Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 6
Fyrr á öldum þóttu þær konur fegunstar, sem voru vel bústnar og feitlagnar. Myndir af rómuð- um fegurðardísum svo sem Ma- datme Pompadoure minna mann helzt á útíþanda loftJbelgi eða seglskútur, enda beittu konur þeirra tima öllum brögðum til þess að hafa fituna sem mesta, og væri henni ekki til að dreifa var notaður ýmiss konar útbún- aður í blekkingarskyni, til að mynda krínólínur, brjóstapúðar og fleira og fleira. En nú er öldin önnur. Fitukeppir eru orðnir skæð ustu óvinir kvenþjóðarinnar, og þeir eru aðalumræðuefnið í sauma- klúbbunum, meðan verið er að raða í sig kynstrunum öllum af smurðu brauði og ljúffengum rjómakökum. Og konur leggja ekki lítið á sig til að losna við þessa vágesti eða í versta falli að hylja þá. Þær fara í svo stranga megr- unarkúra, að þær láta helzt ekkert ofan í sig nema kökur og sætmeti á milli mála, svo hoppa þær og sprikla daglega í morgunleikfimi, troða sér í níðþröng magabelti, svo að þær eiga erfitt um andar- MINNING: 0» Jónsdóttir frá Vinaminni Stokkseyri dráttinn, fara eftir megrunarleið- beiningum úr Alt for damerne og guð má vita, hvað þær gera til að losa sig við nokkur kiló. En öll þessi viðleitni ber oft ósköp lítinn árangur, hvemig sem á því nú stendur. Um daginn fréttum við af snyrti stofu, þar sem eingöngu er lögð áherzla á megrun kvenna. Þetta vakti forvitni okkar og fórum við því á staðinn til að kanna málið. Snyrtistofan, sem hér um ræðir, heitir Viva og er til húsa að Leifs- götu 4. Við ræddum stundarkorn við snyrtidömuna Ninnu Leifsdótt ur, og fengum nokkrar upplýsing- ar um það, hvernig hún fer að því að losa kvenfólk við fitukeppi. Ég hafði búizt við þvi að sjá þarna alls konar rafmagnstæki, en ekkert var að sjá fyrir utan einn bekk og svo auðvitað vigt. — Ég nota engin tæki nema hendurnar á mér. Mínar megrunar aðgerðir eru fólgnar í megrunar- nuddi og megrunarleikfimi og auk þess veiti ég leiðbeiningar um mát aræði. Þetta lærði ég á skóla úti í Danmörku, en þar var ég í eitt ár og skömmu eftir heimkomuna setti ég þessa stofu upp, og er hún sú eina sinnar tegundar hér á landi. — Geturðu skýrt dálítið fyrir mér, hvemig megrunarnuddið er? — Það er fólgið í þvi, að allur líkaminn er núinn og nuddaður, en ekki eingöngu þeir hlutar lík- amans, sem fitan hefur helzt safn- azt fyrir á. Með þessu nuddi færist fitan til og keppimir hverfa. Eftir nuddið læt ég iðka megrunarleik- fiimi, eins og ég gat um áðan. Þar er aðalatriðið að reyna á þá likamshluta, sem mestir eru um sig, svo sem mjaðmir, læri og Það hefur örfandi áhrif á blóðrásina aS bursta hörundið með hörð- um 09 grófum bursta. Ninna Leifsdóttir segir, að þetta sé einnig ágæt megrunaraðferð. (Tímamynd G. E.) afturendi. Það er til dæmis mjög góð megrunaraðferð að renna sér fram og aftur á afturendanum. Meðan konurnar ganga til mín, veiti ég þeim leiðbeiningar um mataræði, gef þeim upp sérstaka rétti, sem ékki innihalda mikið mágn hitaeininga, og ræð þeim frá því að borða mikið feitmeti og sætindi, en eins og allir vita eru slíkir réttir eitur fyrir þær kon ur, sem vilja halda línunum. Ann- ars fara matarleiðbeiningar mínar mjög eftir því, hvað hver vill leggja að §ér og treystir sér til en það er afar misjafnt. — Fara þær yfirleitt alveg eftir þínum