Tíminn - 27.05.1966, Síða 9
FÖSTUDAGUR 27. maí 1966
TÍMINN
hraunyfirborðsins í fyrmefndum
þrengslum hjá Melfelli um 1:35—
1:40 (um fjórfalt meiri en á grunn-
vatnsborðinu hjá Rangárbotnum),
en á kaflanum frá Tungnármynni
niður að fyrirhugaðri virkjunar-
stíffu aðeins um 1:350. Að meðal-
tali alla leiðina, sem miðlunar-
vatninu er ætlað að fara neðanjarð
ar, frá Bjallavaði niður í Leirdal
(sbr. síðar) er halli hraunanna ná-
lægt 1:105.
Þessi samanburður á berggerð,
þversniðsflatarmáli og halla hraun
anna annars vegar í sundinu milli
Búrfells og Sauðafellsöldu og hins
vegar sunnan við Tungná upp að
Bjallavaði þykir mér benda t.ii að
hraimin á síðarnefndum kafla geti
tekið við og breytt í grunnvatn
nokkrum sinnum meira vatni en
nú rennur fram neðanjarðar um
fyrrnefnt sund, t. d. eitthvað um
50—75 m-Vsek.
Þriðja skilyrðið til að hitamiðl-
un megi verða að gagni er eins
og fyrr segir, að það árvatn, sem
um sinn hefur verið gert að grunn
vatni, komi aftur fram í farvegi
vatnsfallsins ofan við virkjunar-
stað. Þetta er það af skilyrðun-
um til hitamiðlunar í Þjórsá hjá
Búrfelli, sem hæpnast er að stað-
hættir fullnægi.
Á kortinu eru sýndar (með hvít-
um örvum) þær leiðir, sem ein-
sætt má heita, að miðlunarvatnið
mundi í líki grunnvatns síga frá
inntaki áveitunnar (eða „íveitunn-
ar“) hjá Bjallavaði, en lindir, sem
fram kæmu eða ykust, og lækir,
sem frá þeim rynnu, eru táknuð
með litlum hringum og svörtum
strikum með örvaroddum. Læt ég
kortið nægja til að segja þá sögu
(sem að öðrum kosti yrði öll „í
viðtengingarhætti").
Væntanlega mundi talsverður
hluti miðlunarvatnsins skila sér
aftur í Tungná þegar í Sigöldu-
gljúfri og auka þær lindir, sem
þar eru. fyrir. Sá hluti mundi að
vísu ylja upp Tungná á veturna.
En þetta er svo langt fyrir ofan
virkjunarstað, að það kæmi þar að
fremur litlu gagni.
Ekki þykir mér líklegt, að mik-
ið af miðlunarvatninu mundi koma
fram í Tungná fyrir neðan Sig-
öldu. Það væri þá helzt á kaflan-
um frá Köldukvíslarmynni niður að
Ilaldi, og færi vel, að svo yrði.
Nokkuð af vatninu mundi senni
lega skila sér sjálfkrafa út í Þjórs-
á undan Árskógum, einmitt á
þeim kafla, sem mestur fengur
væri að því. — En líkindi eru til,
að mestu uppspretturnar og jafn-
vel meginhluti alls miðlunarvatns-
ins mundi' koma upp í svonefnd-
um Leirdal og þar i grennd. En
Leirdalur er löng grunn lægð, sem
liggur í hraunbreiðunni austan Ár-
skóga samsíða Þjórsá.
Vatnið. sem kæmi fram í Leir-
dal, mundi ekki renna til Þjórsár
af sjálfsdáðum, heldur fram í Rang
árbotna. Raunar yrði auðvelt að
veita því í skurði um 2—3 km
veg yfir flatt hraun út í Þjórsá,
en nokkuð mundi það kólna í frost
um á þeirri leið, nema gert væri
yfir skurðinn, og væntanlega einn-
ig ódrýgjast, nema skurðsbotninn
væri þéttaður.
Kemur nú loks að þvi sem
mest er að óttast um gagnsemi
þessa hugsaða hitamiðlunarkerfis:
Miðlunarvatnið úr Tungná mun
ekki allt koma upp á þeim stöð-
um, sem hér voru taldir, fyrir of-.
an inntaksstíflu Búrfellsvirkjunar
innar, heldur mun nokkur hluti
þess halda áfram neðanjarðar
fram 1 Rangárbfttna. Sá hluti er
þar með glataður virkjuninni á
sama hátt og það vatn, sem nú
rennur neðanjarðar fram hjá virkj
unarstaðnum, sumt fram í Rang-
árbotna og sumt langt fram i Land
sveit.
