Tíminn - 27.05.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.05.1966, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 27. maí 1966 12 TÍMINN MINNING Bjorni Rútur Gestsson bókbíndari Hmn 13. maí s. 1. andaðisit í Landsspítalanum í Reykjavík Bjami Rátur Gestsson, bókbind- ari. Bjarni veiktist skyndilega að 'heimili sínu, Skúlagötu 56, nokkr um dögum áður en hann lézt. Hann var til moldar borinn 23. maí s. 1. Okkur, setm eftir lifum, finnst oft erfitt að trúa því, að svo skammt sé milli lífs og dauða, þegar kunningjar og vinir eru nieð svo skjótum hætti burtu kallaðir. En eitt af mörgu, sem mönnum er hulið, er, hvenær dauðann ber að garði. Örlög sín viti engi fyrir, segir í Hávamálum, og víst er um það, að sá timi er langt undan, ef hann þá kemur, að menn geti ráð ið þá óvissu, hvenær dauðinn kall ar. Ef til vill er það líka giæfa mannsins að vita það ekki. Hið óráðna og dulda, sem birtist í lífi hvers manns, knýr hann ósjálf rátt til hugsunár um það. Ég kynntisrt Bjarna heitnum fyr ir tæpum 15 árum. Hann kom þá oft á heimili tengdamóður mmnar, Jakobínu Ásgeirsdóttur. Bjami var óvenju hæglátur og dagfarsprúður maður, hann var hógvær og lét lítið á sér bera. Við nánari kynni komst óg að raun uim, að hann kunni þá list, sem ekki er öllum gefin. að segja frá. Þegar Bjarni sagði frá atburð um ,sem mér fundust oft hvers dagslegir, hafði hann tékið eftir og séð ýmislegt, sem fram hjá mér hafði farið. Hann sá gjarn an hinar skoplegu hliðar, en kunni að færa þær í þann buning, sem engan særði. Ég minnist nú margra skemmtilegra stunda, sem ég átti með honurn á heimili mínu og Jakobínu heitinnar. Það var oft hlegið hátt og hjartanlega i eld- húsinu á Laugavegi 69. Bjarni var fæddur að Litlu-Eyri við Bíldudal í Arnarfirði 29. sepi ember árið 1903. Foreldrar hans voru hjónin Jónfríður Helgadótt- ir og Gestur Jónsson, bókbindari. Ungur fluttist Bjarni með foreldr um sí-num til Þingeyrar, og þar ólst hann upp. Hann vann ýmis algeng störf heima í Dýrafirði, unz hann hóf að nema bókband hjá föður sínum. Bjarni var einnig við bókbandsnám í Reykjavík hjá Arinbirni Sveinbjörnssyni um eins árs sikeið. Árið 1930 fluttist Bjarni , til Reykjavjkur og 'stundáði upp frá því iðn sína til dauðadags. í nokikur ár rak hann bókbandsverk stæði, ásamt fleirum, en allmörg hin síðustu ár vann hann sjálf stætt á eigin verkstæði. Síðustu árin var hann oft heitsulítill og Níræð Halldora Sigurðardóttfr Hallkelstöðum, Hvítársíðu Halldóra Sigurðardóttir á Hall- kelsstöðum í Hvítársíðu er niræð í dag. Hún er fædd þ. 27. maí 1876 að Fljótstungu, en ólst upp að Þorvaldsstöðum í sömu sveit. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson uppeldissonur Berþórs Björnssonar bónda að Þorvalds- stöðum og Guðný Erlingsdóttir Árnasonar á Kirkjubóli. Þann 4. október 1903 giftist Halldóra Jó- hannesi Benjamínssyni að Hall- kelsstöðum. Þar bjuggu þau á móti foreldrum Jóhannesar til ársins 1916, er Benjamín dó. Tóku þau þá við jörðinni og bjuggu bar fram til ársins 1958, en Jóhannes andaðist það ár, 85 ára að aldri. í farsælu hjónabandi einguðust þau 7 börn. Þau eru: Guðný ráðs- kona í Reykjavík, Aðalheiður er býr að Hraunsási, Benjamáin, sem býr að Hallkelsstöðum, Sigurður bóndi á Þorvaldsstöðum og Erling ur og Þórhildur, sem eiga heim- ili að Hallkelsstöðum. Eitt barn- anna dó mjög ungt. Síðan