Tíminn - 25.05.1966, Blaðsíða 11
MTÐVIKUDAGUR 25. maí 1966
TÍMINN
69
Frá Sviss kom sú frétt að þeir myndu báðir farnir til Eng-
landn. Alþjóðalögreglan sendi þegar í stað til London til-
kynningu um að handtökuskipanir hefðu verið gefnar út
á hendur báðum þessum mönnum. Þrem dögum síðar voru
þeir handsamaðir og Savunranayagan framseldur til Belgíu.
Rannsóknadómarinn í Antwerpen gaf út skipun um hn-
töku Mniszek og fór fram á að hann yrði framseldur. Lýst
var eftir honum um alla Evrópu, og viku síðar var hann
handtekinn á flugvellinum í Bodeaux þegar hann var að
Ieggja af stað til Parísar. Þá voru tveir menn enn ófundn-
ir, þeir dr. Bera og Sorz. Báðir voru handteknir í París.
Nú va beðið um skýrslu lögreglunnar á Ceylon um
Savunranayagan. Hún leiddi í Ijós að hann var fjárafla-
maður mikill. Eftir brautskráningu úr herþjónustu starfði
hann að kaupsýslu og tókst með því að bera fé á emb-
ættismenn að fá keypt fyrir hlægilega lágt verð mikið
magn af ýmsum varningi af birgum hersins sem ekki
var lengur þörf fyrir. Á þessu græddi hann vel. Tók hann
nú að færast í aukana og stofnaði mörg hlutafélög, þar
sem hann sat í stjórn ásamt vinum sínum og nánustu ætt-
ingjum. Fyrirtækin áttu sér fæst langa sögu. Yngst þeirra
var Modern Industries, stofnað í ágúst 1952.
f nóvember 1950 reyndi hann gróðabragð sem í mörgu
svipaði til þess sem heppnaðist í Antwerpen. Þar átti að
vera um að ræða sölu á smurningsolíu til Kína. Komu bankar
í Colombo og Hongkong við sögu. Lánsreikningur sem nam
1.230.000 dollurum var opnaður í útibúi Banque Belge pour
PEtrangere í Hongkong, til ráðstöfunar fyrir fyrirtæki Savur-
arihyagans, sem í þá daga hét Eastern Enterprises. En bank-
ar í Colombo þekktu manninn og neituðu að koma nærri
viðskiptum sem hann átti þátt í.
Honum hélt þó áfram að græðast fé með vafasömu móti,
og 1953 hélt hann í ferðalag til London. Sú ferð varð
honum að falli, því í júní 1954 var hann handtekinn og
framseldur við belgisk yfirvöld. Enginn vafi lék á að hann
var foringinn í svikahringnum, hafði átt hugmyndina og
lagt á ráð um framkvæmd hennar. Málalok urðu að hann
var dæmdur í fimm ára fangelsi og 40.000 franka sekt.
Mniszek og Sorz fengu fjögurra ára fangelsi hvor og sömu
sektarupphæð. Bera var sýknaðir.
Ljóst þótti að hinir náungarnir, Geissmann, Klotz, Mayers
og Dade, hefðu allir verið saklaus ginningarfífl og þer
voru látnir lausir án þess að mál væri höfðað á hendur
þeim. Lögreglunni tókst ekki að finna falsarann sem unn-
ið hafði fyrir fjársvikarana og ekki hafðist upp á nema
Itlum hluta fjárins. Eftir því sem bezt varð vitað hóf Sav-
unranayagan undirbúning að þessum umfangsmiklu svik-
um í París í marz 1954. Sér til aðstoðar fékk hann von
Hornung, Mniszek, Sorz og Miljusz. Þeir gátu hver um sig
beitt fyrir sig ýmsum öðrum, svo svikin fengu yfirskin heið-
arlegrar kaupsýslu.
Allir gátu sakborningar ráðið sér verjendur úr hópi fær-
ustu lögfræðinga, og þurftu ekki að sitja af sér nema lít
inn hluta fangelsisdómanna. Sumir fengu meira að segja
sektirnar eftirgefnar. Lögreglumönnum í mörgum löndurn.
sem varð höfðu tíma og erfiði til að skýra þetta flókna
mál, þótt hart að svo skyldi fara, ekki sízt þegar það frétt-
ist að Savunranayagan væri búinn að stofna fyrirtæki í
London með 100.000 sterlingspunda höfuðstól.
, Fjórtándi kafli.
Að Alþjóðalögreglunni standa lögreglulið 78 landa. sem
öll vinna hvert í sínu lagi að rannsókn sakamála sem ekki
varða önnur lönd. Þessi frásögn væri ekki fullnægjandi.
ef ekki væri gefin nokkur hugmynd um þau margbreytilegu
skilyrði sem lögreglumenn heimsins starfa við. Málin sem
hér verða rakin gerðust sitt í hverri heimsálfu, en glæpa
mennirnir sem í hlut áttu viðhöfðu hver sína aðferð, sem
er skráð til leiðbeiningar fyrir starfsmenn Alþjóðalögregl-
unnar. Hversu sérstæð sem afbrotin eru, vita allir reyndir
lögreglumenn að afbrotamenn hafa tilhneigingu til að fara
svipað að ráði sínu.