Hve mikið af miðlunarvatninu
tapast á þenna hátt er fyrst og
fremst undir því komið, hve Jjúpt
er nú á grunnvatnsfletj á kaflan-
um frá Leirdal fram í Rangár-
botna. Því dýpra sem_ það er, því
meira verður tapið. Ég óttast, að
þarna kunni að vera 10—20 m
djúpt á grunnvatninu og gizka
samkvæmt því á, að þarna sleppi
burt 5—10 m3/sek. af miðlunar-
vatninu og lendi í Rangá til einsk-
is gagns. Þetta er tilfinnanlegt tap
fyrir hitamiðlunina, því að þetta
er hlýtt vatn. En það dregur ekki
úr afköstum Búrfellsvirkjunar, því
að þau verða háð minnsta rennsli
í Þjórsá, en tapvatnið er allt tekið
úr Tungná að sumarlagi, þegar
meira en nóg vatn er í Þjórsá
og Köldukvísl. Þegar að því kem-
ur, að rennsli Þjórsár hjá Búr-
felli verður miðlað svo, að það
nýtist til fulls, jafnvel sumarflóð-
in í upptakakvíslum hennar, þá
verður væntanlega ekki þörf fyr-
ir hitamiðlun með þeim hætti,
sem hér er verið að lýsa.
1 Nálægt 1960 voru athugaðir
möguleikar á Búrfellsvirkjun með
allt annarri tilhögun en nú hefur
verið ákveðin. í þeirri áætlun var
gert ráð fyrir stíflustæði í Þjórsá
skammt fyrir ofan Tröllkonuhlaup.
Skyldi stíflað um þvert sundið
milli Búrfells og Sauðafellsöldu
þannig, að stíflan næði einnig yfir
■ Rangá, um mót kvíslanna tveggja
úr Eystri- og Ytribotnum, og yfir
Bjarnalæk undir Búrfelli. Með
þessu stíflustæði hefði náðst til
alls miðlunarvatnsins úr Tungná.
En raunar hefði þá verið minni
eða engin þörf fyrir það, því að
þá hefði einnig náðst til þeirra
12 m3/sek af 4—5° hlýju linda-
vatni, sem fram streyma í Rangár-
botnum. Rannsóknir á stíflustæð-
inu leiddu því miður til, að frá
þessu ráði var horfið. En þessum
rannsóknum eigum við að þakka
hinar geysifróðlegu borholur, fjór
ar að tölu, sem þversniðsmyndin
er teiknuð eftir.
Enn hef ég varla minnzt á eitt
atriði, sem er afar mikilvægt við
hitamiðlun grunnvatnsins, en það
er hraði þess (sem raunar mundi
fremur kallaður „hægð“ eða „sein
læti“ í daglegu tali). Vitaskuld er
það enn eitt skilyrði fyrir því,
að hitamiðlimin komi að gagni,
að þessi hraði sé svo lítill í hraun-
unum, sem vatnið eiga að gleypa,
að miklum hluta þess dveljist þar
marga mánuði og rennslið í lind-
unum, sem undan þeim koma,
jafnist út á mislöngum og mis-
seinfærum leiðum þess neðanjarð-
ar. Vegalengdin, sem hér er fyrst
og fremst um að ræða, er frá
Bjallavaði niður í Leirdal, um 25
km. Ég hef því miður ekki hand-
bærar neinar nákvæmar tölur um
hraða grunnvatns í jarðlögum, er
séu sambærileg Tungnárhraunum
(og munu þær þó vera til), en
nokkurra vísbendinga skal þó get-
ið-, i
I alfræðibókinni Encyclopædia j
Britannica er ekki annað gefið
upp um hraða grunnvatns en
hann sé eftir aðstæðum „venju-
lega frá fáeinum fetum á ári upp
í fáein fet á sólahring.“ Ef við
gerum „íáein fet“ að einum metra
og reiknum með hámarkshraðan-
um í þessari uppgift, fáum við út,
að grunnvatnið sé 25000 daga
(þ.e. 68 ár) é leiðinni frá Bjalla-
vaði í Leirdal. Vitaskuld nær það
engri átt að hraði grunnvatns í
Túngnárhraunum sé svona Iítill,
og er hér vitnað i fræga bók í
því skyni einu, að staðfesta um-
mæli dr. Deviks um óvenjulegar
aðstæður við Þjórsá og Tungná.