Hall- dóra missti mann sián, hefur hún dvalið meðal barna sinna að Hallkelsstöðum. Þessi mannkosta- manneskja hefur, ásamt börnum sinum, gert Hallkelsstaði að snotru þýli. Þar hefur jafna ríkt góð- vild og gestrisni. Heimilisfólkið mótað menningarbrag og tryggð þess við sveit sina einstök. Er- lingur að Hallkelsstöðum er skáld mæltur vel og heimilisfólkið Ijóð- elskt og vel lesið. Ma-rgar stundir hefur það og notið fróðleiks og frásagnargáfu Halldóru. í nafni frændfólks og vina, sem notið hafa gestrisni Halldóru og hennar ágæta heimilis að Haiikels stöðum, sendi ég henni beztu af- mælisóskir. Jón Oddgeir Jónsson. gat eikki stundað starf sitt að fullu. Bjarni var af-burða bókbindari, -enda munu margir hafa leitað til hans, þegar vanda þurfti til verka. Ég hygg, að Bjarna hafi fundizt mest um vert að vinna verk sitt vel. Hann var e- t. v. ekki afkasta mikill á nútí-ma mælikvarða, þe-g ar allt er miðað við afköst og hraða. Hann vissi, að ekki yrði um það spurt, hversu lan-gan tíma tók að binda eina bók, heldur hver verkið vann. Þótt bókbandsstarfið væri aðal starf Bj-arna, átti hann sér ýmis áhugamál utan þess. Ásamt bróð- ur sínuim og systur átti hann nokkr ar kindur, sem þau systkinin önn uðust af sérstakri alúð og snyrti- menn-sku. Ekki mun hagnaðarvon 'hafa valdið því, að Bjarni kom sér upp þessum litla fjárstofni. H-onuim var það ánægja og afþrey ing að hirða og nostra við kindurn ar sínar, enda mikill dýravinur. Bjarni hafði yndi af laxveiðum og fór á hverju sumri í veiðiferð ir. Þar mun róleg og fumlaus verk hyggni hans hafa notið sín vel. Bjarni Gestsson er ekki lengur hjá okkur. Hann h-efur nú numið nýtt land, 1-andið handan móðunn ar mi'klu, sem allir fara einhvern tíma yfir. Við, sem þekktum hann og hérna megin stöndu-m, horfum með söknuði á eftir honu-m, því að góður drengur er genginn, of fljótt að okkar dómi. En mennirnir álykta, guð ræður. Blessuð sé minning hans. S. H. GREIN GUÐMUNDAR Framhald af bls. 9. hluti jökulgormsins, sem heldur áfram gegnum vatnshverflana og mun þeim naumast til hollustu. En í hrauninu myndar framburð ur árinnar jarðveg og stuðlar að uppgræðslu, eins og bezt má sjá á gróðurfitjunum við kvíslar -Skaft ár, sem hverfa í Eldhraunið frá 1783. Það að veita vatnsfalli í hraun til hitamiðlunar, rennslismiðlun- ar, hreinsunar og landgræðslu hef ur hér verið rætt nær eingöngu með tilliti til hitamiðlunar og þess vegna oftast nefnt því nafni. Raunar er sú nafngift einhliða, og mundi grunnvatnsmiSlun heppi- legra nafn á aðgerðinni yfirleitt. Grunnvatnsmiðlun kemur vissu- lega til mála víðar hér á landi en við Búrfellsvirkjun. Hér skal þó aðeins minnst á eitt dæmi, fyr irhugaða Kljáfossvirkjun við Hvít á í Borgarfirði. Hvítá og tvær stærstu þverár hennar fyrir ofan Kljáfoss, Norðl ingafljót og Geitá, ren-na langar' leiðir um hraun eða með hraun- jöðrum. Þar fer fram mjög gagn leg rennslis- og hitamiðlun af nátt úrunnar völdum. Jökulvatnið, sem sígur niður í Hallmundarhraun og Geitlandshraun, s-kilar sér aftur í Hvítá í síðasta lagi í Hraunfossum þar sem hraunin enda og er þar orðið tært og með stöðugu rennsli og hitastigi, svo að Hvítá er þar fyrir neðan með miklum lindár einkennum. Hið blessunarlegasta af þeim er það, að hún minnkar aldrei óskaplega. Enginn vafi er á því, að lindár eðli Hvítár hjá Kljáfossi má auka að mun með