Langt inni í frumskógunum í Bombayfylki á Indlandi er
lögreglustöðin Dhandora, og á lögsagnarumdæmi hennar er
þorpið Kalan. Þar býr þjóðflokkur að nafni malana, sterk
lega vaxnir og fríðir, sem hafa mikið yndi af að dansa
þjóðdansa sína í skógarrjóðrum á tunglinskinsbjörtum nóttu™
í nóvember 1954 bar svo við að einn af þorpsbúum,
n
hún þvl fyrir sér hvort hiann væri
þegar búinn að tala við yfirhjúkr
unarkonuna — hvort hann væri
reiður yfir því að hún hafði enn-
þá umsjá með sjúklingnum og
hvað hann mundi gera í málinu.
Ó, hvað hann gat verið andstyggi-
legur.
Hún hafði gengið yfir að glugg
anum, án þ.ess að vita, hvað hún
gerði og var ósjálfrátt farin að hag
ræða gluggatjöldunum.
— Hvað er að Jill?
Hún sneri sér snöggt við og
mætti spyrjandi augnaráði
Söndru.
— Ekkert. sagði hún. — Hvað
ætti það að vera?
. — Þú leizt út. eins pg þú værir
öskuvond og langaðir til að gráta.
Heyrðu — Sandra glennti upp aug
un — Hann hefur þó ekki skamm
að þig, — nei, auðvitað ekki, bættj
DANSAÐ A DRAUMUM
HERMINA BLACK
30
Óforbetranleg! Það var ekki til
neins að s'kamma hana og Jill lét
undari.
— Jæja það verður að taka
mynd af þér sagði hún ákveðin.
Hr. Carrington hefur skipað svo
fyrir. Það er bezt að ég búi þig
undir að fara.
Söndru var fagnað eins og prins
essu í geislalækningastofunni —
hr. Pearson dáðist auðsjáanlega
að henni af öllu hjarta. Og jafn-
vel systirin sem hafði eftirlit með
deildinni og var venjulega súr
snemma á morgnana hegðaði sér
eins og þetta væri viðhafnarveizla
og hún veizlustjóri.
En Sandra átti enn eftir að
standa andspænis reiði skurðlækn
is síns og jafnvel hún virtist dá-
lítið smeik við tilhugsunina um
það. Þegar hún var komin aftur
í rúmið spurði hún Jill: — Held
urðu að hann verði mjög vond-
ur?
— Ég myndi ekki hafa áhyggj-
ur út af því. Þú sleppur sennilega
við allar skammir sagði Jill þurr
lega.
Samt sem áður var það alvar-
legur Vere sem virtist þrem stund
arfjórðungum síðar. Munnur hans
var hörkulegur þegar hann gekk
yfir að rúminu án þess að líta á
Jill. Það var ómögulegt að sjá það
á honum hversu reiður hann var
ennþá hann virtist vera jafn ná-
kvæmur og kurteis og venjulega.
Jill sem horfði á frá sínum
venjulega stað við enda rúmsins
fannst eins og kaldur gustur færi
um herbergið og hana grunaði
að jafnvel- Sandra væri örlítið
taugaóstyrk — að minnsta kosti
sagði hún aðeins góðan daginn
læknir“ og beið eftir því að vera
ávörpuð.
Það varð stundarþögn meðan
Vere athugaði línuritið sem Jill
hafði rétt honum.
— Hm! Hann lagði það frá sér.
— Góðan daginn. Hvað eruð þér
búnar að ganga mikið í dag?
Kaldhæðnin að baki þessarar
einföldu spurningar hefði gert
flesta kvensjúklinga hans að engu
en þó að Sandra roðnaði dálítið
leit hún rólega framan í hann
og sagði: —Ég ætla ekki að ganga
neitt í dag — nema þér skipið
svo fyrir á ég við.
Meðan Jill beið eftir spreng-
ingu hugsaði hún ósjálfrátt. Hún
væri ágæt handa honum! Þetta var
í fyrsta skipti sem hún gerði sér
fulla grein fyrir því að undir fin
gerðum yndisleika. hinnar stúlk-
unnar var annar persónuleiki fyr-
ir utan dekurbarnið — þ.e. ung
kona sem var algerlega fær um
að verja sig og hafði auðvitað að*
stöðu til þess.
Sandra var heppin! Hún var
nægilega mikilvæg til að geta leyft
sér að gjalda hinum mikla manni
í sömu mynt, ef hún var sár eða
reið!
Andartak virtu læknir og sjúkl
ingur hvort annað fyrir sér. Síð-
an: — Ég skipa ekki svo fyrir
sagði Vere. Síðan settist hann á
stólinn við rúmið: — Lofið mér
að líta á kúluna.
Jill var þegar komin að hinni
hlið rúmsins og fimir fingur henn
ar iosuðu umbúðirnar af höfðinu.