í handbókum (um jarðfræði),
sem mér eru tiltækar, er hraði
grunnvatns i ýmsum tilteknum
jarðlögum, með grunnvatnsborðs
halla 1:100 talinn af stærðargráð-
unni frá 0,02 m á sólarhring til
10 m á sólarhring í möl — og
geti þó i jafnkorna möl farið upp
í 30—40 m á sólarhring. Um hrað-
ann í hrauni sé ég hvergi getið,
en ætla, að Tungnárhraunin séu
í þessu efni hel/t sambæriles við
i mölina. — En hér sem í mörgu
öðru er mest mark takandi á inn-
lendri reynslu.
f lok síðasta Heklugoss, 1947—
48, menguðust lindir undan Heklu
hraununum af kolsýru, fyrst þær,
sem næstar eru eldfjallinu, hjá
Næfurholti, og síðar þær sem fjær
eru, hjá Keldum og Gunnarsholti.
Útbreiðsluhraði þessarar mengun-
ar var um 40 m á sólarhring. Með-
alhraði grunnvatnsins þessa sömu
leið er væntanlega minni, en frá-
leitt meiri. En loks getum við
reiknað út meðalhraða grunnvatns
straumsins fram um hraunsundið
milli Búrfells og Sauðafellsöldu af
stærðum, sem hér voru áður upp
gefnar. Rennslið var áætlað 20 m3
sek. og þversniðsflatarmálið er um
175000 m2. Samkvæmt því reikn-
ast straumhraðinn 0,0001143 m
á sek., með öðrum orðum, um
10 m á sólarhring. — Með þeim
hraða yrði meðaltími sameinda
miðlunarvatnsins á leið frá Bjalla-
vaði niður í Leirdal hátt a sjö-
unda ár. En þegar þess er gætt,
að á þessari leið er halli um 50%
meiri en í fyrmefndu sundi og
auk þess mundi nokkur hluti vatns
ins renna ofanjarðar eitthvað af
leiðinni, má gera ráð fyrir mun
styttri tíma til ferðarinnar, segj-
um fáeinum eða nokkrum árum.
Sá tími nægir til rækilegrar miðl-
unar bæði rennslis og hitastigs.
Sú hitamiðlun, sem fram fer í
grunnvatni, er ekki eingöngu í því
fólgin, að misheitt vatn, sem sígur
í jörð blandast þar á leið til upp-
sprettunnar, heldur er hitamiðlun
milli vatns og bergs engu síður
mikilvæg. Hlýtt vatn, sem sígur
niður í kalt berg, kólnar um leið
og það verrnir bergið, unz beggja
hitastig er jafnt. Ef kaldara vatn
fer síðan sömu leið, hlýnar það
af berginu o.s.frv. Af þessum sök-
um verður miðlun hitastigsins full
komnari en miðlun rennslisins.
Til þess að fá sem hlýjast upp
uppsprettuvatn undan Tungn
árhraunum, þarf að veita sem hlýj
ustu vatni í þau, t. d. metta þau
alveg af vatni úr Tungná í hvert
skipti, sem það verður ufir 10°
hlýtt. Og eins og fyrr var sagt,
mun þar alltaf af nógu að taka
þegar hlýjast er í ánni.
Mér virðist einsætt, að með
þessu móti megi fá fram stórar
lindir með nokkuð stöðugu
rennsli, og mun hlýrri en þar, sem
náttúran er ein að verki eins og
í Landbroti og í Landsveit.
Ég tel hóflega áætlað, að sam
anlagt rennsli þeirra linda, sem
skiluðu sér í Tungná fyrir neðan
Köldukvíslarmynni, í Þjórsá und-
an Árskógum og í Leirdal, nemi
30 m3/sek. af 7° heitu vatni. Ef
þetta rennsli næst allt út í Þjórsá,
þrungna af krapa eða ísskriði,
bræðir það úr henni 2625 kg (þ.e.