því að veita henni hið efra, en þó sérstaklega Norð- lingafljóti og ef til vill Geitá í hraun á þeim tímum, sem mest vat-n er í þeim. Virðist liggja mjög vel við að taka Norðlingafljót-upp hjá Breiðatanga og veita því um Melhólmavatn og austan við Sauða fjöll suður í Hallmundarhraun. Þess ber þó að gæta, ef kostur er, að grunnvatnið í hrauninu hækki ekki svo mikið, að það fylli hina stórkostlegu og þjóðfrægu hella, (Surtshelli og fl.) sem Hall mundarhraun hefur sér til ágætis umfram önnur hraun. Laxárvirkjun. Að endingu nokkur orð um hugsanlegar ísvarnir við Laxár- virkjunina hjá Brúum í Aðaldal. Eins og kunnugt er, verða þar helzt til oft truflanir af völdum ísmyndunar. Það er likt um Þjórsá innan við Búrfell og Laxá hjá Brúum, að báðar renna eftir hraunum, og niðri í hraununum undir botni þeirra mjakast fram grunnvatn, sem er ættað úr ánum, en slepp ur ónotað fram hjá virkjunarstöð unum. Hér að framan var rennsli þessa tapaða vatns fram hjá Búr- fellsvirkjun áætlað 20 m-Vsek. Við Laxárvirkjun eru aðstæður aðrar að því leyti, að þversniðsflötur hraunanna, tveggja að tölu, er margfalt minni, en halli grunn vatsflatar nokkrum sinnum meiri. Samkvæmt s-niði, sem Sigurður Þórarinsson teiknaði eftir borun t og birtist í riti hans um Laxár- glj-úfur og Laxárhraun. er snið flötur hraunanna aðeins 1500 m2 en hallinn, samkv. korti í sama riti um 1:20. Samkvæmt þessum töl- i um og með hliðsjón af samsvar- andi tölum um hraunasundið við Þjórsá milli Búrfells og Sa-uða- fellsöldu má áætla grunnvatns- rennsli um Laxárhraun fram hjá virkjunarstað um 1,3 m3/sek. Þetta lekavatn úr Laxá, sem þarna fer til ónýtis, er að vísu aðeins 3% af meðalrennsli árinn- ar, sem þarna tel-st 43,5 m-Vsek. enda hefur, að því er ég vezt veit, ekkert verið gert til að ná því með í virkjunina. En skaðanum af tapi þessa vatns úr Laxá er ekki rétt lýst með þessum tölum. Hann er miklu meiri, og ber tvennt til: í fyrsta lagi er rennsli þessa vatns því sem næst stöðugt, en Laxá á það til að minnka feikilega og jafnvel þorna upp í frosthörkum. Þá kæmi sér vel að hafa þennan seytil til að snúa hjólum hverfl- a-nna. í öðru lagi, sem ég tel veiga meira, er þetta vatn kaldavenmsl. Kynni mín af þessu kalda vermsli urðu öll á einum degi, 29. október 1950. Þá voru menn að grafa fyrir mannvirki nokkru í hrauninu á árbakkanum laust neðan við aflstöðina, sem var í smíðum. Var þar komin víð gryfja niður í hra-unið um íVz m á dýpt. Hún átti að verða nokkrum metr um dýpri, en þegar hér var kom ið, var orðinn svo mi-kill vatns uppgangur í botn hennar, að dæla, sem var til taks, hafði ekki við og horfði til nokkurra vandræða um framhald verksins. Sigurður Thor- oddsen verkfræðingur brá sér þá norður, og ég var svo lánsamur, að hann tók mig með til skrafs og ráðagerða. Veggir og botn gryfjunnar voru úr mjög sundurlausu hraungrýti. Vatnið seytlaði þar fram úr ótelj- andi glufum, en hvergi úr skýrt afmörkuðum æðum. Hitastig þess var alls staðar jafnt, 4,0°, og breyttist ekki meðan ég stóð við. I í tveimur smálindum úr hrauninu j nokkru neðar í bakka Laxár reynd- ! ist einnig 4,0° hiti. Þetta var því . bersýnilega hitastig grunnvatns- íns í Laxárhrauninu þenna dag. Þykir mér ótrúlegt, að hann breyt ist verulega eftir árstíðum, en það má enn kanna í lindunum. Aftur á móti var vatnshiti í Laxá, sem þarna beljar ofan á