Tíminn - 27.05.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. maí 1966
TÍMINN
Hafa áhrif í þing-
kosningum
MorgunblaSið hefur sem
kunnugt er síðustu daga ham
azt við að neita því. að ielja
beri úrslit bæjarstjórnarkosn-
inganna á nokkum hátt áfall
fyrir ríkisstjómina eða stefnu
hennar. Það segir, að alls ekki
megi draga slíkar ályktanir af
bæjarstjórnarkosningum, því
að ..staðbundnar ástæður“ ráði
þar ætíð svo miklu. í gær kveð
ur allt í einu við annan tón í
urðinni í Sir Mogga. Þar segir:
,,Á næstu vikum og mánuð-
um munu stjómmálaflokkarn-
ir hér á Iandi kryfja til mergj
ar úrslit borgar- og sveitastjórn
arkosninganna s.I. sunnudag.
Vafalaust munu niðurstöður
þeirra hafa áhrif á stefnu
flokkanna í þingkosningum
þeim, sem fram eiga að fara
að ári.”
Þannig játar Moggi. að rétt-
mætt sc að líta svo á, að við
horf þjóðarinnar til ríkisstjórn
ar ckki aðeins geti komið fram
í borgarstjómarkosningum,
hcldur hafi komið fram í þess-
um kosniingum, og réttmætt sé
að stjórnmálaflokkamir — og
þá væntanlega ekki sízt rík-
isstjómarflokkarnir, láti niður
stöður þeirra ,,hafa áhrif á
stefnu flokkanna í þingkosning
um”. Sir Moggi er sem sagt
farinn að láta undan siga. Hann
er að játa með þessum orðum
að kosningarnar núna hafi ver
ið ósigur fyrir Sjálfstæðisflokk
inn og ríkisstjórn hans, og
hann er að reyna að friða sína
óánægðu menn með því að
segja þeim að hann muni rcyna
að læra eitthv. af þessari bend-
ingu fyrir næstu þingkosning-
ar. Auðséð er, að nú vill hann
byrja strax að reyna að iaða
til sín á ný þá óánægðu menn,
sem snera við honum bakinu á
sunnudaginn var.
Hver á að sýna
ábyrgðartilfinningu?
f gær birtist í Morgunblað-
inu leiðari, sem hét ,,EinföId
staðreynd” og þessa einföldn
staðreynd orðar Moggi á þessa
leið:
„Ef íslenzka þjóðin vill í
raun og sannleika lækna mein
verðbólgunnar verður hún að
sýna meiri ábyrgðartilfinningu
og líta af meira raunsæi á hag
sinn heldur en hún liefur gert
um skeið”.
Moggi veit sem sagt upp á
sína tíu fingur, hver hin „ein-
falda staðreynd” um lækningu
verðbólgunnar er. Hún er að-
eins sú, að þjóðin sýni meiri
ábyrgðartilfinningu. En ríkis-
stjórnin þarf ekki að sýna á-
byrgðartilfinningu hvað þá
raunsæi í fangbrögðum við
verðbólguna — bara þjóðin.
Svo aumlegan húsbónda höfum
við nú á þjóðarheimilinu að
hann vanpar ábyrgðinni á helm
ilisfólkið og kennir því um. þeg
ar hann getur ekki gegnt hús-
bóndaskyldum sínum og for-
ysta öll rennur út í sand.
,
Kosningaúrslitin
’ Úrslit kosninganna hafa þeg
ar orðið ýmsum efni f stöku
eins og stundum áður. Kona í
Keflavík sendi Tímanuin þessa
| vísu i gær, og er ekki furða,
5 þótt slík vísa sé nú ort á þ<*-im
stað:
ITöpin verða meiri og raeiri,
missir þráfalt veiðina
íhaldið, því fleiri og fleiri
fara hina leiðina.
til þess að hlusta á söngvara.
Mariu varð það á að koma he’l
ur seint, svo að koma hennar
vakti mikla athy.gli og ljós
myndararnir höfðu nóg að
gera við að ná af henni Ijós
myndum. Eftir skemmtun-
ina átti svo Maria Callas nokkr
ar samræður við Juliette Greco
um söng hennar og hældi
henni á hvert reipi.
