum. Má benda á nokkur dæmi um þróunina síð- ustu ár. í Þýzkalandi hafa tvö stór járnfirma sameinazt — Thussen Hiitte og Phönix— Rhreinroler, og ræður þessi hringur þar með meginhluta allrar pípuframleiðslu í álf- unni. Agfa í Þýzkalandi og Gevert í Belgíu, sem framleiða ljósmyndavörur, hafa samein- azt. Volkwagen og annað stórt bílafirma hafa gert með sér samning, sem jafngildir sam- runa að svo miklu leyti sem evrópsk lög leyfa. í Frakklandi hafa gerzt svipaðir atburðir, og hafa jafnvel tvö járnfram- leiðslufélög sameinazt í þýzka firmanu Rohling. Chrysler Comp í Bandaríkj- unum hefur vaðið inn á enska markaðinn og keypt Roots-sam steypuna og Simca-bílasmiðj- urnar í Frakklandi. Yfir 700 fyrirtæki af um 100 stórfyrir- tækjum í Ameríku hafa lagt í fjárfestingu á svæði sameig- inlega Evrópumarkaðinum fyr- ir allt að 4,5 milljarða dollara. Þessi fjárfesting Ameríku- manna hefur ekki átt einskærri ánægju að fagna meðal Evrópu manna. Viðurkenna má þó, að ýmsar varnir hafa verið settar upp í Evrópu til verndar heima iðnaði. Hins vegar hafa marg- ir stjórnmálamenn og iðju- höldar viðurkennt, að þetta flytji nýtt blóð og nýja tækni inn í framleiðsluheim Evrópu, en hann er á eftir Ameríku í mörgu tilliti. Hinir stóru hringar eru tald- ir standa betur að vígi til rann- sókna og hafa meira aðdráttar- afl á hið lausa fjármagn. Sama stefna og þetta hefur gert vart við sig bæði í Japan og Ítalíu. Spáð er áframhaldi á þessari stefnu í fjármálaheiminum og jafnvel enn meiri hraða og stórfelldari sameiningu fyrir- tækja en verið hefur. Stærð fyrirtækjanna eða hringanna er þó engin trygging fyrir betri stjórn framleiðslu eða sölumála, hvað þá að það leiði til lægra vöruverðs. Athugasemd við frásögn / bókinni „fnn ti! fjalla" Félag Biskupstungnamanna í Reykjavík hefur á undanförnum árum gefið út allmyndarlegt safn ritgerða, sem nefnist „Inn til fjalla.“ Eru alls komnar þrjár bækur af ritsafni þessu og fjalla þær einvörðungu um málefni varð andi Biskupstungur og einstaka menn, sem byggt hafa þetta forn- fræga hérað fyrr og síðar. Er þetta að sjálfsögðu góðra gjalda vert og ber vott um lofsverða átthagatryggð þeirra manna, sem að útgáfunni standa. samfara góð- um vilja til þess að fræða aðra um hin margvíslegustu málefni þessa um margt merkilega byggða- lags. En góður vilji er þó ekki einhlýtur og vissulega er enn þyngra á metunum að fjallað sé um hvert mál af samvizkusemi og vandvirkni í hvívetna. Á þessi at- riði hefur þó ekki ávallt verið lögð sú áherzla sem skyldi. í lok þriðja bindis þessa um- rædda ritsafns er birt manntal í Biskupstungum frá 1. des. 1950. Þessi nafnaþula er samantekin af Þorsteini Þorsteinssynj fvrrver- andi hagstofustjóra og eru honum í formála bókarinnar færðar sér- stakar þakkir fyrir vel unnið starf. sém óneitanlega bendir til þess, að útgefendum bókarinnar hafi síð ur en svo þótt neitt athugavert við manntalið Tæplega fer þó h.iá í, að hver sá. sem lítur yfir nafna lista be’nnan og vel er kunnugur ábúendum einstakra bæja í Bisk- upstungum, átti sig ekki fljótlega á því, að einni fjölskyldunni er algerlega sleppt, nefnilega ann- arri fjölskyldunni að Helgastöð- um, en þar hefur verið tvíbýli um margra ára skeið. — Nú er mér að vonum ekki fyllilega ljóst, hvers vegna fjölskylda þessi fann ekki náð fyrir augum hagstofu- stjórans, né annarra, sem hér eiga hlut að máli. Hitt mun þó óhætt að fullyrða, að varla hefði fjöl- skylda úr röð hinna betri bæja gleymst. En af þessu leiðir. að Á næstsíðustu tonleikum Sin fóníuhljónsveitarinnar á þessu vori var stjórnandi Igor Buke toff, en einsöngvari bandaríska söngkonan Adele Addison Á efn isskrá voru tvö verk fyrir hljóm- sveit og tvö fyrir einsöng. Rödd Adele Addisor, er um margt sér- stæð .þétt o« þykk og mikið skól- uð. en þó er raddbeiting svo und arlega ójöfn. að þessi mikla rödd nær hlustanda að mjög takmörk uðu leyti og korr það harðast niö ur á Mótettu Mozarts Exultate Ju umrædda nafnaskrá ber að skoða sem óvenju yfirgripsmikið úrval, en ekki tæmandi skrá fyrir alla íbúa hreppsins. Það hefur jafnan þótt skylt og og sjálfsagt að geta þess sérstak- lega, þegar um úrval í einhverri mynd er að ræða, og er það fyrst og fremst gert í Þeim tilgangi, að menn viti fyrirfram, að hismið hafi verið skilið frá kjarnanum. í þessu tilfelli hefur þetta þó al- veg gleymst. En væntanlega verð- ur úr því bætt í næsta bindi. Eyþór Erlendsson. bilatis. — Tærar og einfaldar lín- ur þessa fagra verks fengu óvið- feldinn og framandi blæ í túlkun söngkonunnar og í lokaþættinum, hinu velþekkta „Haleluja“.. rof aði heldur ekki til. Aftur sýndi hún aðra hlið í söngverki Samúel Barbers Knoxville. Þar féll vel saman rödd og túlkun, og var fróð legt að kynnast verkinu, og túlk un hennar á þvi. — Sinfónía no 100 eftir J Havdn (hin hermann- lega) var í flutningi hljómsveitar FTamhald a bls. 14. I HLJÓMLEIKASAL Sinfóníutónleikar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.