Vísir - 27.12.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 27.12.1974, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 27. desember 1974. Ólœti við Hlégarð vegna „falskrar" auglýsingar Mikil ólæti voru við Hlégarö i Mosfellss veit I nótt. ölóðir unglingar brutu rúður I húsinu og I lögreglubil úr Hafnarfirði sem stóð þar. Aðalástæöan fyrir ólátunum var sú, að dansleikur stóð ekki nema til kl. eitt. Hinsvegar var auglýst i einu dagblaðanna fyrir jól, að dansleikurinn stæði til kl. tvö þetta kvöld. Þetta töldu unglingarnir hina mestu svlvirðu og heimtuöu að auglýsingunni yrði fylgt i einu og öllu. Þegar það gekk ekki, brutust ólætin út. Talsverð slagsmál urðu fyrir framan og inni i húsinu. Nokkrir piltar voru handteknir og settir i fangageymslur i Hafn- arfirði. Mál þeirra verður tekið fyrir I dag. — ÓH. Neskaupstaður um jólin: Bœiarstjórn gaf aðkomu mönnunum jólagjafir Dóttir eins hinna látnu skírð á jóladag Aðkomumenn frá Egilsstöðum, Reyðar- firði og Eskifirði héldu gleðileg jól hjá henni Kristrúnu í Egilsbúð þrátt fyrir óveður, kulda og snjó utan dyra. t Egilsbúð dvöldust 35 manns, sem ekki komust heim til sin vegna ófærðar. Auk þess bætt- ust 16 manns við aðfaranótt að- fangadags, er snjóbillinn, er þeir voru I, varð að snúa við i Oddsskarði vegna ófærðar og snjóflóða. Hótelstýran, Kristrún Helga- dóttir, sá til þess, að allir fengju gnægð af hangikjöti á aðfanga- dagskvöld og is og jarðarber á eftir. Kveikt var á jólatré og vindlingum og spilum úthlutað. Bæjarstjórinn kom I heim- sókn og afhenti öllum aðkomu- mönnunum bækur i jólagjöf. „Þetta voru svo færir menn, að þeir slógu upp hljómsveit og sungu svo og spiluðu fram á nóttina,” sagði Kristrún I sam- tali við Visi I morgun. „Timinn leið þvi fljótt”. Geysilegur snjór er nú á Nes- kaupstað, en þrátt fyrir það hafa götur verið ruddar. Skaflarnir meðfram þeim eru fjallháir. Kristrún sagðist ekki muna eftir að annar eins snjór hefði fallið frá þvi árið 1951. Auk þess sem snjóað hefur, skóf mikið úr fjallinu um hátiðirnar. Engin jólaljós var hægt aö setja upp utanhúss vegna raf- magnsskorts, en rafmagn var nóg innandyra að undanteknum húsunum innst i bænum. Bæjar- stjórinn sá til þess, að íbúar húsanna þar yrðu fluttir I snjó- bil til skyldmenna sinna utar i bænum, svo einnig þeir gætu haldið heilög jól. Ekkert sjónvarp hefur sézt á Neskaupstað yfir hátiðarnar og i útvarpi heyrðist ekki frá að- fangadegi fram á jóladags- morgun. Messufall varð á aðfanga- dagskvöld vegna óveðurs en fjölmennt var við messu á jóla- dag. Þá var skýrð kornung dótt- ir Högna Jónassonar, eins þeirra er fórst i snjóflóðinu. —JB Bilunin á Gagnheiði: Stjórntœki í rafmagns- töflu stóð á sér tbúar I Neskaupstað muna ekki annan eins snjó og um þessi Jól. Þessi mynd var raunar tekin tveim dögum áður en mesti snjórinn kom á götur kaupstaðarins. Aðeins tvö brunaúlköll „Það eru náttúrlega vandræði að eiga þarna allt i einu húsi. Að minum dómi var misráðið að hafa allt undir einu þaki uppi á Gagnheiði, en um það eru ekki Ballgestir tepptust vegna snjókomu Skyndileg snjókoma i gær- kvöldi gerði Suðurnesjamönnum erfitt fyrir. Fjöldi fólks var á dansleikjum, bæði I Keflavik og Grindavik. Um kl. 19 fór að snjóa. En kl. 21 ágerðist snjókoman og snjóaði stanzlaust fram eftir nóttu. Menn áttu I erfiöleikum með aö komast leiðar sinnar innanbæjar i Keflavik og aðstoðaði lögreglan þá, sem voru alveg tepptir. Dansleikur var I Grindavik I gærkvöldi. Veghefill ruddi þó veginn þangað, þannig aö flestir komust klakklaust heim til sin. Höfuöborgarbúar sáu ekkert af þessari snjókomu. Skilin voru við Kúagerði, og féll varla snjókorn nær höfuðborgarsvæðinu en þar. — ÓH. Hafa safnað á sjöttu milljón Nú hefur á sjöttu milljón króna safnazt i snjóflóöasöfn- uninni. Ekki er