★
Frú Julia Mtóngwa, sem er
þeldökk kona og býr í Suður
Afríku hafði keypt sér eitt
hvert fegrunarkrem árið 1963
og þegar hún hafði notað eina
túbu af þessu kremi, tók hún
eftir því, að hún var farin að
fá hvíta bletti í andlitið og
smátt og smátt varð hún hvít
ari og hvítari, unz andlit henn
ar, háls og bringa var orðið
hvitt.
Rauð af skömm yfirgaf Julia
vinnustað sinn, en hún var
ráðskona og hóf mál gegn fyr-
irtæki því, sem framleiddi
krem það, sem hún notaði og
fór það svo, að fyrirtækið var
dæmt til þess að greiða henni
um 140.000 krónur fyrir þann
miska, sem hún hafði orðið fyr
ir.
Nú hefur Julia fengið aftur
sirtn eðlilega hörundslit, nema
bringa hennar er enn hvít.
★
Charles de Gaulle er sífellt
að verða fjandsamlegri og
fjandsamlegri í garð Banda
ríkjamanna. Fyrir skömmu
kom hann á veitingastað í Lille
og á matseðlinum þar stóð hum
ar a 1‘americaine (humar á
ameríska vísu) sem forréttur.
Hershöfðinginn lét þegar í stað
breyta þessu og nú héitir rétt
urinn humar með tartarasósu.
★
Hér sést dansk-franska leik-
konan Anne Karina og er
myndin tekin í Cannes. Anna
Karina leikur aðalhlutverkið í
einni af mest umtöluðu kvik-
myndunum, sem sýndar hafa
verið í Cannes — en það er
kvikmyndin Nunnan. Myr.din
hefur annars verið bönnuð í
Frakklandi en fékk þó að vera
með á kvikmyndahátíðinni í
Cannes.
Maður nokkur í Sydney leit
aði til dómstólanna, eftir að
eiginkona hans hafði af ein-
hverjum óskýranlegum ástæð
um ráðizt á hann, eftir að þau
höfðu verið í mestu rólegheit
um að ræða um það, hvort þau
ættu að gróðursetja gular eða
rauðar rósir í garðinn.
Fyrst kastaði konan að hon
um illgresi úr fötu, því næst
tveim garðstólum, ösku-
bakka úr messing, og með
hvössum hornum og að síð-
ustu ferðaútvarpstæki sem eft-
ir þá meðferð var ekki lengur
útvarp. Því næst réðist konan
á mann sinn, skar utan af hon
um öll föt með hníf og beindi
að honum garðslöngunni og að
lokum afklæddi hún sjálfa sig
og kastaði fötunum í mann
sinn.
Dómurinn í máli þessu féll
og hann hljóðaði ekki upp á
skilnað, heldur var konan
dæmd til þess að borga 6000
króna sekt fyrir ósæmilega
framkomu. Þar sem hún réð
ekki yfir neinum peningum,
varð eiginmaður hennar að
borga sektina fyrir hana.
*
Manni, sem á að afplána
fangelsisvist, finnst það senni-
lega nokkuð rýmilegt að fá
viku til að kveðja konuna sína.
En fyrir hinn 54 ára gamla
Jantzsche í Utah verður það
sennilega heldur naumur tími,
því að hann á hvorki fleiri né
færri konur en fimm, sem
hann þarf að kveðja.
Jantzsche var einmitt dæmd
ur í fangelsi fyrir fjölkvæni og
er dómurinn fimm ára fang-
elsi — eitt fyrir hverja konu.
★
Söng- og leikkonan træga,
Juliette Greco hefur að undan
förnu haldið hljómleika í Olym
pique i París við góðar undir
tektir. Eitt kvöldið gerðist það
að Maria Callas kom á tónleik
ana og er þetta í fyrsta únn.
sem hún kemur í hljóm'eikasal
f SPEGLI TlMANS
Fyrir skömmu síðan fór
fram kjör ungfrú USA 1966
og varð þessi stúlka, sem hér
sést á myndinni, fyrir valinu.
Hún heitir Maria Remenyi og
er 20 ára og hefur búið í
Bandaríkjunum frá 1956, en þá
flúði fjölskylda hennar þangað
frá Búdapest. Maria talar fjögur
tungumál og leggur stund á
nám í rafeindafræði við háskól
ann í Berkely. Eins og sést á
myndinni er hún dökkhærð og
er þetta í fyrsta sinn á fimrh
árum sem dökkhærð stúlka
hefur hlotið náð fyrir augum
dómnefndarinnar í fegurðar-
samkeppninni.
Á VÍÐAVANGI