2,8 m3) af ís á sekúndu.
Spurningunni, að hve mikiu
leyti þetta dregur úr eða afstýrir
vandræðum af ísmyndun í Þjórsá
við Búrfellsvirkjun, læt ég ósvarað
og vísa til mér fróðari manna um
vatnavirkjanir.
Grunnvatnsmiðlun yfirleitt.
Hér að framan hef ég rætt um
aðgerðir til hitamiðlunar í ám,
eins og hitamiðlun og þar með ís
vamir væri eini ávinningurinn af
þeim. En af þessum sömu aðgerð
um leiðir einnig, mjög verulega
sjálfvirka rennslismiðlun, og er
það raunar ljóst af því, sem þegar
er sagt. Fáeinir tugir m3/sek.
af lindavatni er viðbót, sem um
munar í Þjórsá ofan við virkjun-
arstað, þegar minnst verður í
henni á veturna, og kemur þá í
góðar þarfir, þó að þar sé enginn
ís til að bræða.
Enn má benda á þann kost
lindavatnsins, að það er tært. Við
miðlun í hrauni liggur þar eftir
leir, sandur og möl úr árvatninu,
sem í það er veitt. Annars setjast
þessi efni til í inntakslóni virkjun-
arinnar og fylla það — nema sá
Framhald á bls. 12.
Afmæliskveðja
Steingrímur Samúelsson
átfræður
Áttræður varð 24. maí, sóma-
maðurinn Steingrímur Samúlesson
Tjaldanesi í Saurbæ. Hann á að
baki sér margar vinnustundimar
erfiðar, en flestar nytsamar. Hann
þekkir, hvað starf bóndans er, þar
sem hann hóf búskap 18 ára að
aldri, og má segja, að hann hafi
haft bústörf á hendi ávallt síð-
an. Steingrímur hóf búskap sinn
í Miklagarði í Saurbæ árið 1904
og bjó þar til ársins 1936. Mikli-
garður bar þess merki, að þar
bjuggu hjón, sem þekkt voru að j
snyrtimennsku og athafnasemi.
Ekki var um véltæknina að ræða
á búskaparárum Steingríms í
Miklagarði, allt varð að fram-
kvæma með handaflinu, en verk-
in unnust þar fyrir árvekni og
dugnað Steingríms og konu hans,
Steinunnar Guðmundsdóttur, sem
honum var í öllum störfum svo
samhent, því búskapurinn blómg-
aðist með ári hverju, enda þótt
barnahópurinn væri orðinn all-
stór, bæði þeirra eigin barna svo
og fósturbarna, er þau tóku. Svo
fór, að Mikligarður reyndist Stein
grími og lítil jörð, svo að hann
tók Kjarlaksvelli á leigu og hafði
þá með um nokkurra ára skeið,
og bar ræktunin þar þess merki,
að hendur hans voru þar að verki.
Vorið 1936 hvarflaði að Stein-
grími að gerast sjálfseignarbóndi,
enda voru þá bömin öll að kom-
ast upp og vinnukrafturinn að
verða mikill, enda þótt að sum
þeirra væru að einhverju leyti að |
fara að heiman til að leita sér j
menntunar. Véltæknin var þá að j
byrja að ryðja sér til rúms, og I
vorið 1936 kaupir því Steingrfm-
ur Heinaberg á Skarðsströnd og
V* úr Akureyjum, og það sama
vor flyzt hann þangað og bjó þar
til vorsins 1957. Undraði engan,
þótt þar væru verk Steingríms
stór og mikil, þar sem vinnukraft-
urinn var þá orðinn góður og við
hann bættist svo sú hjálp, sem
fylgdi véltækninni. Steingrímur á-
vann sér vinsældir og traust hjá
Skarðstrendingum eins og Saur-
bæingum, enda er hann sannar-
lega trausts verður, svo einlægur,
hreinn og hrekklaus sem hann
er. Ekki fór Steingrímur varhluta
af opinberum störfum fyrir sveit-
ir þær, sem hann bjó í, enda
er hann félagsmaður með ágæt-
um, frjálslyndur og tillögugóður,
og fylgdi fast eftir því, er hann
taldi til framfara og menningar.
