Tíminn - 12.06.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.06.1966, Blaðsíða 7
StTNNUDAGUR 12. júní 1966 19 TÍMINN Stóra-V-atnsikarði og séð niður í glj'úfrum líka dali. Niðri í sito að segja hringmyndaðri kros eru gamlar kastalabygg- ingar, og ekki ósvipuð aðstæða og í Bólstaðarhlíð, en samt enr, þrengra. En uppi á hæð rétt við kastalann en þó niðri í dalnum gnæfa turnar klausturs og kirkju. Þetta er Clervaux Bjiartidalur. Við stígum öll út úr bilnium og gönguan fram á brúnina. Lágur en þýður blukkuhljómur berst frá kirkj- unni og bókstaflega fyllir dal- inn. Hlér er friðurinn svo djúp- nr, að ólíklegt er að nolkkum tíma gaeti svo mikið sem storm- guistur bæri þama blótmin og trén eða rjálað við tuma og glugga kastalans forna og hins nýja helgiseturs. Maður signir sig . eiginlega ósjálfrátt. „Hér hlýtur það að vera,“ verður mér að orði. Hlér hlýtur andi heilags Berniharðs, sem breytt gat ræn- ingjabælinu í unaðsreit friðar, fórnar og sælu að svífa yfir vötnum og völlum. Við ókunt stíðan hægt niður í dalinn, fram hjá virðulegum kastala, sem hvað vera ættaróð- al forfeðra Roosveltanna í Am- eríku og komum upp að kirkj- unni og klaustrinu í þann mund, sem síðdegismessa eða aftansöngur munkanna er að hefjast á uppstigningardag. Virðulegur átoóti eða einhver fyrirmaður fjarrænn á svip og fölur í andliti opnar dyr klaust- ursins og segir með daufu brosi og augum dökkum og djúpum, að allt samtal verði að bíða meðan messan fer fnam, en eftir það sé sjálf- sagt að ræða við okkur. Hins vegar sé okkur velkomið að ganga í ' kirkju, sem við og gjörðum. Þarna var viðhafn- armikil guðsþjönusta fram- kvæmd af nokkrum tugum sknautibúinna presta og síð- klæddna svartmunka með hett- ur og kollhúfur af öllum mögulegum gerðum. Engir báru þó háa hatta. Hljóðlátur, bylgjugengur ein raddaður söngur ómaði um þessa númgóðu glæsilegu kirkju þar sem heilagt rökkur helgaði hvert sæti, sem flest vonu auð. Kirkjugestir voru engir utan nokkrir ferðamenn eins og við, en stór hópur barna kom ásamt kennurum sínum að dyrum musterisins um leið og við. En þau ásamt leiðtogunum sneru hljóðlega frá, ekki veit ég af hvaða orsökum. Þau virtust ölt á fermingaraldri, og hefði þótt varið í að fá slíka áheyr- endur hér. En hér virtist öðru máli að gegna. Hinn skartklæddi síðskikkju- skari prestanna færðist lítið eitt fram og aftur inn í kórn- um. Ljós voru kveikt og slökkt, reykelsiskerum veifað í austur og vestur og allt um kring. Munkarnir renu sér rautandi með knéföltum að öðru hvoru í sætum sínum langbekkjum meðfram kórnurn, þar sem prestamir stóðu. En lotulítið hljómaði söngurinn með lang- dregnum heiltónum, sem leyst- ust upp í hvísi og stunur með löngum þögnum, sem verkuðu eiginlega sterkast á áheyrand- ann. En naumast var maður sokkinn í þögnina fyrri en hún var rofin af ákafri röddu forsöngvara einhvers staðar og á annarri bylgjulengd. ÖIl þessi athöfn verkaði vel. Ómaði á streng einhvers stað- ar langt inni í sáiinni, streng sem liggur svo nærri hirnu há- Dómkirkjan í Canterbury á Englandi var byggð á elleftu öld og hér sést úr kórnum fram í kirkjuna. tíðlega og heilaga að maður gæti tárast án þess að vita af hverju, og hins vegar svo ná- lægt hinu broslega að hægt væri að hlæja með tánunum. Enda hlýtur það eitthvað að vera, sem á svona langa lífð og hefð í vitund einstaklinga og þjóða gegnum aldir og ár. Manni verður undarlega Ijóst, að katólska kirkjan er arftaki hinnar hellenzku fegurðardýrk- unar og leiklistar öliu öðru fremur og það hefur vissulega sitt gildi. En er hins vegar unnt að komast öltu lengra frá ein- faldri bænariðju meistarans Krists en þessir dúðuðu, siiki- og gullskneyttu hæru- og sbaila- kollar þarna inni í kórnum? Það er mér hin mesta spurn- ing. En samt lifir eitthvað af einfeldni og ferskleika anda hans í öltu sönglinu og inn- an undir öllum dúðanum. Ann ars væri ekki hægt að búa til og starfrækja svona stofnun nú á 20. öld. Og friður dais- ins, hetgidómsins, rökkursinf og söngvanna ásamt mildri ang an reykelsisins er ómetanlegt og dýrmætt í öilum glaumi at- om- og vélaaldar. Þetta var því í rauninni heilög stund og ógleymanleg í klausturkirkj- unni í Clervaux. En senni- lega mundi nú íslenzku kirkju- stjórninni þykja dýrt að uppi- halda heilan hóp af