Vísir - 27.12.1974, Page 4

Vísir - 27.12.1974, Page 4
4 Vlsir. Föstudagur 27. desember 1974. Fyrstur með fréttimar vtsm REUTER AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN UTLÖI BLÓDUGUR AÐFANGA DAGUR í EÞÍÓPÍU Loft var lævi blandiö í Asmara, stærstu borg Eritreu í norðurhluta Eþíópfu í gær, og hélt fólk sig innan dyra eftir blóðug átökin yfir jólin. Uppreisnarmenn höfðu varpað handsprengjum inn á tvo bari i borginni á að- fangadagskvöld og hafði síðan komið til skotbar- daga milli herflokka og uppreisnarmanna, sem vilja aðskilnað Eritreu frá Eþíópíu. Fjórir létu lifið og 41 særöist. 1 kjölfar þessara bardaga fylgdu svo frekari átök og var borgin lömuð af ótta á sjálfri jóla- hátiðinni. Jólamessan, sem venjulega er sungin iim miðnætt- ið, var haldin um kl. 18 til þess aö fólk gæti verið komið inn á heimili sin, áður en dimmdi. Fréttir af atburðunum eru óljósar. Otvarpið i Asmara sagði frá falli sjö manna og að niu manns hefðu verið handteknir fyrirmótþróa við yfirvöld. Komst upp allskonar kvittur um að upp- reisnarmenn ætluðu sér að vega þá, sem stæðu byltingaráformum þeirra fyrir þrifum. Gekk berserks- gang á Stúdenta- garðinum Búlgarskur skólapiltur gekk bcrserksgang á stúdentagaröi I Sofiu og varö sex stúdcntum aö bana, auk þess sem hann særöi aðra tiu. i fréttum útvarpsins I Sofiu var sagt, aö þessi sautján ára gamli piltur heföi skotiö stúdentana með skammbyssu, sem hann haföi komizt yfir með ólöglegum hætti. Einn hinna látnu og þrir þeirra særöu voru útlendingar. TAKIÐ EFTIR! Vegna sérstakra samninga viö verksmiðjurnar fengum viö síö- ustu sendingu af Bronco bifreiö- um á sérstöku veröi, sem ekki anir verksmiðjanna, sem orðið hafa á þessu ári. Auk þess bjóöum viö hagstæö greiðslukjör! innifelur þær þrjár verðhækk- Gangið frá Bronco kaupunum strax. Hótaði að sprengja upp Hvíta húsið Ungur blökkumaöur I Araba- kufli ók bifreiö sinni hlaðinni sprengiefni i gegnum aöalhliöiö viö Hvita húsiö I Washington á jóladag. Hótaði hann að sprengja bif- reiðina i loft upp, ef öryggis- verðirnir nálguðust hann. 1 fyrstu fengu menn ekki áttað sig á þvi, hvað fyrir manninum vakti. Forsetafjölskyldan hafði farið á skiði i Kóloradó, þar sem hún dvaldist yfir jólin. Smám saman fengu menn talið blökkumanninn, sem er félagi i trúarflokki „Black Muslems” i Bandarlkjunum, á að gefast upp. Það eina, sem hann krafðist, var að ná tali af ambassador Pakist- ans. ÆTLAÐI AÐ STEYPA VÉLINNI NIÐUR í MIÐJA RÓMABORG Kandamaður af tékknesku ætt- erni réöst inn I flugstjórnarklefa Júmbóbotu Indverska flug- félagsins, þegar hún var stödd yfir ttallu. Vopnaöur hnifi ætlaöi hann aö neyöa flugstjórann til aö steypa flugvélinni niöur I miöja Rómaborg. 1 vélinni var 17 manna áhöfn og 151 farþejfi. Af skýringum mannsins á framferði sinu og siðan allri hegðan hans var dregin sú álykt- un að hann væri ekki heill á geðs- munum. „Það var fólk i Bombay, sem sá, þegar ég var að skipta gjald- eyri, að ég var með mikla pen- inga á mér. — Það elti mig upp i flugvélina og ætlaði að ræna mig. En ég sá við þeim, þegar ég neyddi vélina til að lenda i Róm,” sagði hann. Maðurinn var yfirbugaður, þegar hann hótaði að brjóta mælaborð þotunnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.