Hans vegna hefði hún alveg eins
getað verið einhvers staðar ann-
ars staðar svo litla athygli veitti
hann henni. Síðan hélt hann ljósu
hárinu frá sárinu og athugaði það
vandlega.
— Þér eruð heppnar að hafa
aðeins skrámað yfur. Þetta verður
fljótt að lagast.
— Og ég hef verið að segja
hjúkrunarkonunni að ég gæti
hreyft hnéð — og ég er viss um
að það er ekkert að því sagði hún.
— Ég lít á myndina á eftir Þeir
ætla að flýta sér að framkalla
hana tilkynnti hann.
— En hvað ég geri öllum erf-
itt fyrir. Sandra sendi honum eitt
af sínum blíðlegustu brosum. Ég
veit að ykkur langar til að sálga
mér og ég á það kannski skilið
en í sannleika sagt eins og ég
hef þegar sagt hjúkrunarkonunni
þá var ég ekki bara að reyna að
vera erfið. Ég stóð upp án þess
að hugsa.
— Jæja ef ég væri þér mundi
ég hugsa næst ráðlagði hann. Ég
held ég verði að segja að í þetta
skipti hafið þér sloppið betur en
þér eigið skilið. Þó orð hans væru
allt annað en vingjarnleg hafði
kuldinn horfið úr röddinni. — Ég
ætla að halda yður í rúminu í
nokkra daga og koma svo að líta
á yður. Ef myndin sýnir að allt
sé í lagi munum við halda áfram
að kenna yður að ganga. Það er
að segja ef þér lofið hátíðlega að
reyna ekki að hlaupa áður en þér
hafið tekið fyrstu skrefin.
— Ég skal lofa því. Sandra rétti
honum höndina. Upp á æru og trú!
— Gott. Hann reis upp hélt í
hönd hennar stundarkorn og
brosti í fyrsta skipti. — Eg held
að þér hafið stytt líf vesalings
Falconbys læknis til muna. En
hvað sem öðru líður eruð þér aft
ur komnar undir mína umsjá
núna.
— Og þér takið ábyrgð yðar
MJÖG hátíðlega er það ekki?
spurði Sandra með alvörusvip.
— Eg held, sagði hann að þeg-
ar allt kemur til alls ætti ég að
spyrja yfirhjúkrunarkonuna hvort
hún eigi ekki hnútasvipu. Síðan
hlógu þau bæði og Jill vissi að
Söndru hafði verið fyrirgefið þó
að hún sjálf væri auðsjáan-
lega ekki inhifalin í vopnahléinu.
Þegar hún lokaði hurðinni á eft
ir honum andartaki síðar velti
veiAHREl*GERNING
Vanlr
M) t f -
slmar 41957
og 13049
OTVARPIÐ
MiðvikUdagur 25 maí
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13 00 Við vinouna
15.00 Miðdegisútvarp 16.30 sið
degisútvarp
18.00 Lög
á nikk
una Tony ,§omano og harmon
ikuhljómsveit Charles Alagn
ante leika. 18 45 Tilkynnmgar.
19.20 Veðurtregnir. 19.30 frott
ir 20.00 Daglegt mál Arni Bövð
varsson flytur báttinn. 20.05
Efst á baugi Biörgvin Guð-
mundsson og Björn Jóhannsson
tala um erlen , tnaiefni 2035
Raddir lækna Davtð
Daviðsson talar um landsins
gagn og nauðsyniar 21.00 LÖg
unga fólksins Bergur Guðnaswn
kynir 22.00 Fréttir og veður
fregnir 22.15 „Skeiðklukkan“
smásaga eftir Paul Galico; —
fyrri hluti Guðj Guðionsson
les eigin þýðingu 22.35 llng-
versk kammertóniist; 23.15 Dag
skrárlok.
Fimmtudagur 26. maí
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp 13.00 Á frívaktinni Ey
dís Eyþórsdótir sjórnar oska
lagaþætti
fyrir sjó-
menn 15.00
Miðdegisútvarp 16.30 Síðdegis-
útvarp 18.00 Lög úr söng'elkj-
um og kvikmyndum 18.45 Til-
kynningar 19.20 Veðurtregnir.
19.30 Fréttir 20.00 Dagleut mál
20.05 Fjögur frönsk þjóðlog í
útsetningu Seibers. 20.15 Ungt
fólk i útvarpi Baldur Guðlaugs
son stjórnar þætti með blönd
uðu efni 21.00 Tónleikar Sinfón
íuhljómsveitar tslands f Há-
skólabíói. 21.50 Ljóð eftir Juð
mund Þórðarson Steingerður
Guðmundsdóttir les. 22.00
Fréttir og veðurfregnir 22.15
„Skeiðklukkan“ siðari hluti
smásögu eftir Paui Gallico Guð
jón Guðjónsson les þyðmgu
sína 22 35 Djassþáttur. Öl. Sten
hensen kynnir 23 05 Bridge
þáttur Hallur Sjmonarson flytur
23.30 Dagskrárlok.
Á morgun