Hinn 1. desember árið 1917 var
U.M.F. Stjarnan stofnað hér í
Saurbæ, og var Steingrímur einn
af stofnendum þess og vann hann
vel að framgangi þeirra stefnu-
mála, er félagið markaði sér, en
þegar hann fluttist á Skarðströnd,
varð félagið að sjálfsögðu að sjá
af starfi hans, en hann tók upp
merkið aftur árið 1957, þegar
hann fluttist að Tjaldanesi í Saur-
bæ, og á fyrsta fundi eftir komu
hans í sveitina aftur gerist hann
þar áhrifamikill í húsbyggingamál-
um félagsins. Það má fátítt heita,
að maður á hans aldri hafi þann
brennandi áhuga fyrir að fá upp
félagsheimili í sveit sína, en hann
lagði fram fé og vinnu sína til
þess að koma verkinu sem fyrst
áfram, og taldi ekki eftir, því hann
er maður framsýnn og dugandi að
hverju sem hann gengur. Þá eru
ótalin stuðningur hans og fjár-
framlög til annarra félagsmála,
sem hann taldi til menningar og
uppbyggingar í héraði sínu. Þótt
margt mætti hér til nefna til þess
að sýna hvers virði menn á borð
við hann eru sveit sinnb þá læt
ég hér staðar numið. Ósk mín
hefði verið sú, að sveitungar hans
hefðu átt þess kost að gleðjast
með honum nú á þessum degi
og þá helzt í félagsheimilinu okk-
ar sem hann sjálfur hefur ávallt
stutt svo vel og drengilega.
En tækifærið vil ég nú nota
til þess að færa honum hugheil-
ar óskir mínar á þessum tímamót-
um ævi hans og heillaríkrar gæfu
og gengis um ókomna ævidaga.
Kristján Ó. Jóhannsson.
BRÉF TIL BLAÐSINS
í Tímanum í dag er greinar-
korn, sem fjallar um það, að ein
fjölskylda hefur fallið úr manntali
í Biskupstungum 1950, er birtist
í átthagaritinu „Inn til fjalla,"
sem nýkomið er út frá Biskups-
tungnafélaginu í Reykjavík. Var
það fyrir vangá mína, því að ég
tók manntalið upp úr manntals-
skýrslum Hagstofunnar, sem nú
eru geymdar í Þjóðskjalasafninu.
Er skýrslunum um bæina í hverj-
um hreppi raðgð þar eftir staf-
rófsröð en ekki bæjarröðinni eins
og í yfirlitinu í bókinni, þar sem
fleirbýli var á bæ, var reglan sú,
að telja býlin í röð á sömu skýrsl-
unni, auðkennd með tölunum 1,
2 o.s.frv. En á Helgastöðum var
aðeins eitt býli á skýrslunni, og
hugði ég því, að þar mundi vera
einbýli, og þess vegna yfirsást mér
að þar var líka önnur skýrsla með
annarri fjölskyldu, sem þess vegna
féll niður á skýrslu minni,
Greinarhöfundi. sem er einn úr
hinni vantöldu fjölskyldu, hefur
:sýnilega fallið þetta mjög þungt,
! og þykir mér mjög leitt, að það
skuli hafa orðið fyrir vangá mína.
En hitt finnst mér furðulegt, að
hann skuli álíta, að þetta hafi
: orðið fyrír samantekin ráð mín
og útgefenda bókarinnar til þess
að móðga fjölskylduna á Helga-
: stöðum. Hann segir, að sér sé ekki
fyllilega Ijóst, hvers vegna fjöl-
skylda þessi hafi ekki fundiö náð
fyrir augum okkar, en hitt muni
óhætt að fullyrða, að varla hefði
fjölskylda úr röð hinna betri bæja
gleymst, og beri því að skoða
manntalið sem úrval til þess að
skilja hismið frá kjarnanum. fin
hitt virðist alls ekki hvarfla að
honum, að hér geti óviljandi van-
gá verið um að kenna. Slíkt hug-
arfar virðist bera vitni um nokk-
uð einkennilegan „góðvilja" í garð
þeirra manna, sem gengist hafa
fyrir og séð um útgáfu átthaga-
rits Biskupstungna „Inn til fjalla".
25. mai 1966.
Þorsteinn Þorsteinsson.