Tíminn - 12.06.1966, Blaðsíða 4
VIMIW
FJÖLHÆFASTA
farartækið á landi
LAND -
-ROVER
BENZIN
EÐA
DIESEL
Þeir, sem f dreifbýlinu búa, geta ekki skroppið milli staða í strætisvagni, þess vegna verða
þeir að eiga eða hafa til afnota farartæki, sem þeir geta treyst á íslenzkum vegum og í ís-
lenzkri veðráttu. — Farartæki, sem getur fullnægt kröfum þeirra og þörfum.
Allir þeir, sem þurfa traustan, aflmikinn og þægilegan bíl, ættu að athuga, hvort það er
ekki Land-Rover, sem uppfyllir kröfur þeirra.
VERÐ UM KR. 180 ÞÚS. BENZÍN
VERÐ UM KR. 200 ÞÚS. DIESEL
Á Land-Rover er rúmgóð aluminíum yfir-
bygging fyrir 7 manns. Lofthæð T3 cm.
Ryðskemmdir í yfirbyggingu bíla eru
mjög kostnaðarsamar f viðgerð og erfitt
að koma í veg fyrir að þær myndist-
ROVER HEFIR FUNDIÐ LAUSNINA. —
Aluminíum i yfirbygginguna . . . það cr
létt. Ryðgar ekki, þolir hverskonar veðr-
áttu og er endingargott. Aluminíum-hús
ið á Land-Rover er með opnanlegum hliðar
gluggum, og afturhurð. I.and-Rover er á
750x16 hjótbörðum og styrktum afturfjöðr-
um og höggdeyfum að framan og aftan. Enn
fremur stýrisdempara að framan, sem gerir
bílinn öruggari í akstri.
Hreyfanlegt hliðarstig beggja vegna. —
Sterkur dráttarkrókur að aftan og dráttar-
augu að framan.
TRAUSTASTITQRFÆRUBÍLLINN
Land-Rover er afgreiddur með eftirtöldnm
búnaði: Aluminíum liús — Með stórum
opnanlegum hliðargluggum — Miðstöð og
rúðublásari — Afturhurð með varahjólsfest
ingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur —
Stefnuljós — Læsing á hurðum — ^ótstig
beggja niegin — Innispegili — Tveir úti-
speglar — Sólskennar — Dráttarkrókur —
Dráttaraugu að framan — Kílómetra hraða
mælir með vegmæli — Smurþrýsti- og
vatnshitamæli — II. D. afturfjaðrir og
svarari röggdevfar aftan og framan —
Stýrishöggdeyfa — Eftirlit einu sinni
eftir 1500 km. — Hjólbarðar 750x16.
BENZIN
EÐA
DIESEL
Gluggað / garðyrkjuritfö
Snjór enn í lautom á láglendi
í fannasveitum norð-austanlands
fyrstu viku í júní. Klaki í jörð
syðra, svo varla eða ekki er vél-
fært á flatlendi fyrir bleytu sak-
ir. Samt er kominn garðahugur í
fóikð Menn gróðursetja blóen,
tré og kál í Reykjavík og ráða-
menn borgarinnar láta rífa upp
laufguð trén í gróðrarstöð Sigur-
björns við Bústaðaveg. Þeir vilja
endilega fá einmitt gróðurblett-
inn undir hús og götur, þótt all-
ur þorri íbúaihverfisins mundi
kjósa að fá að hafa þennan fal-
iega reit i friði og geta fengið
þaðan áfram plöntur til gróður-
sstningar í garða borgaranna. —
Nú glugga menn í garðyrkjubæk-
ur: Garðagróður eða Matjurtabók-
ina eftir ástæðum og skoða lit-
myndir í Garðablómum o. tl. bók
um. Og Garðyrkjuritið er nýkom-
ið út. Þar skrifar Sigurður Albert
mjög greinargóðan pistil um hirð-
ingu skrúðgarða, tilvaldar leið-
beiningar fyrir alia áhugamenn,
sem rækta blóm, runna og tré
í görðum sínum. Ólafur Björn
lyfjafræðingur ritar mjög þjóð-
lega grein „Eitt lítið ævintýri um
mold, grjót og gróður" og segir
þar frá reynsiu sinni við að koma
upp fallegum skrúðgarði á grýttu
landi í Langagerði í Reykjavík.
Menn komast í gott skap við lest-
urinn og læra sitt af hverju sem
að gagni má koma, lesendur lifa
ævintýrið með Ólafi og frú hans.
„Mafjurtagarðurinn er lyfjabúð
heimilisins" skrifar Gunnlaugur
Ólafsson í grein sinni Uppskeran.
„Hjartaverndarfélög“ eru i tízku,
reiðmennska, veiðiferðir og göngu
ferðir. Allt mjög góðir hlutir, en
betur má ef duga staal kyrrsetu-
fólki. Dund í skrúðgarði eða mat-
jurtagarði mundi koma þarna til
mikillar hjálpar. Útreiðar verða
varla stundaðar nema einu sinni
— tvisvar í viku og ekki heldur
veiðar. Ekki er hægt að sóla sig í
laut eða á búsvæði nema af og
til. Garðyrkju má stunda hálft ár
ið flesta daga. í verzlunum má fá
góða garðávexti, 'en þeir smakk-
ast samt betur og eru ferskari úr
eigin garði. Kyrrsetumaðurinn,
börn og húsfreyjur sækja marga
holla ánægjustund í garðinn
sinn.“ —
Valdimar frá Jaðri í Bæjarsveit
ritar um „huggun húsameistarans"
sem teiknar gráa steinkumbalda,
þunga og útlitskalda. Og huggun-
in, það er gróðurinn, blóm, tré
og vafningsjurtir, sem hlaða hús-
in grænum skrúða og lífga allt
umhverfið og milda svip þess.
Valdimar vekur einnig athygli á
garðljósum, jurtasöfnun áhuga-
manna o. fl. — Einar I. Siggeirs-
son vekur máls á hinni miklu hag-
nýtu þýðingu sem „radíó-ísótópar“
geta haft í jarðyrkju, ritar einnig
um vaxtarrýrnun matjurta o. fl.
Þá eru í ritinu hagnýtir fræðslu-
Framhald á bls. 23.