leiðbeiningum? — Flestar gera þær það, enda þótt það sé í mörgum tilvikum erfitt að standast freistingarnar. En konumar væru ekki að leita hingað, ef þær hefðu ekki mikinn áhuga á því að grenna sig, og vildu allt gera til að losna við nokkur kíló. Flestar hafa þær haft mikla minnimáttarkennd út af aukafitunni og eru mjög ákafar að losna við hana. — Hvað hafa þær létzt mest undir þinni leiðsögn. — Éin léttist um tiu og hálft kíló, ég held það sé það mesta, en margar hafa misst átta og upp í tíu kíló. — Er ekki óhollt að léttast svo mikið á ekki lengri tíma? — Það á ekki að vera óhollt með nuddi og leikfimi, ef bon- umar svelta sig algjörlega og létt- ast eingöngu á þann hátt, getur það verið afar hættulegt fyrir heilsu og taugar, og enn fremur verður húðin pokótt og ljót með því móti. Ég ráðlegg öllum kon- um, sem vilja létta sig eitthvað að ráði, að gera það eingöngu samkvæmt leiðbeiningum frá læknum eða öðrum, sem vit hafa á. — Hefur það komið fyrir, að konur, sem hafa farið algjörlega eftir þínum leiðbeiningum hafa algjörlega staðið í stað og ekki misist eitt einasta kíló? — Nei, allar hafa þær létzt eitt- hvað, en vitaskuld misjafnlega mikið. Beri kúrinn mjög lítinn Hinztu kveðjur frá vinkonu hennar Helgu Jónsdóttur Akur- eyri. Sól þótt hækki og sumarkoma verki margar vonir, er sem váleg ský á voriximin dragi dánarfregn. Böl er að fregna að brott er horfin sú, er svanna bezt bæði að vinura og venzlaliði hlúði hlýjum mundum. Hún, sem framar flestum öðrum um gæði og gjörvileika, vann sér traust og vinarhug bæði granna og gesta. Kvödd ertu, vina. af klökkum huga, lifir þín minning mæt, því verða ljúfir í ljóssins ríki okkar endurfundir. Slæmt hve ísland er langt Nýlega birtist löng grein um fsland í danska blaðinu Fyens Stiftstidendc eftir Alf Schiöttz-Christensen. Greinin er vinsamleg og í léttum dúr. f fyrirsögn segir að fslending- ar af öllum stigum tali og skilji dönsku, en íslenzka sé óskilj- anleg í eyrum Dana. í byrjun greinarinnar er farið nokkrum orðum um veðrið, en síðan læt ur greinarhöfundur undrun sína í ljósi yfir því, að svo fáu fólki skuli hafa tekizt að mynda svo fullkomið þjóðfé- lag. Greinarhöfundi finnst slæmt hvað ísland er langt í burtu og hvað ferðir hingað seu dýr- ar, og hann stingur upp á því, að þegar fólk verði orðið leitt á að fara til Mallorka og Bhodos ættu flugfélðgin að lækka fargjðldin fyrir hópferð ir danskra ferðamanna. Þá tekur greinarhöfundur fyrir hótelin og ræðir um sér- kenni hvers þeirra um sig. Hann talar um útsýnið úr Grillinu á Hótel Sögu, segir að maturinn á Hótel Holt þoli samanburð við það bezta á meginlandinu, og á Hótel Borg komi stjórnmálamennirnir sam an til að ræða vandamál líð- andi stundar. Og þá er komið að skemmt- analífinu. Engum þarf að láta sér leiðast í Reykjavík, segir greinarhöfundur, og hann hrós ar Þjóðleikhúsinu og þó sér- staklega Háskólabíói, sem hann segir að sé til margra hluta nytsamlegt. Á danshús- unum kemur saman fólk á öll um aldri — gráhærðar ömmur og sköllóttir framkvæmda- menn dansa jenka og tvist rétt eins og yngri kynslóðin. Það má segja margt gott um íslenzkan mat — einnig um smurbrauðið, þó að stund- um séu sneiðamar svo hlaðn ar kræsingum að þær eru eins og heil máltíð — en aftur á móti er ölið hrein pína. „Þó að bindindishreyfingin islenzka