hrauninu, að eins 2,0° um morguninn, og hækk aði upp i 2,7° síðdegis. ! Ef það grunnvatn, sem nú streymir ónotað um hraunið undir Laxárvirkjun, áætlað 1,3 m3/sek. og 4° hlýtt, næst með í virkjun- ina, nægir það til að bræða 65 kg af ís á sekúndu — eða um 234 smálestir á klukkustund. — Mundi það ekki draga verulega úr ístruflununum í rekstri stöðvar- innar? Aðferðina til að ná upp grunn vatninu kunna verkfræðingar bet ur en ég. En hún mundi verða sú, að gera þversniðsflöt í hraun inu undir inntaksstíflu virkjunar innar vatnsheldan. Þetta yrði gert með því að þrýsta þéttiefni, t.d. sementi, niður í hraunið um hol- ur, sem væru boraðar niður í gegn-um það með stuttu millibili á mjóu beltj þvert yfir um. Það belti yrði þéttiveggur neðanjarð- ar, sem beindi öllu grunnvatninu upp í ána fyrir ofan inntaksstífl- una. Eflaust er þetta gerlegt við Laxárvirkjunina, en um kostnað veit ég ekki. Hraunið er þó ekki nema um 200 m breitt og 25 m þykkt þar sem þykkast er, og þversnið þess aðeins 1500 m2 Enn fremur vill svo vel til, að í Laxár- gljúfri hinu forna“, sem hraunið fyllir nú til hálfs, er vel þétt berg bæði í veggjum og botni. — En allt er þetta óvænlegra um Þjórsá hjá fyrirhugaðri B-úrfellsvirkjun. Hraunið þar er svo þykkt og breitt, að þéttiveggur gegnum það kemur naumast til mála. Að mínu viti er sá grunnvatnsstraum ur, sem þar mun sleppa undir alla stíflugarða, eilíflega glataður. ICELAND REVIEW Framhald af bls. 2. í ritinu birtist grein og mynd- ir frá Iceland Food Centre í Lond on — og Amalía Líndal s-krifar grein um bal-lett á íslandi, skreytta myndum úr Þjóðleikhúsinu. Þá er grein um íslenzka öm- inn ásamt fjöl-mörgum myndum, bæði svart-hvítum og í litufíi'. Eru litmyndirnar teknar úr kvik- mynd þeirri, sem Magnús Jó- hannsson hefur gert um örninn og vakið hefur mikla athygli. Gunnar Rogstad í utanríkisráðu neytinu í Osló ritar fyrir Iceland Review grein um norsk-íslenzk verzlunarviðskipti, og Mats Wibe Lund jr. skrifar um skipabygg- ingar fyrir fslendinga í Noregi. Undir fyrirsögninni „Spotlight on Business" kynnir Iceland Re- view ýmsa þætti atvinnulífsins og auk greinar Mats Wibe Lund eru hér ýtarlegar frásagnir af Sam- bandi ísl. samvinnufélaga og starf semí þess eftir Andrés Kristjáns son, Baader-þjónustunni, ferða- skrifstofunni Útsýn, kraftblökk- inni og Ingvari Pálmasyni eftir Jónas Kristjánsson, málningarverk smiðjunni Hörpu svo að það helzta sé nefnt. Af öðru efni má nefna frétta- þátt þar sem greint er í stuttu máli frá viðburðum vetrarmánað- anna — því, sem útlendingar hafa einkum áhuga á að fylgjast með. Þáttur er um íslenzk frímerki — i umsjá Jónasar Hallgrímssonar. Er þar m.a. mynd af umslagi, sem prentað var í páfagarði með mynd af forseta íslands í heimsókn hjá páfa. Hefur ekki áður verið greint frá þessari útgáfu hérlendis. Bóka þáttur er í umsjá Sigurðar A. Magnússonar, sem einnig skrifar stutta frásögn af blaðaútgáfu á fslandi. Ennfremur eru hér fróð- leiksmolar fyrir erlenda ferða- menn. Af öðru efni má nefna, að rit- stjórarnir skrifa nú „leiðara" í fyrsta sinn í Iceland Review. Er þar fjallað um árangur þann, er fslendingar hafa náð í fiskveið- um — og ennfremur er Vínlands kortinu svonefnda gerð skil. Gisli B. Bjöms-son gerði kápu og sá um útlit, én Setberg prent- aði. Ritstjórar eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.