prelátum til að fnamleiða svona helgi- stund handa fáeinum ferða- löngum. En utan þessa stað- ar starfar hópurinn ekki eða írambvæmir prestsverk í venju legri merkingu. Þetta er sem sagt bænarmiðstöð. Að lokinni messu komum við stundarkorn inn í klaustr- ið. Og hinn heilagi faðir út- vegaði sænskumælandi munk til að ræða við okkur. Það virtist vera Svlþjóð með sína bákirkjulega stemningu, sem helzt sendi sína sonu þang að af Norðurlöndunum. Annar danskur hafði verið þar lengi, en var nú því miður, af því að hann var kunnugur Sigurði Magnússyni persónulega, kom- inn norður til Sviþjóðar, ég held hetzt til að leiðbeina við einhverja hliðstæða trúarstofn un. Og nú rifjaðist það upp, að einmitt þarna í Bjartadal Ljóshorgar hafði Nóbelssfcáld íslendinga dvalið á fyrstu ár- um síns frægðarferils og and- að að sér friði og fegurð þessa unaðsfagra staðar og nú sagði þessi ungi sænski munkur, að því miður væri þetta ekki Cler- vaux Bjarniharðar hins helga nema að andanum til. Hans Clervaux væri austur í Frakka- veldi og að mér skildist miklu minni staður. Hann sagði okk- ur líka frá nýrri Lourdes eða sams konar lækningastað, sem upp væri kominn í Belgíu og sværi helzta undur katólsku kirkjunnar á þessum slóðum. Greip mig hin mesta löngun til að kynnast þeim stórmerkj- um svo, að ég gæti sagt frá þeim á öðnum tíma við tæki- færi. Eftir samtalið gengum við inn í minjagripasölu klausturs- ins, og var þar fjörug verzl- un, þótt á helgidegi væri og afgreiðslumaðurinn í dragsíðri svartri hempu margvíðri að neð an en aðskorinni að ofan, ekki ósvipað íslenzkri sveitakonu hér fyrri í þröngri dagtreyju og víðum pitsum. Nú tók nokkuð að kvölda, þótt enn væri daiuft sólfar, og skildi því aftur haldið til Ljósu borgar sjálfrar, en höfuðborg- in í Luxembourg er samnefnd ríkinu og í raun og sannteitoa hið upphaflega ríki. Hefur þar verið hið rammgjörvasta vígi, sem á sínum tíma skóp frægð og styrk þessa staðar og er homsteinn þess enn í dag. Er aðstaðan í sjálfri höfuðborginni að ýmsu leyti hliðstæð og í Clervaux, bæði kastali og kirkja en þar er kastalinn í rústum, sem nú á að fara að endur- reisa eiginlega líkastur ís- lenzkri hamraborg vaxinni mosa og skófum, msð dul og kraft í hverjum kletti og skoru. Við fórum heim aðra leið en við komum niður með á eða fremur litlu fljóti og það er vart hægt að ímynda sér meiri fegurð en var á þessari leið, en þar skiptast á skógar, akr- ar og þorp. Eitt þessara þorpa heitir Vianden. Þar er einn hinna frægu kastala, sem ein- kenna öllu fremur þetta litla faltega land. En þekktastnr mun þó þessi staður vera vegna þess, að þar bjó stórskáldið og mannvinurinn Vietor Hugó í útlegð um tíma frá föðurfandi sínu. Nú er húsið mokburs kon- ar safn og á að sýna aUt. með sömu ummerkjum og meðan skáldið bjó þar. Þetta er ósfeöp lítið hús á bakka árinnar fögtw, sem ég minntist á áðan, undir hárri skógi vaxinni hlíð. Og útsýnið er nábvæmlega ekkert nema áin og hlíðin. En frið- sælt er þarna. Og í lítilli stofu stendur enn á miðju gólfi barð ið og á því 'btebbytta og fjöð- urstafur, penninn, sem Vesa- lingamir voru skrifaðir með. Það þætti sjálfsagt léleg að- staða til ritstarfa hjá bömun- um f Vogaskðla, ef'tir ritgerð eða ræðu að dæma, sem ég las um daginn eftir unga ís- lenzka menntakonu, ef sú að- staða væri lík því, sem verið hefur hjá skáldinu. Það er gott og sjálfsagt að hafa góða skóta og þægilegar skrifstofur, en það em ekki lífsþægindin og íburðurinn sem mótað hefur mestu menn and- ans, heldur einmitt hið gagn- stæða, erfiðleikar og einfald- leíkL Jafnvel við tréborð eða lága fjöt og á steini hafa hin frægustu ritverk verið samin í fangeLsum og í fjötnum. Frá Vianden var svo hatdið heim beina leið í náttstað en þó fyrst að dýrðlegri máltfð, þar sem meðal annars vora sniglar á borðum soðnir í skelj um. Ekki leizt mér gæfulega á þá fæðu, eftir að hafa fund- ið lyktina. En Sigurði Magnús- syni fannst þetta hið mesta hnossgæti. Að lokinni máltíð var leitað uppi fyrirmyndarhótel til gist- ingar handa mér í Ljósuborg. Ég kvaddi þessa vini mína, Sig- urð, Einar og Ragnheiði Briem með virktum og bað Loftleiðir lengi lifa. Dýrðlegur dagur var liðinn, dagur í Ljósuborg og Bjartadal. Kaupm.höfn 21—5—‘Ö6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.