þó hægt að nefna nákvæma tölu, þar sem fé hjá hinum ýmsu söfnunar- aöilum hefur ekki verið lagt saman. Af heildarupphæðinni hafa tæpar tvær milljónir ver- ið sendar til Neskaupstaðar. — JB. allir sammála,” sagði Kristján Gissurarson, starfsmaður endur- varpsstöðvarinnar á Eiðum, i viðtali við Visi I morgun. „Siminn er i tveimur radiósett- um I Gagnheiðarstöðinni. Hann var áður I húsi á Fjarðarheiðinni, og þar er lika vararafstöð. Ég állt, að betra hefði verið að hafa að minnsta kosti annaö settið þar, það færi þó aldrei nema hálft sambandið i einu. Þegar rafmagnið til Gagnheið- arstöðvarinnar rofnaði á aðfangadag, var ekki viðlit að fara þarna upp vegna veðurs. Ég komst þarna upp i gær með snjóbil, og komst þá að þvi, að rafliöi I rafmagnstöflu haföi staðiö á sér. Það var ástæðan til þess að vararafstööin á Gagnheiði fór ekki i gang. Þegar vélin hefur verið I gangi, drepst á henni þegar rafmagnið kemur aftur, með þvi að það lokast fyrir oliurennslið til hennar. Þaö á slðan að opnast aftur eftir tuttugu sekúndur, en núna haföi það stjórntæki sem sagt staðið á sér, með þeim afleiðingum að allt varð sambandslaust. Þegar bætt hafði verið úr þessu, komst aftur á simasamband við Austfirði og útvarpið heyrðist á ný. En sjónvarpssendirinn hafði bilað, svo mér tókst ekki að koma hljóöi með sjónvarpinu þótt myndin sæist. Ég á von á manni aö sunnan I dag með varastykki og þá förum við þarna upp aftur. Spáin er að visu slæm, en ég held aö slóðin frá i gær sjáist nokkuð lengi.” Varðandi gagnrýni á búnað þeirra til að komast að stööinni sagði Kristján: „Við þurfum að fá snjóbil með okkur þarna upp. Vélsleðar end- ast illa, þvi brattinn er svo mikill, að reimarnar vilja fara. En ef við heföum snjóbil, væri þjónustan við stöðina ekki nægilegt verkefni fyrir hann, en mikil þörf fyrir hann við ýmislegt niðri i Héraði, svo varla yrði mikið næði með hann.” —SH Aöeins tvö brunaútköll bárust til slökkviliðsins I Reykjavik um jólin. Annað var á aðfangadag. Þá hafði kviknaö I út frá logandi kerti i Ibúðarhúsi I Kópavogi. Loginn I kertinu læsti sig i gardinu. Nokkrar skemmdir urðu á húsinu. Þá var slökkviliðið einnig kvatt út á Granda. Þar hafði kviknað litillega I báti. Eldsins varð vart þegar tók aö rjúka úr bátnum. Miklir sjúkraflutningar voru hjá slökkviliöinu, sérstaklega á Þorláksmessu. Fjölmargir sjúklingar voru þá fluttir heim til sin af spitölum. óH Reynt að sökkva 50 tonna báti í Vogum BOTNLOKURNAR OPNAR OG SKORIÐ Á HOSU einnig ráðizt inn í bíl bátseigandans og sœtin skorin í tœtlur Reynt var að sökkva 50 tonna trébáti i höfn- inni i Vogum á að- fangadag. Maður, sem var á ferð við bryggjuna að morgni aðfangadags tók eftir þvi, að bátur- inn Skarphéðinn GK-35 virtist óeðlilega siginn. Maðurinn gerði eig- anda bátsins aðvart. Þegar eigandinn kom um borð, var báturinn hálffullur af sjó. Slökkvilið og lögregla i Kefla- vik komu á staðinn, og dældi slökkviliðið upp úr bátnum. Þegar þvi var lokið, kom i ljós, að botnlokur i bátnum höfðu verið opnaðar. Einnig var skor- ið á hosu i kælivatnskerfi báts- ins, þannig að þar lak inn. Meöan mál þetta var I rann- sókn, uppgötvaöist, að um nótt- ina hafði verið farið inn I bil bátseigandans og sætin i honum skorin i tætlur. Ljóst er, að hér er um skemmdarverk að ræða. Rann- sóknarlögreglan I Keflavik hef- ur málið til meðferöar, en enn sem komiö er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Eigandi bátsins kannast ekki við, að neinn geti verið að hefna sin þannig á honum. 1 sumar lá báturinn aðgerðar- laus viö bryggju. 1 haust leigði eigandinn þremur mönnum hann, og gerðu þeir út á ýsunet. Af vatnshæðinni I bátnum má ráða, aö skemmdarverkin hafi verið unnin fyrir klukkan fimm aöfaranótt 24. desember. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.