sé ekki öflug lengur, er hún nægilega áhrifarik til að hindra að bruggaður sé sterkari bjor en það sem við köllum heima „lys pilsner." Pilsnerinn er i rauninni þynnri en vatn og þess vegna verður að grípa til íslenzks brennivíns, sem bind- indismennirnir hafa, þótt und- arlegt megi virðast, ekki bann MIÐVIKUDAGUR 8. júnf 196« árangur, ráðlegg ég viðkomandi að leita læknis, því að fitan getur stafað af skökkum efnaskiptum eða öðrum sjúkdómum. — Er ekki hægt að breyta vaxt- ariaginu töluvert með nuddi? — Jú, það hefur reynslan marg- oft sýnt. Sumar konur, sem hing- að koma, er alls ekki feitar, en óánægðar með vaxtarlagið á ein- hvern hátt. Þær hafa ef til vill lítið mitti, nokkuð digur læri, en að öðru leyti er allt í lagi með þær. Með réttu nuddi og leikfimi geta þessir vaxtargallar lagazt mik ið, og jafnvel horfið. Við þessar aðgerðir fer ég eftir töflu, sem sýnir rétt hlutföll í líkamsverti. Hún er svona: Mittismál 7—9 tommum minna en brjóstmál. Mjaðmir ekki meira en 2—3 tomm um meira en brjóstmál. Upphand- leggir ekki meira heldur en 1.5 tommu meira en öklar. Læri 7 tommum meira en kálfar. Kálfar 4 tommum meira en öklar. — Ráðleggur þú ekki góða hreyfingu fyrir þær, sem vilja grenna sig? — Jú, öll hreyfing hefur mjög mikið að segja fyrir góðan líkams- vöxt. Ég mælist yfirieitt til, að konurnar gangi úti að minnsta kosti hálftíma á dag. Mikil hreyf- ing hefur að visu oft og tíðum örvandi áhrif á matarlystina, en með föstum ásetningi, ætti að vera hægt að forðast freistingarnar. — Er skákkt mataræði megin- orsök offitu — Hreyfingarleysi orsakar oft fitu, en meginorsökin er tvímæla- laust skafckt mataræði. Fólk lætur eftir sér að vera sífellt borðandi sætmeti, fcökur, sælgæti, drekka gosdrykki og ýmislegt annað fit- andi, enda er það oft sagt, að allt bragðgott sé fitandL Oft eru það líka sjúkdómar, svo sem sykur sýki og skökk efnaskipti, sem fit- unni valda, og þá eina ráðið að leita læknis. — Hvað tekur þú margar kon- ur til meðferðar í einu? — Þær byrja sex í flokfci, en aðeins ein er inni í einu. Þær fcoma hingað fjórtán sinnum, þrisvar í viku og eru á öllum aldri, sumar eru komnar fast að sextugu, og aðrar innan við tví- tugt. — Þegar hér er komið sögu er drepið á dyrnar og inn geng- ur frú, sem er komin í sinn fyrsta tíma í megrunarnuddi. Við sjáum, að ekki er hægt að tefja lengur, en áður en við göugum út spyrjum við frúna, hvort hún sé ekki dálítið kvíðin fyrir að- gerðinni. Hún brosir og segist fyr- ir alla muni vilja losna við auka- fituna, þótt það sé ef til vill dá- lítið erfitt. GÞE. / bartu að: — nenia á miðvikudögum! Þann eina dag má ekki bera sterka drykki á borð. Aðeins eru leyfð létt vín og bjór. Einn snafs á að vera fjórir sentilítrar — en maður fær átta sentilítra, eða þrisvar sinnum stæiri skammt en á dönsku veitingahúsi. Ástæðan er einföld, hér í bænum þýð- ir eitt glas,.hvort sem það er nú ákavíti, koníak, líkjör, allt- af „tvöfaldur." Meðan pilsner- inn kostar það sama og gullöl í Danmörku, er snafsinn all- mikið ódýrari, svo erfitt er að átta sig á, hvað bindindismenn irnir telja sig hafa unnið með þessu. Það er ódýrara að drekka vín hér en í Danmörfcu, en við höfum reyndar sett heimsmet í skattlagninu á víni og spiritus . . . .“ B.A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.